Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 21. maí 1958 Söngmót Kirkjukórasambandsins Kirkjukórasamb'and Eyjafjarðarprófestsdæmis syngur í Ak- ureyrarkirkju 2. hvítasunnudag. 150 manna blandaður kór. arnir sameiginlega eitt lag, síðan Á annan hvítasunnudag efnir Kiikjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis til söngmóts í Ak- ureyrarkirkju. Sex kirkjukórar taka þátt í mótinu, samtals um 150 manns. Kórarnir eru þessir: Kirkjukór Siglufjarðar, söng- stjóri Páll Erlendsson. Kirkjukór Ólafsfjarðar, söng- stjóri Guðmundur Jóhannsson. Kirkjukór Upsakirku, söngstj. Gestur Hjörlcifsson. Kirkjukór Lögmannshlíðar- kirkju, söngstjóri Áskell Jónsson. Kirkjukór Akureyrarkirkju, söngstjóri Jakob Tryggvason. Kirkjukór Grundar-, Saurbæj- ar- og Möðruvallakirkna, söng- stjóri Sigríður Schiöth. Undirleik annast Áskell Jóns- son, Guðný Fanndal. Guðrún Kristinsdóttir og Jakob Tryggva- son. Þetta söngmót er hið þriðja í röðinni á vegurn sambandsins. Fyrirkomulag mótsins verður þannig, að í upphafi syngja kór- syngur hver kór tvö lög undir stjórn síns söngstjóra og að lok- um syngja kórarnir sameiginlega sjö lög, eitt lag undir stjórn hvers söngstjóra. Sungið ' verður tvisvar. Fyrri söngurinn hefst kl. 2 síðdegis, en sá síðari kl. 8.30 síðdegis. Fyrri samsöngurinn mun hefj- ast með stuttri bæn. íþróttir Maíboðhlaupið, liið 12. í röð- irmi, fór fram sl. sunnudag. Sveit Menntaskólans varð hlutskörpust og hljóp á 3.19.6 mín. Næst varð sveit KA og þriðja Þórs. — Boð- hlaup þetta hefur verið háð síðan 1947 og er 1600 m. langt. ÍMA sá um mótið. Vormót í knattspyrnu hófst um síðustu helgi. Úrslit í III. fl. urðu þau, að KA vann Þór með 10 : 0, en í keppni meistaraflokks varð jafntefli 3 : ý. Hríseyjarferjan Sævar í reynsluför r Hún fer annan hvern dag til Litla-Arskógssands nú vfir sumarmánuðina J Fyrir rúmri viku kom nýr bát- Starf Æskulýðsheimiiis templara á Akureyri veturinn 1957-1958 ur til Akureyrar og lá um stund við Torfunefsbryggju og vakti eftirtekt. Það var nýja Hríseyj- arferjan, Sævar EA 9, í reynslu- Togararnir Svalbakur losaði hér 16. þ. m. 301 tonn. Harðbakur kom til Akureyrar í gær með ca. 320 tonn eftir 7 daga útivist. Sléttbakur er væntanlegur á föstudag með góðan afla. Kaldbakur veiðir í salt á Grænlandsmiðum. Bíll veltur Á mánudaginn valt rússnesk bifréið niðui' 24 m. snarbrattan mel við Glerá, nálægt „Möl og sandi“, og fór nokkrar veltur. — Skemmdist hún afar mikið, en bílstjórinn, sem var einn í bíln- um, slapp ómeiddur. Skipverji á Agli Skalla- grímssyni slasast Það slys vildi til á mánudags- nótt, að skipverji á Agli Skalla- grímssyni, Eiður Valdimarssonað nafni, skarst illa á hendi og var fluttur hér í sjúkrahús, en síðan var fengin sjúkraflugvél til að flytja hann suður. En hann var mjög illa særður. Egill Skalla- grímsson landaði töluverðu af fiski á Hjalteyri fyrir helgina. í Borgarkíó sameinuð samkoma á hvíatsunnudag kl. 4.30 e. h. — Ræðumaður Ólafur Ólafsson kristniboði. Hljóðfærasláttur. — Söngur. — Allir velkomnir. — Fíladelfía. — Hjálpræðisherinn. Sjónarhæð. ferð. Sævar er 7x/2 smálest að stærð og með 15 manna farþega- rými. Hann hefur 54 hestafla Listervél og ganghraðinn er um 8 mílur. Báturinn fer vel í sjó .pg er mjög álitlegur. Hann var 2 klst. og 40 mín. frá Hrísey til Akureyrar og mun því tæpast verða meira en svo sem 15—18 mín. milli