Dagur - 07.06.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 07.06.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Laugaidaginn 7. júní 195S Leiðin, sem valin var Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra sagði m. a. í ræðu sinni á þriðjudagskvöldið: „Ofan á varð sú málamiðlun, sem í efnahags- löggjöfinni felst. Hún er í raun og veru í því fólg- in að stíga hálfa leið út úr uppbótarkerfinu með því að lögleiða 'allsherjar yfirfærslugjald og yfir- færsluuppbætur. Yfirfærslugjald, sem nær til alls gjaldeyris/sem inn kemur. Viðhalda síðan þeim þætti úr gamla úppbótarkerfinu að greiða hærri uppbætur-á» mikinn hluta útflutningsins en yfir- . færslugjaldinu nemur og leggja þá einnig hærri álögur á mikinn hluta innflutningsins. Þessi nýja leið felur í sér stórfellda minnk- ' un á því ósamræmi, sem þjáð hefur mest ís- • f r lenzkt atvinnu- og framkvæmdalif og var mjög hættulegt afkomu þjóðarinnar þegar til ' lengdar lét. Það er þessi þáttur málsins, sem því veldur, að hér er um stórfellt nýmæli að ræða, scm stefnir alveg tvímælalaust í rétta átt. • Það er þessi þáttur í málinu, sem gerir það þess vert, að fyrir því sé barizt. Þessi endurbót hlýtur að verða íyftistöng fyrir atvinnurekstur lands- • manna yfir höfuð, þegar frá líður, og eiga veru- legan þátt í iþví að auka þjóðartekjurnar og forða frá þeirri stórkostlegu kjaraskerðingu, sem yfir vofði, ef ekkert var aðhafzt. Auðvitað á það við um þessa leið, sem valin var og það sama gildir um hvaða aðra leið, sem 1 farin hefði verið, að engin þeirra megnar að stöðva dýrtíðarveltuna eða verðbólguhjólið, nema með fylgi nauðsynlegar ráðstafanir í peningamál- unum, hallalaus ríkisbúskapur og skynsamleg út- lánastefna hjá bönkunum. Ennfremur megna engin úrræði, hvorki gengisbreyting, þessi leið né nein önnur leið að stöðva vcrðbólguhjólið, cf áfram verður haldið að nota vísitöluna sem mælikvarða fyrir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags á sama hátt og verið hefur. Þessi staðreynd hefur aldrei legið ljósari fyrir en nú, eftir þær athuganir, sem hagfræðingar hafa gert á því máli, þar sem ýmsar leiðir í efnahags- málum hafa verið athugaðar. Allt ber að sama brunni. _ Verði vísitölustefnunni haldið áfram óbreyttri, • þá snýzt verðbólguhjólið áfram. Auðvitað fylgir veruleg verðhækkun þessari leið, sem nú var farið inn á í efnahagsmálunum. Það sama er að segja um hvaða aðra leið, sem valin hefði verið. Einnig niðurfærsluleiðinni eða þeirri leið, að skipta um mynt og nota lægri tölur en verið hafa í öllum viðskiptum, mundi líka að sjálfsögðu fylgja það, að verð á erlendum vörum mundi hækka í hlutfalli við peningagreiðslur inn- anlands. . Einkum verða þessar verðhækkanir veru- , legar á ýmsum vörum til framleiðslunnar, ■* sem ekki hafa borið gjöld í uppbótarkerfið. En fram hjá þessu varð ekki komizt, eins og allir sjá, ef stíga átti skref út úr gamla upp- bótarkerfinu og til leiðréttingar á því gífur- lega ósamræmi, sem orðið var í verðlaginu. Verðhækkun sú, sem verður á vörum og tækjum til framleiðslunnar t. d. er aðeins brot af því, sem