Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. ínaí 1958 Efnahagsmálin EYSTEINN JÓNSSON, fjármálaráðherra, sagði í þingræðu sl. föstudag, að hinar nýju efnahags- málatillögur, sem fælust í frumvarpinu um út- flutningssjóð, miðuðu að því að draga úr mis- ræminu í uppbótakerfinu og stuðluðu að því að gera öllum gceinum framleiðslunnar kleift að njóta útflutningsuppbóta. Ráðherrann benti á það í ræðu sinni, að mis- munandi uppbætur verkuðu þannig, er til lengdar léti, að þær útflutningsgi-einar, sem engra eða óverulegra uppbóta nytu, hlytu að dragast aftur úr hinum, sem nytu mestra styrkja og hefði það því í för með sér ósamræmi, sem gæti sligað með öllu þær atvinnugreinar, sem ekki nytu sömu kjara um uppbætur. Kemur þannig að lokum, sagði ráðherrann, að allur atvinnurekstur verður lögbannaður, annar en sá, sem hefur hæstu upp- bæturnar. Ur þessu hættulega misræmi er frum- varpinu ætlað að draga. í þessu er fólgin ein aðal- nýjungin í málinu frá því, sem áður hefur verið. Með þessu koma fram nýir möguleikar fyrir margar atvinnugreinar í landinu, sem hafa stór- kostleg'a staðið höllum fæti undanfarið. Útflutningssjóði eru nú ætluð aukin verkefni, samkv. frumv. ríkisstjórnarinnar, frá því sem áð- ur var, þar sem nú er gert ráð fyrir, að úr sjóðn- um verði greiddar svokallaðar yfirfærslubætur til þeirra aðilja, sem afla gjaldeyris af öðru en vöruútflutningi, og munu m. a. flugfélögin njóta góðs af þessu ákvæði, og þá er gert ráð fyrir, að útflutningssjóður standi straum af niðurgreiðslum á vöruverði innanlands, en áður fóru slíkar nið- urgreiðslur fram beint úr ríkissjóði. Verður vísitölukerfið endurskoðað? í greinargerð fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um útflutningssjóð segir m. a.: Vegna þess að breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar hafa áhrif á nær allt kaupgjald í landinu og verðlag á öllum innlendum landbúnaðarafurðum, hefur jafnvel hin minnsta breyting á vísitölunni mjög víðtæk áhrif á allt efnahagskerfið og getur bakað útflutningsatvinnuvegunum útgjöld, sem þeir fá ekki risið undir, nema gerðar séu sérstakar ráð- stafanir til þess að auka tekjur þeirra. Á hinn bóginn er varla hægt að komast hjá því, að slíkar ráðstafanir hafi aftur áhrif á vísitöluna. í sam- bandi við lausn efnahagsvandamálanna er því nauðsynlegt að taka sjálft vísitölukerfið til athug- unar, þ. e. þá skipan, að allt kaupgjald og afurða- verð breytist sjálfkrafa með breytingum á fram- færsluvísitölu. Ríkisstjórninni er ljóst, að slíkt mál verður að leysa í nánu samstarfi við stétta- samtökin í landinu og mun beita sér fyrir sam- starfi við þau um þetta efni. Munu þessi mál verða tekin til nánari athugunar, þegar þessi samtök halda þing sín síðari hluta árs. Ilvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Núverandi stjórnarandstaða er orðin fræg fyrir þann endemismálflutning að gagnrýna og rífa niður tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, án þcss að benda á nokkra aðra leið út ur vand- anum. Þess vegna er spurt um allt land: Hvers vegna benda Sjálfstæðismenn ekki á tillögur til úrbóta, ef þeir þykjast þess umkomnir að gagn- rýna það, sem stjórnin leggur til? Vilja Sjálfstæðismenn gengis- lækkun? Vilja Sjálfstæðismenn hærri uppbætur, eða vilja þeir kannske minni uppbætur, eða vilja þeir, að ekkert sé gert? Það er lengi búið að spyrja þess- ara spurninga, en þeim hefur enn ekki verið svarað. Eftirfarandi tafla gefur yfirlit um greiðslur útflutningssjóðs og tekju- öflun til þeirra Millj kr. Hækkun útflutningsbóta frá því, sem nú er, og tekju- þörf til að standa straum af þeim bótum, sem nú eru greiddar . . . . . . . . . . . . . . 