Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 26.04.1958, Blaðsíða 2
D AGUR Laugardaginn 26. apríl 1958 BIÖRGVÍN GUÐMUNDSSON: Eftirfarandi klausu las eg ný- skeð í Lögbergi: „Talið er að hugmyndin um að búa til vél- rænt áhald, sem semji sjálft tón- smíðar, gangi eftir áætlun. Dr. A. D. Brooth við Brikbeck Coll- ege í London bindur miklar von- ir við slíkar vélrænar tónsmíðar og álítur að þær muni verða full- komnari og betri en þær, sem tónsskáldin hafa samið fram að þessu."!! Svo mörg eru þau helrænu heimskunnar orð, eða hvað vilj- iði hafa það meira? Eins og þetta sé ekki nóg? HingaS til hefur hin svokallaða menning gengið að því með lævíslegum áróðri, að útrýma guðdóminum, guðs- trúnni og listeðlinu úr hugarfari mannfólksins. En hér er vegið svo eindregið og hæverskulaust að sjálfri mannssálinni og öllu huglægu og lífrænu eðli, að ekki er um að villast hvaðan vindur- inn stendur, að þar hefur upp trúarjátningu þeirrar gervi- mennsku, sem snúið hefur sann- 'ieika Guðs í lýgi, göfgar og dýrkar vélina í stað höfundar lífsins og dásemda þess. Þegar stórveldi þora ekki lengur í allt- drepandi styriöld keppast þau hvort við annað að skjóta út í geiminn einhverjum skrankúlum, fáeina þumlunga að þvcrmáli, sem þeir kalla gervitungl, og fólki er talin trú um aS hafi geipimikla, vísindalega þýðingu. Rauriar hefur litlu verið útvarp- &ð af þeim vísindum síðan þess- ar mána-óverur fóru á kreik, -enda sennilega um slíkan fróð- leik að ræða, sem mannkynið kemst vel af án, a. m. k. meðan þaS kann ekki að lifa hér á jörð- inni. Hins vegar er mikið ráð- slagað um væntanlega sumai'bú- staði á tunglinu og aðrar fjar- stæSur í sömu tóntegund, og er slíkt kjaftæði einkar vel fallið til að láta fólk gleyma, jafnvel sjálfu tunglinu, sem lífsorkandi hlekk í sköpunarkeðju tilver- unnar. En þá er líka sálarmorðið íullkomnað og andlegur svarti- dauði til öndvegis leiddur, þegar mannkynið hættir að trúa á nokkuð annað en forskólaða heimsku, gervimennsku og tækni brjálæðisins, sem mannap- ar 20. aldarinnar eru að leiða yf- ír veröldina. Að líkindum verður nú ekki langt að bíða eftir partígínum, hundakórum og öðrum „há- menningar" fyrirbærum, sem Loftur skáld Guðmundsson leiðir íram í sinni merku bók „Jóns- messu martröð á fjallinu helga". Raunar vantar nú víst ekki mikið á að þeim „útblásnu" hafi tekizt að ala upp nóg og yfrið nóg af gínum til aS samkjafta: „En. dá- samlegt" viS sérhverri fjarstæðu sem þeir bera á borð fyrir lýðinn. Hins vegar tel eg mjög ólíklegt að nokkur hundakór verði látinn syngja Hallelúja-kórinn. Hann mundi þykja of gamaldags fyrir jafn dásamlega frumlegan 20 oinlistarskopun! aldar kór, nema þá því aðeins, að' einhver atómleiruxinn fengist til að yrkja við hann kynóraþvætt- ing. Annars er trúlegast, að hin alfullkomna vélatónlist þessarar doktors-hátignar þarna í London verði fyrir valinu, og sjálfsagt þurfa hvorki hundarnir né hún að kvíða skorti á aðsókn múgs- Björgvin Guðmundsson. ins né áróðri útvarps eða blaða, ef áætla mætti eftir trúgirni og nýungasýki þessarar aldar. Hér er ekki farið með eins miklar ýkjur, eins og sumum kann að virðast í fljótu bragði. Þannig er nútíminn í raun og veru, múgsefjaður af staurbiindu fylgi við allar svokallaSar nýj- ungar, og það jafnvel þeim mun öfgafyllra sem nýjungin er fjar- stæðukenndari. Verður maður þessa daglega var, t. d. í oftrú á öll ný lyf, og er það raunar af- sakanlegt þegar allar aðstæður eru teknar til greina, en rakalaus blindni eigi að síður. Þá er það einhver yfirspennt hræðsla við ýmislegt, og jafnvel helzt allt matar- eða drykkjarkyns, eins konar grýlutrú, sem eg hygg að lami heilsu fólks meira en jafnvel flest eiturlyf, séu þau ekki bráð- drepandi. Samt er það ismadekr- ið og efnishyggju-brjálæðið sem tekur út yfir allan þennan þjófa- bálk, því að það étur allt sjálf- stætt og heilbrigt brjóstvit upp til agnar. Eg hef stundum hyllzt til að hlusta á ýmsa samtalsþætti í útvarpinu, og oftlega furðað hvað flest er þar litað af þessum sefjunarvandræðum, svo að varla