Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 29. maí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn .21. maí 1958 28. tbl. róttaheimsóknir um næsiu helgi Um næstu helgi verður mikið um að vera á sviði íþrótt- anna hér í bænum. Á 2. í hvítasunmi kl. 4 fer fram víðavangshlaup, sem er hluti Meistaramóts íslands í frjáls- ibróttum, og verða þar meðal keppenda margir af beztu þol- hlaupurum landsins. — Hlaupið verður á íþróttavellinum og verður keppni hagað þannig, að Flugfélagið annast margs konar flutninga eins og þessi mynd sýnir. — (Ljósmynd: Sn. Snorrason.) já Búnað Tugþúsunda sparnaður fyrir bændur - Vöntun varahluta til landbúnaðarvéla ískyggileg Nýlega er lokið dráttarvéla- námskeiði Búnaðarsamb. Eyja- fjarðar í Grenivík. Þar voru 20 vélar teknar upp og yfirfarnar, undir handleiðslu ráðunauts sambandsins, Eriks Eylands vél- fræðings, sem stjórnaði þessu námskeiði og öðrum hliðstæðum, er haldin hafa verið hjá B. E. í vetur og vor. Fyrsta námskeiðið hófst í Dal- vík í nóvember í haust og voru þar um 30 heimilisdráttarvélar teknar til viðgerðar. Næsta nám- skeið var í húsakynnum Búnað- arsambandsins á Akureyri. En minna varð úr því en skyldi vegna þess að samgönguerfið- leikar skullu á og gerðu mönnum ókleyft að koma vélunum til bæjarins og í annan stað torveld- uðu þeir bændum að fara að heiman. Sparar bændum tugþúsundir. Ekki fer það milli mála, að dráttarvélanámskeiðin spara bændum tugi þúsunda í við- haldskostnaði véla sinna í heild. Byggist það auðvitað fyrst og fremst á því, að þeir framkvæma sjálfir þá vinnu, sem annars yrði að kaupa á viðgerðarvérkstæð- um, Hagnaðurinn er þó miklu meiri, því að bændurnir, eða menn þeirra, kynnast vélunum að verulegu leyti á námskeiðun- um, og er það meðal annars und- irstaða þess að sæmilega vel og skynsamlega sé með þær farið í vinnu og hirðingu. Þetta er því stórfellt fjárhagsatriði og drátt- arvélanámskeiðin eitt hið þarf- asta, sem búnaðai-samtökin vinna að. Eyfirðingar eru líka svo vel settir um þessar mundir að hafa mjög hæfan og duglegan ráðu- naut, þar sem Erik Eylands er. Nokkuð bar á því í vetur að varahluti vantaði til vélanna, svo að ekk ivar hægt að standsetja að ekki var hægt að standsetja Vöntun varahlutanna. En einmitt þetta atriði er hið skuggalegasta um þessa mundir. Varahlutavöntun til búvéla yfir- liett er sva alvarleg að trauðla verður úr því bætt í svo skjótri svipan, að hinn mikli vélakostur komi að fullum notum nú í sum- ar. Hér mætti telja upp margs kenar varahluti í dráttarvélar og landbúnaðarverkfæri, sem hvergi fást í landinu. Þarf ekki að lýsa því hver áhrif þetta hefur á framleiðslustörfin. Hið venjulega svar við vöntun varahlutanna er gjaldeyrisskortur. — íslendingar hafa löngum búið við gjaldeyris- skort og er það fráleitt nýtt fyr- irbæri. En vegna gjaldeyrisvönt- unar í fjölda ára hefði mönnum átt að lærast meiri hagsýni í inn- flutningi véla yfirleitt. Fi-áleitt er það búmannlegt að flytja inn þann sæg vélategunda á svo að segja 'öllum sviðum vélvæðingar- innar til sjávar og sveita, sem raun ber vitni, og vitandi það, hvert gífurlegt fjármagn liggur í þeim varahlutalagerum, sem hverri tegund verður að fylgja. Nú, á þessum tímum, sýnist viturlegra að flytja inn varahluti í stað nýrra véla, ef hvort tveggja er ekki gjörlegt. Guðmundur Karl heiðraður Síðastl. miðvikudagskvöld var afhjúpuð í Fjórðungssjúkrahús- inu brjóstmynd af Guðmundi Kar]i Péturssyni yfirlækni, sem stjórn sjúkrahússins hefur látið gera. Viðstaddir athöfnina voru stjórn sjúkrahússins, læknar og fleira starfsfólk sjúkrahússins, héraðslæknir og fleiri. Jónas Jakobsson, myndhöggv- ari, gerði brjóstmyndina, sem er úr gifsi, en verður síðar steypt í eir. áhorfendur sjá sem mest af hlaupinu. Fyrst er hlaupið 