Dagur - 25.06.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 25.06.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 25. júní 1958 DAGUR ASalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðfitstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hér hafa sól og mold langan vinnudag f HINNI STÓRMERKU og skeleggu ræðu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, er hann flutti þjóðinni 17. júní sl., sagði hann m. a.: „Þeir, sem þekkja sögu þjóðarinnar, vita, að hvað eftir annað hefur líf hennar hangið á svo veikum þræði, að ef það var þrekraun að komast hingað á smáfleytum yfir úfið haf, þá var það jafnvel kraftaverk, að þessi þjóð fór ekki sömu ieiðina og hið íslenzka þjóðarbrot í Grænlandi, sem hvarf — dó út. Ef til vill var ástæðan til þess, að við lifðum af, í skyldleika við skapgerð manns af norrænum ættstofni, sem einn úr fjölmennum hópi lifði af fangabúðarvist. Hann var spurður um ástæðuna og svaraði með sinni þekktu hægð og látleysi: „Kannske hefur ástæðan verið sú, að eg brotnaði aldrei andlega, — og var ákveðinn í að eg skyldi ]ifa.“ .... Ef einhver þjóð á einhvern blett á þessari jörð, þá eigum við íslendingar þetta land. — Og. við Islendingar viljuin dveljast í þessu landi, þráttt fyrir það þótt sumarið sé stund- um tregt til að koma til okkar, þrátt fyrir reynslu aldanna og þótt hafísinn sé stundum á næstu grösum. Þrátt fyrir allt þetta crum við fslendingar sannfærðir um, að landið okkar er fagurt og gott, þótt það agi oss strangt. Satt er það, að sumir íslendingar hafa örvænt á myrkum tímum og margir útlendingar hafa dæmt landið óbyggilegt. Svo gerði Hrafna-.Flóki forð- um. Skipherra sá, er hingað kom á ensku herskipi í sambandi við komu Jörundar hundadagakon- ungs hingað, gaf ensku ríkisstjórninni skýrslu þess efnis, að það borgaði sig ekki að taka landið herskildi, þar væri naumast hægt að lifa, þjóðin yrði því Bretlandi til byrði. En ef Bretar vildu taka landið síðar, væri það auðvelt með minnsta herskipi sem Bretar ættu.... .... En útlendingunum, sem renna augum yfir kalda jöklana, nakin fjöllin, grátt hraunið og grjótholt, sést yfir það, að hér eru allstór gróður- svæði með grózkuríkri og mildri mold, þar sem lífsgrösin gróa og vaxa svo fljótt, að undrum sæt- ir. Kunnáttumenn vita, að þetta stafar af því, að á íslandi hafa sólin og móðufrmoldin miklu lengri vinnudag en í suðlægum löndum.... .... Því miður varð það ekki Holland eitt, sem taldi sér hag í því að sækja á íslandsmið, og nú er þessi veiði hin síðari ár sótt svo fast af stórum fiskiflotum margra þjóða og með svo fullkomn- um tækjum, að vísindamenn, innlendir og er- lendir, hafa sannað, að fiskistofninn við strendur landsins er að eyðast. Við getum og bent á, að mestur hluti eða um 95% af því, sem við þurfum að kaupa frá öðrum löndum, er keypt fyrir fisk- afurðir. Við getum sannað með þessu og vitnis- burðum gleggstu manna erlendra, að naumast er lífvænlegt' fyrir fyrir þjóðina nema hún njóti allra gæða, sem landinu tilheyra, þar á meðal vernd- aðra fiskismiða. Hvernig geta sumar stórþjóðir tekið sér 12 mílna landhelgi? Hvers vegna fá aðrar þjóðir að slá eign sinni á hafsbotninn allt að 200 mílur frá ströndum út, og hvers vegna á smá- þjóð þá ekki fiskinn, sem syndir fyrir ofan hafsbotninn, þótt hann sé veiddur með því ag skafa hann með botnvörpu? Og hvers vegna skyldu einmitt þær stórþjóðir, sem léleg fiskimið eiga eða hálf- eydd vegna eigin afveiði halda fast við 3 mílur? Við íslendingar getum ekki borið virðingu fyrir þessari tegund af réttlæti. Landið er naumast byggilegt, sagði hinn spaki Englendingur. Það