Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 2. júlí 1958 D A G U R 7 Sfripskór! (Framhald af 1. síðu.) nær okkur er og orðið gæti stór atvinnuvegur hér á Akureyri, en þar er átt við niðursuðu í stórum stíl. Hvergi á landinu eru skilyrði eins góð fyrir stóra eða stórar niðursuðuverksmiðjur síldar. — Byggist það á hinu stöðuga og góða hráefni, sem hér er við bæj- ardyrnar. Hverju sætir það, að slík gullnáma skuli aðeins hag- nýtt til vinnslu í fóðurvörur, og þó ekki meira en raun ber vitni? Skeð getur, samkvæmt almenn- um hugmyndum um dráp ungviða, að ekki sé rétt að veiða þessa smásíld í stórum stíl hér á óvéfengjanlegum uppeldisstöðv- um hennar innst í Eyjafirði. Um þetta liggja þó engar rannsóknir fyrir og raunar ekki neitt um þessa síld, til dæmis hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Hitt er aftur á móti reynsla um langan tíma, að síldin hverfur héðan þegar hún hefur náð vissri stærð eða vissum aldri, og þá koma aðrar göngur smærri síldar. En færi svo, að þessi síldveiði væri talin hættuleg rányrkja vegna síldarstofnsins, sem yroi þá væntanlega takmöi'kuð, ætti það aðeins að ýta undir aðra og hag- kvæmari lausn á hagnýtingu síld arinnnar, svo að takmörkuð veiði gæfi þó mikinn árangur. Fyrr á árum hafði KEA síldar- niðursuðu, ennfremur hlutafé- lagið Síld og um 12—14 ára skeið hefur Kristján Jónsson rekið litla niðursuðuverksmiðju á Oddeyri og soðið þár niður verulegt magn fyrir innanlandsmarkað. — Þessi verksmiðja hefur þó ekki verið starfrækt nema IV2—2 mánuði ár hvert og þá hafa 50—70 manns unnið þar, mestmegnis konur. — Nokkur reynsla er því fyrir nið- ursuðu smásíldar hér á Akureyri. Vitað er að síldarsardínur eru í háu verði víða erlendis. Til gamans má geta þess, að hefði síld sú, sem hér veiddist á Poll inum í vetur, verið soðin niður til útflutnings, hefði verðmæti hennar numið yfir 50 milljónum króna í beinhörðum erlendum gjaldeyri. Til þess að hefja hér fram leiðslu svo að um muni, þarf auðvitað nýja og fullkomnari verksmiðju en þá, sem hér hefur verið starfrækt og sérfræðilega aðstoð við ■framleiðsluna. Til þess þarf líka töluvert fjármagn og mikinn dugnað. Akureyringar þurfa sannarlega að athuga hinn mikla möguleika til atvinnu- aukningar og gjaldeyrisöflunar á þessum vettvangi, og byggja á þeirri reynslu, sem þegar er fengin í þessari grein hér í höf- uðstað Norðurlands. Hér bíður mikið verkefni. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) færri stórlán tekin til aðkallandi nauðsynlegra framkvæmda, held ur lagt ögn meira að sér til að safna saman aurunum, sem nú er eytt í daglegar bíóferðir og aðrar lítið uppbyggilegar skemmtanir, eins og mikill fjöldi bíómynda sannarlega er, því að fjöldi fólks fer á bíó af vana, án þess að gera sér grein fyrir hvort þeir eru að kaupa gott eða skaðlegt. Á þessu eru auðvitað margar heiðarlegar undantekningar. Mundi nú ekki vera hægt, að skaðlausu, að minnka eitthvað át unglinga á rjómaís, negrakossum, „tyggjó“ o. f]. því líku? Mörg ný og góð sparifhk er eyðilögð, — ef annars nokkuð er „spari“, — með klessum af því síðasttalda. Eitt- hvað held eg nú að mætti fækka „pelabörnum“ þjóðarinnar, nema í yngsta flokki. Þar vil eg ekki leggja til að fækka, enda í þeim pelum heilnæm mjólk. Meira og miklu fleira mætti nefna, en eg læt ykkur um að bæta við. Af nægu er að talca. Stórmerk frétt var sögð af ungmennasamkomu í félags- heimili skammt frá Gaulverjabæ, og afmæhshófi unfmennafélags á