Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 16.04.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. apríl 1958 D AGUR 5 Pétur í Reynililíð sextugur Farfuglarnir koma Stelkurinn Eg sá Pétur í Reykjahlíð fyrst, þegar hann var tæplega tvítugur að aldri. Við settumst þá á sama hekk í Bændaskólanum á Hvann eyri. Eg minnist þess, að þeir af nýsveinum skólans, sem þá vöktu mesta athygli nemenda og kenn- ara, voru Þingeyingarnar Skúli Kristjánsson frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði og Pétur Jónsson í Reykjahlíð við Mývatn. Ef til vill hefur það valdið ein- hverju um ,að þeir voru „Þing- eyingar“. Það eitt hefði þó dugað þeim skamma stund til þess að halda þeim á hærra þrepi. En það kom fleira til. Þeir tóku strax í byrjun forystuna við námið, stóðu framarlega í félags- lífi skólasveina og sýndu atorku til hvaða starfs, sem þeir gengu. Við fullnaðarpróf frá skólanum voru þeir einnig ofjarlar okkar. hinna. Okkur fannst þess vegna stórt skarð höggvið í okkar fá- menna hóp, þegar Skúli varð herfang „hins hvíta dauða“ að fáum árum liðnum. Eg kynntist Pétri í skólanum sem herbergisfélaga, nánasta samstarfsmanni í félagsmálum skólans og vinnufélaga við sum- arstörfin hjá Halldóri Vilhjálms- syni skólastjóra. Það var unnið kappsamlega við heyskapinn á Hvanneyri og Pétur í Reykjahlíð var þar, sem annars staðar, fram- arlega í fylkingu. Það orð fór jtf Hvanneyringum, að þeim „fyndu kraftinn í sjálfum sér“ og færu ekki dult með. Þetta var okkur kunnugt og við færðum það skóianum til tekna. Það mun og almennt viðurkennt, að þessi skóli hafi átt drjúgan þátt í því að gera mannsefni að þjóðnýtum mönnum. Eitt er víst, að sjaldan eða aldrei mun okkur hafa fund- ist við eins „færir í flestan sjó“ eins og þegar við lögðum af stað frá skólanum með það veganesti, sem hann lagði okkur til. Það eru nú orðnir margir, sem hafa á einhvern hátt komizt í kynni við bóndann, verkstjórann og gestgjafann Pétur Jónsson í Reynihlíð við Mývatn. Flestum mun vera ljóst, að það hefur þurft kapp og kraft til þess að láta það allt verða að veruleika, sem nú má sjá í Reynihlíð. Til þess að byggja upp frá grunni stórbýli, láta tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt, reisa einnig og reka veglegt gisti- og veitinga- hús og jafnframt þessu annast verkstjórn við vegagei'ð á víð- áttumiklu landsvæði, hefur vissu lega þurft meira en meðal hæfi- leika og starfsþrótt. Þeir munu ]íka verða margir fleiri en ná- grannarnir, sem með hlýhug og þakklæti minnast húsbændanna í Reynihlíð í tilefni af sextugsaf- mæli Péturs Jónssonar. Pétur er fæddur í Reykjahlíð 18. apríl 1898 og hefur ætíð átt heimili á sínu ættaróðali. Hann er kvæntur Þuríði Gísladóttur frá Presthvammi í Aðaldal. Hef- ur hún áunnið sér mikla hylli og orðstír í hlutverki sínu við rekst- ur gisti- og veitingahússins í Reynihlíð. Reykjahlíð hefur ætíð verið talin meðal höfuðbóla landsins og Reykjahlíðarætt meðal hinna merkari ætta héi' á landi. Hefur hún lagt þjóðinni til marga góð- kunna forystumenn á ýmsum sviðum. Pétur Jónsson hefur sagt mér, að öll landareign Reykja- hlíðar sé talin vera að flatarmáli um það bil eins og öll Árnessýsla. Pétur Jónsson er mjög fróður um allt, sem við kemur þessari land- areign, og óneitanlega hefur margt verið, og er henni viðkom- andi. Þar er verulegur hluti hins, að fornu og nýju, margumtalaða Ódáðahraun, þar sem útilegu- menn og alls konar