Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 4
<i4 DAGUR Miðvikudagínn 17. sept. 1958 h DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þeir létu undan síga ÞEGAR SJÁLFSTÆÐISMENN voru komnir í þá úlfakreppu að vera fylgjendur útfærslu fisk- veiðitakmarkanna, en á móti þeirri ríkisstjórn, sem nú situr og framkvæmir reglugerðina um 12 sjómílna takmörkin, var úr vöndu að ráða. — Snemma sumars héldu æðstu menn flokksins fund um málið og hversu með skyldi farið af þeirra hálfu, sem stjórnarandstæðinga. Þar var samþykkt að fyrsta boðorðið skyldi vera það, að vinna á móti ríkisstjórninni eftir megni í land- helgismálinu á sama hátt og í efnahagsmálunum. Þar með var teningunum kastað og verri kostur- inn valinn. Sá kosturinn valinn að nota helgasta sjálfstæðis- og framtíðarmál þjóðarinnar, land- helgismálið, til að rógbera pólitíska andstæðinga í ríkisstjórninni. Aldrei hefur lítilmannlegri ákvörðun verið tekin í jafn alvarlegu og þýðing- armiklu hagsmunamáli landsmanna hjá nokkrum stjórnarflokki. Á nefndum fundi var hinn aldni þingmaður Borgfirðinga, Pétur Ottesen, og reis hann úr sæti, er þessi ákvörðun var tekin og mótmælti slíkri niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins með þeirri röksemd, að landhelgismálið væri ekki flokksmál, heldur sameiginlegt hagsmunamál al- þjóðar, sem öllum stjórnmálaflokkum bæri að vinna að eftir megni. Bað hann flokksbræður sína að varðveita heiður flokksins og framtíð þjóðar- innar og vinna að framgangi stækkunar fiskveiði- takmarkanna. Síðan gekk hann snúðugt af fundi og skellti hurð. En þessi Pétur hafði engin lykla- völd og flokkurinn gat launað honum áminn- inguna þegar íslenzku þingmennirnir, þeirra á meðal Pétur Ottesen, stóðu ferðbúnir til að þiggja boð rússneskra yfirvalda um nokkurra daga dvöl í Sovétríkjunum. Flokkurinn ákvað að Pétur skyldi sitja heima og því borið við að fjórir menn voru teknir af lífi í Ungverjalandi að und- irlagi Rússa. Sú ástæða varð þeim mönnum ráð- gáta, sem jafnframt hugleiddu, að á síðari ríkis- stjórnarárum Ólafs Thors fluttist mjög verulegur hluti íslandsverzlunarinnar til böðla fjórmenn- inganna. Og þeir höfðu þó vissulega meira á sam- vizkunni, svo sem pólitísk fjöldamorð og þrælkunarvinnu milljóna manna. Blöð Sjálfstæðismanna, nær undantekningar- laust, höguðu málflutningi sínum í samræmi við landráðssinnaða afstöðu foringjanna og með þeim árangri að helztu andstæðingar landsins í land- helgisdeilunni prentuðu orð Morgunblaðsins upp í sínum áróðri gegn útfærslu íslenzkrar fiskveiði- lögsögu og gerðu að sínum orðum. Blöð Sjálf- stæðismanna víttu allar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í landhelgismálinu og kröfðust fundar utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins til að semja um málið. Sjálft lapti Mbl. og prentaði eina til tvær þýddar greinar á dag úr erlendum og hat- römum andstæðingablöðum landhelgismálsins og án athugasemda. Á meðan á þessu stóð, undirbjó ríkisstjórnin framkvæmd reglugerðarinnar um 12 mílurnar, bæði með því að koma á framfæri hinum íslenzku sjónarmiðum út á við og inn á við með nauðsyn- legum undirbúningi sjálfra framkvæmda laganna. Mátti því með sanni segja, að þessir aðilar, stjórn • og stjórnarandstaða hefðust ólíkt að. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hafði lagzt svo lágt að þjóna erlendum málstað gegn framtíð lands- manna. Þegar leið að hinum mikla degi, 1. september, tóku að ber- ast samþykktir fjöldafunda víða á landinu, þar sem ríkisstjórn- inni var vottað fullt traust í deil- unni um fiskveiðilandhelgina nýju og hótunum Breta mótmælt kröftuglega. Þá skeði undrið. — Réttum tveim dögum fyrir hinn örlagaríka dag, 1. sept., setti Stærsta smyglmálið. NÝLEGA varð stærsta smygl- málið hér á landi uppvíst. 200 brúsum af spiritus, 101. hver, var smyglað í land úr Tungufossi og hafa 40—50 manns komið þar við sögu á einhvern hátt. Upplýst er að eigendur 197 brúsanna voru 13, sem áttu frá 4 og upp í 40 brúsa hver. Áfenginu var varpað í sjóinn nærri landi, þegar Tungufoss var á heimleið og bát- ur fenginn til að hirða það upp. Lágmarkssekt fyrir að smygla áfengi er 400 kr. á hvern lítra og persónusekt að auki fyrir að brjóta lög og nemur hún nokkr- um þúsundum. Ekki hafa borizt fregnir af hve marga menn dóms málaráðuneytið ákærir vegna máls þessa. Öll er saga þessi á þá leið, að undrun sætir að hún gerist í sæmilega siðuðu þjóðfélagi og hún hlýtur ennfremur að hvetja til aukins eftirilts um land allt, og að fast og vettlingalaust sé tekið á slíkum málum