382.7 Þar frá dregst hækkun rekstrarvöru og fyrninga, er út- flutningsatvinnuvegir greiða sjálfir, þegar rekstrar- vörur og tæki eru flutt inn .. . . .. . . 202.1 Hrein tekjuþörf vegna bóta til útfl.atvinnuveganna . . 180.6 (Þar af vegna hækkunar kaupgjalds 50,6 millj. kr. og 51,8 millj. kr. vegna jöfnunar á milli útflutningsgreina og verðfalls síldarafurða). Niðurgreiðslur, sem útflutningssjóður greiðir samkvæmt frumvarpinu . . . . . . . . . . . . 131.0 Tillag útflutningssjóðs til ríkissj. samkv. frumvarpinu 20.0 Frá dregst hluti ríkissjóðs af tekjum útflutningssjóðs samkvæmt núgildandi lögum . . . . . . .. 90.0 Hrein tekjuþörf vegna niðurgreiðslna og till. til ríkissj. 61.0 Tekjuþörf alls 241.6 Teknanna væri aflað sem hér segir: Hækkun á yfirfærslugjaldi og innflutningsgjaldi af inn- flutningi að frádregnum gjöldum af rekstrarvöru og framleiðsluvörum útflutningsins . . .. . . 162.1 Hækkun á yfirfærslugjaldi af öðru en innflutningi um- fram yfirfærslubætur . . . . .. .. .. ' 39.0 Hækkun á aukatekjum útílutningssjóðs .. .. . . 40.5 Tekjuöflun alls 241.6 Þurfirðu að selja bíl. Viljirðu kaupa bíl Til sölu: Ford Anglia, lítið keyrður. Ford Fairlain, módel ’55, og ýmsar aðrar tegundir fólks- bifreiða. Ennfremur nokkr- ir vörubílar. Vil skipta á fólksbifreið og jeppa. BIFREIÐASALAN Bjarkarstíg 3, Akureyri, Sími 1685 frá k!. 19-20, en á öðrurn tímum dagsins til við- tals á B. S. A. Baldur Svanlaugsson Sængurveradamask fnrkr. 25.00 mtr. Tvibreitt léreft kr. 15.75 mtr. Sportbuxur köflóttar og einlitar Sportblússur (Calypso) B ó m u l larpeysur frá kr. 54.50 Golflreyjur og heilar peysur úr ull ANNA & FREYJA Fokheld íbúð í tveggja hæða húsi, efri hæð, 106 m2, 5 herbergi, eldhús og bað, þvottahús á fyrstu hæð, geymsla og mið- stöð í kjallara, til sölu og tilbúin til afhendingar í haust. Þeir, sem hefðu hug á þessu, leggi nafn og heim- ilisfang inn á afgr. Dags fyrir föstudagskvöld, merkt Fokhelt. 1 NÝKOMIÐ: V I Sundbolir <■ ■? verð kr. 105.60 l Baniaundirföt 4* f skyrta og buxur, verð kr. 24.25 t ? Hálf stíf millipils t ? og buxur t verð kr. 66.30. <? t r ? i’/; ? ? Verzl. Asbyrgi h.f. Q__ t ? t ínnkaupatöskur <3 t Svartar töskur Y ? t ? VerzL Asbyrgi h.f. Æskan og áfengið í nýútkomnu hefti Heimili og skóla birtist rit- gerð sú, sem hlaut fyrstu verðlaun S ritgerðasam- keppni Bindindisfél. ísl. kennara á síðastliðnum vetri. Höfundurinn er Akureyringur, nýfluttur til Keflavíkur, Jóna Edith Burgess. Ritstjórinn hefur góðfúslega leyft birtingu hennar hér: Bindindissemi okkar unglinganna er víst nokkuð ábótavant, nú á dögum. Fyrir þrem áratugum, hefði það vafalaust þótt óheyrileg fjai'stæða, sem nú er algengt, að unglingar innan tvítugs hefðu áfengi um hönd. í dag er það að verða almenn tízka, og virðist fara ört í vöxt. Og unglingarnir í dag fara ekki í felur með neitt. Þeir