Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 2. júlí 1958 D AGUR 5 I Færeyjum er vaxandi velmegun skorið Stutt viðtal við Jón Samúelsson útibússtj. KEA r „Ef þú treystir Islendingnum; bregzt liann þér aldrei,” mælti færeyskur skipstjóri við son sinn r ungan, sem var að fara til Islands Sonurinn var Jón Samúelsson útibússtjóri hjá KEA á Ak- ureyri, sem bæjarbúum er að góðu kunnur. Blaðið hitti hann að máli einn daginn og var hann þá nýkominn frá heima- landi sínu, Færeyjum, ásamt íslenzkri konu sinni og börnum, en þar höfðu þau dvalið í orlofi. Jón hefur dvalið 16 ár hér á landi og unir hag sínum vel, þar af 12 ár á Akureyri og þann tíma allan starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og mörg undanfarin ár útibússtjóri þess hér í bænum. Skemmtileg ferð? Já, mjög skemmtileg ferð og dásamlegir dagar í Færeyjum meðal frænda og vina, og þó að gott sé að vera kominn heim eru Færeyjar og Færeyingar ofarlega í huganum. Hvað margar byggðar eyjar eru í Færeyjum? Látum okkur sjá, þær munu vera 17 og þær heita: Fugloy, Svínoy, Viðoy, Borðoy, Kunoy, Kalshoy, Eysturoy, Streymoy, Vágoy, Mikines, Hest- ur, Koltur, Nólsoy, Sandoy, Stóra Dímum, Litla Dímum, Suðuroy. Margt fólk? Um 32 þúsund manns og fer fjölgandi. Og flestir Iifa af sjósókn? Sjávarútvegurinn er aðalat- vinnugreinin þar eins og hér. En margir hafa líka góðar tekjur af eauðfénu. Það er margt og það gengur næstum sjálfala árið um kring. En samkvæmt æfa- fornum lögum er fylgt fyrirmæl- um um ítölu til að forða upp- blæstri og eyðingu gróðurlendis. Kindurnar eru af sama stofni og þær íslenzku, en orðnar allmikið frábrugðnar í útliti. Þær eru há- fættari og yfirleitt beinastærri, en ekki að sama skapi þungar. Féð þar er ræktað á annan hátt og miðað við að það geti bjargað sér sem mest sjálft. Hrossaganga á vetrum er bönnuð vegna þess að þau ganga of hart að landinu. Hafa orðið niiklar framfarir síðustu árin? Síðasta áratuginn hafa orðið mjög miklar breytingar í Fær- eyjum, segir Jón. Allt athafnalíf er þróttmeira en áður og fram- kvæmdir örari. Segja má að at- hafnalíf standi með blóma. Báta- flotinn hefur verið stækkaður og endurnýjaður, hafnarmannvii’ki gerð, skólar byggðir o. s. frv. Landhelgismálin? Þau eru auðvitað mál málanna um þessar mundir og eitt af fáum ■rnálum, sem Fæi’eyingar eru nær sammála um. Skriður komst á það þegar íslendingar ákváðu að færa fiskveiðitakmörkin í 12 mílur. íslendingar og Færeyingar eiga hér skylt mál og Færeyingar styðja íslendinga eindregið í út- færslu fiskveiðitakmarkanna, þótt þeir verði fyrir nokkrum skellum af þeirri ráðagerð. Þess í stað munu Færeyingar leggja áherzlu á auknar veiðar við Grænland og Nýfundnaland. En við hið síðarnefnda gefur veiðin sæmilegan arð síðan hún var reynd þar fyrir fáum árum. Markaðir fyrir sjávarafurð- irnar? Þeir eru góðir. Færeyskur fisk- ur þykir góð vara og af honum fer mikið til ítalíu, Spánar og síðustu árin er mjög vaxandi eft- irspurn eftir þurrkuðum saltfiski í Brazilíu. Nægur gjaldeyrir? Því miður fer erl. gjaldeyririnn of margar krókaleiðir fyrir þær góðu og verðmætu útflutningsaf- urðir, sem Færeyingar draga úr djúpinu árið um kring. Allur gjaldeyririnn fer nefnilega í gegnum hendur Dana og er það eyjarbúum mjög óhagstætt. Þannig kaupa Danir ávexti á Spáni fyrir fiskinn okkar og við kaupum svo ávextina aftur af þeim. Sama gildir um kaffið frá Brazilíu og færeyska fiskinn, sem þangað er seldur. Dýrtíð í landinu? Hún er ólíkt minni en hér. — JON SAMUELSSON útibússtjóri. Vörur eru einum til tveim þriðju ódýrari, en kaupið er líka lægra. Verðlag og