Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. apríl 1958 D A G U R 5 Fimmfán þúsund Þingeyingum fylgf frá vöggu fií grafar Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar fræðimanns á Akureyri Hvern virkan dag gengur halur einn hærugrár suður Ilafnar- strætið og hvcrfur inn í Amts- bókasafnið. Það er Kinráð Vil- hjáhnsson rith. og fræðimaður á Akureyri. Ekki var það af hnýsni um ferðir manna, að eg tók hann tali einn daginn, heldur vildi eg fræðast um það, hversu langt væri komið hinu mikla ritverki hans, Þingeyingaskrá. Konráð Vilhjálmsson hefur unnið að Þingeyingaskrá sinni í meira en áratug af óþrjótandi dughaði og er að ljúka einstæðu ritverki. Þar er í stórum dráttum rakin saga hvers einasta Suður- Þingeyings á 19. öld. Munu þeir vera um 14—15000 talsins og er hverjum fylgt frá vöggu til graf- ar í bók þessari. Slíkt ritverk hefur aldrei verið samið fyrr á íslandi og mun tæpast veraheigl- ætti eg eftir tveggja til þriggja ára starf, og býst eg við að sú áætlun sé ekki fjarri sanni, ef mér endist aldur og heilsa til að vinna. Hvað svo um útgáfuna? Um hana er enn óráðið, svarar Konráð, en nú þegar er Þingey- ingaskrá bezta heimildarrit, sem eg hef aðgang að um þingeyska ættfræði á 18. og 19. öld. Mennta málaráð og sýslusjóður Suður- Þingeyjarsýslu hefur veitt mér ofurlítinn styrk, sem eg er auð vitað þakklátur fyrir. ■—o— Hinn aldni fræðaþulur, Konráð Vilhjálmsson, hraðar nú göngu Konráð Villijálmsson. sinni suður Hafnarstræti eftir þessa töf. Þingeyingar nítjándu aldarinnar og mikrofilman í Amtsbókasafninu bíða hans. — Innan stundar mun hann aftur skyggnast inn í fortíðina og færa fróðleik í letur. E. D. 1. MAÍ Ávarp frá 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri og Iðnnemafélagi Akureyrar um hent. En nú er bezt að láta Konráð sjálfan svara nokkrum spurningum um Þingeyingaskrá. Hvenær hófstu þetta fræði- mannsstarf? Ekki að ráði fyrr en um 1946, en eg hafði lengi og vandlega hugleitt þetta mál áður og það freistaði mín því meira, sem eg velti því lengur fyrir mér, þar til eg hófst handa. Það mun þurfa mikla þolin- mæði til að skrásetja nöfn og helztu æviatriði 15000 manna og safna í bók? Mín þolinmæði er nú ekki beinlínis dygð, segir Konráð brosandi, því að eg hef haft því meiri ánægju af verkinu, sem eg hef fengizt lengur við það. Enda hef eg rekizt á marga skemmti- lega hluti við það að skyggnast svolítið inn í fortíðina. Hverjar eru helztu heimildir þínar um Þingeyinga? Þetta verk er mest bvggt á manntölum prestanna. Hins veg- ar eru heimildir eldra fólks meira og minna óábyggilegar. En þær leiða þó oft til rannsókna og eru mér því kærkomnar. Áður þurfti eg að fara til Reykjavíkur tvisvar til þrisvar á ári til að vinna á Þjóðskjalasafninu. En nú eru kirkjubækurnar allar komn- ar hingað norður á Amtsbóka- safnið á mikrofilmum og síðan er framkvæmd verksins mun auð- veldari og er eg ánægður með filmurnar. Og ef þú vilt vita um vinnutímann, get eg sagt þér, að eg vinn 2—3 klukkatíma á safn- inu dag hvern og svo fram að háttatíma heima hjá mér. En ekki hef eg skrásett vinnustundirnar þetta árabil, sem eg hef unnið að þessum rannsóknum, enda óvíst hvert eg ætti að senda reikning- inn! Ertu um það bil að Ijúka þessu ritverki? í fyrra lét eg þess getið, að þá í tilefni af hátíðis- og baráttudegi alþýðunnar 1. maí, viljum við und- irrituð, sem skipum undirbúnings- nefnd hátíðarhaldanna liér í bæn- um, beina eftirfarandi til allra nteð- Jima félaganna og allrar alþýðu Ak- ureyrar: Að taka öflugan og virkan J)átt í öllunt liátíðahöldum dagsins, mæta á útifundinum og á öðrum