Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 7. maí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 30. apríl 1958 24. tbl. írumsýnin r. a priöjuoag Sjónleikurinn Afbrýðisöm eiginkona Leikstjóri Jóhann Ogmundsson Næstkomandi þriðjudag frum- sýnir Leikfélag Akureyrar fjórða og síðasta leikrit sitt á þessu leikári, undir lcikstjórn Jóhanns Ögmunds- sonar. Heitir það Aibrýðissöm eig- inkona cftir Guy Paxton og Edward Hoile, í þýðingu Sverris Haralds- sonar. Leikendur eru níu talsins, og þar af eru fjórir nýliðar. Afbrýðissöm eiginkona er gaman- lcikur og þykir mjög skemmtilegur. Aðalfendur Bsndafél. Eyfirðinga Samþykktir um bændadag, innheimtu á andvirði dráttar- véla, verðlagsmál o. fl. — Jóhann Jónasson, íorstjóri Græn- metisverzlunar landbúnaðarins, flu'tti erindi um kartöflur, ræktun þeirra og sölu. A máriudaginn héti BœndajéJag Eyfirðiriga áðalfúrid sirin að Hótel KEA. Var hann sœmilega sóttur. Aðalumræðuefni fundarins var kartöfluræktin. En um hana og sölu garðávaxta flutti Jóhann Jónasson fróðlegt og skemmtilegt erindi og á eftir spunnust af því nokkrar um- ræður og jafnvel í bundnu máli. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktas; „'Aðalfundur Bændafélags Eyfirð- inga, Kaldirin að Akureyri 28. apríl 1958, ákveður að gangast fyrir bændadegi á sumri komanda ásamt sömu aðiijum og sl. sumar, og felur stjórn félagsins að annast nauðsyn- legan undirbúning, í samráði við Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Ungmennasamband Eyjafjarðar." „Aðalfundur Bændafélags Eyfirð- inga, haldinn á Akureyri 28. apríl 1958, lýsir yíir því, vegna þráláts orðróms um að takmarka innflutn- ing á fóðurbæti og skattlagningu hans fram yfir það, sem nú er, að á mjólkurframleiðslusvæðunum að minnsta kosti er fóðurbætisnotkun ein aðalstoð framleiðslunnar, og mundi því bæði takmörkun á inn- flutningi og hækkað verð fóðurbæt- is verka sem stórfelld kjaraskcrðing fyrir bændastéttina." „Aðalfundur Bændafélags Eyfirð- inga haldinn á Akureyri 28. apríl 1958, tchir það algerlega óviðun- andi og fullkomið viðskiptahneyksli að Landsbanki Islands og Seðla- bankinn skuli leyfa sér það einstæða óréttlæti, að innheimta fyrirfram allt andvirði dráttarvéla — inn- kaupsverð (fob.), flutningsgjöld, alla skatta í ríkissjóð og verzlunar- álagningu, löngu áður cn innflutn- ingsleyfi cru veitt og án þess að grciða nokkra vcxti af þessum pen- ingum, jafnvel þótt þcir liggi í bankanum svo mánuðum skiptir, og taka þannig skatt áf hverri dráttarvél, sem numið getur þús- undum króna." Ennfremur mótmælti fundurinn framkomnu frumvarpi á Alþingi um tvöföklun búnaðarmálasjóðs- gjalds og að lagt sc aukagjald á til- búinn áburð, og einnig telur fund- urinn, að ekki hafi náðst leiðrétt- ing á verðgreiðslum til bænda, sem vonazt var eftir með aðgerðum framleiðsluráðs eftir tillögum verð- miðlunarnefndar þeirrar, er það skipaði árið 1957, og þar sem tekj- ur bænda fjarlægist jafnt og þétt rciknaðar tekjur þcirra í verðlags- grundvellinum." Stjórn Bændafélagsins skipa nú þessir menn: Jón G. Guðmann, Jóhannes Laxdal, Gunnar Krist- jánsson, Eggert Davíðsson og Árni Ásbjarnarson. Til vara: Árni Jóns- son, Garðar Halldórsson, Ketill Guðjónsson, • Björn Jóhannsson og Jón Bjarnason. Endurskoðcndur: Ilreinn Ketils- son og Benedikt Baldvinsson. Fundarstjóri var Jón G. Guð- mann. njigtarieiag AKureyrar xp ara ííefir tónlistarviku er hefst um næstu helgi Guðrún Á. Símonar. Þuríður Pálsdóttir. Hinn 4. maí næstk. verðuf Tónlistarfélag