Dagur - 07.06.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laiigardaginn 7. júní 1S5S (Framhald af 8. síðu.) vel, en aðrir atvinnurekendur miðui', enn sem komið er. Enn er því ekki vitað hve hlutdeild KEA verður mikil. Hvcrnig horfir með litvegun á snjóbsi? Svar: Ekkert hefir enn verið. ráðið í því efni. En stjórn félags- ins hefur málið í athugun og meoal annars leitað sér upplýs- inga um verð þeirra. Nokkrir að- :ilar hafa spurzt fyrir um það hjá félaginu, hvort það vildi styrkja þá eða lána fé til snjóbílskaupa. Hins vegar hefur félagsstjórnin samþykkt að féiagið veiti lán til kaupa á snjóbeitum á drá,ttar- vélar. Hvernig eru horfur á útvegun varahiuta íil búvéla? Svar: Um þetta er því miður ekkert hægt að upplýsa. Engin innflutningsleyfi hafa verið veitt um tveggja mánaSa skeið. l’órarinn Eldjáro lælnr af forniannsstörfum. Þegar leið að fundarlokum og icosningar einar eftir, kvaddi Þórnrinn Eldjárn, formaðurKEA, S'ér hljóðs og rnælti á þessa leið: Kæru fulitrúár! . í ,20 ár hafa fulltrúafundir !Kaupfélags Eyfirðinga sýnt mér þa'S traust, að kjósa mig í stjórn íélagsins og hampað mér í þann heiðurssess,. að vera talinn for- rnaður kaupfélagsins urn 10 ára skeiS. Þetta tei c-g þann mesta heiður er mér heíur hlotnast. Eg hef aldrei sjálfur skilið með 'hverjum hætti þetta hefur mátt verða, cn kann engu síður að meta og, þakka. Eg á því fulltr.ú- um kaupíélagsins og stjói'nar- nefndarmönnum mikia þakkar- skuld ao gjalda. Eg hét sjálfum mér og ykkur þá þegar því, að greiða þá þakkarskuld með því, að sitja ekki í stjórnarnefnd meðan sætt væri,', heldur dfaga mig til baka er eg fyr.di, að þeir litlu verðleikár er eg kann að hafa haft til að skipa þennan sess, tækju að sýna á sér fararsni^ og týndust burtu. Stundin til að efna þetta heit hefur mér borizt að höndum í dag. Þ.ví er það, að sg vil, góðir fulltrúar, tilkynna ykkur, að eg dreg mig til baka. Biðst undan endurkosningu. Eg vil nota tækifæi’ið, sem nú gefst, til að þakka það traust og þá sœmd er mér hefur veitzt í því að vera kosinn til stjórnar- nefndarstarfa í Kaupfélagi Ey- firðinga: Það gaf rr.ér tækifæj'i til, frekar en ella hefði orðið, að vinna Kaupfélagi Eyfirðinga, um íram allan annan félagsskap, það litla gagn er eg mátti. Það veitti mér og annað óborganlegt, það opnaði götu mína til nánari kynna við fólkið á félagssvæðinu og jafnvel langt út fyrir það. — Þetta hefur fært mér heilan hóp vina og kunningja og einmitt það set eg öllu ofar. Mér er sjálfum næsta ljóst, hve mig skorti á að skipa formanns- sæti Kaupfélags Eyfirðinga, enda var mér mikill vandi á höndum, að viðbrygðin yrðu ekki allt of sár, eftir að það liafði haft að for- manni um tugi ára Einar Árna- son á Eyrarlandi, einn af glæsi- legustu samvinnumönnum sinnar samtíðar. En þó þið, án efa, hafið fundið hve mjög hallaði á, þá hafið þið ekki látið mig verða þess varan. Hafið lieila þökk fyrir. Góðir fulltrúar, það væri hræsni ein, cf eg teldi mér það gleðiefni að hætta nú þátttöku í stjórn kaupfélagsins. Það er ekk- ert fagnaðarefni að afskrifa sjálf- an sig úr röðum íullgildra starfs- manna, en það er skynsámlegt að gera það í tírna, og eg hlýSi þeirri viðvörun. Það er heldur ekki sársauka- laust að segja skilið við nána samstarfsmenn og elskulega stjórnarnefndarmenn og fram- kvæmdastjóra kaupíélagsins. Um framkvæmdastjói'a, Jakob Frí- mannsson, er mér ljúft og skylt að votta, að staríshæfari mann og drengilegri hef eg ekki fyrirhitt, og meðan hann fer með fram- kvæmdastörf félagsins, er áreið- anlega vel fyrir málum þess séð. Eg vona að félagið fái sem lengst að njóta starfskrafta hans. Eg vil nú á þessari stundu óska Kaupfélagi Eyfirðinga allrar blessunar í framtíð, um leið og eg færi