orðið, hcfði, ef stigið hefði verið út úr uppbótarkcrfinu í einum áfanga, þ. e. að lækka gengið. Þær breytingar, sem felast í efnahagslöggjöfinni, eru til stór- felldra hagsbóta fyrir framleiðsl- una yfir höfuð, en þær geta að sjálfsögðu valdið erfiðleikum hjá ýmsum fyrst í stað, einkum þeim, sem standa í öflun ýmissa tækja til framleiðslunnar. En menn verða að gæta þess, að leiðrétting á ósamræminu í verðlaginu hlaut að koma og þeim mun lengur, sem dregið hefði verið að stíga skref til samræmingar, þeim mun verr hefðu breytingarnar; komið við alla, sem hlut eiga að máli. Háttvirtir þingmenn stjórnar- andstæðinga hafa í rauninni átt bágt undanfarið. Þeim er það ljóst, að efnahagsmálafrv. var merkilegt spor í rétta átt. Hinir skynsamari og ofsamirini tals- menn þeirra hafa einnig viður- kennt þetta hvað eftir anriað. Forustumenn Sjálfstæðisflokks ins hafa vafalaust orðið að beita hörðu að lokum, til þess að fá allt sitt lið til að vei'a á móti málinu, og það er ekkert undarlegt. Það hefði átt að niega ætlast til þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði haft manndóm til þess f ökuferð með Fegrunarfélaginu. FYRIRIR NOKKRUM dögum bauð Fegrunarfélag Akureyrar blaðamönnum o. fl. f ökuferð um bæinn. Tilefnið var að kynna þeim þá staði sérstaklega, sem mestrar lagfæringar þurfa við i bættri umgengni. Var för sú hin fróðlegasta. Yfirleitt er þó bær- inn þrifalegur og er ánægjulegra að sjá það hina dekkri hliðina. Þrennt er það einkum á Odd- eyri, sem áhorfandinn tekur eftir af hinu miður fagrá. Fyrst má nefna að við vélaverkstæði eru haugar brotajárns og úrgangs hvers konar, sem auðvitað eru herfilega ljótir, en er hins vegar mjög dýrt að byggja yfir. Til mikilla bóta væri, og sums staðar hægt, án- mjög mikils kostriaðar,' að slá plötum milli þessara hauga og umferðagatna. En eng- inn skyldi ætla að jafn auðvelt sé _að hafa járnsmíða- og vé.laverk- stæði eins þrifleg og t. d. sæl- gætis- og sápugerðir. — f öðru lagi setja fjárhús og hesthús nokkurn svip á stórt svæði á Oddeyri. Opnir áburðarhaugar óg vöntun á girðingum fyrir bú- féð fálla ekki í þann ramma, sem kaupstaðarfólk sættir sig yfirleitt við. Búféð verður að víkja úr þéttbýlinu nú, eins og oftar. Auðvitað kemur það illa við marga, sem hafa hagræði af kind um og gleði af hestum. Og allir hafa ánægju af vel hirtum skepnum og umgengni við þær er mikilsvert, uppeldislegt atriði. Samt verður búféð að þoka um set, svo sem yfirvöld bæjarins hafa ákveðið. Hvort það var nauðsyn á þessu ári, skal ósagt látið, en aðeins frestur á því sem fram hlýtur að koma, ef fram- kvæmd verður dregin á langinn. í þessu sambandi má minna á, að fyrir skömmu var eins ástatt með þá, sem stunda vildu sjóinn í hjáverkum sínum og hinna bú- hneigðu Oddeyringa nú. En mál þeirra var leyst með verbúðar- að styðja þetta niál, seni hlaut að skoðast spor í rétta átt frá þeirra sjónariniði. En í þess stað hafa þeir þaggað niður raddir hinna skynsamari og ofsáminni manna og tekið það ráð að spila á lægstu nóturnar, eins og vant er. Og höfuðvopn- ið á að vera að fá mcnn til þess