sam- komum, sem auglýstar eru í tilefni dagsins. Að kaupa og bera merki dagsins, I. maí-merki Alþýðusambands ís- lands, og stuðla af mætti að því að aðrir geri það einnig. Að hver einstakur félagsmaður sé Jjcss minnugur, að Jrátttaka hans ræður úrslitum um Jiað, livort dag- uriiin verður stéttarsamtökunum til sóma eða ekki. Að 1. maí er aljijóðlegur og al- mennur hátíðisdagur alþýðustétt- anna, og þá eiga Jiær að sýna styrk- leika sinn og standa Jrétt saman um kröfur sínar og .lieit. Að hér í bæ, sem annars staðar, eru mörg og margvísleg verkefni, scm leysa Jiarf og leyst verða bezt með samstöðu og samstilltum vilja samtaka okkar. Sú samstaða og sá baráttuvilji á einmitt að koma skýrt fram við há- tíðahöldin 1. maí. Ilöfuðkröfur okkar og óskir í sambandi við daginn teljum við Jiessar: Trygga atvinnu fyrir alla, sem unnið geta. Oflun og endurnýjun atvinnu- tækjanna. - Ný verzlun (Framhald af 1. síðu.) in) eru orðin hin vistlegustu, enda nýuppgerð. Teikningu gerði Teiknistofa Sveins Kjarvals, inn- réttingu og húsgögn gerði Skipa- smíðastöð KEA og Valbjörk, og Emil Hjartarson, Viktor Krist- jánsson annaðist raflögn og málningu Guðmundur Jónatans- son. Lampa gerði Blikksmiðja Breiðfjörðs, Reykjavík. Réttlátan hlut Jijóðarteknanna til handa þeim, sem vinna að fram- Ieiðslustörfunum. Gagnkvæm og undirhyggjulaus samvinna aljiýðusamtakanna og framkvæmdarvalds ríkis og bæjar. Og fyrst og síðast verður höfuð- krafa okkar, eins og aljiýðu allra landa, krafan um: Heimsfrið, frelsi, jafnrétti og braðralag þjóðanna! Lifi eining alþýðunnar! Lifi Aljiýðusamband Islands! Lifi Iðnnemasamband íslands! Heil til hátíðar 1. maí! F. h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna á Akureyri, Jón B. Rögnvaldsson. Þorsteinn Jónatansson. Kolbeinn Helgason. Stefdn K. Sncebjörnsson. F. h. Iðju, fél. verksmiðjufólks, Bergþóra Bergsdóttir. Olafur Slefánsson. Adam Ingólfsson. F. h. Verkakvennafél. Einingar, Kristin Jóhannesdóttir. Margrét Magnúsdóttir. Hanna Hallgrimsdóttir. F. h. Sveinafél. járniðnaðarmanna, Björn Kristinsson. Jósef Kristjánsson. Haukur Kristjánsson. F. li. Sjómannafélags Akureyrar, Jón Ilelgason. Sigurður Rósmundsson. F. h. Iðnnemafélags Akureyrar, Gunnar Berg Gunnarsson. Þráinn Karlsson. Oðinn Valdimarsson. F. h. Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar, Rósberg G. Snœdal. Torfi Vilhjálmsson. Björn Gunnarsson. <lðólf Davíðsson. F. li. Bílstjórafélags Akureyrar, Ari Arnason. Baldur Svanlaugsson. F. h. Vörubílstjórafél. Valur, Júl. B. Magnússon. Haltdór Karlsson. Klippt og skorið UM SAJIVINNUFÉLÖGIN. fslcndingar þekkja kaupfé- lögin bezt allra samvinnufé- laga. Þau eru löngu útbreidd um allt land, og þykja nú orðið svo sjálfsagðar stofnanir, að ckkert byggðarlag getur verið án kaupfélags. Gildi sitt hafa kaupfélögin sannað fyrir löngu, enda óefað einn merkasti áfangi á framfarabraut þjóðar- innar. Eins og nafnið bendir til var upphaflegur tilgangur kaupfélaga að sinna verzlun. Þau voru í senn innkaupa- og. og sölufélög, samtök þeirra, sein þurftu að selja og kaupa til þess að hafa ofan í sig og á, og mcð kaupfélögunum tók fólkið sjálft verzlunina á sínar hcrðar og valdi sína eigin for- stjóra til þess að sinna þeim málum.. ÓARAN OG ILL VERZLUN. Þetta var mjög mikilvægt fyrir fslendinga, eigi síður en aði^ar þjóðir. Ef horft er um öxl til liðinna alda, sjáum við, að hvergi var risið Iægra á al- mennum þjóðarhag en einmitt í því, cr varðaði verzlunarmál. Hafi fslendingar hlotið „cymd í arf“, eins og skáldið kvað, þá er sú eymd að mestu leyti sprottin af slæmum verzlunar- háttum, en