Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 30. apríl 1958 Fiskimenn framtíðarinnar munu ekki þurfa að ónáða sig á beiti- fjörur, dunda við að ríða net, eða ’beita haukálóðir. Það er að sjá, að veiðarfæri þau, sem nú eru notuð til fiskveiða séu að verða úrelt og verði með tímanum að víkja fyrir rafmagninu. í bók, sem nýlega er komin út á vegum FAO — matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna — er skýrt frá því hvernig hægt sé að veiða fisk með rafmagni. Höfundurinn, sem heitir F.F. Mayer-Waarden, segir að með rafmagni sé hægt að reka fiskitorfur í „réttir" eins og sauð- fé er rekið af fjalli. Það kemur þó fi-am við nánari lestur bókar- innar, að enn skortir nokkuð á, að rafveiðiaðferðin sé reynd til þrautar og að hægt sé að koma henni við hvar sem er. Geysileg veiðiafköst. Fiskveiðar með rafstraum hafa iþegar sýnt, að veiðaafköstin geta verið geisilega mikil og meiri en dæmi eru til með nokkurri ann- ari veiðiaðferð, sem nú þekkist, ■eins og segir í bók FAO. Ilöfundur skýrir bæði frá kost- um og löstum rafveiðiaðferðar- innar. —• Hvernig' mismunandi stra.um.ur — riðstraumur, jafn- istraumur o. s. frv. — hefir mis- munandi áhrif á fiskinn. T. d. má með því að nota rafsraum með rnismunandi tíðni og styrkleik ,,deyfa“ íiskinn, eða gera hann máttlausan. Það er á sama hátt hægt að láta hann snúa sér við og synda t. d. á móti, eða með straumi, eða í þá átt sem maður vill. • Þannig er hægt að leiða torfur af fiski þangað sem maður vill fá; fiskinn, t. d. í net, dælur, eða afmörkuð svæði. Og það er ekki rióg með að hægt sé að „reka“ fiskinn að vild heldur er hægt að velja úr þá stærð' fiskjar úr torfunni, sem talin er æski- leg. Alt er þetta gert með fjar- stýrðum raftækjum, en með ferð -’.m fiskanna er fylgst í fisksjá. Stór 5 raaima híli TIL SÖLU. Uppl. í sima 2060. Ford 47 til söIií í góðu standi. IJpplýsingar á verkstæði Jóhannesar Kristjdnssonar. ■ Sími 1030. OSTAHNÍFAR ryðfrítt stál. Sérstaklega vandaðir. Nýkomnir. VÖRUHÚSIÐ H.F. Bragðbetri en færafiskur. Höfundur bókarinnar um raf- fiskiveiðar segir, að það hafi kom ið í ljós, að fískur sem veiddur er með rafmagni sé bragðbeti’i, en fiskur sem veiddur er á færi eða í net. Skýrir hann þetta á þann hátt, að þegar fiskur sé deyfður með rafmagni sé ekki um neitt dauðastríð að ræða hjá fiskinum og þar af leiðandi mynd ast engar sýrur í fiskinum, eins og þegar hann er dreginn á færi, eða veiddur í net. SKARTGRIPIR - BORÐBÚNAÐUR PÖSTULÍN - KRISTALL GJAFAVÖRUR. Kaupið úrin hjá úrsmið. Fagmaðurinn tryggir gæðin. FRANK MICHELSEN (útibúið) úrsmiðameistari. tLíra- & skartgripaverzlun Kaupvangsstræti 3. — Sími 2205. AKUREYRI. Gallaðar vörur frá FATAVERKSMIÐJUNNI verða seldar í vefnaðarvörudeild vorri {íriðjudagiim 6. raaí og miðvikudagiim 7. maí Vefnaðarvörudeild Nýkomnir Hinir margeftirspurðu apaskinns-sportjakkar á börn og unglinga. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. V % t Nýkoraið: t ? LJÖS DRAP <53 4- SLÆÐUR Verð kr. 30.00 t t 4- Verzl. Ásbvrsi hi. X ÚRVALS tegimdir af niðursoðnum ÁVÖXTUM: blandaðir, perur, ferskjur. VÖRUHÚSIÐ H.F. Barnvagn til sölu F.yrarlandsvegi 19 . njðri áð auStan. Bakaraofn til sölu SÍMI 1671 Vil kaupa skýliskerru barnaþríhjól og dúkkuvagn SÍMI 1705. Gott úrval. Sumarlitir. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. RÚSÍ NUR með steinum og steinlausar. Væntanlegar með m.s. Goðafossi. VÖRUIIÚSIÐ H.F. Gwen Terasaki: Þiff land er miff !an (Framhald.) Aðaletni til þessa: Bandarfsk stúlka Gwen Harold; kynnist japönskum sendiráðsstarfs- manni, Hiclenari Terasalii (,,Terry“) t Washington árið 1930. Þau fella hugi saman, yfirstíga allar tálmanir og gifta sig árið eftir. Ferðast nú Gwen með manni sínum víða um heim. Þau eign- ast eina dóttur barna, Mariko (Makó). Arið 1941 er maður hennar, Terry, háttsettur í japönsku sendisveitinni í áVashington. Til þess að reyna að korna í veg fyrir stríðið milli Japans og Bandaríkjanna, þá gerist hanri mcðalgiingumaður sendiráðsins og Roosevelts forseta um það, að forset- inn sendi Japanskeisara skeyti, vitandi þó, að vitnaðist slíkl í Japan, myndi hann vcrða talinn landráðamaður og réttdræpur og fjölskyldan öll. Skeytið kom of seint. F.ftir að styrjöldin var skollin á. gerði Terry konu sinni Ijóst, hvílfk lífshætta það gæti orðið fyrirþau öll að fara til Japans, skeytisins vcgna, og lagði til, að hún yrði kyrr í Banda- ríkjunum, en Gwen svaraði líkt og Bergþóra í hrennunni forðum. Þegar )hér er komið sögu, 1944, eru þau í Jap- an ásamt Makó dóttur sinni. Þau hgfa flúið frá Tókíó vcgna loftárásahættu og hafa þegar orðið að þola þjáningar af völdum stríðsins. — Þetta er ekki skáldsaga, heldur sannsiiguleg frásögn, 13. í nóvember fcngum við lítið hús tit af fyrir okkur í nálægum fiskibæ Yoshihama. Tveim dögum seinna komu sprengiflugvélarnar. Rétt eftir miðjan dag flaug stór hópur þeirra (B-29) yfir húsið okkar. Þær komu í mikilli hæð inn yfir strönd- ina, og það glitraði á þær í sólskin- inu. — ,,Nú liefst lokaþátturinn," sagði Terry, er við hlupum út í garð, til ]>css að sjá þær betur. Dag þennan urðu þrjár borgir fyrir loft- árásum. Og nú fékk líf okkar allt annan svip. Okkur fannst loftvarnaflaut- urnar veina „ár og síð og alla tíð", Ef þær þögnuðu um stund, sagði Terry réttilcga: „Heyrðirðu, hve þögnin er uridarleg?" í fyrstu liéldu menn sig filtölu- lega örugga, cf dimmt var í lofti og alskýjað, en reynslan kenndi annað. Afiklar árásir voru oft gerðar i rign- ingarveðri, og ein stærsta loftárásin, er mestri eyðileggingu olli, átti sér stað í stórhríð.TJm skeið komu vél- arnar. æílð.um miðjan dag, og það, var því urn áð gera áð vera ekki úli á götu tim það leyti, en þessi „áætl- un“ stóð ekki stöðug lengi. Brátt komu flugvélarnar þjótandi inn yfir okkur á öllum tímum sólarhringsins og raunverulegt öryggi var hvergi að fá. Veturinn 19-14—45 var cinn kald- asti stríðsveturinn, og þá var ckki einu sinni hægt að fá viðarkol lcng- ur. Við brenndum grenikönglum, fljólkoppur tapaðist af Opel Record biíreiö sl. sunnudag 'Á leiðinni frá Akureyri að Hrafna- gili. Vinsamlegast skilist á a.fgr. Dags gegn