kynjaverur voru taldar hafa bólfestu um Sjaldan hefur mér orðið meira um dánarfregn en dr. Urbancics, ekki einungis vegna þess að hann var einn af mínum kærustu vin- um, heldur vegna þess, að þar er til moldar genginn maður, sem öll þjóðin hefur ástæðu til að syrgja, ég vil segja, mesti at- hafnamaður á sviði íslenzkra tónmála síðan Jónas Helgason leið. Hver, sem í alvöru gerir sér grein fyrir starfsferli þessa ágæta manns, og þar að auki útlend- ings, hlýtur að viðurkenna, að þar eru fáar og eg vil segja engar hliðstæður til samanburðar, og hefðu íslendingar sjálfir þjóð- hollustu til að taka hann sér til fyrirmyndar mundu tónlistarmál okkar áreiðanlega ekki vera í slíkri svívirðingu, sem raun ber vitni. Það er ekki einungis að hann hafi flutt til íslands í lif- andi flutningi ýmis af stærstu kórverkum heimsins, svo' sem J údas Makkabeus, Matteusar- passion Backs og fleira, heldur hefur hann látið þýða þau á ís- lenzku, og meira að segja komið hrafli úr Passíusálmunum í því síðarnefnda. Nefnið þið mér hliðstæð dæmi framkvæmd af ís- lendingum. Kannske sannast það, þegar íslenzk samtíðar smá- mennska og öfundsýki er undir lok liðin, og aðrar helrænar landráðs-hvatir, að þessi maður var okkar mesta happasending á þessari óöld. Hann virti, af skiln- ingi og meðfæddri göfugmennsku aldaraðir. í landareigninni eru mörg og sérstæð náttúruundur og, að líkindum, mikil auðæfi í yðrum jarðar. Það má því með fullum rétti kalla Reykjahlíðar- bændur stórbændur, og margt bendir til, að þar verði í framtíð- inni næg viðfangsefni við hæfi mikilvirkra og framtakssamra manna. Afmælissgjöfin til Péturs frá börnum hans var farseðill í för Flugfélags íslands til Miðjarðar- hafslanda. Útþráin mun snemma hafa valdið hugarróti hjá Pétri eins og hjá mörgum æskumönn- um, en þá krafðizt annað tímans og starfsorkunnar. Nú virðist gamall draumur hafa orðið að veruíeika, og ekki þarf að efa, að ferðalagið verður afmælisbarninu ekki aðeins ógleymanlegt, heldur einnig aflgjafi til átaka í fram- tíðarstarfinu. Engar líkur eru til, að Þuríður og Pétur sitji auðum höndum næsta áratuginn, eftir að hann hefur gengið í spor hinna rómversku riddara og jafnframt komist í andlega snert- ingu við blessun páfans. Eg samgleðst mínum sextuga skólabróður og sendi jafnframt honum og fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir. viðleitni okkar, vesalinganna, tónskáldanna, og harmaði mjög það óskiljanlega tómlæti sem útvarp, einsöngvarar og aðrir túlkandi kraftar, hafa sífellt sýnt þeim, sér til ævarandi skammar og þjóðinni til óbætanlegs tjóns. Hann gerði okkur íslendingum skömm til með sinni meðfæddu og einlægu réttsýni og göfug- mennsku. Eg þakka þér, vinur, í nafni þjóðarinnar (ef um nokkuð slíkt er að ræða) þitt mikla og þjóð- holla starf. Guð fylgi þér, vinur. Þetta er ritað með tárum. í Guðs friði. Björgvin Guðmundsson. íbúð óskast Óska eftir að fá leigða þriggja herbergja íbúð um miðjan mai. — Fyrirframgreiðsla kemur til grcina. — JJppIýsingar í síma nr. 1871 eftir kl. 5 á daginn. 