Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 19. júní 1958 a Islands á Góðir Akureyringar og íþrótta- menn! í upphafi var sagt við menn- ina: Gjöi'ið ykkur jörðina undir- gefna.“ Eg nota oft þessi og önn- ur ævagömul ummæli, þegar þau eru jafnsönn þann dag í dag og fyrir þúsundum ára. Við þurfum að hafa okkur öll við, ef á að þreyta speki við okkar fornu feð- ur og formæður, Eddu og Biblíu. !Það mætti þó bæta við þessi um- mæli öllum hinum höfuðskepn- unum, lofti, vatni og eldi. Eg nota þetta viðtekna orð: höfuðskepn- ur, um hin fjögur „element“, þó að eg kunni aldrei við það. En vissulega eru þetta þó höfuð- skepnur, þegar svo liggur á þeim: Eldurinn geisar, jörðin skelfur, loftið titrar og vatnið fossar í gljúfrum og holskeflum hafsins. Baráttan við höfuðskepnurnar hefur þann tilgang, að gera þær ;liundirgefnar“ og láta þær þjóna lífinu í stað þess að tortíma því. Höfuðskepnuna verður að temja til þjónustu við mannlegt líf og '.batnandi framtíð. Jörðin er okkar „element", og okkur eru gefnir fætur til að standa stöðugir. Vængi hafa mannanna börn aldrei öðlast — og þó komum við í gær hingað fljúgandi um loftsins vegu. Sjó- inn má sigla og sundríða árnar, en hvar stöndum vér án farkosts og færleiks? Hvorki hefur mað- urinn hreifa, ugga né sporð! Og þó segja nútíma vísindi, að mannkynið sé ættað úr sjó, og hafi skriðið á þurrt land fyrir ör- ófi alda. Það er eitt til sönnunar að legvatnið sé sömu náttúru og sjórinn. Þau tré, sem Askur og Embla voru gerð af, voru sjó- takin, segir í Snorra Eddu. En maðurinn hefur týnt sundinu. Mér er þó sagt, að Indíánar kasti aýfæddum börnum í vatn, og þau grípi strax til einhverra sund- taka, en ekki veit eg sönnur á því. Nokkurt upplag eða hæfi- leiki til að bjargast í vatni hlýtur þó að vera oss í blóð borinn, því að ekki tekur það nema nokkra daga að læra að fleyta sér, en allt að því heilt ár að læra að ganga, og þó ekki betur en svo, að kall- ast sveinstaulaár. Það er raunar ótrúlegt að nokkur skuli vera, eða hafa verið, ósyndur frá land- námstíð og upphafi vega. Fyrstu aldir íslandsbyggðar hlýtur sundkunnátta að hafa verið mjög almenn og getið er nokkurra stórra afreka. En hvað iskeður? Þessi lífsnauðsynlega íþrótt gat samt dáið út í þessu eylandi úrkomunnar, alsettu ám og vötnum. Hnípin þjóð þuldi kotungslegar rímur í köldum baðstofum, þar sem enginn bað- aði sig. Þvotturinn eftir fæðing og fyrir greftrun var látinn nægja. Eg hef einhvers staðar lesið ævintýri um vesalings fugl, sem hafði týnt bæði sundi og söng. Mér hefur alltaf þótt þetta svo ömurlegt, en minnir það ekki einnig á niðurlægingarár okkar eigin þjóðar? Sundið mun þó aldrei hafa dá- ið út eins gersamlega og Geir- fuglinn. Einstaka undantekninga er getið. En þær eru eins og stakar stjörnur í rofi, og allru- al- menningur drukknaði og dó guði sínum í landsteinum og við ár- bakkann ef dýpið var meira en mannhæð. í okkar sögu er órofa samhengi milli sundsins annars vegar og hins vegar frelsis og rnanndóms. Með Baldvin frá Hraunum og Fjölnismönnum hófst baráttan fyrir endurreisn Alþingis, íslenzkunnar og sund- kunnáttunnar. Eg rek þá sögu ekki nákvæm- lega, en með Páli Erlingssyni, sem stupdaði kennslu í þrjátíu ár, var sundið endurreist sem al- þjóðar íþrótt. Það eiga allflestir, og vísast þið allir, sem nú þreytið íslandssund á þessu móti, sund- ætt sína til hans að rekja í annan og þriðja lið. Forseti íþróttasam- bands íslands, formaður Sund- sambandsins, og sennilega fleiri, sem hér eru staddir, eru af fyrstu kynslóðinni. Eg