lands og eyjar í venju- legum póstferðum sínum. Samgöngur við Hrísey hafa verið ónógar, en batna stór- lega við tilkomu hins nýja far- kosts. Hinn nýji bátur á að vera póst- og farþegabátur milli Hrís- eyjar og Litla-Árskógssands í sambandi við áætlunai'ferðir Dalvíkur-„rútunnar“. Mun hann í sumar verða í förum annan hvern dag, en auk þess vera til- búinn til annarra ferðalaga um Eyjafjörð, eftir því sem þörfin kallar og ástæður leyfa. Hríseyjarhreppur lét smíða þennan bát, en hefur nú selt hann Hilmarí Símonarsyni, sem verður formaður hans og rekur hann sem póst- og farþegabát, með einhvei'ri aðstoð hrepps, sýslu og ríkis. Júlíus Stefánsson smiður í Hrísey var yfirsmiður og með honum tveir samhentir féjagar hans. Þykir smíðavinnan hin vandaðasta, bæði að útliti og styrkleika. Fyrir um það bil ári síðan brann Hríseyjarferjan, þá nær fullsmíðuð. Vonandi njóta Hrís- eyingar og aðrir hins nýja báts bæði vel og lengi. FjóiTemba á Lauga- landi Hjá Einari bónda Jónassyni á Laugalandi á Þelamörk fæddust fjórlembingar um fyrri helgi. Móðirin er 5 vetra og hefur ætíð verið einlembd áður. Tvö lömbin fæddust á laugar- dagsnótt, en tvö á mánudagsnótt, og þótti bónda þá meira en nóg komið og tók tvö lömbin heim í hús og gefur þeim úr pela. Lömbin eru væn og vel frísk og jafnstór, þrír hrútar og ein gimbur og öll hvít. Frjósemi þessi var ekki að þakka eða kenna hormonagjöf. F ramkvæmdast jóra- skipti hjá Ú. A. Um síðustu mánaðamót hætti Guðmundur Guðmundsson störf- um. hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f., en hann er ráðinn fram kvæmdastjóri hinnar sameigin- legu útgerðar Ólafsfjarðar,Húsa- víkur og Sáuðárkróks. Sem stendur gegnir Gísli Konráðsson framkvæmdastjórastörfum hjá Ú. A. og munu vonir standa til að hann taki það starf að sér til frambúðar, en enn hefur hann ekki verið formlega ráðinn né heldur neinir starfsmenn í stað þeirra sem nú eru að hætta hjá félaginu. Málefni félagsins eru enn í deiglunni, en munu senni- lega skýrast á næstunni. Hallbjörg Bjarnadóttir skemmtir bæjarbúum Hin kunna söngkona, Hallbjörg Bjarnadóttir, sem undanfarið hefur skemmt Reykvíkingum með söng og eftirhermum, er komin hingað til bæjarins og syngur í kvöld, miðvikudag, kl. 9 í Nýja-Bíó, og einnig á morgun á sama tíma. KA fékk söngkon- una hingað norður og mun hún eflaust geta glatt Akureyringa ekki síður en íbúa höfuðborgar- innar. Ágóðinn af söngnum renn- ur til slysatryggingarsjóðs KA. Starfsemi Æskulýðsheilmilisins hófst að þessu sinni í Varðborg þann 14. október. Þá voru leik- stofúrnar opnaðar svo og lesstof- an. Bókasafnið og lesstofan voru nú á efstu hæð hússins og meira aðgreindar frá leikstofunum en áður var. Gáfst þetta vel. Leikstofurnar voru búnar sömu tækjum og áður. Þar er knattborð, borðtennis, bob, töfl, kúluspil o. fl. Heimilið var opið á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 fyrir börn úr 5. og 6. bekkj- um barnaskólanna og kl. 8—10 fyrir unglinga. Aðgangur ókeyp- is. Aðsókn var mjög góð fram til áramóta, en þegar líður á vetur- inn laðár snjór og lengri dagar. til meiri útivistar og fækkar þ'á- gestum á æskulýðsheimilinu nokkuð. Gestir voru fi'á 14 til 63 á kvöldi, en oftast milli 30 og 40. Alls sóttu um 1900 gestir æsku- lýðsheimilið. Aðsókn ungling- anna var mun meiri en síðastliðið ár, og sýnir það, að þeir sem venja komur sínar í Varðborg á