Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. apríl 1958 D AGUR Krisfneshæli og geðveikraspítaii Yfirvöld heilbrigðismála á villÍ2;ötum $sL3a» Landlæknir og heilbrigðismála- ráðherra héldu sig hafa fundið rétta lausn þeirrar lífsgátu að spara fé. Spara skyldi í kostnaði við berklahæli og sjá jafnframt geðveiku fólki fyrir hælisvist. — Úrlausn þeirra var sú, að leggja Kristneshæhli niður sem slíkt, flytja berklasjúklingana þaðan að Vífilsstöðum og gera Kristnes- hæli að spítala fyrir geðsjúka. — Það er virðingarvert að reyna að slá tvær flugur í einu höggi. Til þess að hitta betur og Norðlend- ingar freistist síður til að bera blak af hinu þrjátíu ára vígi berklavarnanna á Norðurlandi, bjóða heilbrigðisyfirvöldin eins konar skaðabætur. Þau lofa að byggja berkladeild fyrir nokkra sjúklinga á lóð Fjórðungssjúkra- hússins, eins konar útihús þeirrar stofnunar, og lofa upp á æru og trú, að taka ekki óða sjúklinga að Kristnesi. Norðlendingar þekkja af reynsl- unni, að fyrr hefur átt að taka Kristneshæli af þeim. En af því að það tókst ekki þá, þykir hlýða að bjóða örlítið í staðinn, eins konar sárabætur. En þessar fram réttu sárabætur eru þó ekki meira virði en svo, að það hlýtur að vekja undrun manna að þær skuli vera bornar fram af ábyrg- um aðilum. Um nýja lSmanna berkladeild er það að segja, að staðsetning hennar brýtur gjörsamlega í bága við þær viðteknar reglur, að hafa ekki berklahæli eða berkladeild í þéttbýli. Það er jafn sjálfsagt að hafa berklahæli utan þéttbýlis eins og það er fráleitt að ein- angra gamalmennahæli. Annars má það furðulegt heita ef nokkuð er yfirleitt meint með loforði um þessa berkladeild, svo fráleitt sem það er. Þá er að víkja nokkrum orð- um að loforðinu um að hafa ein- ungis í'ólegt fólk á væntanlegum „kleppi“ að Kristnesi. Auðtrúa eru þeir, sem álíta að hægt sé að bægja þeim sjúklingum frá, sem mesta hafa þörfina fyrir hælis- vist. Enda væri það vægast sagt hæpin aðferð. fjarri. En henni verður að full- nægja á annan hátt en þann að níðast á einni af kærustu stofn- unum á Norðurlandi. Ennfremur skal á það bent, að þær reginbreytingar verður að gera á byggingum Kristneshælis til að viðunandi megi teljast sem geðveikrahæli, að skynsamlegra sýnist að verja þeim fjármunum til að byggja nýtt gðeveikrahæli í stað þess að brjóta niður veggi Kristneshælis og byggja upp aft- ur. Kostnaður við fyrirhugaða berkladeild, eins konar útihús Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, væri ef til vill líka betur kominn í nýtt geðveikrahæli eða til annarra heilbrigðismála. Norð lendingar eru hart leiknir ef á að afvopna þá í baráttunni gegn berklaveikinni, þótt reiknislega sé hægt að benda á, að Vífils- staðir rúmi alla berklasjúklinga lsndsins. í fundargerð bæjaryfirvalda hér á Akureyri má sjá, að hugmynd landlæknis og annarra æðstu manna heilbrigðismála í landinu, hefur eitthvert fylgi,- Norðlend- ingar byggðu Kristneshæli með fádæma dugnaði og fórnfýsi. Þeir byggðu það sem hæli fyrir berkla sjúka og sem höfuðvígi þessa landshluta í baráttunni við berklaveikina. En er þá þörfin fyrir slíkt hæli ekki lengur fyrir hendi? Kristneshhæli er full- skipað berklasjúklingum, miðað við síðustu áramót. Hlutverki þess er því ekki lokið, þótt allar vonir standi til að þess þurfi sem skemmst að bíða. Ekki er hér dregin í efa þörfin fyrir geðveikrahæli. Því fer Það sýnist að sumu Ieyti eðli- legra, að Vífilsstaðir væru rýmd- ir fyrir geðveikum, en hæfilega stór berkladeild væri byggð í nágrenni Reykjavíkur, til dæmis að Reykjalundi. Með því móti væri komist hjá að troða rétt Norðlendinga niður í svaðið og málið þó leyst á auðveldari hátt. Ennfremur munu Akureyringar’ byggja gamalmennahæli og losn- ar þá væntanlega núverandi elli- heimili að Skjáaldarvík, sem kæmi til álits sem liður í bráða- birgðalausn í geðveikramálum, ef það teldist nothæft til