get og hrósað því happi, að mega teljast í þeim hóp. Eg var sendur til- Páls frænda míns vorið 1902. Þá var hann bú- inn að kenna sund í Reykjavík- urlaug við kröpp kjör í tíu ár, og hafði endurbætt hana endur- gjaldslaust með eigin handafli. Veggir voru af torfi og leðja í botni, en því fylgdi sá kostur, að geta stundað álaveiðar, þegar við hleyptum úr lauginni hálfsmán- aðarlega. Þá þótti okkur vatnið bezt, þegar kominn var í það grænn slýgróður. Það var bara „vitamín“, og ekki veit eg til þess, allán þann tíma, sem eg sótti gömlu ; laugihá, áð neinn sýktist þar af smitun né nokkr- um krankleika. Þangað var ekki sótt annað en góð heilsa og létt lund! Páll var eljumaður mikill við star.f sitt, umhyggjusamur og alúðlegur við drengi sína, og gamansamur. „Eg get lánað þér þennan sundbol,11 sagði Páll, „það er gat á hinum, en ekki svo stórt að þú dettir út um :það.“ Sjálfur synti hann afbragðsfallega, með föstum og mjúkum tökum, líkt og Þorsteinn bróðir hans orti. Og svo skulum við taka hálfrar aldar stökk yfir í þennan yndis- lega sundhvamm, þar sem nú stöndum við. Það eru mikil um- skipti orðin, og heiður og sómi Akureyrar að búa svo að hinni fögru og þörfu íþrótt vatns og sjávar. Það hefur verið mér fagn- aðarefni á ferðum um landið að sjá, hve víða er vel gert við sundið og ekki sparaö til. Og alls staðar finnst mér, að ævistarf Páls Erlingssonar við hin kröppu kjör og örðuga aðstöðu, eigi sinn ríka þátt í breyttum hugsunar- hætti, bættri aðstöðu og vaxandi sundmenningu. Eg skal ekki metast við aðrar íþróttagreinar, en sundið er jafnt fyrir konur sem karla, æsku og elli. Það skapar þrótt og fegurð og breytir viðureigninni við höfuðskepn- una í dans við Ægisdætur. Eg bið forseta Sundsambands fslands að koma hér til mín og taka við þessum bikar, sem veita skal fyrir bezta afrek hvers árs í sundi, samkvæmt reglugerð, sem þegar hefur verið út gefin. Bikarinn skal heita: Pálsbikar, af þeim ástæðum, sem eg hef þegar rakið, og mér er það aukin ánægja, að sá, sem veitir bikarn- um viðtöku, er sonur Páls Er- lingssonar og gamall og góður sundbróðir. Saddir knaffspyrnumenn Þessa dagána standa yfir í Svíþjóð úrslitaileikir heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu, eins og kunnugt er af fréttum útvarps og blaða. Keppnisstjórnin sænska fékk um daginn bréf fr.á knattspyrnu- sambandinu argentínska, sem til- kynnir, að þann 1. júní komi til Málmeyjar með skipi: 500 kg. af nautakjöti, 300 kg. af kótelettum og 250 stk. af kjúklingum. Tekið var fram í bréfinu, að þetta megi ekki skilja sem van- traust á sænskri matargerð, heldur sé þetta gert af þeirri brýnu nauðsyn, að argentísku knattspyrnumennirnir fái ná- kvæmlega sama mat keppnisdag- ana og þeir séu vanir að fá í heimalandi sínu. Er íslenzkir íþróttamenn hafa farið til keppni á erlendri grund, hafa þeir stundum, þegar heim var komið, haft orð á því, að maturinn ytra hafi ekki verið heppilegur, stundum jafnvel of naumur. Nú kemur í ljós, sem reyndarmátti vita fyrr, að óþarft er að hafa áhyggjur af slíku, því að íslenzkan mat má senda utan — og nægilega mikið af honum. Hægt er þv íað gera sér í hugar- lund, að einhvern tíma vérði skrifað bréf héðan, svipað hinu argentíska. Upptalningu matar- birfðanna mætti hugsa sér þann- ig: 300 kg. hangikjöt, 200 kg. siginn fiskur, 100 kg. harðfiskur, 50 kg. hákarl, 200 kg. skyr, 250 sviðahausar, 100 blóðmörskeppir og 200 rjúpur. Þetta er ekki tillaga vor, held- ur birt hér til umþenkingar fyrir frömuði og hina fjölmörgu farar- stjóra framtíðarinnar. Frá Iðnráði Akureyrar Iðnráð Akureyrar • hélt aðal- fund að Hótel KEA sunnudaginrr 8. júní sl. Fundinn sóttu 12 full- trúar meistara og sveina í ýms- um iðngreinum. Fráfarandi for- maður skýrði frá störfum stjórn- arinnar sl. 2 ár og gjaldkeri lagði fram reikninga. Stjórn Iðnráðsins skipa nú: Formaður: Sigurður Ilannesson, Grundargötu 7. Varaformaður: Tryggvi Sæmundsson, Ránargötu 22. Gjaldkeri: Jónas Bjarnason, Bjarmastíg 11. Ritari: Magnús Albertsson, Grundarg. 