Akureyrar 15 ára. Það hefur starfað mjög mikið þessi 15 ár að tónlistarmálum hér í höfuðstað Norðurlands og unnið mikið menningarstarf. Tónlistarfélagið hefur fengið hingað margs konar listamenn, söngmenn, fiðlulcikara, píanóleik- ara og ýmsa aðra listamenn á sviði tóniistarinnar, innlenda og erlenda. Að jafnaði hafa verið haldnir fjórir tónleikar á ári. Öllum eru minnis- stæðir tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar-íslands, sem haldnir voru í Ak- ureyrarkirkju. En síðan hefur orðið nokkurt hlc á tónleikuhum, þár til Arni Jónsson tenór hafði hér söng- skcmmtanir á vegum Tónlistarfé- lagsins nii fyrir skemmstu. En í tilefni af 15 ára afmælinu hefur fclagið tckið rögg á sig til að bæta upp það, sem á kann að hafa vantað starfsemina undanfarið, og ætlar að hafa tónlistarviku. Hingað koma þrír af beztu cinsöngvurum landsins og halda licr söngskemmt- anir á vegum fclagsins. Afmæliskon- sertinn verður 4. maí, á afmælis- degi iélagsius, og síðan bæði 6. og 8. maí. Og með tilliti til þess, að Akureyringar vilja öðru fremur hlýða á einsöngvara, vill Tónlistar- félagið haga sér samkvæmt því. Hinn 4. maí syngur frú Þuríður Pálsdóttir, en hún hefur ekki áður haldið söngskemmtun á vegum fé- lagsins hér, en þar sem hún er nú komin í fremstu röð einsöngvara hér á landi, þarf tæpast að efa að bæjarbúar fagna komu hennar. ' Þá mun ungfrú Guðrún Á. Sím- (Framhald á 7. síðu.) Ný verziun opnuð í gær í gær var opnuð ný úra- og skartgripaverzlun í Kaupvangs- stræti 3 hér í bæ. Eigandi er E^ranck Michelsen, og er verzl- Næsti Bændaklúbbs- fundur verður mánudaginn 5. maí á venjulegum stað og tíma. Dýralæknarnir Gudmund Knutzen og Ágúst Þorleifsson ræða um fjósaeftirlitið, hirð- ingu mjaltavéla og lækning á júgurbólgu. ¦K«BI^^^^'"" un þessi útibú frá hinu þekkta fyrirtæki hans í Reykjavík. — Verzlunarstjóri er frú Katrín LárusHóttir. Þarna eru á boðstól- um úr og skartgripir fyrst og fremst í miklu úi-vali. Ennfremur margs konar postulín, kristall, borðbúnaður og ýmsir smámunir til tækifærisgjafa. Þessi nýja búð mun vera ný- tízkulegasta verzlun sinnar teg- undar hér á landi. Húsakynnin (þar sem áður var Litla bílastöð- (Framhald á 5. síðu.) Guðmundur Jónsson. Guðrún Kristinsdótitr. Skíðamót Norðurlands um helgina Fimm skíðamenn frá Reykjavík og Isafirði keppa sem gestir á mótinu. Þátttakendur yfir 50 Meðal keppenda eru tveir íslandsmeistarar Á Egilsstaðaflugvelli. Snjóbíllinn er frá Seyðisfirði. (Ljósmmynd: Sn. Snorrason) Skíðamót Norðurlands verður haldið í Hh'ðarfjalli við Akureyri um næstu helgi, dagana 3. og 4. maí. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið og mótsstjóri verður Svav- ar Ottesen. Keppendur verða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Þingeyjar- sýslu, Fljótum, Akureyri og Eyjafirði, samtals um 50 talsins. Haukur Sigurðsson, ísafirði, Haraldur Pálsson, Bogi Nilsen, Ásgeir Úlfarsson og Marteinn Guðjónsson, Reykjavík, keppa sem gestir á mótinu. — Þeir Magnús Guðmundsson, Akur- eyri, og Skarphéðinn Guð- mundsson, Siglufirði, sem báðir eru íslandsmeistarar, keppa á þessu móti. Keppnin fer fram nálægt Skíðahótelinu. Þar verða veitingar seldar. Snjór er mjög mikill og skíðafæri eflaust gott þar efra. Bilfært er upp að Ut- garði að minnsta kosti. Hermann Stefánsson, formað- ur S. K. í., setur mótið kl. 16.15 á laugardag. Kl. 17.00 hefst keppni í stórsvigi og kl. 19.00 keppni í göngu. Keppni á sunnu- dag hefst kl. 10 f. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.