að snúa geiri á stjórnarflokk- ana, fyrir óhjákvæmilegar verð hækkanir, sem hlutu að verða afleiðing af nýjum ráðstöfun- um í rétta átt í cfnahagsmálun- um. Það á að segja við bóndann: Það hækkar verð á tækjum, sem þú þarft að kaupa. Það getur þú þakkað Framsóknarflokknum fyrir. Það á að segja við útgerðar- manninn: Það hækkar verð á því sem þú þarft að kaupá og það getur þú þakkað Framsóknarfl., Alþýðubandalaginu og Alþýðufl. fyrir. Þetta er rógur á lægsta plani, gerður í trausti þess, að íslend- ingar standi á svo lágu stigi í þekkingu sinni á eigin þjóðarbú- skap, að þeir haldi að það hefði verið fært að halda þessum mál- um í því horfi, sem verið hefur. Þessi áróður er móðgun við <’■■■ ■■■ -7 menn. byggingum og smábátahöfn á norðanverðri Oddeyrinni og eru allir ánægðir með þá breytingu. Þegar bærinn hefur gert hentúg' svæði með fullkamlega gripa- og fjárhéldum girðingum, svo nærri þéttbýlinu, að dagleg búsýsla bæjarbúa sé gjörleg og þó í þeirri fjarlægð að taðlykt trufli ekki skynfæri hinna hreinlátu; og hreinræktuðu bæjarbúa, þá virð- ist málið leyst, þó svo frerni að sumarhagar séu fyrir hendi. Þar munu þá rísa ' byggingar fyrir búfé, á sama hátt og ver- búðir risu á norðanverðri Odd- eyri. ..■ 1 í þessu máli verður ekki ölfum gert til hæfis, því að mörgum gengur illa að átta sig -á því, að borgarbúi getur ekki notið hlunninda þéttbýlisins og sveita- sælúnnar að auki og hefur held- ur éngan rétt til að krefjast þessá kostnað meðborgaranna. Það er jafn *fráleitt og ef sveitafólk krefðist' 5 daga vinnuviku. _ 1 þriðja lagi er því líkast að flóðbylgja hafi skolað margs koriar rusli upp á umferðagötur, svo'sem Sjávargötu, og að menn bíði þess að önnur- bylgja komi .til að skola því á brott. Bær og ríki halda verndarhendi yfir nokkrúm óþrifastöðum, en ættu að ganga á undan með góðu eft- irdæmi í hreinlæti- og snyrti- mennsku á vinnustöðum sínum. Hér hefur Oddeýrin ein verið gerð að umtalsefni og fer því þó fjarri að þar séu öll óþrif bæjar- ins samankomin. Fegrunarfélagið hefur ekkert vald til beinna að- gerða, en á að vera ráðgefandi aðili bæjaryfiivaldanna og ein- staklinganna og vinna af fremsta megrii að því að Akurcyrarkaup- staður geti orðið sem fegurstur bær. Áð því ber hverjum bæjar- búa að vinna af fremsta megni og sameiginlega. Það sjónarmið þarf að hverfa að vík þurfi rnilli vina og ennfremur að utanhússum- gengni sé einkamál. Að þvo á réttan hátt Öll vefjarefni þola þvott úr vatni og sápu, ef rétt er að farið. Nýju syntetísku þvottaefnin (duft eða lögur) slíta minna en sápa, þvottasódi eða sjálfvirk þvottaefni. Þau eru sérlega hentug á ullarflíkur, svo og flíkur úr silki og gervivefjarefnum, en síðri á bómullarefni. Viðkvæmar flíkur á að þvo í höndunum. Varizt að nota of heitt vatn við þvott á mislitum flíkum. Hitinn verður að fara eftir því, hvað litirnir þola (venjulega 50—70° á C.). Ullarkjóla og karlmannaföt verður að efna- hreinsa, en annan ullarfatnið, t. d. sokka og nær- fatnað, má þvo. Bómull. — Bómullardúkar þola mjög vel þvott, bæði mikinn núning og suðu (10—15 mín.) og þvott úr