Árskógsströnd. Þar reykti eng- inn. Þetta geta íslenzk ung'menni ef þau vilja. Væri ekki tilvalið að gjöra þetta að tízku sem víðast? Hvað varstu annars að blaðra um kraftaverk áðan, mun ein- hver spyrja. Já, eg skal nú koma að því. Því miður man eg ðigi ár- töl í sambandi við hvert „Grettis- tak“, sem konurnar hafa lyft í Vífilsstaða’næli, Kristneshæli, Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrai', Slysavarnafélagi ís- lands og mörgum fleiri líknar- og þ j óðþrif afy rirtæk j um, er reist haf a verið víðs vegar um landið. Ekki má gleyma „óskabarninu“, Eim skipafélagi, íslands. Þar tel eg að karlar eigi vel bróðurhlutann. Bólað hefur nokkuð á óánægju með rekstur „Eimskips“, en út það mál verður eigi hér farið. - „Eimskip" bjargaði beinlínis þjóðinni frá sulti og margs konar stórkostlegum óþægindum öðr um, í báðum heimsstyrjöldunum Eimskipafélagið var „óskabai'n" sem enginn íslendingur mundi vilja missa, og þökk og heiður ber forgöngumönnum þess máls Eg, sém þéssar línur rita, var þá gjörsamlega efnalaus unglingur. en langaði til að vera með og leggja mitt litla lóð í skálina, en átti engan pening þá handbæran Fór til kunningja mins og fékk að láni 25 kr. til að geta verið me'ð Svona var viljinn almennur í þv: máli. Ekki trúi eg því að óreyndu að ekki væri hægt að bjarga fr óþarfri og oft stórskaðlegr eyðslu þjóðarinnar talsvert mörg um milljónum, ef örugg væri for ustan og viljinn sterkur og ör uggur, í stað þess að bæta sífellt útlendu láni á lán ofan, við hverja nýja stórframkvæmd, sem hrundið er af stað. Enginn skilj orð mín svo, að eg telji að við værum færir um að koma stærstu framkvæmdunum á, ón lántöku, en eg tel að við gætum lagt meira fram sjálfir og minnk að lánin, og þá þætti okkur enn þá vænna um fyrirtækin, ef við hefðum þó lagt nokkuð fram til þeirra sjálfir. Roskinn alþýðumaður. Nýkornið mikið úrval af kvenstrigaskóm, nýjar gerðir og litir. Höfum einnig gott úrval af reimuðum STRIGASKÓM, öklaháum og lágum. SKÓDEILD KEA. Danskar súpur BLA BAND Hcénsnakjöts-súpa Aspargus-súpa Lauk-súpa Tómat-súpa Blómkdls-súpa Julianne-súpa Grœnkáls-súpa Grœnbauna-súpa Crulbauna-súpa Verzl. Eyjafjörður h.f. karla og kvenna. Gott úrval. Óbreytt verð. SKÓDEILD KEA. r r Jdrn- og gleruörudeild. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. — Séra Harald Sigmar frá Vesturheimi predikar. Sálmar nr. 43 — 131 — 111 — 59 — 678. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. Séra Harald Sigmar predikar. Sálmar nr. 207 — 131 — 111 — 18 — 584. — Strætis- vagninn fer úr Glerárþorpi kl. 1.30 e. h. Málverkasýning í Sólgarði. — I Guðmundur Halldórsson málari hér í bæ hafði málverkasýningu að félagsheimilinu Sólgarði dag- ana 28. og 29. júní sl. — 29. mál- verk seldust og var sýningin vel 1 sótt. Maðkamenn! Kvartað er um I það að maðkaveiðarar hér í bæ | valdi spjöllum á gróðri á lóðum, er þeir eru á næturferðum sínum í maðkaleit og er slíkt háttalag auðvitað hin mesta óhæfa. Þess- | ari umkvörtun er hér með komið framfæri og maðkamönnum I ráðlagt að fá leyfi til þessa veiði- skapar, svo að þeir þm'fi ekki að klifra yfir girðingar og eigi þá á hættu að stökkva niður í blómabeð eða hlaupa á hvað sem fyrir er, ef húseigandi opnar | glugga. Framsóknarmenn, Eyjafirði og | Akureyri! Munið fundina í Ár- skógsskóla á laugardagskvöld kl. 9 og í Freyvangi á sunnudaginn kl. 2 e. h. Ræðumenn Skúli Guð- mundsson og Bernharð Stefáns- GUMIVETTLINGAR VINNUVETTLINGAR SfLDARVETTLINGAR