örlar þar stundum á sjálfstæðu brjóstviti. Skal hér eytt nokkr- um orðum að samtali'við Þórberg Þórðarson, rithöfund, sem mai'gir munu hafa hlustað á, og fjallaði það um framhald vitundarlífsins eftir dauðann. Tók Þórbergur sjálfur að sér iákvæðu hliðina, og með honum kona, hverrar nafn eg ekki man. Neikvæðir voru tveir háskólaðir vitringar, öídungis ókomnir upp á að trúa ciðru én því sem þeir hugðu sig skilja, og er þaS kannske ögn meira í orði en á bor'ði. Héldu þeir því fram, -að því er mér skildist, að mannsheilinn og sál- ræn persóna hans væri eitt og hi'ð sama og hlytu þess vegna að verða samferða af heiminum. — Gwen Terasaki: Þitt land er mitf lam Annars var þættinum slælega stjórnað, svo að heita mátti að hver væri þar síhrapandi ofan í kjaftinn á sjálfum sér eða öðrum, og var því erfitt að átta sig for- svaranlega á samtalinu. Þess vegna tapaði eg meira og minna af ýmsu sem þarna fór fram, en þar var talað um ofsjónir og skynvillur etc. Og eitthvað var minnst á rafmagn, enda hef eg oftlega heyrt til "þess vitnað í slíkum umræðum, og ætíð í nei- kvæðum tilgangi. En þó í raun- inni sé ólíku til að dreifa finnst mér líkingin af rafmagninu vitna miklu fremur jákvætt, eða hvi skyldi heilinn ekki geta hafa verið skapaður vegna sálarinnar, eins og rafkerfið hefur verið uppgötvað vegna rafmagnsins, og hver vill halda því fram, að ef rafkerfi bilar einhvers staðar, sé það sönnun þess að ekkert raf- magn sé lengur til? Af þeim Þórbergi er það að segja, aS þau héldu sínum enda sæmilega, þar til allt í einu aS Þórbergur tapaSi sér algerlega í pólitískum trúar- bragSa-hugleiðingum, sagði að menn væru búnir að djöfla út Rússum .og fór í æsing. Og þó eg gæti, því miður, ekki fylgzt með samtalsþætti þessum sem skyldi, fannst mér hann bera tímanum órækt vitni, að því und anteknu sem konan lagði til mál- anna, enda mun hún vera óskól- uðust af þátttakendum. Mætti eg leggja orð í þennan belg liggur mér næst að halda, £.ð sálræn persóna mannsins sé í langtum meiri tengslum við hjartlægar tilfinningar hans en skynfæri. En það er einmitt þessi öígafulla oftrú nútímamannsins á sitt eigið vti, sem er að gera harm að tortímandi heimskingja og sálarmorðingja. Hann ber ekki virðingu, og því síður lotningu, fyrir neinu nema sputnikum, sprengiefnum og öðrum lífseyð- ingaröflum, sem hann hefur sjálfur leyst úr læðingi. Hann er orðinn svo forheimskaður, að ekkert er honum jafn hættulegt og einmitt vitsmunirnir, sem hann kann ekkert með að fara. Honum má líkja við óvitann, sem finnur það út af eigin hyggjuviti, að gluggatjöldin og blaðastaflinn á borðinu gefa meira ljós en kertisskarið sem hann er meS í böndunum. í hans augum er það engin smávægileg uppgötvun og þá er náttúrlega sjálfsagt að kveikja í því. Do-do, ná-ná. En hvaða öfl eru þess umkom in að leggja hömlur á þetta tækni- og gervimennsku-brjál- æði? Ekkert ncma fólkið sjálft. Það verður einungis að temja sér, að hætta að hrópa: „En dá- samlegt", þó að sputnik sé fretað út í geiminn, eSa háskólaSa doktorskan telji því trú um, að í smíðum sé vél, sem semja muni langtum fullkomnadi tónverk en þau, sem heimsins mestu andans- stórmenni hafi getað klúðrað saman til þessa. 12. (Framhald.) Hermennirnir gjörðu Makó aS heilladís sinni og veifuSu til hennar frá bílunum, er þeir óku fram hjá húsi okkar. Mér þótti vænt um, að her- mennirnir komu með tilbreyt- ingu inn í líf telpunnar okkar, því að bæði henni og Terr-y leið illa. Dag nokkurn var Makó send heim úr skólanum með háan hita, og læknirinn sagði, að hún væri með mislingana. Hún hafði áreiðanlega ekkert mótstöðuafl, því að á eftir mislingunum kom kíghósti og margir aðrir barna- sjúkdómar, sem þjáðu hana í heilt ár. í september 1943 varð Terry líka veikur og dvaldi á ýmsum sjúkrahúsum í Tókíó í næstu fjóra mánuði. í ársbyrjun 1944 kom það fyrir, sem eg vonaði, að myndi bæta beilsu Terrys meira en öll spítalavistin. Mamoru Shigemit- su, sem var guSfaðir Makóar og gamall fjölskylduvinur okkar, var þá nýorðinn utanríkisráð- herra, og hann gjörði