stjórnarfarslegt ófrelsi, ísar og eldgos eins og barnaleikur hjá þcim ósköpum, sem ill . verzlun lciddi yfir þjóðina um aldaraðir og allt fram á daga núlifandi manna. SVAR FÓLKSINS. Kaupfélögin voru og cru svar vakandi alþýðu við cinok- un fyrri alda og því einokun- arígildi, sem við tók, þegar sjálf höfuðófreskjan var að vclli lögð. Það var raunar ekki nema stigsmununr á einokun- inni gömlu og selstöðuverzlun- unum, sem síðar risu á fót á lielztu verzlunarstöðum hér við flóa og firði Iandsins. Eðl- ismunur var enginn. Tilgangur þessara verzlana var gróða- söfnun á kostnað viðskipta- vina, en alls ekki að bæta úr ncyð og skorti. Slíkt verzlun- arkeríi bar að sjálfsögðu í sér sitt eigið dauðamein með þessu, og það var vitaskuld aðeins tímaspursmál, hvenær það félli um sjálft sig. Og það voru kaupfélögin, sem unnu á því að Iokum, — hægt og fast, en markvisst. ALHLIÐA ATVINNUUPP- BYGGING. Með stofnun kaupfélaganna var verzlunarfjöturinn um síð- ir að fullu leystur af fjölmörg- um byggðarlögum. Hinum gamla kaupmannagróða, sem fyrrum hafði verið safnað sam- an í íslenzkum verzlunarhús- um og loks flutt með strjálum (Framhald á 7í síðu.) Farmglarnir koma Þúfutittlinííuriim A föstudagsmorgiininn 25. apríl heyrði ég Jiýðan, óvenjulegan söng úti í garðinum núnum, og Jiegar ég leit út, sá ég tvo Jiúíutittlinga sitja í einum trjátoppinum. Þeir voru þar að snyrta sig og syngja og hvíla sig eftir ferðalagið langa yfir hafið. Þetta eru fyrstu þúfutittlingarnir, sem ég sé í vor, en í fyrra heyrði ég til fyrsta Jnifutittlingsins í Gróðrar- stöðinni 25. apríl. Meðan hjátrúin var sem mest hér á landi var það trú niamia, að Jiúfu- tittlingurinn (líka kallaður grátitt- lingur) réðist að erninum og rcyndi að tortíma honum með Jjví að bora sér inn í rauí hans og éta úr honum innyflin. Stundum átti þúfutittling- urinn að fljúga fram úr kjafti arn- arins, og duttu Jrá báðir dauðir niður. Fátt er nú orðið um erni, Jxitt ekki liafi Jiað verið þúfutittlingur- inn, sem liefur fækkað Jieim. Eg hef séð það, Jiegar fálkar hafa sveimað yfir, þar sem þúlutittliugar og maríuerlur hafa átt hreiður, að Jiessir litlu fuglar liafa hópazt í kringum ]iá í loftinu, og eins mun Jiað vera með örninn, og munu munnmælin liafa myndazt vcgna Jjessa. Þúfutittlingurinn er fjörugur fugl, sem vekur atliygli á sér með sínum undurfagra söng. Hann llögrar upp í loftið tistandi, og o röddin hækkar eftir því, sem hann flögrar hærra, J)á lætur liann sig falla niður og heldur stöðugt áfram söngnum, sem verður hljómmeiri og endar í trillu, Jtegar hann sezt. Þegar hann syngur sitjandi, á girð- ingu, í runnum, trjám eða á jörð- inni, er söngurinn mjúkur og J)ýð- ur. I júní byrjar varpið, og velur hann sér stað fyrir Ineiðrið í liolu utan i J)úfu, skurðbakka, torfvegg eða á öðrum hentugum stað. Það eru körfu- eða skálarmyndað, að mestu úr stráum, mosa og jurtatæj- um og oft fóðrað að innan með hrosshári saman við fínni strá. Eggin eru oftast 5—6, og tekur klakið 13—1-1 daga. Móðirin liggur að mestu á, en faðirinn situr í ná- grenninu og syngur fyrir hana. Ungarnir liggja í hreiðrinu 13— 14 daga, og liggur móðirin á þeim fyrst í stað, og er J)að })á verk föð- urins að færa Jreim fóður, sem er ýmiss konar lirfur og ormar. I.engi eftir að ungarnir eru orðnir fleygir, mata foreldrarnir þá, og heldur J)á fjölskyldan fyrst í stað hópinn, en blandast svo öðrum Jnifutittliugum J)Cgar fer að líða á sumarið. Þeir livcrfa héðan seinast í ágúst og í september, en stiiku fuglar eru þó að flækjast hér fram í október. Kr. Geirmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.