Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 23. apríl 1958 Framsóknarflokkurinn harðasfi andsMlokkur íhaldsins sagði Jón Kjartansson á fundi í Framsóknar- félögunum síðastliðinn sunnudag Síðastliðinn sunnudag var haldinn almennur fundur í Framsóknarfélögunum á Akureyri og var rætt um fríverzlun- armál Evrópu og almennt urn stjórnmálaviðhorfið. Jón Arn- þórsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja- vík, hafði framsögu um fríverzlunarmálið, en Jón Kjartans- son, fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði, ræddi stjórnmálavið- horfið. — Var gerður góður rómur að máli beggja, og tóku margir til máls að loknum ræðum frummælenda. Stórt átak fyrir íslcndinga. Jón Arnþórsson rakti sögu frí- verzlunarmálsins og taldi fram rök með og móti því máli, eink- um að því er varðaði ísland. Benti hann á, að án breyttra að- stæðna um margt væri varhuga- vert fyrir íslendinga að gerast óskorað aðiljar að slíku fríverzl- unarsvæði og benti jafnframt á erfiðleika okkar við það að standa með öllu utan við slíkt bandalag. Fríverzlunarmál allra Vestur-Evrópulanda er enn á umræðustigi og ekki gott um það að spá, hverjar lyktir það fær, en óhætt er að segja, að mikið er unnið að málinu af sérfræðingum og stjórnmálamönnum viðkom- andi landa, sem síðan bera saman ráð sín til þess að komast að sem heppilegastri lausn. Er lausn málsins knýjandi með tilliti til þess, að sex Evrópuríki: ítalía, Frakkland, Þýzkaland, Belgía, Holland og Luxemburg hafa gert samkomulag um algert tolla- bandalag, sem ganga á í gildi í byrjun ársins 1959. Verða þá felldir niður tollar í viðskiptum milli þessara þjóða innbyrðis, en gagnvart þjóðum, sem utan standa munu þær koma saman sem einn aðili. Getur þetta tolla- bandalag því haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir lönd, sem utan þess standa. Ur ræðu Jóns Kjartanssonar. Jón Kjartansson gerði stjórn- málaviðhorfið einkum að um- ræðuefni. Rakti hann gang stjórn málanna frá því að fyrrverandi stjórn fór frá og núverandi stjórn tók við og lagði áherzlu á þá erfiðleika, sem við hefði verið að etja, er íhaldið skilaði af sér stjórnartaumunum sumarið 1956, þegar útflutningsframleiðslan var raunverulega komin í þrot. Benti hann á, að þótt möi’gum hefði þótt í mikið ráðizt, er gengið var til stjórnarsamstarfs við Alþýðu- bandalagið, hefði önnur leið vart komið til greina við þær aðstæð- ur, þá voru fyrir hendi. Sagði hann, að Sjálfstæðisflokkurinn liefði haft tilbúna áætlun um að samfylkja með Alþýðubandalag- inu gegn Framsóknarmönnum og væri því öll hneykslun íhaldsins yfir stjórnarsamvinnunni einber hræsni. Gat Jón þess ennfremur, að þótt margt hefði mátt fara á annan veg um framkvæmdir stjórnarinnar til þessa, hefði hún þó margt vel gert og um sumt hefði hún valdið þáttaskilum í íslenzkri pólitík, m. a. að því er varðaði samvinnu ríkisstjórnar- innar við launþegasamtökin og önnur stéttasamtök. Þá minntist hann á þá erfiðleika, sem fram hefðu komið um lausn efnahags- vandamálanna á þessum vetri, en