nú Terry að deildarstjóra í Bandaríkjadeild ráðuneytisins. Shigemitsu var ekki aðeins duglegur embættismaður, heldur Og þó að það sé kannske að einhverju leyti örvæntingar- brjálæði gamals en góðviljaðs manns, hef eg samt von um að rikjandi ógæfumennska eigi fyrir sér að halla undir flatt, kannske fyrr en varir. Bind eg þær vonir við ungdóminn, sem eg hef a'ö vísu takmörkuð kynni af, en þó nokkuð og nánavi en ætla mætti. En um 10 ára skeið þykist eg hafa fundið sívaxandi hugarfars- breytingu hjá yngri kynslóðinni, einkum yngri og verðandi stú- dentum, í fullri andstöðu við hinn siðferðisslepiandi línudans og yfrborðsmennsku eldra fólks ins. Þrátt fyrir galsafullan og stundum ósæmilegan ungæðis- hátt — og því . skyldu blessuS börnin ekki mega njóta lífsins meSan æskufjöriS veitir þeim náS til aS þola þaS — er þar að finna furðulega rökvísa og heill- steypta skaphöfn, mikla háttvísi og hreinlynt sjálfstæði. Og þegar alls er gætt virðist mér það í miklu nánari tengslum við sjálft lífið, en eldri kynslóðin með alla sína fordóma, enda tekur það tómlega leiðsögn þeirra, sem undrast að það skyldi ekki fæð- ast gamalmenni. Það hefur orSiS mér margvíslegt ánægjuefni í elli minni aS kynnast þessu fólki. Eg skil það betur nú en eg mundi hafa gert fyrir 20—30 árum síð- an, enda er svo komið, að eg ef- ast varla um, að þegar athafna- valdið og áróðurstæknin verða komin í þess hendur, muni margt breytast, sem þarf að til batnaSar og alþjóSarheilla. Akureyri á skírdag 1958. Björgvin Guðmundsson. einnig mikill mannúðarmaður, og það var hin mesta kaldhæðni ör- laganna, að einmitt hann skyldi verða utanríkisráðherra í miðri þeirri styrjöld, sem hann hafði hvorki óskað eftir né stutt. Eins og allt var í pottinn búið, var varla hægt að hugsa sér ógeS- felldara embætti, enda gat hann fengið samstarfsmönnum sínum aðeins fá raunveruleg árlausnar- efni. Hann sagði Terry, að skyn- samlegast væri fyrir hann að fylgjast vel með því, sem gerðist, en spara að öðru leyti krafta sína til lausnar á vandamálum fram- tíðarinnar. Við áttum heima rétt hjá her- búðunum í Meeguro. Því nær á hverri nóttu vöknuðum við, er veizlur voru haldnar þeim her- mönnum til heiðurs, sem fara skyldu til hinna ýmsu, fjarlægu eyja á Kyrrahafi. Við heyrðura söngva þeirra og húrrahróp: „Banzai, banzai!" Terry tók nú að mæta á skrif- slofunni tveim eða þrem sinnum í viku. Hann fór yfir allar skýrsl- ur, sem bárust, en á þeim máttt sjá, miklu frekar en dagblöðun- um, hvaS raunverulega gerSist. Hann talaði við „unglingana" sína, sem stöðugt mátu hann mikils, og gaf þeim góð ráð. Hann átti þátt í því, með góðu samþykki Shigemitsu, að stofnuð var japanska „eftirstríðsnefndin", en í henni áttu sæti ýmsir menn úr utanríkisráðuneytinu. Enginn r.efnddarmannanna trúði á sigur Japana í styrjöldinni, og þeir tóku því að' rannsaka, hvernig málum yrði bezt fyrir komið, er landiS yrði hersetið á sínum tíma. Með hverjum mánuði færðist sti-íðið nær. Útvarp og dagblöð fluttu sigurfréttir, en í þeim var svo mikið af mótsögnum, að jafn- vel hinn trúgjarnasti Japani hlaut að sjá, að illa gekk. Sú skipun var gefin út einn daginn, að óllum hundum skyldi slátrað. Það varð okkur áhrifarík ábend- ing um það, að nú liði aS leiks- lökum. ÞaS var ekki lengur til nægur matur handa fólkinu — og a'lls enginn handa dýrum. Loft- varnarlúðrar voru þeyttir á öll- um tímum sólarhringsins til þess að kalla menn út til reynslu. Terry hafði ákveðið að reyna að koma okkur burt frá Tókíó áður en loftárásirnar hæfust, og: hann tók að leita fyrir sér um húsnæði í þeim úthverfum, sem allra lengst voru frá miðborginni. Bróðir hans, Taro, hafði tekið á leigu hús í Odawara, bæ við ströndina, um 80 km. suðvestan við Tókíó. Hann bauð okkur a'ð búa með sér í húsinu, þar til við hefðum sjálf aflað okkur hús- næSis. ViS tókum strax boSinu, bjuggum um húsmuni okkar og gátum fengiS þá flutta til Oda- wara síSla vors. En viS gátum ekki flúið styrj- öldina. í júní stóð orrustan úm (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.