kaupgjald er almenn- ingi óhagstæðara þar en hér. En allar verzlanir eru yfirfullar af vörum í færeyskum verzlunar- stöðum. Efnahagur almennings þar og hér? Almenningur býr við vaxandi velmegun, segir Jón Samúelsson að lokum, húsakostur og fatnað- ur er það fyrsta, sem maður tek- ur eftir og ber það eitt á milli, að fólk er tæplega eins vel til fara, enda eru íslendingar manna bezt klæddir og eyða óhemju miklu í klæði. Blaðið þakkar samtalið, og þar sem lesendur Dags vita minna en skyldi um þessa nágrannaþjóð sína í Færeyjum, er það fastmæl- um bundið að Jón Samúelsson skrifi grein, eina eða fleiri, frá heimalandi sínu síðar á árinu. E. D. Unglinga og kvennameistarðmófið Unglinga- og kvenmeistara- mót ísl. í frjálsíþróttum, var háð á Akureyri um sl. helgi. — Mjög mikil þátttaka var í mótinu, 82 keppendur, víðs vegar að. í sum- um greinum var meiri keppenda- fjöldi en þekkzt hefur hérlendis, t. d. voru 24 keppendur í 100 m. og 23 í langstökki. Veður var nokkuð hvasst fyrri daginn, en rigning hinn síðari, árangur var þó allgóður í mótinu. Helztu af- reksmenn voru Kristleifur og Haukur í lengri hlaupunum, Björn og Grétar í spretthlaup- unum, Ólafur í stökkunum, en Úlfar í köstunum. Frjálsíþróttun- um virðist nú mjög vaxa fylgi, og ein leið til að örva áhuga fyrir- þessari íþróttagrein er að gefa sem flestum stöðum utan Rvíkur kost á því að halda einhver ís- landsmótanna í frjálsíþróttum eða hluta þeirx-a, svo sem gefið hefur góða raun nú síðustu ár. Úi’slit í keppnunum ui’ðu: 100 m. hlaup: 1. Björn Sveinss. ÍBA 11.0. — 2. Gi'étar Þoi’steinss. Á 11.2. 200 m. hlaup: 1. Bjöi’n Sveinss. ÍBA 23.8. — 2. Gi'étar Þoi'steinss. Á 24.0. 400 m. hlaup: 1. Grétar Þor- steinss. Á 53.8. — 2. Jón Gíslason UMSE 54.0. 800 m. hlaup: 1. Kristleifur Guðbjöi-nss. KR 2.03,2. — 2. Jón Gíslason UMSE 2.03,3. 1500 m. hlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnss. KR 3.56,5. — 2. Haukur Engilbertsson UMFR 4.10,7. 3000 m. hlaup: 1. Haukur Eng- ilbertsson UMFR 9.26,8. — 2. Reynir Þoi'steinsson KR 10.09,4. 1500 m. hindrunarhlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnss. KR 4.24,9. — 2. Haukur Engilberts- son UMFR 4.28,3. 110 m. grindahlaup: 1. Bragi Hjartarson ÍBA 18.5. — 2. Stein- dór Guðjónsson ÍR 19.0. 400 m. grindahlaup: 1. Gylfi Gunnarsson KR 63.1. — 2. Guðm. Þorsteinsson ÍBA 64.0. 4x100 m. boðhlaup unglinga: 1. Sveit KR 47.4. — 2. Sveit ÍBA 47.8. — 3. Sveit Á 48.4. — 4. Sveit UMSE 49.4. 1000 m. boðhlaup unglinga: 1. Fundaæði íhaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa verið gripinn fundaæði eftir hina hraksmánarlegu útreið, sem hann fékk í eldhúsdagsumræð- unum, þar sem hann stóð uppi sem afhjúpaður lýðskrumai’a- flokkur og algei’lega stefnulaus í öllum stói-málum, og þó alveg sérstaklega í efnahagsmálum. — Virðist ætlunin með þessum fundum vera sú, að hi’essa eitt- hvað upp á fylgið eftir hina al- geru afhjúpun í eldhúsdagsum- ræðunum. Gott dæmi um fundai’sókn á þessa fundi íhaldsins, er fundur- inn á Akux-eyi’i 12. þ. m., þar sem ekki tókst að smala nema 20—30 hræðum til þess að hlusta á Sig- urð frá Vigur og Friðjón Dala- mann. Umræður urðu nálega ekki á fundi þessum fyrir utan ræður sendimannanna að sunnan og fundai’bragur allur hinn dauf- legasti. Má segja með sanni, að Sjálfstæðismenn hafi ekki erindi sem erfiði af fundaæði sínu. „Það góða, sem eg vil. .. . “ Enn er spui’t um það, hvað Sjálfstæðismenn vilji gei’a til úr- bóta í efnahagsmálunum. Þrátt fyrir fundaæðið, hefur þeirri spurningu ekki verið svarað, en hins vegar hefur hin neikvæða niðurrifsstefna þeirra verið end- urtekin