2 hringi á vellinum, síðan stóran sveig norður á Gleráreyrar og endar síðan aftur á íþróttavellin-' um. Strax að hlaupinu loknu hefst á vellinum handknattleiks- keppni milli Ármanns úrReykja- vík og Akureyringa. Á laugardag verður keppni í körfuknattleik milli ÍR og Akureyrarfélaganna, keppt verður í íþróttahúsinu. Fegurðarsamkeppnin undirbúin Hin árlega fegi*rðarsamkeppni kvenna mun fara fram í næsta mánuði og er undirbúningur þegar hafinn. Þessi keppni, hvað sem annars er um hana að segja, vekur að vonum athygli, því að hin íslenzka fegurðardrottning mun nú sem fyrr einnig taka þátt í alþjóðlegri fegurðarsarnkeppni, Miss Unuiverse, Miss World og Miss Europe. Oft bíður fegurðar- dísanna frami og ágæt atvinna, auk ævintýra. „Ungfrú ísland fær góð verðlaun eins og tíðkast hefur að undanförnu. Nú er augum rennt til fagurra kvenna venju fremur og virðist áhugi almennings fara vaxandi fyrir hinum nýja sið að meta konur til frægðar og verðlauna. Væntanlegir þátttakendur eiga að vera á aldrinum 17—28 ára og koma einungis ógiftar konur til greina. Auglýst hefur verið eftir ábendingum um fagrar, ógiftar konur á þessum aldri, sendum í pósthólf 368 eða síma 19271, Reykjavík. Meistaramót í frjálsum íþróttum 1958 Meistaramótin í frjálsum íþróttum 1958, munu fara fram sem hér segir: Víðavangshlaup Meistaramóts fslands fer fram 26. maí á vegum íþróttabandalags Akureyrar. Drengjameistaramótið 7.—8. júní á veguh Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur. Unglingameistaramótið og Kvennameistaramótið 28.—30. júhíj bæði á vegum íþrótta- bandalags Akureyrar. Tugþraut, 10 km. hlaup, 4x800 m. boðhlaaup, fara fram 10.—11. júlí og aðalhluti Meistaramóts fs- lands 26.—28. júlí á vegum Frjáls íþróttasambands íslands (FRÍ) í Reykjavík. Sveinameistaramótið 31. ágúst á vegum frjálsíþróttaráðs Rvíkur. DACUR kemur næst út fimmtudag- inn 29. maí. I Utför Hauks Snorra- sonar ritstjóra var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík sl. mánudag að viðstöddu fjölmenni. — Meðal viðstaddra var forseti Islands, forsætisráðherra og fleiri virð ingarmenn. Séra Sveinn Vík- ingur jarðsöng. Jarðarförinni var útvarpað. Nokkrir vinir og samstarfs- menn Hauks Snorrasonar minnast hans hér í blaðinu í dag. Karlakór Akureyrar Samsöngur Karlakórs Akur- eyrar, sem haldinn var í Nýja- Bíó á Akureyri á uppstigningar- dag og endurtekinn sl. laugardag, var mjög vel sóttur og ágætlega tekið. Kórinn er i mjög góðri æfingu og var söngur hans fágaður og samstilltur. Stjórnandi kórsins er Áskell Jónsson og einsöngvarar þeir Jóhann og Jósteinn Kon- ráðssynir og Eiríkur Stefánsson. Undii'leik annaðist Guðrún Kristinsdóttir. Karlakór Akureyrar fer í söngför til Suðurlands í byrjun næsta mánaðar og fylgja honum óskir um fararheill. Kosningar til Búnaðar- þ ings Eins og áður hefur verið getið, komu fram tveir listar til Búnað- arþingskosninga á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í vetur. Var annar listinn borinn fram af meiri hluta fulltrúa fundarins og skipa hann þessir bændur. — B-listi: 1. Ketill Guðjónsson, Finna- stöðum. 2. Garðar Halldórsson, Rifkels- stöðum. 3. Helgi Símonarson, Þverá. 4. Sigurjón Steinsson, Þór- oddsstöðum. Hinn listinn var borinn fram af 40 meðmælendum pg skipa hann þessir menn. ¦—¦ D-listi: 1. Árni Jónsson, Háteigi. 2. Árni Asbjarnarson, Kaup- angi. 3. Eggert Davíðsson, Möðru- völlum. 4. Jón Gíslason, Hofi. Ákveðið hefur verið að kosn- ingarnar fari fram sunnudaginn 29. júlí n.k., eða sama daginn og s veitast j órnarkosningarnar. Kjósa á tvo Búnaðarþingsfull- trúa og tvo til vara fyrir næsta kjörtímabil. Undanfarin fjögur ár hafa þeir Ketill Guðjónsson og Garðar Halldórsson setið á Bún- aðarþingi fyrir Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.