Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmludaginn 19. júní 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON AugJýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 Blaðiö kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. LÍFSKJÖRIN Á ALLRA SÍÐUSTU ÁRATUGUM hafa orðið meiri framfarir á íslandi en víðast annars staðar í heiminum. Hinar miklu framfarir eru nátengdar sjálfstæðisbaráttu okkar og fullu frelsi. Nú er svo komið að hér eru almennt betri lífskjör en í nokkru öðru landi, að Bandaríkjunum einum undanskildum. Þessu fögnum við í hvert sinn sem við vottum forvígismönnum þjóðarinnar, með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar, virðingu okkar og þökk. En þrátt fyrir góðan efnahag og ágæt lífs- kjör eru það einmitt efnahagsmálin, sem valda áhyggjum. Ekki eru nema tæpir tveir áratugir síðan opinberar heimildir sögðu frá nær einu þúsundi atvinnuleysingja og kröppum kjörum fjölda borgara í þessu landi. Þá gekk erfiðlega að selja íslenzkar afurðir, erlendar skuldir voru þungur baggi og atvinnutækin til lands og sjávar mjög ófullkomin, miðað við það sem nú er. En ' þrátt fyrir þetta var bölsýni bægt til hliðar og al- hliða uppbygging hafin af dæmalausum krafti. Atvinnuleysið er horfið og lífskjörin orðin marg- fallt betri. fslendingar búa í betri húsum en flest- ar aðrar þjóðir. Þeir klæðast líka betri fötum, veita sér meiri skemmtanir, sjötti hver maður er í skóla, vísindi og listir blómgast, stóriðja er risin upp í landinu. Fyrir nokkrum dögum var sements verksðjan vígð, bændurnir bera innlendan köfn- unarefnisáburð í ræktarlönd sín, fiskiðjuver risa upp við sjávarsíðuna og grænu blettirnir við bændabýlin stækka með hverju ári sem líður, ör- fokasandar eru græddir upp, og er skemmst að minnast þess að flugið hefur verið hagnýtt til græðslustarfa í fyrsta sinn og þannig mætti lengi telja. Allt er þetta fullkomið tilefni til hömlu- lausrar gleði. Og þrátt fyrir allt skraf um efna- hagsvandræði er það víst að efnahagslíf okkar ís- lendinga stendur traustari fótum en nokkru sinni áður í sögunni. Það eitt er að, að við höfum farið aðeins of hratt í sókninni. Þar af hefur skapazt hin mikla verðbólga, illræmt uppbótarkerfi og fleiri leiðinda kvallar. En þeir, sem hæst tala um hina miklu efnahagserfiðleika, og sízt verður fram hjá þeim gengið, verða að taka þá algildu reglu með í reikninginn, að einföld lausn efnahags- vandamála er engin til, og efnahagsmál eru auð- vitað alltaf dagsins mál í lífi hverrar þjóðar. Það er eins víst og það, að kapphlaupið eftir meiri lífsgæðum heldur áfram og er driffjöður allra okkar framkvæmda og framfara. Stéttir örfa hver aðra, stjórnmálaflokkar örfa framfarir af ofur- kappi með stórum loforðum, sem síðan er reynt að efna. Framfarir í atvinnuháttum hafa þó ekki ein- ar lyft okkur áleiðis. Það hafa ytri aðstæður gert að nokkru. Þessar ytri aðstæður, til dæmis í sam- bandi við síðustu heimsstyrjöld, orkuðu þannig á andrúmsloftið í viðskiptum og peningamálum, að allir fundu að hér var um tímabundið ástand að ræða og allir vildu sækja fram úr fyrirfarandi stöðnun af fullum krafti og gerðu það. En jafn- framt var sniðgengin sú gamla og sjálfsagða var- úð, að engin þjóð eða einstaklingur getur til lengdar lifað um efni fram. Takmörk eru fyrir eyðslu og fjárfestingu og yfir þau var farið. En á meðan ríki og bæir ganga á undan, bankarnir auka útlán sín, stéttarfélögin keppa hvert við annað um að bæta lífskjör síns fólks og stjórn- málaflokkarnir bjóða í atkvæði manna, vex hætta þess vanda, sem reikningsskilun- um fylgir. Enginn vafi leikur á því, að síðustu aðgerðir í efnahagsmál- um þjóðarinnar, sem mjög hafa verið á dagskrá, eru mikilvæg spor í rétta átt, að áliti hagfræð- inga og annarra þeirra, sem gleggst mega um vita. Andstaða við þær hlýtur að falla dauð og ómerk af þeim sökum, að ekki er bent á önnur úrræði. Þeir, sem hæst láta um hækkað vöruverð og