fund eftir fund. Þeir segjast vei’a á móti efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar og telja tekjuöflunai’leið þá, sem farin er samkv. lögunum um út- flutningssjóð, í alla staði hina verstu. Þeir segjast í einu orðinu vera andvígir gengislækkun, en þó eru flestir ræðumenn þeiri’a að tæpa á nauðsyn nýrrar geng- isski’áningar. Vilja þeir þá geng- islækkun eða vilja þeir hana ekki? Og ef þeir vilja hreina gengislækkun, halda þeir þá, að það hefði minni vei’ðhækkanir í för með sér en sú millileið, sem ríkisstjórnin varð sammála um að fara? Ólafur Björnsson í Fishing News. Fishing News, hið þekkta enska fiskveiðiblað, lætur málefni ís- lands mjög til sín taka, svo sem alkunna er. Blaðið er mjög hat- ramt í andstöðu sinni við íslend- inga í landhelgismálum og styð- ur einhliða málstað enski-a tog- aramanna, en gerir jafnlítið úr í’öksemdum fslendinga. Að vísu birtist oft ágætt efni í Fishing News og er blaðið að mörgu leyti vel skrifað og fróðlegt, þó að það skjóti æði oft yfir mai’kið. Fyi’ir nokkru birtust framhaldsgreinar í blaði þessu um efnahagsmál ís- lendinga, og eru greinarnar byggðar á skýi’slu eða greinar- gerð, sem Olafur Björnsson, prófessor og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur samið fyrir hagfi’æðingafund í Róm. Blaðið segir, að Olafur Bjöx-nsson fari ekkert dult með þá skoðun sína, að vandamál sjávarútvegsins verði ekki læknuð með öðru en nýrri gengisskráningu, m. ö. o. gengislækkun, og sé þetta engin einkaskoðun sín, heldur muni allir aðrir hagfi'æðingar ráð- leggja hið sama. Ástæða er til þess að spyrja, hvort þai’na glitti í þau úrræði, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í efnahagsmál- Sveit ÍBA 2.09,5. 2. Sveit Á 2.09,6. — 3. Sveit KR 2.09,7 — 4. veit UMSE 212,5. Sleggjukast: 1. Björn Bjarnas. ÍR 43.33. — 2. Jóhannes Sæ- mundss. KR 33.26. Spjótkast: 1. Bjöi’n Bjarnas. ÚÍA 49.39. — 2. Hildimundur Björnss. HSH 47.16. Kúluvarp: 1. Úlfar Björnss. A,- Hún. 12.82. — 2. Arthúr Ólafss. UMSK. 12.36. Kringlukast: 1. Úlfar Björnss. A.-Hún. 36.66. — 2. Arthúr Ól- afss. UMSK 34.98. Langstökk: 1. Ólafur Unn- steinss. HSK 6.10. — 2. Úlfar Teitss. KR 6.09. Þrístökk: 1. Ólafur Unnsteinss. HSK 13.30. — 2. Pálmar Magn- úss. ÚÍA 13.02. Hástokk: 1. Jón Þ. Ólafss. ÍR 1.73. — 2. Þói’bergur Þórðars. UMR 1.70. Stangarstökk: 1. Bragi Hjart- ars. ÍBA 3.30. — 2. Magnús Jak- obss. UMFR 3.20. Nokki’ir kunnir íþi’óttamenn kepptu sem gesctir á mótinu og náðu þeir eftirtöldum árangi’i: Gunnar Huseby 15.36 í kúlu- vai’pi, 43,04 í kringlukasti, 44,51 í sleggjukasti, Þórður B. Sigurðs- son kastaði sleggju 48,87, Svavar Markússon hljóp 1500 m. á 3.56,1 og Einar Helgason, ÍBA, varpaði kúlu 13,67 m. KVENNAMÓTIÐ. 100 m. hlaup: 1. Guðlaug Krist- ins. KR 14.0. — 2. Helga Har- aldsd. ÍBA 14.1. 200 m. hlaup: 1. Guðlaug Krisl- ins. KR 30.3. — 2. Helga Hal'- aldsd. ÍBA 31.5. 80 m. grind: 1. Sigurbjörg Páls- dóttir ÍBA 17.4. — 2. Auður Frið- geii’sd. ÍBA 17.6. Langstökk: 1. Guðlaug Ki’ist- insd. KR 4.09. — 2. Emilía Frið- riksd. HSÞ 3.63. Ilástökk: 1. Emilía Fi-iði'iksd. HSÞ 1.25. — 2. Guðný Björnsd. UMSE 1.25. Kúluvarp: 1. Guðlaug Krist- insd. KR 9.50. — 2. Helga Har- aldsd. ÍBA 7.90. Spjótkast: 1. Guðlaug Krist- insd. KR 25.52. — 2. Guðný Bergsd. ÍBA 20.21. Kringlukast: 1. Helga Haraldsd. ÍBA 26.65. — 2. Guðlaug Krist- insd. KR 24.10. 4x100 m. beðhlaup: 1. Sveit UMSE 62.0 sek. — 2. Sveit ÍBA 64.0 sek. Rafmótor 10 ha. rafmótor fyrir súg- þurrkun, eins fasa, óskast til kaups. Upplýsingar gefur Kaupfél. Svalbarðseyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.