Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 19.06.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 19. júní 1958 DAGDR 5 Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufél. Hinir gamalkunnu samvinnufrömuðir Jón í Felli og Jónas frá Hriflu í ræðustól að Bifröst. — (Ljósmynd: E. D.). Afmœliskveðja til unglingsins sextuga, vinar míns, Jóns Benediktssonar, prentara. 1 5. fúní 195 8 Sólíáð er mjöllin hrein í hlíðum fjalla, hraðfærum garpi miðar vel á skíðum. Sviptærar laugar seiða rómi þýðum, sundmannsins huga löngum til sín kálla. Æskunnar sál er íslands næsti dagur, íturleik hennar framsýnn hefir unnið, áhugans bjarta eldi glaður hrunnið, „íþróttamár er logavarði fagur. Sextugur, vinur, sagður ertu í dag, sí-ungur þó og verkamaður góður, Ijóðelskur, ritsnjall, dáir dýran brag, dulheimum kunnur og í mörgu fróður. Listamanns sál þér lánað hefir Guð. Lifðu svo heill við prent og vélasuð. SÆMUNDUR G. JÓHANNESSON. ^ "is r - KYRIN (Framhald af 5. síðu.) (Framhald af 1. síðu.) Erlendur Einarsson sagði í skýrslu sinni, að Sambandið hefði aldrei gert kröfu um háa álagn- ingu, en hefði þvert á móti á liðnum árum sýnt í verki, hve lág álagning gæti verið og þannig stutt verðlagseftirlitið. Þess vegna færu samvinnufélögin fram á, að álagning væri hófleg og réttlát, en ekki óraunhæf, eins og nú er.Erlendur bentiá, að ólagning norsku kaupfélaganna hæi'i miklu hærri en hér á landi, enda þótt tilkostnaður væri þar lægri. Sambandið hélt mjög að sér höndum síðastliðið ár og réðist ekki í neinar meiri háttar fram- kvæmdir vegna fjárskorts. Sagði forstjóri, að landsmenn yrðu að minnka fjárfestinguna ef koma ætti efnahagsmálum þjóðarinnar í gott horf, þar til sparnaður gæti staðið undir aukinni fjárfestingu á nýjan leik. Hann kvað verð- bólguna og fjárfestingarkapp- hlaupið náskylt hvað öðru. Erlendur Einarsson gerði ýtar- lega grein fyrir rekstri Sam- bandsins í hinum ýmsu deildum, heildarvelta þess nam 790 mill- jónum króna. Innlend framleiðsla á vegum samvinnufélaganna jókst á árinu og nam um 400 anilljónum. Síðdegis fluttu framkvæmda- stjórar skýrslur um starfsemi hinna ýmsu deilda. Helgi Þor- steinsson ræddi um innflutnings- deild og verðlagsmálin, Valgarð J. Ólafsson um útflutningsdeild, Hjörtur Hjartar um skipadeild, Hjalti Pálsson um véladeild og Harry Frederiksen um iðnaðar- deild. Það kom fram, að spádómar um ofsagróða af olíuflutningaskipinu Hamrafelli hefðu reynst tilhæfu- lausir. Að vísu hefði orðið nokk- ur ágóði af skipinu síðastliðið ár, en það hefði meira en étið þann ágóða upp á þessu ári og væri nú fyrirsjáanlegur mikill reksturs- halli á skipinu. Þá létu þeir í ljós trú á því, að horfur á olíuskipa- markaðinum mundu lagast, enda þótt framtíðin sé mjög óráðin. Sambandið greiddi á árinu 3,4 milljónir króna í opinber gjöld. Stingur það nokkuð í stúf við óróður andstæðinganna um skatt fríðindi. Forstöðumenn SÍS telja rétt að rifa nokkuð seglin í fram- kvæmdum á meðan mestir erfið- leikar steðja að, m. a. af skorti á rekstursfé. Þeir telja nauðsyn bera til að fjárfesting og eyðsla minnki hjá landsfólkinu yfirleitt, þótt um stöðvun þurfi ekki að vera að ræða. Skýrslur hinna ýmsu deilda SÍS Útflutningsdeild. Valgarð J. Ólafsson flutti skýrslu Útflutningsdeildar, sem nú er ákveðið að skipta í tvennt. Verður þá önnur fyrir landbúnað en hin fyrir sjávarútveg. Sala og afskipanir á freðfiski gekk mjög vel, svo að aðeins 8% framleiðsl- unnar voru í birgðum um ára- mótin. — Skreiðarútflutningur minnkaði, en ó rót sína að rekja til þess að nokkrir óháðir fram- leiðendur gengu í Samlag skreið- arframleiðenda. — Fiskimjölsút- flutningur varð mikill. Lýsis- markaðurinn féll verulega. — Ullai'verð fór lækkandi. Tveir þriðju hlutar gæruframleiðsl- unnar voru fluttir út fyrir ára- mót. Tregða var ó sölu nokkurs hluta gæruframleiðslunnar. Á innanlandssöl voru ekki veruleg- ar breytingar frá fyrra ári. Sala nautgripakjöts og hrossakjöts jókst verulega á árinu. Innflutningsdeild. Helgi Þorsteinsson flutti skýrslu Innflutningsdeildarinnar. Sam- kvæmt henni höfðu ýmsar mat- og fóðurvörur verið fluttar inn að meira magni en áður. Heild- arsala varð nær 244 milljónir og sýnir það bezt hvílíkt starf liggur að baki þessarar deildar. Greið- lega gekk að fá vörur fyrri hluta ársins, en afgreiðslutími frá vöruskiptalöndunum varð þó mjög langur. Rekstursfjárskortui' dró mikið