kvaðst ekki vita annað en að lyktir þess máls væru á næsta leiti. Jón Kjartansson lauk máli sínu með því að benda á þá staðreynd, að Framsóknarffokkurinn væri nú langöflugasti andstöðuflokkur Sjálfstæðisflokksins og að treysta yrði enn frekar en orðið er það bandalag, sem stofnað var með samvinnu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins í seinustu kosningum og vinna þannig að sigri frjálsrar umbótastefnu gegn öfgum til hægri og vinstri. Að loknum ræðum frummæl- enda tóku margir til máls, m. a. bæjarfulltrúarnir Stefán Reykja- lín og Guðmundur Guðlaugsson. — Fundarstjóri var Ingvar Gísla- son. Aukið samsfarf við V.-íslendinga Nú er hafinn undirbúningur að mjög auknu samstarfi við íslend- inga vestan hafs. Steingrímur Steinþórsson, fyrrum forsætis- ráðherra, fól Árna Bjarnarsyni bóksala á Akureyri að gera til- lögur um aukið samstarf milli ís- lendinga og.íslenzka þjóðarbrots- ins vestra. í vetur skipaði svo Hermann Jónasson forsætisráð- herra eftirtalda 5 menn til að vinna að framgangi þessa máls: Árna Bjarnarson, Hallgrím Hall- grímsson, ræðismann, Canada, Egil Bjarnason auglýsingastjóra, Steindór Steindórsson mennta- skólakennara og séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi. Þeir Árni, Steindór og séra Benjamín munu fara til Vesturheims í sumar og ferðast um meðal ís- lendinga, skrásetja ævisögur þeirra með styrk frá Alþingi. — Talið er að í íslendingabyggðum séu 40—50 þús. manns af íslenzku bergi brotnir og er uppi mikill áhugi meðal þeirra um aukin samskipti. Ymis iíðindi úr nágrannabyggðum Laxárdal, 12. apríl. Þrjár fyrstu góuvikurnar voru veðravondar og snjóaði mikið, þó ekki vaeru stórhríðar nema stutta tíma úr sólarhringnum og ekki oft. Sunnudaginn 16. marz jiiðnaði og var jjítt í sólarhring. Hiti fór þó ekki yíir 1 stig. Síðan voru hægviðri, oftast sólskin, en frost dag og nótt, mest 19 stig. í fyrstu þíðunni komu aðeins upp hnjótar á þremur bæj- um, sem reynt var að nota, en svo tók sáralítið, þar til þessa viku, 6.— 12. apr., og þó sérstaklega þrjá síð- ustu sólarhringa, og er nti kornin góð og sæmileg jörð, nema á tveim bæjum þó mjög lítil. Sunnudaginn 16. f. m. kom snjó- bíll K. I>. með vörur, aðallega fóð- urvörur, og sótti sjúkling. Jeppafæri var síðan í slóðinni, þar til vegur- inn var hreinsaður, sem var gert þ. 10. þ. m. Var mikili fiignúður yfir því, og það létti yfir dalbúum við að sjá bíla á ferð. — Snjóbílarnir hafa mjög sannað ágæti sitt hér í sýslunni í vetur, og er þar lausnin á samgöngumálum hinna snjóþungu sveita norðausturlands. I>ar verða ekki hafðar 20 ýtur í gangi við að hreinsa vegina. Þann 16. marz kastaði hryssa á Halldórsstöðum, og hef ég ekki heyrt getið um að hryssur hafi kast- að á þessum tíma hér í nærsveitun- um, en þctta þokast nær nútíman- um. Skoðun hcyja er lokið, og ertt heybirgðir misjafnar, eða frá 35 pd. í 200 pd., en um 120 pd. til jafnað- ar, og er vonandi að það nægi, þó mikill sé snjórinn ennþá. Sauðárkróki. Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki minntist 50 ára starfsafmælis á annan í páskum í félagsheimilinu Bifröst. Formað- ur félagsins, Sigmundui' Pálsson, setti afmælishófið og fól Gutt- ormi Oskarssyni veizlustjórn. — Guðjón Ingimundarson hélt að- alræðuna og rakti sögu félagsins í stórurn dráttum. Kári Jónsson sá um samfelldan upplestur úr bókum og blöðum félagsins frá eldri tímum. Kom margt skemmtilegt fram í þeim upp- lestri. Nokkrir ungir félagar sungu undir stjórn Guðrúnar Eyþórsdóttur. Formaður félagsins skýrði frá því að nokkrir af stofnendum fé- lagsins og forystumönnum þess hefðu verið kjörnir heiðursfélag- ai og afhenti þeim þeirra, er við voru staddii', heiðursskjöl í þvi tilefni. Gísli Felixson kennari af- henti Guðjóni Ingimundarsyni eirmerki F r j álsíþróttasambands íslands, fyrir hönd stjórnar þess, fyrir vel unnin störf að frjálsum íþróttum. Þá færði Kári Jónsson Guðjóni að gjöf frá ungmennafé- lögum fagurt málverk úr Skaga- firði, gert af Sigurði Sigurðssyni listmálara, og þakkaði honum unnin störf í þágu Tindastóls um 16 ára skeið, en hann hefur átt sæti í stjórn félagsins lengur en nokkur annar. Þakkaði Guðjón ungmennafélögum fyrir þessa fögru gjöf og allt ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Margar ræður voru fluttar og bar margt á góma úr starfi félagsins. Meðal þeirra sem töluðu voru þeir Jón Þ. Björnsson og Árni Hafstað, en þeir voru báðir félagar á fyrstu árum þess og Jón forystumaður um langt tímabil. Ungmennafélögin- eru nú yfiiv leitt flest orðin 50 ára eða að verða það. Starf þeirra margra hverra hefur þó ekki verið óslit- ið þessa áratugi, heldur fallið niður á tímabilum, og verið síðan bafið upp á ný með nýjum starfs- kröftum. Ungmennafélagið Tinda stóll er eitt þeirra er starfað hef- ur óslitið frá stofnun til þessa dags, enda margt gert óg átt frumkvæði að mörgum þörfum málum. Á fyrsta starfsári hóf félagið útgáfu handritaðs blaðs, Árgeisl- ans, og kom hann út sæmilega reglulega á þriðja áratug. Eitt merkasta spor í sögu félagsins var það, að gangast fyrir stofnun Sjúkrasamlags Sauðárkróks 1913. Starfaði þetta sjúkrasámlag allt. til ársins 1942, er lög um sjúkra- samlög tóku gildi hér. Félagið gekkst fyrir sundkennslu í Sauð- árgili frá 1911 og fram undir 1920 í köldu vatni. Það gekkst fyrir stofnun Dýravemdunar- félags Sauðárkróks 1918. Það keypti gróðrarstöð á fyrstu árum og hefur haldið henni við og end- urbætt æ síðan. Félagið byggði samkomuhúsið Bifröst 1925, og hefui' það hús verið endurbætt og við það byggt síðan, og er nú aðalsamkomuhús bæjarins. — Iþróttastarfsemin hefur frá fyrstu tíð verið einn meginþáttur þess frá upphafi og þó mikið vaxandi hin síðari ár. Stofndagur félags- ins er 26. okt. 1907. Frumkvæði að stofnun þess áttu fjórir bú- fræðingar frá Hólum, þeir Sig- urður og Þorbjörn Björnssynir frá Veðramóti, Pétur Jakobsson frá Skollatungu og Kristján Sig- urðsson frá Sauðárkróki. Nú telur félagið um 150 fé- lagsmenn. Frostastöðuin 12. apríl. Síðan um miðjan marz hefur verið einmuna veðurblíða á hverjum degi. Veruleg hláka hefur þó