Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 29. marz 1958. DAGUR 5 Eyfirðingar hafa fekið forysfuna í naut griparækfinni Samband nautgriparæktarfélaga stofnað 1929 Fyrsta sæðingarstöð landsins starfrækt að Grísa- bóli frá 1946 - Búfjárræktarstöðin að Liuidi Fulltrúar á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar skruppu einn fundardaginn upp að Lundi til að skoða Bú- fjárræktarstöð Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði og slóst eg af forvitni í förina, en átti síðan tal við Olaf Jóns- son ráðunaut sambandsins, sem hefur jujög mikinn áhuga fyrir þessari starfsemi. Skjiildur Rcykdal er 14. vetri og elzta kynbótanaut SNE. Hann skiptir aldrci skapi og er enn í fullu fjöri (Ljósm.: E. Sigurgeirss.). SNE stofnað. Án þess að rakin verði saga SNE, er þó nauðsynlegt að drepa á nokkur atriði til skilningsauka. SNE, eða Samband nautgripa- ræktarfélaga í Eyjafirði, var stofnað af 6 nautgriparæktarfé- lögum 1929 (í Hrafnagils-, Öng- ulsstaða-, Saurbæjar-, Sval- barðsstrandar-, Glæsibæjar og Skriðu og Arnarneshreppi). — Þessi félög voru nýlega stofnuð, nema í Öngulsstaðahreppi. Þar var nautgriparækatrfélagið stofn- að 1917. Síðar gengu svo önnur félög í sambandið, svo að nú eru þau 10. Nautgriparæktarfélag Akureyrar 1936, Búbót í Grýtu- bakkahreppi 1942 (stofnað 1904), Nautgriparæktarfélag Svarfdæla 1945 (stofnað 1904), Nautgripa- ræktarfélagið á Árskógsströnd 1945 (stofnað 1927) og félagið í Hörgárdal 1947. Þessi félög eru öll í SNE, nema Nautgriparækt- arfélagið í Hörgárdal og félagið í Saur bæ j arhreppi. En hver er svo árangurinn af þessari starfsemi? Hann er sá, að árið 1930—1934 voru 700 fullmjólka kýr á skýrsl- tim SNE. Þær mjólkuðu til jafn- aðar 2709 kg. með 3,58% meðal- fitu, eða 9719 fitueiningar. Þess ber þó að geta, að mjólkurmagn- ið var þá þegar farið að þokast töluvert upp á við. Árið 1956 eru 1939 fullmjólka kýr á skýrslum hjá sambandinu ©g þær mjólka að meðaltali 3607 kg. með 3,76% feita mjólk, eða 13586 fitueiningar. Þegar þessar tölur eru bornar saman, sjá menn fljótt hina gíf- urlegu afurðaaukningu. Með skýrslugerðunum sézt það svart á hvítu, hvað hver kýr skilar í afurðum. Skýrslugerðin er und- irstaða úrvalsins og bændur eru fljótir að láta þær ráða hvaða einstaklingar eru settir á vetur. Úrval og betri fóðrun. Hér er því þó ekki slegið föstu, að hin mikla afurðaaukning sé eingöngu að þakka úrvalinu. Fóðrunin hefur batnað og fóður- bætir aukinn. Árin 1930—1934 voru hverri kú gefin 177 kg. af fóðurbæti. En 1956 var skammturinn kominn upp í 442 kg. En segja má með nokkrum rétti, að þegar góðu kýrnar einar eru eftir, þarf meiri kjarnfóðurgjöf. Þegar mjólkur- hæfni kúnna er aukin með skyn- bótum og úrvali, þarf auðvitað jafnframt að sjá þeim fyrir meira og betra fóðri. Þótt gott sé og sjálfsagt að láta rytjurnar víkja úr fjósunum, er þó langtum þýðingarmeira að nota góð naut. Fyrrum var slíku ekki nægur gaumur gefinn. Enda óhægt um vik á ýmsan hátt. Naut þau, er leidd voru milli bæja, urðu