SÍLDARPILS GÚMÍSVUNTUR ÞVEGLAR SVAMPAR í þvegla ÞVOTTASNÚRUR (plast) Þ V OTTAKLEMMUR Jár7i- og glervörudeild Dúnhelt léreft kr. 51.40 m. Fiðurhelt léreft Gæsadúun (1. flokks yfirsængurdúnn) Hálfdúmi Verzl. Eyjafjörður h.f. Varahlutir í Ariel-mótorhjól til sölu SPÍTALAVEGI 19. Skagfirðingaféalgið á Akureyri I ráðgerir hópferð um helgina, svo sem auglýst er í blaðinu í dag. I Farið verður til Skagafjarðar- I dala, en þar er stórbrotin nátt- úrufegurð, sem unun er að sjá og I skoða. Aheit kr. 500 á Kvennadeild | Slysavarnafélagsins á Akureyri frá sjómannskonu. Beztu þakkir. |S. E. Jeg er 12 ár og vil gjerne ha en I brevvenn pá samme alder. Jeg er intresert i frimerker. — Min | adresse er: Stein Owe Haugland, N. Holmegate 26, Stavanger, Norge. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Margrét Eggertsdóttir (Eggertssonar, Reykjavík) og Tryggvi Gíslason (Kristjánssonar, nú í Flafnar- firði), bæði stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Hjónaband. — Á sunnudaginn voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ung frú Steinunn Vilborg Jónsdóttir frá Ásgarði, Glerárþorpi, og Jón Víglundsson hakari. — Heimili þeirra verður að Laugarteigi 12, Reykjavík. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Þórdís Ei- ríksdóttir frá Skjöldólfsstöðumog Jón B. Rögnvaldsson, bæjarfull- trúi, Akureyri. Hjálpræðisherinn. Sunnud. 6. júlí kl. 20.30: Almenn samkoma. Major Finnur Guðmundsson og frú frá Englandi taka þátt í samkomunni. Allír hjartanlega velkomnir. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — 4. ferð, 5.—6. júlí: Þeistareykja- för. Ekið um Húsavík, Reykja- heiði og að Þeistareykjum.Geng- ið að Vítunum. Ekið suður til Mývatnssveitar og heim, með við komu hjá Laxárvirkjum, ef tími vinnst til. Lagt af stað frá Ferða- skrifstofunni kl. 13.30 á laugar- dag. — Þátttaka tilkynnist Jóni D. Ármannssyni, sími 1464. Næsta kvöldíerð frá Ferða- skrifstofunni vei'ður í kvöld kl. 8. Farið verður á Svalbarðsströnd, um Laufás, fram Fnjóskadal um Vaglaskóg. I. O. G. T. Sameiginlegur fund- ur hjá stúkunum Brynju nr. 99 og Ísafold-Fjallkonunni nr. 1 verður haldinn í kirkjukapell- unni fimmtudaginn 3. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Vígsla nýliða. Sagðar fréttir af Stórstúkuþinginu. — Æðstutemplarar. Næturlæknar. Miðvikudag 2. júlí Bjarni Rafnar. — Fimmtud. 3. júlí Einar Pálsson. — Föstud. 4. júlí sami. — Laugardag 5. júlí Stefán Guðnason. — Sunnud. 6. júlí sami. — Mánudag 7. júlí Einar Pálsson. — Þriðjud. 8. júlí Ólafur Ólafsson. Sigmar Maríusson frá Ásseli. | Frá A. J. kr, 100.00. Slasaði maðurinn. H. B. kr. 500. Höfðingleg gjöf. — Jón bóndi I Thorarensen, Lönguhlíð, Hörgár dal, hefur afhent félaginu „Krabbavörn“, Akureyri, kr. 15000, sem minningargjöf um son sinn, Stefán Thorarensen, er lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 24. jan. sl. Beztu þökk fyrir gjöfina. Jóhann Þorkelsson. VALBORÐIN eru komin. Verzl. Eyjafjörður h.f. HURÐARSKRAR og HANDFÖNG SKÁPALÆSÍNGAR Nyliomnar. Verzl. Eyjafjörður h.f, Bólusetning gegn bólusótt, mænuveiki, barnaveiki, kikhósta og stífkrampa fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á Akureyri mánudaginn 7. júlí milli kl. 2 og 3 e. h. Dömuhanzkar nýkomnir, 14 litir. Verð kr. 29.50 Verzlunin DRÍFA Simi 1521. NÝKÖMIÐ: Skjört, margir litir. Verð frá kr. 70.00 Buxur, margir litir. Verð frá kr. 23.00 Verzlunin DRÍFA Simi 1521.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.