stjórn, framkvæmdastjóra, starfsfólki, fuiltrúum og öllum félagsmönnum innilegustu þakk- ir fyrir elskulegt og ánægjulegt samstarf. Kæi’u félagar! ÞiS heíjið nú kosningu stjórnarnefndarmanns í minn stað. Eg veit að sjálfsögðu ekki, þó að eg renni grun í, hver fyrir valinu verður, en hver sem það verður, þá vil eg fyrirfram óska honum til hamingju í starfi. Oska þess að licnn unni félaginu á sama liátt og eg geri, en hafi tvöfaldan mátt til að vinna því Fundarmenn setti hljóða, því að Þórarinn nýtúr óskoraðs trausts og virðingar og á honum eru engin ellimörk að sjá. Þá kvaddi sér hljóðs Brynjólf- ur Sveinsson og mælti á þessa leið til Þórarins í nafni félags- stjórnarinnar: Góði félagi og gamli vinur, Þórarinn Eldjárn! Nú, er þú héfir látið af for- mannsstörfum í KEA, langar mig til, í óundirbúið og óvænt, að ávarpa þig nokkrum orðum. Ekki skulu hau mörg og ekki í neinum eftirmælastíl. Þú átt enn eftir, ef að sköpum fer, að sitja hér með okkur ' marga fundi, fylg'jast af óskertum áhuga með Kaupfél. Eyf., gengi þess, hugsjónum þess og mcnningarstarfi þess í ey- firzkum byggðum og bæjum. Enginn veit í annars barm. Því veit enginn með öllu, hver er ríkur og • liver fátækur, því að dýrustu auðæfi lífsins leynast löngum í eigin barrni. En síðan ég kynntist þér fyrst, hefi ég alltaf trúað því, að þú værir auðugur maður. Lífið hefir áreiðanlega gefið þér margar, góðar gjafir. Ég tel þær ekki hér, nema aðeins eina. Þú ert aldamótamaðui'. Einmitt þeg- ai' þú varst ungur úti á Tjörn, fóru nýjar hugsjónir eldi um landið, og bjarma þeirra bar hátt yfii' snævi þakin fjöll og biáa firði. Flugur íslenzkrar æsku var þrunginn gróðurangan og vor- ilmi. Einn vorhoðinn í íslenzku þjóðlífi þá var samvinnustefnan. ITún var ein af gjöfunum, sem gjöfu.It lífið gaf þér. Þú gekkst ungur Undir mer.ki hennar og hefir aldrei frá því hvikað. Þú lætur nú af stjórnar- og formannsstörfum í Kaupfél. Eýf. Að vísu alveg að óþörfu, og það er reyndar fyrsti og eini duttl- ungurinn, sem ég hefi hjá þér fundið síðan fundum okkar bar fyrst saman. En ég virði hann þó. Einn vitrasti maðurinn, sem ég þykist hafa kynnzt á ævinni, sagði einu sinni við mig: „Það er mesta manndómsraunin í lífinu að hvei'fa frá störfum áður en árin og þreytan hafa lamað þróttinn og slævt viljann." Þennan manndóm hefir þú sýnt, og skylt er að virða liann. Nú mætti ætla, að ég, á þess- um vegamótum, minntist starfa þinna í Kaupfél. Eyfirðinga. Af í’áðnum hug geri ég það ekki. ITver einasti maður í þess- um sal og í Eyjafirði öllum þekkir þau, og mesta loíið,sem ég þekki um starf nokkurs manns, er, að ekki þurfi aö lofa það. Ég vil aðeins í dag á látlausan, en innilegan hátt færa þér alhuga þakkir fyrir alit, er þú hefir ver- ið Kaupfél. Eyíirðinga. íslenzkt skáld kvað einu sinni: „Þó vil ég kjósa vorri móður, að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir." Ég óska K^upfélagi Eyfirðingá; þess, að það eigi þessar ijóölínur að áhrínsorðum oftar en í dag. Ég veit ekki, hvort það á við, en mig langar til, einmitt á þess- um stað og þessari stundu, að færa þér að lokum pcrsónulegar þakkir Tyrir allt okkar samstarf og allar góðar og glaðar stundir, sem ég hefi með þér átt. Um þær vcrður alitaf bjai’t. Jakob Frímannsson framkv.stj. tók næstur til máls og flutti Þór- arni þakkir sínar og annarra starfsmáiina félagsins á mjög hlýlegan og virðulegan hátt. Kosningar. Eiður Guðmundsson var end- urkosinn í stjórn KEA til næstu þriggja ára og Jón Jónsson einnig í stað Þórarins Eldjárns. Sigurð- ur O. Björnsson var kosinn vara- maður í stjórnina. Ármann Helgason var endurkosinn end- urskoðandi til tveggja ára og váraendurskoðandi Garðar Hall- dórsson. Séra Sigurður Stefáns- son var