3. Vara- ritari: Magnús Kristinsson, Víði- mýri 9. Rætt við Hjalta Pálsson forstöðumann Véladeilílar SÍS Innfluiningur búvéla og varahlufa 300 Ferguson-vélar og 77 aðrar dráttarvélar Gjaldeyrir til verkfærakaupa loks afgreiddur í vetur, og ]>að sem af er sumrinu liafa bændur vart um meira rætt en ískyggilegt útlit um innflutning dráttarvéla og varahluti til ]>eirra, auk annarra nauðsynlegra hluta til land- búnðarframleiðslunnar, svo sem margar fundarsamþykktar bera ljósastan vott um. Blaðið sneri sér til Hjalta Pálssonar, forstjóra Véladeildar SÍS, fyrir síðustu helgi, til að fá sem gleggstar fregnir af þessum málum bændannna, og varð hann góðfúslega við þeim óskum að svara eftirfarandi spurningum Þau eru efnislega á þessa leið: Hcfur Véladeild SÍS aukið umboð fyrir hjóladráttarvélar? Já, Harry Fei'guson Ltd. og Masseey Harris voru sameinuð í eitt fyrirttæki, sem heitirMassey Ferguson Ltd. Við höfum nú umboð fyrir þetta fyrirtæki, sem er annað í röðinni að stærð, þeirra er slíka framleiðslu hafa með höndum. Dráttar vélar h.f. höfðu áður urnboö fyrir Massey Harris, en Orka h.f.fyrirFergu- son. Dréttarvélar h.f., sem tók að sér umboðið, mpn eftirleiðis hafa betroi aðstöðu til útvegunar nýrra þarfra tækja, öflugra, hentugra véla og varahluta. En hin brennandi spurning nú er sú, hvenær dráttarvélarnar koma á þessu sumri. Eins og bændui' kannast við ttilkynnti Landsbankinn okkur í febrúarlok í vetur, að allir þeir, sem kaupa vildu dráttarvélar, ættu að greiða útsöluverð þeirrra inn til bankans fyrir 20. marz sl. Þetta létum við hlutaðeigendur strax vita og fyrir 20. marz var Iijalti Pálsson. greitt til Landsbankans andvirði 393 traktora. Landsbankinn lét okkur síðar vita, eða 27. maí, að bændur gætu fengið traktorana með 36—37% vei'ðhækkun. Vél- arnar varu þá pantaðar sam- dægurs og eru þær væntanlegar hingað til lands 22.—27. þ. m. Verða þær 377 samtals, þar af 300 Fergusondráttarvélar. Þetta er saga málsins í sem fæstum orðurn, sagði Hjalti. En varahlutirnir? Varahlutaskortur hefur verið gestur okkar of lengi. Mikið vant ar á að varahl. þeir, sem nú eru í pöntun, fullnægi þörrfum, svo að bændur standi ekki uppi með ónothæfar vélar ,í sumar. Gildir þetta sérstaklega um beltavélar og skurðgröfur og verður svo fram eftir sumri. Skortur vara- hluta í heimilisdráttarvélar eru líka tilfinnanlegar. Ástæðan fyrir þessum- erfiðleikum er vöntun á rekstursfé og gjaldeyri. En til glöggvunar á mikilvægi þess, að Véladeild SÍS fái nauð- synlega fyrirgreiðslu til starf- semi sinnar, má geta þess að SÍS hefur innflutning á 80% allra landbúnaðarvéla. (SÍS og Drátt- ai’vélar h.f.). Varahlutapantanir eru farnar áleiðis fyrir nokkrum dögum, en aðrar að fara þessa dagana. Ekki er hægt að ganga frá pöntunum fyrr en gjaldeyrir fæst til kaup- anna. Vil eg í þessu sambandi, segir Hjalti Pálsson, þakka Eysteini Jónssyni, sem oft hefur lagt sig fram með góðum árangri, þegar þörf mál hafa staðið alagerlega föst, eins og með innflutning (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.