er rétt, að við eigum enga akra, engar ávaxtalendur, engar málmnámur, engar kolanámur, engar olíulindir o. m. fl. og okkur hefur ekki enn hug- kvæmt að gera þá kröfu, að aðrar þjóðir létu þær af hendi við okkur, námurnar, sem við eigum, eru hinn grasi græni eða græðanlegi hluti landsins og fiskimiðin. Úr þessum nám- um viljum við fá að vinna í friði þau verðmæti, sem við not um til að kaupa þær vörur, sem við getum ekki framleitt en aðrar þjóiðr framleiða með góðum árangri og hagnaði. — Þetta álítum við heilbrigða og réttláta verkaskiptingu milli þjóða. Eg ætla ekki að lengja mál mitt með því að elta ólar við ýmis erlend falsrök, sem beitt er gegn málstað íslands. Eitt slagorðið er um „frelsi á hafinu“, sem ekkert kemur þessu máli við, því að ís- lendingar hafa aldrei rætt um annað en útfærslu fiskveiðiland- helginnar. — Annað er um svo- kallaða „úthafstogara", sem ís- lendingar ætli nú að ráðast á. Það er nú endurtekið sí og æ. Samkvæmt kenriingu sumra þjóða, sem aðeins viðurkenna þriggja mílna landhelgi, hétu vel flestir firðir og stærri víkur á ís- landi úthaf, svo sem Breiðafjörð- ur, Húnaflói, Þistilfjörður i. fl., að maður tali nú ekki um Faxa- flóa. Eg veit, að margir íslend- ingar fyllast réttmætri gremju vegna aftsöðu nábúa okkar. En við skulum ekki láta hana hlaupa með okkur í gönur. Hún er sjald- an sigurvænleg. Með einbeitni, rökum og óbifanlegrai festu mim okkur auðriast að ná settu marki. Réttlætið fer stundum hægt, en það er lífseigt. Sumir tala um samninga, sem við erum bundnir við Atlants- hafsbandalagið. Vitanlega kem ur ekki annað til mála en að við höldum alla samninga meðan þeir eru haldnir við okkur. Hér á landi hefur það alltaf verið talið skylt hverjum góðum dreng að standa við orð sín. Og engin breyting hefur orðið á hefðbundinni virðingu þjóðarinnar fyrir gerðum samningum. Hitt er annað mál, að við . teljum okkur geta ætlazt til þcss af nábúum okkar að þeir skilji, að þótt verndun lífs í styrjöld og frelsis fyrir þá, sem kunna að lifa, sé mikils virði, þá er það naumast minna virði, að viðurkennt sé, að við eigum þau verðmæti, sem landinu til- heyra með réttu og við sann- anlega þurfum til þess að geta lifað í landinu þann tíma, sem ekki er heimsstyrjöld. Það ætti varla að undra neina þjóð, þótt íslendingar líti almennt svo á. Að lokum þetta. Við skulum ekki láta deilur við aðrar þjóðir leiða hugann frá innlendu vanda- málunum — efnahagsmálunum. Þótt við fáum réttláta viður- kenningu á því, að við eigum það, sem okkur ber, hrekkur það ekki til, ef við erum ekki menn til að skipa efnahagsmálum okk- ar eins og sjálfstæðri þjóð sæm- ir. — Fáir bera virðingu fyi'ir þeirri þjóð, sem ekki er þess um- komin, og fátt mundi veikja meira málstað okkar út á við. Við skulurri því gæta þess, þegar við fordæmum erlendar kröfur, að gera ekki sjálfir svo óbil- gjarnar kröfur til hins íslenzka þjóðfélags að efnahagskerfi þess riði til falls. Lítil þjóð vinnur naumast mál gegn stórþjóðum, þótt rétt- látt sé, nema hún standi sjálf sterk sem heild. Það skulum við nú mmia öllu öðru framar. Orðsending fil sóknarnefnda Þeir kirkjuhaldarar prófastsdæmisins, sem hafa ekki enn sent kirkjureikninga ársins 1957, eru vinsamlega beðnir að gera það nú þegar. Þá er, að gefnu tilefni, vakin athygli sóknarnefnda og safnaðarfulltrúa á kosningu til kirkjuþings, en atkvæði þurfa að hafa borizt kjörstjórninni fyrir lok júlímán. Prófasturinn í Eyjafjarðarprófastsdæmi, Möðruvöllum í Hörgárdal, 24. júní 1958. SIGURÐUR STEFÁNSSON. Kaupfélag á Vesturlandi vill ráða 2 ungar búðarstúlkur, helzt til ársins, en sum- arráðning kemur