úr því, að úrval vara væri eins mikið og æskilegt er í hinum ýmsu deildum. Véladeild. Hjalti Pálsson flutti skýrslu sinnar deildar, og er viðtal við hann annars staðar í blaðinu í dag og vísast til þess að þeirri hlið er að landbúnaðarvélunum snýr. Heildarsala deildarinnar varð um 54 millj. króna. Skipadcild. Hjörtur Hjartar gerði grein fyrir rekstri Skipadeildarinnar. Heildarniðurstaða er vonum betri vegna hagstæðra farm- gjalda fyrstu mánuði ársins. — Verkföll siglingamanna ollu mikl um truflunnum. Samtals lágu skipin 217 daga aðgerðarlaus, þar af 29 daga í hásetaverkfalli og 188 daga vegna yfirmannaverk- falls. Sigld vegalengd hjá eigin skipum var rúml. 200 þús. mílur og sameignarskipin sigldu um 100 þús. mílur, eða samtals yfir 300 þús. mílur. Heildarinnflutnings- magnið óx vegna Hamrafells sér- staklega og varð 384 þús. lestir. Iðnaðardeild. Harry Frederiksen skýrði störf Iðndeildar. Engar stórar fram- kvæmdir voru á árinu. Heildar- sala - verksmiðjanna varð 66,5 milljónir króna, eða um 7,8 millj. meira en árið áður. Verksmiðj- urnar greiddu á 19. milljón kr. í vinnulaun. Fræðsludeild. Benedikt Gröndal flutti erindi um lýðræði samvinnufélaganna og í skýrslu deildarinnar er að finna mikil fræðslustörf. Enn- fremur um Samvinnuskólann að Bifröst, Tímaritið Samvinnuna, Bréfaskólann, bókaútgáfu og fleira. Og enn eru tryggignafé- lögin ótalin, lífeyrissjóður, sam- vinnusparisjóður o. m. fl. Olíufélagið h.f. Olíufélagið hafði um 45% af heildarinnflutningi á olíum og benzíni til landsins. Samtals tæp ar 137 þús. lestir. Benzínsölustað- ir eru 230 á landinu öllu og geymarými fyrir 1,7 millj. lítra. Síðari dagur Síðari fundardaginn flutti Jdn- as Haralz hagfræðingur erindi um efnahagsmálin og vakti það óskipta athygli fundarmanna. — Ennfremur flutti Jónas Jónsson frá Hriflu hvatningarorð til sam- vinnumanna. Hvatti þá til djarf- legra átaka í athafnalífi og and- legri viðreisn þjóðarinnar. Enn- fremur minnti hann á, að sam- vinnumenn þyrftu að reisa Hall- grími Kristinssyni veglegt minn- ismerki. í umræðunum komu fram og voru samþykktar tvær tillögur. Önnur þess efnis, að fundurinn átaldi hve naumur gjaldeyrir hefur verið veittur til kaupa á varahlutum í landbúnaðarvélar og skoraði á ríkisstjórn og banka að sjá svo um, að jafnan verði fá- anlegur nægilegur gjaldeyrir til varahlutakaupa fyrir lok febrúar ár hvert. Hin tillagan var þess efnis, að fundurinn taldi nauð- synlegt, að komið yrði á gæða- mati á ferskfiski og fól fram- kvæmdastjórum SÍS að vinna að framgangi þess máls. í fundarlok sátu fulltrúar og gestir mjög myndarlegt hóf. Þar skemmti Árni Jónsson með söng, hljómsveit lék, ræður voru flutt- ar og kvæði kveðin. — E. D. „En. . . . kýrin?“ „Kýrin? Eg held, að hún geri nú ekki mikið af sér, blessunin." „Þú heldur þó ekki, að eg ætli að fara að ganga í gegnum allan bæinn með þessari hlægilegu skepnu? Vinkonur mínar munu hlæja að mér, og eg fæ aldrei frið framar fyrir strákunum á götunni.“ „Jæja þá,“ sagði Petja eftir nokkra íhugun, „við leigjum okkur þá vagn. Eg á enn eftir þrjátíu kópek.“ „En hvað um kúna?“ „Hana bindum við aftan í.“ Nastja blóðroðnaði af reiði. „Má eg spyrja, heldurðu, að þú getir leyft þér hvað sem er við mig? Þú gætir svo sem fundið upp á því að láta mig fara ríð- andi heim á þessu kvikindi þínu!“ „Þú heldur víst, að þú sért fyndin,“ sagði Petja hæðnislega. „Eg er bara steinhissa á þér. Pabbi þinn á fjórar kýr, og svo ert þú hrædd við þetta eina grey.“ „Eg held þú getir skilið hana eftir hérna í garðinum til morg- uns. Heldurðu, að þessi belju- stritla sé dýrgripur, sem einhver fari að stela? Hamingjan góða!“ Petja yppti öxlum, gremjuleg- ur á svip. „Nú, ef þér lízt ekki á kúna mína, þá. ...“ „Ætlarðu þá ekki að fylgja mér heim?“ „Hvað á eg að gera af kúnni? Ekki get eg stungið henni í vas- ann!“ „Nú, það er þá þannig! En mér er svo sem alveg sama. Eg get vel farið ein heim, en þú skalt ekkert vera að ómaka þig til mín á morgun.“ „Eins og þér þóknast,“ sagði Petja móðgaður. „Þá kem eg heldur ekki hinn daginn, og' eg get ósköp vel hætt alveg að koma framvegis, ef....“ „Ágætt! Nú hefurðu líka fengið félagsskap við þitt hæfi!“ Hún gerði Petja orðlausan með þessum sárbeittu napuryi'ð- um, en svo hélt vesalings stúlkan burt og gekk álút; henni fannst hamingjan að eilífu glötuð. (Framhald.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.