þess. Stjórn heilbrigðismála hefur enn ekki fundið hina réttu lausn og þaðan af síður unnið Norð- lendinga til fylgis við þá stefnu að svifta sjálfa sig þeirri aðstöðu, sem Kristneshhæli hefur veitt í aldarþriðjung og gerir enn. E. D. I smáskömmtmn Töluverð vakning er sagt að' sé ,1 meðal drykkjumanna á Akureyri um að ganga í stúku. Guðmundur Jörundsson mun vera btíinn að taka „Þorstein þorskabít" á leigu til síldveiða í suntar. Er sagt, að hann hafi haft orð á því, að honum muni þykja óþjált í munni að scgja í talstöðina: „Halló! Halló! Þorsteinn þorskabítur kallar." Framleiðsluvörur iðnfyrirtækja sam- vinnumanna eru í alfremstu röð sinn- ar tcgundar hér á landi og standast fyllilega samanhurð við erlendan iðn- varning. Iðunnarskórnir með ítalska laginu hafa hlotið vinsældir. Akureyringur eru taldir fremur hrifnir af andatrú. Sunnlenzk kona, sem húsett er hér í hænum, er sögð halda miðilsfundi æðioft við góða aðsókn, auk þess sem utanhæjarmiðlar koma í heimsókn við og við. Andatrú er deilumál. Rétttrúnaðar- menn í kirkju- og sértrúarsöfnuðum kalla miðilsstarfsemi ókristilegt athæfi og daðtir við drauga. Efnishyggjumenn líta á hana scin sturlun, en sjálfir scgjast andatrúarmenn leggja stund á sálarrannsóknir. Sundmeistaramót íslands verður háð á Akureyri í júní í sumar. Götur á Akureyri heita Ásahyggð, Goðahyggð og Vanahyggð. Spurning er, hvort ekki komi síðar Þursahyggð og Mannabyggð. Það væri ckki dóna- legt að heita Jón Jónsson, Þursahyggð 3, eða Jónína hans Jóns, Mannahyggð I0. Grani. Klippt og skorið Gjaldycrisskorturinn og íhaldið. Sjálfstæðisblöðunum hefur lengi að undanförnu þótt það sætt í munni að tönnlast á þeim gjaldeyriserfiðleikum, sem gert hafa vart við sig, og er á blöðum þcssum að skilja, að gjaldeyrisskortur sé áður óþekkt fyrirbæri í cfnahags- sögu fslendinga. En mikil er forherðing íhalds- forkólfanna, ef þeir vilja ekki kannast við þá alkunnu stað- reynd íslenzkrar efnahagssögu, að undanfarinn rúman aldar- fjórðung, að stríðsárunum und anteknum, hafa erfiðlcikar í gjaldeyrismálum sett aðalsvip á stjórnmálaástandið í Iandinu. Hvort man nú enginn. . . Gjaldeyrisauður þjóðarinnar hefur sízt verið meiri þau árin sem íhaldið var við völd, ncma á nýsköpunarárunum, þegar óvenjulegar aðstæður og óeðli- legt ástand varð til þess að auka gjaldcyrisinnstæður lands Sagt á síðasta ári „Hin sanna hamingja er í því fólgin að geta verið hamingju- samur án hamingju. .. . “ Skáldkonan Francoise Sagan. „Hin sönnu undrabörn vorra tima eru sextugu karlarnir, sem enn trúa á réttlæti í heiminum og skynsamleg samskipti mann anna.“ Rithöfundurinn Ernest Hem ingway. * „Það er ekki hægt að kaupa frið á niðursettu verði. . . . “ Eisenhower Bandaríkjaforseti. „Hin vaxandi tortryggni í heim- inum hefur sprottið af því aðal- lega, að mennirnir hafa fengið fleiri tækifæri til að kynn ast. ..." Rithöfundurinn Noel Coward. Farfuglarnir koma MARIUERLAN Maríuerlan er ein af skemmti- legustu farfuglunum okkar. Hún er full af lífi og fjöri, þar sem hún þeytist til og frá í sífélldri leit að flugum, kvakandi og veif- andi stélinu, og það er unun að veita henni athygli, þegar hún leikur listir sínar í loftinu. Á dönsku heitir maríuerlan „Vipsljært“, og mun nafnið vera dregið af því hversu hún veifar stélinu án afláts þegar hún geng- ur eða situr. Maríuerlan er mjög hænd að mannabústöðum og er á sífelldu flögri og hlaupum í kringum mykjuhauga og gripahús í sinni sjfelklu leit að flugum og öðrum skordýrum. Hún er elsk að vatni og heldur mikið til við sjóinn, einkum fiskiplássin, þar sem fiskiúrgangur fellur til og maðka veitur myndast. Þar er hún í essinu sínu, á sífelldum þönum á eftir fiskiflugunum, sem hún grípur á flugi eða hún grípur á hlaupum á húsþökum eða öðrum stöðum. Oft situr hún á steini úti í vatni og grípur fiðrildi og flugur, sem fljúga fram hjá. Hún er há- fætt og