til greina. — Uppl. gefur Vinnumiðl- unarskrifstöfa Akureyrar, simi 1169. ÍBÚÐ ÓSKAST Lítil íbúð óskast til leigu, sem fyrst. Kaup koma einnig til greina. — Upplýsingar i sima 2156. GÓÐ RÁÐ Poki á saumavélina. Festið plastpoka á saumavélina, hægra megin undir hjólinu, þannig að hann flækist ekki fyrir. Pokann má nota til þess að setja taubúta og annað, sem afgangs verður af efni, í hann. Það sparar ykk- ur að tína upp af gólfinu eftir að verkinu er lokið. Svo að eggið springi ekki. Til þess að koma í veg fyrir, að egg springi, er gott ráð að stinga lítið gat á annan enda þess með stoppnál og setja það síðan út í sjóðandi vatnið. Afmæliskringla með glassúr. Það er ekki auðvelt að skera nýja afmæliskringlu. Þá er bezta ráðið að klippa hana með skærum, enda særir það glassúrinn minnst og skurðurinn verður jafnari. Hópferð á liestum til Þingvalla Eins og skýrt hefur.verið frá í fréttum verður landsmót hestamanna háð í Skógarhólum við Þing- velli nú í sumar dagana 17. til 20. júlí. Þar verður sýning á kynbótahrossum og góðhestum, ennfrem- ur kappreiðar og boðreiðar. Hestamannafélagið Léttir hér á Akureyri hyggst efna til hópferðar á hestum til Þingvalla að þessu tilefni og væntir sem allrar mestrar þátttöku Ak- ureyringa og Eyfirðinga í slíkri för. Einnig er gert ráð fyrir hópferð í bíl ef næg þátttaka fæst. Þeir, sem hyggjast fara á hestum suður, þurfa að vera búnir að tilkynna þátttöku eigi síðar en sunnudaginn 6. júlí. Æskilegt er að þeir, sem hyggjast fara ferðina,tilkynni það til stjórnar félags ins sem allra fyrst, til þess að hæþt sé að taka ákvörðun um það, hvort félagið tekur þátt í hóp- ferð inn á sýningarsvæðið og hvort það getur sent sveit eða sveitir í boðreiðarnar. Um nánari tilhögun þessarar ferðar verður fund- ur meðal þátttakenda eftir að þeir hafa tilkynnt þátttöku sína. Líklegt er talið að fara verði í byggð vestur fyrir Blöndu, eh þaðan um Hveravelli, Kjöl og Biskupstungnaafrétt suður. Til Þingvalla verður hópurinn að vera kominn eigi síðar en um miðjan dag fimmtudaginn 17. júlí. Vonast er til að hægt verði að hafa samflot með Skagfirðingum eftir að vestur er komið. Á Þingvöllum er gert ráð fyrir að tilhögun verði sem hér segir: Kynbótahross sýnd í fimm flokkum. Stóðhestar, tamdir með afkvæmum, tamdir, sýndir sem einstaklingar og bandvanir. Hrj'ssur sýndar með afkvæmum og sem einstakl- ingar. Góðhestasýning, þrír frá hverju félagi nema 7 frá Fák. Hafa hestar þegar verið valdir sem kunnugt er. Forsýningar í hverju héraði, sem fara fram um þessar mundir, eru vegna kynbótahrossa. Boðreiðinni verður hagað á svipaðan hátt og boð- hlaup. Er reiðin 800 m. og fjórir hestar í sveit með 200 m. sprett hver, en riðið er með boðhlaupskefli, sem knapar láta ganga á milli sín að enduðum hverjum spretti. Tvær sveitir keppa í senn og ræð- ur tími úrslitum. Þá verður keppt í 400 m. stökki, 300 m. stökki og 250 m. skeiði. Þess er að vænta, að Akureyringar og Eyfirðing- ar sjái sér fært að fara sem allra flestir á hestum suður yfir fjöll, og sýni þar með blómgandi félags- líf í Létti og vaxandi mátt hestamennskunnar sem íþróttar hér norðanlands. Vitað er að sjaldan hefur á síðari árum verið til jafn mikið, úrval fagurra gæðinga hér um slóðir og einmitt nú. Það er því von og ósk stjórnar Léttis, að hlutur félagsins, og þar með Eyfirðinga og Akureyringa megi vera sem glæsilegastur á landsmóti hestamannafélagsins í sumar. Það skal enn vinsamlega ítrekað, að menn tilkynni þátttöku sína til stjórnar félagsins sem allra fyrst. (Fréttatilkynning frá Hestamannafélaginu Létti.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.