vanalega erfið viðfangs, svo ung að aldri, að ekki var komin reynsla á kynbótagildi þeirra þegar þau voru felld. Sæðingarstöð. Með sæðingarstöðinni, sem stofnsett var að Grísabóli á Ak- ureyri árið 1946, var verulegt átak gert í nautgriparæktinni. Þaðan voru kýrnar sæddar ívax- andi mæli og á síðastl. ári voru sæddar þaðan hátt á þriðja þús. kýr. Með slíku fyrirkomulagi veltur auðvitað meira á að kyn- bótanautin hafi góða, arfgenga eiginleika, þar sem afkvæmi þeirra eru svo margfallt fleiri en áður tíðkaðist með sveitanaut. Og að sjálfsögðu liggur hér líka hætta fólgin ef illa tekst til um val nautanna. Gildi kynbótanautanna kemur fram í afkvæmunum. Séu kýrnar undan þeim betri en mæðurnar, er kynbótastarfsemin á réttri leið. En eyfirzkir bændur sættu sig ekki við þá reynslu eina, sem fæst með því að athuga þær dæt- ur nautanna, sem aldar eru upp hér og þar í héraðinu, þar sem einstaklingarnir hafa mjög ólík skilyrði, bæði í uppvexti og á fyrsta mjólkurskeiði. Afkvæma- rannsóknir og samanburðartil- raunir þurfti að gera á einum stað, svo að ekki væri um að villast, hver áhrif hvert sérstakt naut hefði. Búfjárræktarstöð. Nú hefur stærsta skrefið verið stigið í nautgriparæktinni með stofnun Búfjárræktarstöovarinn- ar að Lundi við Akureyri. Þar hafa undanfarin þrjú haust verið settar á vetur kvíguhópar, undan tveim nautum hvert haust. Þang- að var haldið, eins og fyrr segir. Yngstu kvígurnar (38) eru að Grísabóli. Þær eru ekki undan völdum mæðrum, en fæddar á líkum tíma. Feður þeirra eru Galti og Mýri. Sá fyrrnefndi er frá Galtalæk og undan hinni frægu Gráskinnu. Mýri er Mýr- dælskur að ætt. Kvígurnar eru mjög frískar og í góðri framför. Þær eru vel hirtar. Kvígurnar frá í fyrrahaust (36), eru á Rang árvöllum. Þær eru einnig undan tveim nautum, er heita íri og Týr. fri er frá Þórsmörk á Sval- barðsströnd, en Týr frá Knarar- bergi. Fyrsti hópurinn undir smásjánni. Elztu kvígurnar (24) eru á Lundi. Þær eru á þriðja ári og á fyrsta mjólkurskeiði. Þær eru Yngstu kvígumar, fæddar síðast- liðið haust. (Ljósm.: E. Sig.). undan Ægi frá Eyrarlandi og Velli frá Stóru-Völlum. Þessar kvígur, eða ungu kýr, eru vel þroskaðar orðnai', stórar og þrif- legar. Þær báru allar á tímabil- inu frá síðast í okt. til áramóta, og eru haldnar nákvæmar skýrslur um þær. Þær eru 12 undan hvoru nauti. Auðvitað er of snemmt að fullyrða nokkuð um niðurstöður fyrr en fyrsta mjólkurskeiðið er á enda. En nú þegar virðast nokkur atriði benda í ákveðnar áttir, og líklegt að hreinar línur verði milli Ægis og Vallar, nautanna, sem verið er að prófa á þennan hátt. Dætur Ægis komust í 14,6 kg. að meðal- tali eftir burðinn. Dætur Vallar komust í 12,5 kg., hvort tveggja miðað við 4% fitu. Eftir 7 vikna tíma mjólkuðu „Vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu i sumardal að kveða kvceðin þin, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil, með húfu og rauðan skúf, i peysu. Þröstur minn góður, pað er stúlkan mín.