barnaskólaaldri halda því gjarn- an áfram. Námskeiðin voru sem hér segir: í október og nóvember nám- skeið í meðferð olíulita. Kennari var Einar Helgason. Þátttakend- ui' voru 14.. í desember var nám- skeið í föndri. Kennari var. Jens Sumarliðason. Þátttakendur 11. í sama mánuði námskeið í hnútum og splæsingum. Kennari var Finnur Daníelsson, skipstjóri. Þátttakendur voru 24. í janúar og febrúai’ námskeið í plast- og tágavinnu. Kennari var Sigríður Skaptadóttir. Þátttakendur voru 14. í marz og apríl var námskeið í meðferð olíulita. Kennari var Einar Helgason. Þátttakendui' 11. Þátttakendur í námskeiðunum voru alls 75. Fleiri námskeið voru auglýst, en ekki fékkst nægileg þátttaka í þeim. Eftir flugmódelnámskeiðið á sl. vetri var stofnaður félagsskapu]-, er nefnir sig Módelklúbb Akur- eyrar. í honum eru nær eingöngu drengir, sem hafa verið á nám- skeiðum í Varðborg. Félagsskap- ur þessi fékk ókeypis aðgang að einu herbergi í Varðborg tvö til þrjú kvöld í viku í vetui', og vann þar eftir geðþótta. Starfseminni í Varðborg lauk 1. apríl, að undanteknu málara- námskeiðinu, sem áður er getið, og stóð til 15. apríl. Framkvæmdastjóri heimilisins er Tryggvi Þorsteinsson, yfir- kennari. Samvinna við umsjón- arfólk hússins var hin ágætasta og umgengni gestanna góð. Um- sjónarmaður hússins var Indriði Olafsson, kennari. Bókasafnið. Bókasafnið var opnað þann 22. október og starfrækt til 1. apríl. Safnið var opið tvo daga í viku. Nú hafði bókasafnið verið flutt upp á þriðju hæð og hafði þar til afnota tvö herbei'gi í norðurenda. Annað þeirra var nitað fyrir les- stofu. Alls voru skráð um 850, börn, sem fengu lánaðar bækur á þessum tíma, en auk þess lágu frammi ýmis blöð, einkum barna blöð og íþróttablöð. Flest komu 56 börn á einum degi á lesstof- una. Bezt var aðsókn að safninu í nóvember og yfirleitt var betri aðsókn að bókasafninu fyrir ára- mót, sem mun meðal annars hafa stafað af því að safnið eignaðist taisvert af nýjum barnabókum í - haust. Fjögur útgáfufélög sendu safninu bækur. Þau voru þessi: Bókaútgáfa Æskunnar, Bókafor- lag Odds Björnssonar, Bókaút- gáfan Fróði og Bókaútgáfan Leiftur. Auk þess voru safninu send ýmis rit, svo sem Nýjar kvöldvökur, Heima er bezt, Vor- ið o. fl. Af barnabókum, sem mest voru lesnar, má einkum nefna bækur Ármanns Kr. Ein- arssonar, og ýmsar nýjar bækur, sem ekki er hægt að telja upp hér. Hjá stúlkunum eru þær allt- af vinsælar Dóru-bækurnar og Oddu-bækurnar. í bókasafninu eru um 1600— 1700 bindi. B.kavörður var, eins og áður, Bjarni Halldórsson, skrifstifustjóri. Lesflökkur. í vetur starfaði lesflokkur úr st. Brynju í heimilinu. Voru það 6 námsmenn úr M. A. Fengu þeir bækur hjá æskulýðsheimilinu og höfðu fundi sína í lesstofunni. Formaður lesflokksins var Stein- grímur Ingvarsson. Vonandi er þetta vísir að meiri svipaðri starfsemi. Stjórn æskulýðsheimilisins var í vetur skipuð eftirtöldum mönn- um: Eiríki Sigurðssyni. Hannesi J. Magnússyni, Stefáni Ág. Kristjánssyni, Jóni Kristinssyni og Guðmundur Mikaelsson. Körfuknattleiksmóti lokið Körfuknattleiksmóti Akureyrar er lokið. A-lið KA varð sigur- vegari og sigraði alla keppinauta sína. Hlaut það 8 stig, Þór 6 stig og MA 4 stig. B-lið KA vann C-lið KA með 32 : 28. A lið KA vann þar með 101 : 47. Voru þetta síðustu leik- irnir og hinir áður birtir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.