neyta áfengis fyrir opnum tjöldum, og láta sig engu skipta skelfingu lostna eldri kynslóð, sem nýr saman höndum í ráðaleysi. Sumir þessara unglinga drekka áfengi af því að þeim finnst það bera vott um hugdirfsku eða heimsmennsku, aðrir bara til þess að fylgjast með félögunum, og þeir eru senni- lega fleiri. Hver kennir öðrum, þetta er nýr, spenn- andi leikur, sem gefur dálitla tilbreytni í líf, sem okkur finnst flestum heldur viðburðasnautt. Svo flýtir eldri kynslóðin sér af stað með bönn sín og ræðuhöld. Hún ályktar sem svo: Ungling- arnir þora ekki að drekka, ef við bönnum það. Þeir þora ekki að gera það, sem við útmálum fyrij- þeim í Ijósi hættu og voða. Þess vegna er bezta ráðið að banna þeim, tala alvarlega við þá, og halda uppi stöðugum áróðri gegn þessari spillingu. Eldri kynslóðin hugsar nefnilega rökrétt og skynsamlega. En við unglingarnir erum bara hvorki rökrétt né skynsamlega set tsaman. Við erum ómótuð, óút- reiknanleg og óviss um okkur sjálf. í okkur leika lausum hala ótal persónuleikar, sem við erum ekki enn búin að ná valdi yfir. Við erum veiklynd og ör- geðja og vitum aldrei, hvað við eigum að taka okk- ur fyrir hendur, eða gera af okkur. Allt ofstæki og prédikanir eru hlutir, sem við forðumst eins og heitan eldinn, af því að það ruglar okkur og gerir okkur enn óvissari og efafyllri. Staðfesta okkar er lítil, og af því að við eigum ekki þann hæfileika þeirra fullorðnu, að geta hugsað fram í tímann, látum við undan flestum freistingum, sem okkur mæta. í okkar hópi er rólyndi og kæruleysi, eða það sem fullorðna fólkið kallar slæpingshátt og landeyðuskap, metið meira en samvizkusemin og skylduræknin, þótt við eigum dálítið af því tagi líka, undir niðri. Þetta yfirborð af kæruleysi og kuldalegri ró, er okkur ákaflega mikils virði, því að það er það eina, sem við höfum til að halda okk- ur við og verja okkur með, þegar okkur finnst full- orðna fólkið aldrei geta séð okkur í friði, og heim- urinn hafa útskúfað okkur. Við getum lokað okkur inni í því, og glott framan í heiminn, meðan við grátum af reiði og vonbrigðum hið innra. Við vitum vel, að það er bezt fyrir okkur að láta áfengið eiga sig. Við vitum að það er sönn stað- reynd, að það getur eyðilagt heilsu okkar, sljóvgað heilann, gert okkúr að andlegum og líkamlegum ræflum, og allt hitt, sem þeir fullorðnu eru að þylja yfir okkur. En við eigum ekki viljann eða öryggið til að standast freistinguna. Auk þess gæti það virzt vera einhver undanlátssemi við fullorðna fólkið að ganga í bindindi, og við eigum talsvert í fórum okkar af þrjózku, og hvötinni, sem allar kynslóðir hafa einu sinni átt, til þess að rísa upp á móti þeim eldri, taka af; þeim stjórnina og breyta heiminum eftir okkar eigin höfði. Eldra fólkið vill hafa okkur í bindinndi, já, ágætt, e nvið viljum bara ekki láta það ráða öllu og stjórna. Hið slæma fordæmi, sem það gefur okkur, skiptir heldur ekki eins miklu máli og margir halda. Það, sem skiptir mestu máli, er skoðun okkar sjálfra. Það þarf að skapazt almenningsálit gegn óreglu okkar. Ekki almenningsálit þeirra eldri. Það höf- um við fengið inn í stórum og smáum skömmtum, í tíma og ótíma. Nei, almenningsálit okkar sjálfra. Við þurfum aíl (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.