“ UM SÍÐASTLIÐNA lielgi komu lyrstu skógarþrestirnir liingað í bæ- inn. Þá hljómaði söngur þeirra úr trjágarði á norðurbrekkunni. Það yljaði um hjartaræturnar, og þetta boðaði það, að vorið væri í nánd eftir langan snjóavetur. Undanfarna vetur hefur alltaf of- urlftill strjálingur af skógarþröstum orðið eítir hér á véturna, en svo brá við í vetur, að þeir lnirfu liéðan allir að undanskildum einum þresti, sem hér varð eltir. Hart mun verða fyrir þessa nýkomnu gesti, cn þeir munu feita í fjörúrnar og ná þar æti. Á síðari árum hafa fyrstu skógar- þrestirnir komið hingað í bæinn seinast í marz og í byrjun 'apríl, og hefur svo smátt og smátt bætzt við þá þar til í apríllok, að flestir þeirra eru komnir. Seinni partinn í apríl fara fyrstu þrestirnir að hugsa fyrir hreiður- gerð hér í bænum, en ögn seinna út um sveitir. Venjulega seinast i maí. Karlfuglinn velur nú stað, þar sem hentugt er fyrir hreiður, og tekur til að syngja, til þess að hæna að sér kvenfugla, og gefur jafnframt öðrum karlfuglum til kynna, að hér Ægisdætur 13,9 kg., en Vallar- dætur 11,1 kg. að meðalt. á dag. Eftir þennan tíma er mjólkur- mismunurinn 17% Ægi í vil.Nyt- hæsta Ægisdóttirin komst í tæpl. 20 kg .á dag (miðað við 4% f.). Nythæst Vallardóttir komst ekki nema í 15 kg. Hér virðist því greinilegur munur á þessum tveim samanburðarflokkum, sem rekja verður til feðranna tveggja. Næsta haust verða þessar kvígur seldar, en annar aldursflokkur tekinn til rannsóknar á sama hátt og þannig koll af kolli. Þau naut, sem eignast afurðamestu dæt- urnar, eru framtíðarnautin. En hin eru dæmd úr leik. Glæsilegur árangur. Á Búfjárræktarstöðinni eru 130 hafi hann númið land. Kveður nú við nær óslitinn þrastasöngur, dag og nótt. Hér í bænum gera þrestirnir sér venjulega hreiður í trjáni eða runn- um, oft á gluggasyllu eða í hreiður- kassa. I skógum verpa.þeir oftast á jörðu niðri, við trjárætur eða i kjarri, en sjaldan uppi í trjám. Hreiðurbotninn er gerður úr grastægjum, sem þrösturinn lfmir saman með leirleðju. Síðan er aðal- hrciðrið gert úr grófum stráum en fóðrað innan með mjúkum stráum. Skógarþrösturinn verpir tíðast 5 —6 eggjum, og klaktíminn er um hálfur mánuður, og eftir um það bil hálfan mánuð yfirgefa svo ung- arnir hreiðrið, stundum illa flevgir, og eru þá hér í bænum í 'sífelldri hættu vegna katta. Oft verpa þrestirnir tvisvar, og cru þá ungarnir stundum rétt að vfirgefa hreiörið, þegar foreldrarn- ir eru að byrja á seinni hreiður- gerðinni. Þegar fer að líða á haustið, fara skógarþresdrnir að safnast santan hér í trjágörðum bæjarins. Fyrst í stað tína þeir aðallega ánumaðka og éta ber af ribsrunnum, en þegar kemur fram í október fara þeir að gæða sér á liinum girnilegu reyni- berjum, og fitna Jteir þá á skömnt- um tíma. Þannig búa þeir sig undir hið langa flug yfir hafið. Héðan hverfa skógarþrestirnir í októberlok og að þvi er álitið er, dvcljast þeir á Bretlandseyjum yfir köldustu vetrarmánuðina. (Framhald á 7. síðu.) Kr. Geirmimdsson: Farfuglarnir koma Skógarþrösturinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.