sápu, þvottasóda og sjálfvirkum þvottaefnum. Enda er þess oft þörf, þar eð óhreinindi festastmjög í bómull. Lín (hör). — Hördúka má aðeins þvo úr 50—70° heitu vatni. Þeir þola síður núning en bómullar- dúkar, og ekki má nota þvottasóda eða sjálfvirk þvottaefni. Þetta kemur þó ekki að sök, þar eð mun auðveldara er að ná óhreinindum úr hör en bómull. Ull. — Ullardúkar skemmast af þvottasóda — þeim mun fyrri, sem upplausnin er heitari. Þvoið ullarflíkur úr sápu eða syntetískum þvottaefnum, en aldrei úr sjálfvirkum þvottaefnum. Vatnið á að vera um 40° heitt. Nuddið ekki, heldur kreistið flíkurnar varlega, svo að þær þófni ekki eða slitni að óþörfu. Forðist að vinda þær í höndunum. Silki. — Silki skemmist eirinig af heitri sódaupp- lausn, og sé silkidúkur núinn, er hætt við, að hann gliðni. Silki er þvegið á sama hátt og ull. Rayon og acetat. — Eins og fyrr var sagt, er styrkleiki votra rayon- og acetatdúka mun minni en þurra, Forðist því núning, ef hægt er. Hins er varla mikil þörf, þar eð tiltölulega auðvelt er að ná. óhreinindum úr þessum efnum. Vatnið á að vera úm 40° heitt, og bezt er að nota ekki sjálfvirk þvottaefni. Nylori og önnur al-syntetísk þvottaefni. — Þessi efni ’þola hvers kyns þvottaefni og suðuhita flest þeirra, en óþarft er að þvo þau úr svo heitu vatni, þar eð mjög auðvelt er að ná úr þeim óhreinind- úm. Gáetið' þéss, að þvo aldrei hvítar og mislitar nylonflíkur saman, því að hvítt nylon er mjög gjarnt á að taka lit. Flíkur úr dacroni á ekki að virída, heldur-á að hengja þær til þerris rennvotar, svo að brot festist ekki í þær. Sjálfsagt er að fara varlega með þunnu nylonsokkana í þvotti, svo að ekki dragist til í þeim, og bezt er að þvo þá eftir hvérja notkun. Lagt í bleyti. — Sé þvotturinn lagður í bleyti og látinn standa að minnsta kosti í 12 stundir, verður auðveldara að ná úr honum óhreinindum, þar sem vatnið losar um sterkju og eggjahvítuefni og skolar burtu ryki. Ullar plögg á ekki að leggja í bleyti, og ekki mislitar flíkur, nema þær séu örugglega lit- fastar. Skolað. — Skolið úr 3—4 vötnum. Þegar mistlitur þvottur er skolaður, er gott að láta ofurlítið af ediki út í næstsíðasta skolvatnið, til þess að skýra og festa litina. Þurrkað. — Ullarplögg má ekki hengja til þerris, heldur og laga þau til, svo að þau nái aftur upp- runalegu lagi sínu, þegar þau þorna. Mislitar flíkur má ekki hengja til þerris í sól, því að þær geta upp- litast, og ekki má heldur láta þær liggja of lengi blautar. Flauel og riflað flauel á að hengja til þerris rennandi vott. ---- Strokið. — Réttur hiti straujárns er 100°. Sé hit- inn meiri, verður að fara varlega, því að vefjarefn- in þola misvel háan hita. — Eins og þegar hefur verið vikið að, þola sum gervivefjarefnin, t. d. acetat, nylon, orlon, dacron og acrilan, mun verr hita en bómull og rayon. Þarf því að gæta varúðar, þegar þessi efni eru strokin. Einnig verður að fara gætilega með ullarflíkur. Bezt er að strjúka þær á ranghverfunni eða liggja yfir þær raka dulu (úr bómull eða hör) og strjúka svo. — (Lögberg.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.