1 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí. Aðeins tvennt i heimili. — Afgreiðslan gefur upplýsingar. IÍÖRFUDANSLEIKUR verður í Alþýðuhúsinu föstudag- inn 18. apríl og hefst kl. 21. Kvenfél. Baldursbrá. Það er alltaf nokkur viðburður þegar fyrsti stelkurinn tyllir tán- um á Leirugarðinn, og nú hef eg beðið undanfarna daga eftir að heyra þetta vel þekkta kvak: „djuvv, djuvv, djuvvuvv“, sem gjörbrcytir og færir líf á Leir- urnar, eftir þögnina þar að vetrinum. Það er óvíða hægt að fylgjast eins vel með, þegar stelkarnir eru að koma á vorin eins og á Leirunum hér við Ak- ureyri. Það er nær' algild regla, að fyrstu fuglarnir setjast á eða við Leirugarðinn, og nú vel hægt að fylgjast með fjölgun þeirra dag frá degi. í fyrra settist fyrsti stelkurinn á Leirugarðinn-3. apr- íl. 9. apríl kom annar til viðbót- ar. Svo bættist ekkert við fyrr en 14. apríl, en þann dag bættust 16 fuglar við. 15. apríl 4 og 17. apríl voru þeir orðnir 80—90. 18. apríl 120. — 19. apríl 200 og 20. apríl voru þeir orðnir svo margir, að ekki varð komið á þá tölu, og eins og vant er, voru þeir þá farnir að dreifa sér víðs vegar. Stelkurinn er kvikur og lífleg- ur fugl, sem vekur strax athygli á sér í hópi vaðfuglanna. Hann er mjög órólegur, styggur og hávær og sjaldan kyrr, jafnvel þegar hann „situr“ þarf hann að hreyfa sig. Hann kippist snögglega til, fram og aftur, hnykkir á og fettir sig á víxl og lætur sýna háu óg hvellu rödd heyrast í tíma og ótíma og á öllum stundum dags- ins og eins á flugi. Komi maður honum að óvör- um, þýtur hann upp með ósköp- um og óhljóðum og vekur athygli annarra fugla á, að þarna sé ein- hver á ferð. Stelkurinn er vað- fugl, sem heldur sig mest við grunnar tjarnir, á leirum og sönd um eða á mýrarflóum og öðru votlendi. Hann tekur fæðuna mest í grunnu vatni, þar sem hann nær í holu, án þess að bleyta fiðrið. Fæðan er ýmiss konar smádýr, eins og vatna- skordýr og lirfur þeirra og púp- ur, vatna- og fjörubobbar, ána- maðkar og ýmis sjávardýr, sem hann finnur í leðju og leir, eða undir reknum sjávargróðri. Áður en hann yfirgefur Leir- urnar (hér á Akureyri) er til- hugalífið byrjað, og líður það með mikilli háreysti og töluverð- um óeirðum og eltingaleik af biðlanna hálfu. Varpið byrjar oft snemma í maí og stendur eitthvað fram í júní, en fer nokkuð eftir tíðar- fari. Varpstað velur hann sér oft- ast í mýrum eða flóum. Hreiðrið er oftast í þurri, sinugróinni þúfu. Þar gerir fuglinn sér laut, sem hann leggur nokkur laus sinustrá í og beygir svo sinuna í hringa í kringlótt skýli yfir hreiðurbollann. Eggin eru oftast 4. Klakið tekur 16—18 daga og liggur móðirin mest á, en faðir- inn er á varðbergi í nágrenninu. Ef móðirin þarf að fljúga upp af hreiðrinu, breiðir hún um leið sinukragann saman yfir eggin, svo að erfitt er að finna þau. Ungarnir eru um mánuð að verða fleygir og sjálfbjarga. For- eldrarnir annast báðir um upp- eldi unganna, leiðbeina þeim í því að finna fæðuna, en veitast með ópi og óhljóðum að hröfnum, kjóum og öðrum illaþokkuðum ræningjum. Þegar fer að líða á sumarið leita stelkarnir til sjávar og safnast þar í hópa og eru flestir farnir um miðjan október. Stundum eru þó einstaka stelkar að flækjast hér í fjörunum langt fram á vetur. Kr. Geirmundsson. Ráðhúsf org BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR hefir samþykkt að gefa bæjarbúum kost á að gera tillögur um frágang Ráð- hústorgs. Tillögum sé skilað fyrir 15. maí n. k. til bæjarverk- fræðings, sem gefur allar nánari upplýsingar og lætur þeim, er þess óska, í té uppdrætti. BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI 10. apríl 1958. Kef kaupanda að ibúð eða húsi í smíðum, helzt fokheldu. — VALDIMAR SIGURÐSSON, símar 1121 og 2122. Ármann Dalmannsson. Dr. Urbancic MINNINC

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.