skerðing lífskjara í sambandi við hin nýju lög um Utflutnings- sjóð o. fl. ættu að hugleiða, að ekki getur komið meira til skipta en aflað er á þjóðarbúinu. Sjálf- stæðisbarátta okkar, sem mjög er umtöluð á fæðingardegi Jóns ■ Sigurðssonar, hlýtur næstu ár að beinast meira að fjárhagshliðinni, því að án efnalegs sjálfstæðis er hinu unga lýðveldi háski búinn. Arkadij Avertjenko: - KÝRIN - (Þetta er rússnesk smásaga, þýdd úr dönsku. Þeim leiðist ekki, sem les!) Hátíð var í nánd, og af því til efni var haldin mikil útiskemmt- un í skemmtigarði bæjarins; hann lá að fljótinu. Tvær hljóm- sveitir léku, og það fór þarna fram ýmiss konar keppni — svo sem pokahlaup, eggjaboðhlaup o. fl. o. fl. Auk þess var svo happ- drætti með mörgum og ljómandi góðum vinningum: Þeirra á með- al var lifandi kýr, grammófónn og hitunarvél úr pletti. Skemmtunin tókst með af- brigðum vel, og happdrættismið- arnir runnu út. Petja Plintusof skrifstofumað- ur og vinkona hans, Nastja, en hún gerði hina jarðnesku tilveru hans bærilega, komu einmitt inn í garðinn, er skemmtunin stóð sem hæst. Ymsir ungir menn reyndu sig í pokahlaupi og voru sífellt á hausnum í mélpokum, sem reyrðir voru um mitti þeirra. — Enn aðrir ungir íþróttagarpar brunuðu áfram með bundið fyrir augun og framrétta hönd, í hverri þeir héldu á skeið með eggi í. Það var skotið flugeldum, og helmingur happdrættismið- anna var þegar seldur. Allt í einu þreif Nastja fast í handlegg vinar síns og sagði: „Við skulum reyna hamingjuna í happdrættinu! Kannski við vinnum eitthvað!“ Elsku vinurinn kom ekki með neina mótbáru. „Nastja,“ sagði hann, „allt, sem þú vilt að eg geri, það geri eg.“ Hann gekk ákveðnum skrefum að happdrættishjólinu; með rík- isbubbasvip kastaði hann næst- síðustu rúblunni sinni á borðið og rétti stúlkunni sinni tvo sam- anvafða seðla. „Nú verður þú að velja á milli. Þú átt annan og eg hinn.“ Nastja valdi annan miðann eftir langt hik, breiddi úr honum og sagði vonsvikin: „Núll!“ Hún kastaði honum sárgröm eitthvað frá sér, en í sama bili gall við siguröskur í Petja: „Eg fékk vinning!“ Hann horfði ástaraugum á Nastja og bætti við: „Ef það er spegill eða ilm- vatnsglas, iþá færð þú það.“ Hann sneri sér að söluturnin- um og spurði: „Ungfrú! Númer fjórtán.... hvað hef eg unnið?“ „Fjórtán? Andartak.... Nei, það er kýrin! Þér hafið fengið kúna!“ Nú tóku allir að óska hinum heppna til hamingju, og Petja fann glöggt, að í lífi hvers manns renna í rauninni upp ógleyman- legar stundir, sem varpa bjarma og ljómandi skini á grámuggu hins hversdagslega lífs. Áhrif auðæfa og aðdáunar eru svo sterk, að jafnvel ásýnd vin- konunnar bliknaði í augum Petja, og sú ótugtarhugsun flögraði um hug hans, að önnur og fegurri stúlka en Nastj? kynni að geta fært honum gleði og gæfu. „Segið mér,“ sagði Petja, er öldur hinnar almennu hrifningar og öfundar tók að lægja nokkuð, „get eg tekið kúna með mér strax?“ „Já, gjörið svo vel. En þér viljið kannski selja hana? Við erum fús til að taka hana aftur og greiða fyrir hana 25 rúblur.“ Petja hló hæðnishlátri. „Einmitt það, já! Þið auglýsið, að kýrin sé 150 rúblna virði, og svo bjóðið þið 25! Nei, nei, ekki aldeilis. Nú tek eg kúna mína og fer með hana, það geri eg.“ Hann tók annarri hendi í bandið, sem bundið var um horn kýrinnar, en hinni um handlegg Nastja — og svo sagði hann, Ijómandi á svip og skjálfraddað- ur af hamingju: „Komdu, Nastja. Við skulum fara heim. Hér höfum við ekkert meir að gera.“ Nastja, sem kunni ekki vel við sig í félagsskap þessa þunglynd- islega jórturdýrs, sagði lágt: „Þú ætlar þó ekki að taka hana með þér sjálfur?“ „Nú, því ekki það? Þetta er bara venjuleg kýr. Hvern ætti eg svo sem að biðja fyrir hana hérna?