veður oft út í grunnt vatn til þess að ná í ýmis smádýr sem þar eru. Aðalfæða maríuerlunnar er alls konar smádýr, lirfur þeirra og púpur, og eins og áður er asgt getur hún náð þessu í lofti, á jörðinni og í vatni og stendur hún þar vel að vígi. í fyrra heyrði eg til fyrstu maríuerlunnar hér inni í Fjör unni 24. apríl. Nú sást fyrsta maríuerlan á sömu slóðum 13. apríl og aftur á föstudaginn var. Sennilega sami fuglinn, því að þær eru ekki komnar að nienu ráði svona snemma, og má ekki búast við þeim að nokkru ráði fyrr en í byrjún maí. Strax og maríuerlurnar koma fara þær að hugsa um varpið og hressa upp á gamla hreiðrið, því að þær eru mjög vanafastar og halda tryggð við sama staðinn ár eftir ár. (Eg man eftir maríuerluhjónum sem áttu hreiður undir þakskeggi á gömlu símstöðinni hér inni í bænum. Þessi hjón verptu þarna í sama hreiðrið í 9 ár samfleytt, þar til dúfur lögðu hreiðrið undir sig og hurfu þá maríuerlurnar.) Hreiðurkarfan er gerð úr stráum, tægjum og mosa, fóðrúð innan með ull, hrosshári eða fjöðrum. Því er oft komið fyrir í holu í grjótgörðum, undir þakskeggi, í hlöðum og oft á ólíklegustu stöð- um. Nú á seinni árum oft í hreið- urkössum, sem komið er fyrir á húsum eða í görðum. Eggin eru tíðast 5—6 og klekjast út á 11—12 dögum og eftir um það bil 17 daga yfirgefa ungarnir hreiðrið. Móðirin liggur aðallega á, en bæði afla þau fæðu handa ungunum. Þegar kemur fram í ágúst eru flestir mariu- erluungarnir orðnir fleygir og í september fara maríuerlurnar að leita burt til suðlægari langa. Kr. Gcirmundsson. nianna erlendis. En þá hélt Sjálfstæðisflokkurinn ekki het- ur á málum en svo, að við fall nýsköpunarst jórnarinnar 1946 —47 voru allar innstæður lands ins uppétnar og byrjað jafnvel að safna gjaldeyrisskuldum. . . . haustið 1947. . . Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn liaustið 1947, þegar grip- ið var til róttækari skömmtun- araðgcrða en nokkru sinni fyrr og síðar í sögu landsins. Hvers vegna var skömmtunin upp tckin? Einfaldlega af því, að ekki var til erlendur gjaldeyrir til þess að kaupa nægilegt magn nauðsynjavarnings hvað þá aðra vöru. Heldur Sjálf- stæðisflokkurinn, að menn séu svo gleymnir, að þeir muni ckki haustnætur fyrir rúmum 10 árum, þegar fataskömmtun- inni var skellt á? Ætli ung hjón, sem voru að hefja bú- skap, muni ekki eftir því, að það þurfti skömmtunarmiða til þess að kaupa húsáhöld, gluggatjöld og reifar á ung- börnin? Ætli nokkur, sem þá var kominn til vits og ára og enn er á lífi, sé búinn að gleyma því, að þá þurfti miða fyrir sápu og öðrum hreinlæt- isvöruin? Ætli leigubílstjór- arnir séu búnir að gleyma því, þegar reglugerð var sett um takmörkun leiguaksturs, vegna þess að á þessum stjórnarárum íhaldsins og vegna afleiðinga af löngu stjórnartímabili þess ár- in áður, var ekki til gjaldeyrir fyrir benzín? og 1949—50. Þjóðin er þess vel minnug enn í dag, enda er ekki langt um liðið, að miklir gjaldeyris- erfiðleikar voru hér enn 1950, þcgar Framsóknarmenn mynd- uðu stjórn mcð Sjálfstæðis- mönnum undir forsæti Steingr. Steinþórssonar. Og ávallt síð- an hafa gjaldeyrisörðugleikar vcrið að skjóta upp kollinum hér á landi, svo að það er ekk- ert nýtt í’yrirbæri, þótt við höfum orðið fyrir þcim nokkuð að undanförnu. Stjórnartímahilið endaði með innflutningshöftum. Um áramótin 1955—56, nokkru áður en Sjálfstæðis- menn fóru úr ríkisstjórninni, þar sem þeir höfðu farið með viðskiptamálin, var gjaldeyris- skorturinn orðinn svo tilfinn- anlcgur, að bankastjórar Lands hankans lögðu beinlínis til, að innflutningshöft yrðu upp tek- in í einhverri mynd. Ritstjórum íhaldsblaðanna ætti því ekki að vaxa í augunt, þótt orðið hafi vart gjaldeyris erfiðleika nú á þessu ári. Þeir eru ckkert cinsdæmi og sízt verri cn oft áður, þegar Sjálf- stæðismenn hafa ráðið í land- ínu. Ingv^ar Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.