endurkosinn i stjórn Menningarsjóðs KÉA. Þessir menn voru kosnir á að- alfund Sambands ísl. samvinnu- félaga: Jakob Frímannsson, Þór- arinn Eldjárn, Eiður Guðmunds- son, Björn Jóhannsson, Garðar Haliclórsson, Bry.njólfur Sveins- son, Jónas Kristjánsson, Ármann Dalmannssin, Jón Jónsson, Ketill Guðjónss., Jón Melstað, Halldcr Ásgeirss. og Ingimundur Árnas. (Framhald af 8. síðu.) afsson, 9,00, Jósefína Hansen, 8,30, og Ole Anton Bieltvedt, 7,93. Þá má geta þess, að í lands prófsgreinum hlaut Sigfús Oiafs- son 9,10, og er það næst hæsta einkunn, sem hér hefur verið ••tekin á landsprófi. í II. bakk ui'ðu efst Margrét Steingrímsdótiir 8,84, Guðrún Valdís Óskarsdóttir 8.36 og Ásdís Guðmundsdóttii' 8,33. í I. beick hlutu hæstar eink- unnir Margrét Guðmundsdóttir 8,49, Þói’ir Dan Björnsson 8,48 og Guðbjörg Kristjánsdóttir 8,29. Að lokum ávarpaði skólastjór- innn burískráða nemendur með ræðu. Þakkaði þeim fyrir sam- vistir og samstarí í skólanum og benti á hversu gagnlegt skóla- starfið gæti orðið þeim, ef rétt væri á haldið. Umfram alit mætti ekki gefast upp, þótt erfiðleikar og hindranir yrðu á vegi, hvörki í lífinu sjálfu né í skólastarfi. Á morgun leggja svo hinir braut- skráou nemendur af stað í skemmtiferð undir leiðsögu kenn ara. G. I. Úr Bárðardal. Það voraði í síðasta lagi hér sem annars staðar. En nú er breyting orðin á og leysir snjó óðum og tún grænka. Farið er að flytja áburð og bera á tún, þrátt fyrir slæma vegi og skemmda eftir veturinn. Nú, eftir að hlýna tók, flæðir Skjálíandafljót yfir bakka og eir- ar og teppir umferð, þar sem vegurinn liggur svo nærri. r ÁbiiTður í kartöfln- garða í síðasta blaði stendur í sam- nefndu greinarkorni: „Auk þess 16 kg. garðáburður“, eftir upp-; talningu á einhliða áburðarteg- undum. Þetta er villandi, og átti að standa: Auk þess 16 kg. garðaáburður, ef blandaður áburður er notaður eingöngu. — Þetta eru menn beðnir að athuga. 72. aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var hinn merkasti og full ástæða til að gleðjast yfir því, að enn hefur þessum fjölmennustu samtökum fólksins miðað áleiðis um betra líf og bættan hag í bæ og héraði. Fastar ferðir eru til Húsavíkur þriðjudaga og föstudaga. Flutt er mjólk til Mjólkursamlags KÞ frá svo til öllum búum í hreppnum, cg er meiri nú en undanfarin ár. Sauðburðui’ gekk vel, þrátt fyrir þrengsli í húsum. Nokkuð bar á óhreysti í lömbum sums staðar. Nóg fóður var þegar á heildina er litið og gengur fé vel undan vetri. Geidfé var sleppt á vesturafrétt og fremst í dalnum skömmu eftir sumarmál, og hef- ur því liðio véf; þrátt fyri'r kuld- ana. ■FB.Á TÓNLISTÁRFÉLAGÍ AKUREYRAR. Kammertónleikar á þrið judaginn kem.Hr Triðju tónleikar félagsins, sem tilheyra yfirstan’dandi ári, verða í Nýja-Bíó á Akureyri þriðju- daginn 10. júní n.k. kl. 9 e. h. Þá skemmtir strengjakvaríett íslenzkra og amei’ískra tónlistar- manna: 1. fiðla Björn Ólafsson. 2. fiðla: Jón Sen. Frá Sinfoníu- hljómsveit íslands. 3. víóla: Ge- orge Humphrey. 4. celló: Karl Ziese. Gefst Akureyringum að þessu sinni því kostur á að heilsa ein- um af velunnurum Tónlistarfé- lagsins frá fyrstu tíð, koncert- meistaranum Birni Ólafssyni. — Jón Sen er Akureyringum einnig að góðu kunnur og hinir tveir amerísku gestir munu vera mjög færir listamenn á sínu sviði. Mun strengjakvartettinn hefja tónlistarföi' sína á Akureyfi, eins og áður er getið, ferðast síðan austur um land og halda tónleika á nokkrum stöðum. Efnisskrá tónleikanna er í að- aiatriðum þannig: L. v. Beet- hoven: Kvartett í c-moll op. 18 no. 4. — Fr. Sohubert: Þáttur úr kvartett í d-moll. (Dauðinn og stúlkan.) — Antonin Dvorék: Kvartett í F-dúr op. 98. (Negra- kvartettinn.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.