“ Petja var maður gjörsamlega húmorlaus, og því datt honum alls ekki í hug, að nokkuð gæti verið spaugilegt við þrenninguna, sem hélt áleiðis út úr garðinum, hann sjálfan, Natsja og kúna; þau héldu hópinn. Nei, því var öðru nær. Hann gekk sem í draumi á vit auðæfa og ævintýra, og myndNastjavai'ð stöðugt daufari fyrir sjónum hans. Nastja hnyklaði brýrnar, leit rannsakandi augum á Petja, og neðri vörin tók að skjálfa. „Petja.... ætlarðu ekki að fylgja mér heim?“ (Framhald á 5. síðu.) Matjurtabókin Garðyrkjufélag íslands hefur gefið út Matjurta- bókina að nýju, aukna og endurbætta. Ritstjóri hennar er Ingólfui' Davíðsson grasafræðingur. — Hver einasta húsmóðir, sem ráð hefur á garðholu, fagnar hverjum fróðleik um matjurtarækt. Van- þekking í einföldustu atriðum garðræktarinnar yf- irleitt, og ekki sízt matjurtaræktunarinnar, stendur eðlilegri útbreiðslu ræktunarinnar fyrir þpifum, og um leið aukinnar neyzlu hinna hollu fæðutegunda. Garðyrkjan er þó orðin verulegur þáttur í at- vinnulífinu, en ekki nægilega almenn. Af hverjum 100 fermetrum lands er hægt að fá ótrúlega mikla uppskeru mai'gs konar garðávaxta og spara með því útgjöld heimilisins. Auk þess er fátt eins ljúf- fengt og hollt og grænmetið beint úr garðinum. — Enn er svo ótalið hverja þýðingu öll ræktun hefur fyrir þá, sem taka höndum saman við sólina og gróðurmagn moldarinnar, auk hinnar hagfræðilegu niðurstöðu. Á fslandi vaxa matjurtirnar allan sól- arhringinn vegna hinna nóttlausu daga og líklega er hvergi í heiminum hægt að fá grænmeti svo þrungið bætiefnum og hér. Matjurtabókin er eins konar handbók ræktunar- manna og hún hefur líka verið notuð sem kennslu- bók í skólum. Þess vegna verður henni eflaust vel tekið. Þeir, sem skrifa í þessa bók eru: Ragnar Ásgeirs- son um undirstöðuatriði jarðræktar og illgresiseyð- ingu, Einar I. Siggeirsson skrifar um áburðinn og garðræktina, Óli Valur Hansson um gróðurreiti og ræktun gulróta, salats, jarðarberja o. fl., Ingimar Sigurðsson ritar minnisblað fyrir þá, sem rækta grænmeti, Júlíus Sigurjónsson um bætiefnin og grænmetið og Ingólfur Davíðss. og Sturla Friðriks- son skrifa um krásjurtir og kryddjurtir og berja- rækt í görðum og Ingólfur Davíðsson skrifar um plöntusjúkdóma, plöntulyf, gróðurhlífar og mold- arpotta o. fl. Auk þess eru mjög margar myndir í Matjurtabókinni og einnig hefur verið bætt við nýjum köflum frá fyrri útgáfu, svo sem: Garð- stæði, jarðvegur og áburðúr, vermireitir og ræktun helztu jurta í þeim, kryddjurtir og berjarækt í görðum. Matjurtabókin er þörf bók og garðyrkjufélaginu er útgáfa hennar til sóma. Mikilvæg aðvörun til N. N. Mig langar til að koma orðum til þín. Þau eru fjarska áríðandi, meir fyrir þig en mig. Eg sendi þau einkum þín vegna, af því að mér þykir vænt um þig. Hvers vegna mér þykir vænt um þig, skal eg segja þér seinna. Þú tókst fyrir nokkru eitthvað, sem þú áttir ekki. Þér fannst tækifærið ágætt, en þú gerðir þér ekki ljóst, hvaða afleiðingar verknaður þinn mundi hafa, einkum fyrir sjálfan þig. Þú tókst sæti úr bifreið, sem notuð er fyrir barnaheimilið við Ástjörn. Skil- aðu þessum sætum aftur. Starfsins vegna kemur mér það vel. Það er líka langbezt fyrir sjálfan þig, af þessum ástæðum: 1. Guð veit, hver þú ert. Hann segir í orði sínu, að hann muni leiða í ljós, sem í myrkrunum er hul- ið, dæma hið dulda hjá mönnunum og leiða sér- hvert verk fyrir dóm. 2. Guð segir, að hann hafi látið bölvun út ganga til þess að hún komi inn í hús þjófsins og stað- næmist þar. Þessi ósýnilegi gestur er kominn til þín, dvelur hjá þér og hvílir yfir framtíð þinni. 3. Þegar þú deyr, segir Guð, að þú erfir ekki guðsríki. Þú gistir fyrir utan dýrð og sælu himins- ins, ásamt öllum þjófum og ranglætismönnum, af hvaða tagi sem þeir eru. Þegar eg hef hugsað um þetta, hef eg kennt í brjósti um þig. Mér þykir vænt um þig, af því að Guð elskar þig, og sonur hans, Drottinn Jesús Kristur, lagði lífið í sölurnar, til þess að Guð gæti fyrirgefið þér. Það er hann fús til að gera, ef þú hætitr við synd sína, skilar aftur hinu stolna og biður hann síðan að miskunna þér og gera þig að (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.