Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 23.04.1958, Blaðsíða 1
fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út laugardag- inn 26. apríl. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. apríl 1958 22. tbl. Þetta er fyrsti bíllinn, sem hingað kemur fljúgandi í heilu lagi- Er það Volkswagen, en flugvélin er Gljáfaxi. — (Ljósmynd: L. H.). Eyfirzkar konur mótmæla Vil ja ekki að Kristneshæli verði lagt niður í bráð Fimmtudaginn 17. apríl sl. var aðalfundur Héraðssambands ey- firzkra kvenna haldinn að félags- heimilinu Freyvangi. Sóttu fund- inn margar konur úr héraðinu. Hófst fundurinn með guðsþjón- ustu, er sóknarpresturinn, séra Benjamín Kristjánsson, flutti, og vorú þar rædd ýmis mál er sam- bandið hefur með höndum. Meðal annars komu þar fram eindregin andmæli gegn því að leggja niður berklahælið í Kristnesi, og var um það mál gerð svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur eyfirzkra kvenna 1958 skorar eindregið á heil- brigðisyfirvöld landsinns að leggja ekki að svo stöddu niður Á bændaklúbbsfundi í fyrrakvöld hafði Ólafur Jónsson framsögu um nautgriparækt og Garðar Halldórsson og Ketill Guðjónsson sögðu fréttir af Bún- aðarþingi. SíSasti klúbbfundurinn, sem haldinn verður í bráð verður 5. maí. Þá munu dýralæknarnir halda framsöguræður. Heiðar ekki opnaðar Samkvæmt upplýsingum vega- gerðarinnar hér mun Öxnadals- heiði ekki verða opnuð í þessum mánuði. Ekki heldur Vaðlaheiði. Snjóþungt er á þeim báðum, en nauðsynlegt er þó að ryðja af vegunum, svo að þeir geti þorn- að. Dalvíkur-, Svalbarðsstrand- ar- og Laugalandsvegur hafa verið bannaðir þungum bílum, 6 tonna og þyngri. Vegir innanbæjar þurfa skjótra aðgerða við. Ber nauðsyn að hefla þá og laga og malbikið er mjög illa farið eftir veturinn. berklahæliðí Kristnesi. Fundur- inn álítur, að ekki sé tímabært að Ieggja hælið niður vegna þess, að reynsla er alls ekki fengin fyrir því að berklasjúklingum hafi fækkað svo, að tryggt sé að eitt hæli sé nægilegt. Fundurinn álítur ennfremur, að þar sem hælinu var í fyrstu komið upp fyrir atbeina Norðlendinga og að stérum hluta fyrir fé, sem norð- lenzkir einstaklingar og félög gáfu og söfnuðu, til þess að norð- lenzkir berklasjúklingar þyrftu ekki að sækja um langan veg til Reykjavíkur til hælisvistar og gætu einnig haft nánara samband við ættingja og vini, þá megi ekki leggja það niður fyrr en öruggt sé, að betur hafi verið unnið á berklaveikinni en enn er orðið, og enginn vafi sé á því, að allir nýir berklasjúklingar komist þegar í stað á hæli." Stjórn Héraðssamb. skipa: Sig- ríður Einarsdóttir á Eyrar- landi, formaður, Jónína Björns- dóttir á Syðra-Laugalandi, rit- ari, og' Kristbjörg Kristjánsdóttir á Jódísarstöðum, gjaldkeri. Frá hluthafafundi Qlgerðarfél. Ak. h.l. Slökkviliðið kallað út Á sunnudaginn kom upp eldur í Spítalavegi 21 hér í bæ. Kvikn- að hafði í í kyndiklefa. Slökkvi- liðið kom þegar á vettvang og kæfði eldinn. Skemmdir urðu nokkrar af reyk. Á laugardaginn var beðið um aðstoð slökkviliðs Akureyrar frá Fornhaga í Hörgárdal, en var afturkallað. Þar hafði elds orðið vart eftir hádegið og mun hafa kviknað út frá múrpípu eða reykröri. •— Heimamenn og nágrannar slökktu eldinn með snarræði. — Skemmdir