ekki komið fyrr en í gær, og er nú jörð orðin auð að rnestu í Blönduhlíð og Héraðs- vötn að ryðja af sér ísnum. Aur- bleytan segir fljótt til sín og mikil umfei'ð framundan, þar sem „Sæluvikan" er. Karlakórinn Heimir minntist 30 ára afmælis síns með hófi að Bifröst á Sauðárkróki 22. marz sl. Var fjölmenni og gleðskapur góður, samdrykkja, x-æður, söng- ur og dans. Eg hygg að Heimir sé með elztu sveitakóx'um á landinu. í stai-fi hans hefur aldrei verið eyða, síðan hann kom undir á balli í Húsey í Vallhólmi fyrir 30 árum. Fyrsti söngstjói'i var Pálmi heitinn Sigui'ðsson, þá Gísli Magnússon, en núverandi söng- stjói'i er Jón Björnsson, og hefur hann stjórnað kórnum síðan 19.30 en félagsmaður frá upphafi. Þeir Björn Ólafsson og Halldór Benediktsson hafa einnig vei'ið í kórnum frá byrjun. Fátt tengir menn traustai'i félagsböndum en söngurinn. Kvenfélagskonur í Akrahi'eppi fengu góðan gest hér á dögunum, þar sem var Steinunn Ingimund- ardóttir frá Akureyri, sem stundar umfei'ðakennslu á vegum Kvenfélagasambands íslands. — Fyiir nokkru hélt ungfrúin tveggja daga námskeið á Flugu- ■mýri, sem var vel sótt og ánægjulegt. Dr. Halldór Pálsson mætti á aðalfundi Búnaðarfélags Akra- hrepps, sem haldinn var að Stóru Okrum 10. þ. m. Þar flutti í'áðu- nauturinn ágæta fi'óðlegt ei'indi um sauðfjái-rækt, og ræddi eink- um þær leiðix', sem bændum Akrahrepps væri nauðsyn að fara til þess að fá meiri afurðir af fjárbúum sínum en verið hefur nú um sinn. Gildir það sama væntanlega annai's staðar. Dx\ Halldór lagði áherzlu á, að fax'ið væx-i nógu vel með æi'nar síðustu vikur fyx'ir burð og fram í gróð- ur. Oft væi'i nauðsyn að beita ám á tún fyrst eftir burð, einkum tvílembum. Ágætt væri líka að beita dilkum á tún eða kál 3—4 vikur fyrir slátrun. Ríka áhei'zlu lagði ræðumaður á það, að fara vel með gemlingana. Ef hross þi'engdu að fé í högum bæi'i tví- mælalaust að fækka þeim, því að þau væru arðlítill peningur móts við féð. Folaldshi-yssan skilaði ekki meiri arði en tvílemban, en þyrfti haglendi á við 8—10 kindur. Steinþór Stefánsson bóndi, Þvei'á hér í sveit, varð fimmtug- ur 8. þ. m. Hann er bráðslyngur og hagsýnn og afbragðsgóður bú- fjárhirðir. Kvæntur er hann Mai-gréti Jóhannesdóttur og eiga þau 8 mannvænleg börn. Ná- gi'annarnir fjölmenntu heim til hans á afmælisdaginn, enda mað- ui'inn vinsæll og di'engur hinn bezti. Frú Sigríður Hannesdóttir, Djúpadal í Blönduhlíð, andaðist þann 12. þ. m., 82 ái'a að aldri, gagnmei’k ágætiskona. M. H. G. Meistaramót Akureyrar í körfuknattleik Meistaramót Akureyrar í körfu knattleik hófst sl. föstudag. — Fimm lið keppa á móti þessu. I fyrsta leiknum, á föstudaginn, kepptu KA og MA. — KA vann með 87 : 55. Á sunnudaginn léku MA og B-lið KA. — MA sigraði með -42 : 17. — Ennfi-emur kepptu þá A-lið KA og C-lið Ka. A-liðið vann með 136 : 42. Er það hæsti stigafjöldi í opinbei'u móti hér á landi fram til þessa. — í gær átti C-lið KA að keppa við Þór. — Leikirnir fara allir fram í íþrótta húsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.