fundar- launum. ATVINNA! Stúlka óskast til afgreiðslu- starfa. Litli Barinn, sími 1977. er við elduðum mat. Allt heimilis- fólkið dvaldist í litla eldhúsinu til þess að ylja sér, á meffan ég bjó til matinn. Eg reyndi að troða í rifurn- ar á veggjunum, og þar sem vantaði rúður í glugga, reyndi ég að notast við dagblöð, en nistandi kuldinn nædcli þó um allt. Ég fékk kuldabólgu í hendurnar, mig kól á fótunum, og að lokum lagðist Terry í rúmið með lungna- bólgu. Héraðslæknirinn sagði, að t'ið skyldum hita upp lierbergið hans og gefa lionum næringarríka fæðu, „k júklingasúpu og næga mjólk, egg og smjör". En hve allir læknar eru dæmalaust líkir hver (iðnim! Þeir gefa fyrirskipanir um þaff, sem ekki er hægt að gera, og á þann háft, að ekkert sé eins sjálf- sagt og eðlilegt og það óframkvæm- anlega. Terry batnaði smátt og smátt án allra þessara krása. Við þökkuðum hamingjunni, því að nú voru jafn- vcl öll minniháttar veikindi orðin hættuleg-vegna alvarlegs skorts á lyfjum. Okkur varff ljóst,- hversu hiirmulegt ástandið var orðið í sjúkrahúsuniim, er Taira, yngri bróðir Terrys, kom dag nokkurn í heimsókn til okkar. Taira hafði tekið læknapróf 1941 og varð lækn- ir á flotanum. En eftir því sem orr- ustan-um Kyrrahafið stóð Icngur, þurfti flotinn á færri skipsliöfnuhi að halda, og Taira háfði fyrir skömmu verið gerður að lækni við stórt sjúkrahús við ströndiná nálægt Yoshihama. Það var yfirfullt af særðu fólki vegna loftárásanna, cn læknarnir stóðu nær tómhentir — þá vantaði sáraumbúðir, deyfimeðul og blóðvatn. Taira gat því mjög lítið gert að gagni, og það kvaldi liann að liorfa í bænaraugu lim- lcstra karla, kvenna og barna, sem treystu því, að hann gæti hjálpað þeim. Lungnabc'ilgan hafði Icikið Terry svo grátt, að ehgar horfur voru á, að hann yrði vinnufær í náinni framtíð, cn ungu samstarfsmenn- irnir úr utanríkisfáðuneytinu héldu dvggilega áfram að heimsækja hann til jiess áð leita ráða og ræða um framtíðina. Sín á milli kölluðu þeir hann sensei (kennarann) og þeir drcigu enga .dul á, áð þeir kysu helzt að hafa hann að húsbónda á kom- ■andi árum. Ég spurði oft sjálfa ■ mig, hvort þeir leiddii ekki að sér illan grun leynilcigréglupnar með heimsókn- unum til okkar. 'Vinnustúlkan okk- ar, Kikuya, sagði okkur, að hún hefði stundum verið tekin til yfir- Iieyrslu af hempe tai -(Jeyniliigregl- unni) og spurð einkum um gesti ■heimilisins. Vafalaust hefur það verið áhugi lcynilögregiunnar á málefmim Ter- rys, sem varð þess valdandi, að við misstum Kikuya að lokum. Dag nokkurn voru allar dagbækur Ter- rys horfnar — og fáum dögum síðar fór Kikuya úr vistinni. Ilún afsak- aði sig með því, að hún vildi dvelj- ast sfðustu stundirnar hjá foreldr- um sínum, er cill þjóðin væri að farast, en ég er viss unt, að hún liefiir verið neycld til þess að ná í dagbækurnar hancla leynilögregl- unni — og blygðazt sín fyrir að dvéljast hjá okkur eftif það. Til allrar hamingju stóö ckkcrt grtin- samlegt í dagbókunum, en Terry var þó áhýggjufullur út af hvarfi þeirra. Framhalcl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.