urðu nokkrar, mest af vatni og reyk. FRÁ BÆJARSTJÓRN: Vantaði tvö atkvæði Eins og skýrt var frá í seinasta tbl. Dags, fékkst tillaga frá 5 bæjarfulltrúum, um að krefjast opinberrar rannsóknar vegna mikillar rýrnunar á saltfiski og skreið hjá Útgerðarfgélagi Akur- eyrinnga h.f., ekki rædd eða tek- in á dagskrá, vegna þess, að bæj- arf ulltrúar S j álf stæðisf lokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu, og fékkst þannig ekki sá aukni meirihluti (2/3), sem til þess þarf, samkv. fundarsköpum bæj- arstjórnar, að mál sé tekið á dag- skrá. 6 bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með því að taka tillög- una á dagskrá, en 5 greiddu ekki atkvæði. — Gert er ráð fyrir að tillagan komi síðar fyrir bæjar- stjórnina með auglýstri dagskrá. DAGUR kemur næst út laugardaginn 26. apríl. Auglýsingum sé skil- að fyrir hádegi á föstudag. r Árni Jónsson tenorsönpari Söeg, í nýja-Bíó á Akureyri með undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur Ámi Jónsson tenorsöngvari, sem nýlega hefur getið sér hið bezta .orð í Reykjavík og víðar sunnanlands fyrir söng sinn, hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó á Ak- ureyri sl. miðvikudag á vegum Tónlistarfélagsins, og endurtók hana á fimmtudaginn. Hiisið var troðfullt bæði kvöldin og söngv- aranum mjög vel tekið. Undirleik annaðist ungfrú Guðrún Krist- insdóttir af þeirri leikni og ör- yggi, sem ekki verður um deilt. Árni Jónsson hefur bjartan og blæfagran tenor og beitir rödd sinni af kunnáttu og smekkvísi. Hann varð fyrir því óhappi, að kvefast lítillega og naut hann sín því miður en ella, sérstak- lega fyrra kvöldið. Þrátt fyrir það var koma hans góð og söng- urinn til óblandinnar ánægju. Söngvarinn mun halda áfram námi, en hann hefur notið þekktra söngkennara í Svíþjóð og ítalíu síðustu 5 árin. Má mikils af honum vænta í framtíðinni. Hlutaféð allt gertapað og skuldirnar nærri 61 milljón króna Tillaga um sakamálarannsókn vegna birgða- rýrnunar felld með 955 atkvæðum gegn 225 Almennur hluthafafundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. var haldinn í Samkomuhúsinu sl. miðvikudagskvöld, og stóð fundurinn frá kl. 8.30 til kl. 1 um nóttina. Var fjölmenni á fundinum. Stjórn félagsins boðaði til fund- arins, og var tilefni hans tillaga, sem meiri hluti stjórnar Ú. A. hafði samþykkt að bera fram á slíkum almennum hluthafafundi. Tillagan hljóðaði þannig: „Meiri hluti stjórnar Útgerð- arfélags Akureyringa h.f. leggur til, að almennur hlut- hafafundur í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. fari þess á leit við bæjarstjórn Ak- ureyrar, að Akureyrarbær taki að sér rekstur félagsins. Jafn- framt gefur fundurinn stjórn Útgerðarfélags Akureyringa h.f. fullt umboð til að ganga frá samningum við bæjarstjórn um framtíðarrekstur útgerðarinn- ar." Helgi Pálsson, formaður stjórn- ar Ú. A., mælti fyrir tillögunni og gerði nokkra grein fyrir hag Út- gerðarfélagsins eins og hann nú er og eins og hann var miðað við síðustu áramót. Samkvæmt yfirliti Helga Páls- sonar eru skuldir Útgerðarfé- lagsins við síðustu áramót alls ca. 60 millj. og 800 þús. krónur. Hann nefndi ekki, hve hátt eignir félagsins væru metnar, en sagði, að félagið ætti ekki fyrir skuldum. Ennfremur sagði Helgi Pálsson, að allt hlutafé væri tapað, en taldi, að ætlun meirihluta stjórn- arinnar væri sá, að félagið héldi áfram að vera til að formi, og væri hugsunin með tillögunni sú, að semja á þeim grundvelli við bæjarstjórnina um yfirtöku á rekstrinum, þ. e. a. s. að semja um það, að reksturinn yrði ekki hreinn bæjarrekstur með algjörri eignayfirfærslu frá U. A. til bæj- arsjóðs, heldur yrði um að ræða eins konar bráðabirgða rekstrar- form, sem mætti una við, þar til betur áraði fyrir útgerðina, þannig að félagið gæti þá sjálft tekið að sér reksturinn. Helgi Pálsson sagði ennfremur, að samkvæmt hans áliti væri um tvær leiðir að gera út úr ógöng- um félagsins: 1, Sú, sem þegar hefur verið lýst. 2. Að lýsa yfir gjaldþroti. Taldi hann að sú leið kæini harðar niður á bæjarfélaginu, með því að þá myndi gengið að öllum skuldum, sem bærinn er í ábyrgð fyrir, eða 12 millj. kr. Andmæli Alberts Sölvasonar. Albert Sölvason, stjórnarmeð- limur Ú. A., sem var einn af til- lögumönnum, andmælti þeim skilningi Helga Pálssonar, að ætlun tillögunnar væri að halda áfram félagsrekstrinum. Taldi hann ekkert slíkt felast í tillög- unni eða að baki hennar og kvaðst sjá það nú við nánari yf- irvegun, að tillagan væri of óljóst orðuð, og bar hann fram nýja til- lögu, þar sem lagt var til, að hinn almenni hluthafafundur samþykkti að slíta félaginu og kjósa skilanefnd og fara þess á leit, að bæjarfélagið tæki við eignum og skuldum Útgerðarfé- lagsins. Sveinn Bjarnason, fyrrum framfærslufulltrúi, andmælti til- lögu stjórnarinnar og kvað hana óljósa að orðalagi og í henni fæl- ist það raunverulega, að félagið hætti starfsemi.. sinni, þar sem það afsalaði sér með þessu yfir- ráðum yfir eignum sínum til bæjarins. Þá taldi hann, að þar sem hagur félagsins væri svo bágur, sem formaður hefði lýst, væri það lagalega skylt til þess að gefa sig upp til gjaldþrota- skipta. Lagði hann síðan fram frestunartillögu í málinu. Þorsteinn Jónatansson, ritstjóri Verkamannsins, bar fram við- aukatillögu við tillögu stjórnar- innar, sem var í því fólgin, að stjórn Ú. A. skyldi m. a. heimilt að semja við Akureyrarbæ um endanlega yfirtöku á eignum og skuldum félagsins. Afdrif tillagnanna. Fundarstjóri, Sverrir Ragnars, tók síðan áðurnefndar tillögur til athugunar og atkvæðagreiðslu. Urskurðaði hann tillögu Al- berts Sölvasonar á þann veg, að hún færi í bága við 18. gr. félags- samþykktarinnar, þar sem hún fæli í sér félagsslit, en um með- ferð slíkra tillagna skal fara sem um lagabreytingar. Kom hún því ekki til umræðu né heldur var hún borin undir atkvæði. Hin sömu urðu afdrif tillögu Þorsteins Jónatanssonar og á sömu forsendu. F restunartillaga Sveins Bjarna- sonar var felld með 2591 atkvæði, með voru 114, auðir seðlar 12. Tillaga stjórnarinnar samþykkt. Tillaga stjórnarinnar var sam- þykkt með 2896 atkv. gegn 121. Auðir seðlar 4. Hefur stjórn félagsins þar með fengið, að því er virðist, mjög víðtækt umboð til þess að semja við Akureyrarbæ um framtíðar- reksturinn. Hér skal að sinni lát- ið ósagt um, á hvaða grundvelli verður samið og hver skilningur bæjarfulltrúa er á þessu máli. — Mun það koma í ljós síðar, og (Framhaíd á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.