eftirleiðis. Göngur og réttir framundan. ÞESSI MÁNUÐUR hefur, enn sem komið er, verið hinn hag- stæðasti fyrir alla þá, sem land- búnað stunda á landinu norðan- verðu. Bændur hafa keppzt við að heyja og gengið vel. Framundan eru svo göngur og réttir. Haustlitir setja sinn svip á allan gróður og er mjög fagurt til fjalla og heiða. Þangað stefna gangnamenn með hesta sína og hunda þessa dagana og þá næstu og reka fé til rétta. En þótt göng- ur og réttir séu hið dýrðlegasta ævintýr þegar vel viðrar, er margs að gæta. í nýútkominni reglugerð um meðferð búfjárf við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum, segir m. a. svo: 5. grein. Sýna skal sauðfé fyllstu nærgætni við smölun og rekstur og forðast ber að hund- beita það um nauðsyn fram. Þegar sauðfé er flutt með bif- reiðum, skal ávallt hafa gæzlu- mann hjá því, jafnvel þótt um skamman flutning sé að ræða. Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til stauðfjárflutninga, skal útbúa sérstaklega til þeirra nota. Pallgrindur skulu þéttar og sléttar og eigi lægi'i en 90 sm. Flutningspall skal hólfa sundur með traustum grindum í stíur er rúmi eigi yfir 12 kindur. Dyra- umbúnaður skal vera traustur og öruggur. Þegar um langan flutn- ing er að ræða (yfir 50 km.), skal flutningspallur vera hólfaður sundur í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir flutnings- pall. Á flutnignspall eða stíur skal strá hæfilega miklum sandi eða heyi til að draga úr hálku. Leitast skal við að flytja fé á meðan dagsbirtu nýtur. Sé því ekki við komið, skal hafa ljós á bifreiðapalli, svo að vel sjáist um allan pallinn á meðan á flutningi stendur. Til þess að forðast Morgunblaðið upp nýtt andlit. Það var orðið eldheitt landhelg- isblað. Þunga almenningsálitsins hafði tekizt það, sem þingskör- ungi Borgfirðinga tókst ekki. — Samt verður seint þveginn sá pólitíski smánarblettur, sem helztu talsmenn Sjálfstæðis- flokksins bera af þessu máli, þótt þeir að lokum létu undan síga á örlagastund. Nauðugir gerðu þeir það, og ekki fyrr en sýnt var, að það er ekki hægt að kljúfa þjóð- ina í þessu máli. hnjask, mar eða meiðsli, skal búa svo um, að unnt sé að reka búfé á flutningspall og af honum aft- ur. í ofanskráðri grein reglugerð- arinnar um meðferð búfjár við rekstur og flutnings eru þörf ákvæði um lágmarksaðbúnað. En margt fleira þarf þó að hafa í huga í meðferð fjárins. Á það skal bent sérstaklega, að enn sjást fullorðnir menn í rétt- um handleika fé af lítilli nær- gætni og fákunnandi unglingar, svo sem sum kaupstaðabörn, hanga í ull á fénu án þess að þeim sé leiðbeint. Ofan á þetta bætist svo sá ósiður í sumum réttum, að víns er neytt í of rík- um mæli áður en sundurdráttur er um garð genginn og fer þá prúðmennska í handatiltektum sína leið. Þótt á þessi atriði sé bent, hafa flestir fjáreigendur ríkan skilning á þeirri tvöföldu skyldu sinni að fara vel með féð. — Sú fyrri er siðferðileg ábyrgð, sem fylgir því að eiga fé og önnur húsdýr og hin síðari er fjárhagslegt atriði. Marblettir á kjöti bera glöggt vitni um með- ferð dýranna og þeir fella vör- una í verði. Til mun það einnig að marblettirnir orsakist af gróf- um handtökum á sláturstað, en um það skal ekki rætt frekar að sinni. Hrossahópurinn við Valagilsá. UNDANFARIÐ HEFUR margt hrossa staðið við girðinguna framan við Valagilsá í Norður- árdal í Skagafirði. Þar er hag- laust með öllu. Vegfarandi taldi 72 hross þar á miðvikudaginn (Framhald á 7. síðu.) Skipanir í skólastjóra- og kennarastöður við barnaskólana hér Samkvæmt bréfi frá fræðslu- málastjóra, er fræðsluráði Akur- eyrar hefur borizt, hefur Eiríkur Sigurðsson verið skipaður skóla- stjóri Oddeyrarskólans og eftir- taldir kennarar við barnaskólana hér: Elín Sigurjónsdóttir, Guðmund- ur Olafsson, Jens Sumarliðason, Jón Hilmar Magnússon, Sigurður Flosason og Sigurður G. Jóhann- esson. Skipanirnar eru miðaðar við 1. september 1958. Allir framan- taldir voru settir í stöður þessar sl. ár. Þá má geta þess, að Hjörtur L. Jónsson, skólastjóri Glerárskóla, hefur fengið orlof þetta skólaár, og hefur fræðsluráð lagt til, að Árni Rögnvaldsson, áður skóla- stjóri Árskógsskóla, verði settur skólastjóri við Glerárskólann. Baráttan gegn afbrotum unglinga Skýrsla frá S. Þ. um ástanclið í þessuin efnum Það er ástæða til þess að gengið sé rösklegar til verks en verið hefur í baráttunni gegn afbrotum unglinga. Það þarf að skipuleggja þessi mál betur og það er þörf fleiri sérmenntaðra manna, segir í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega birt um afbrot unglinga í Norður-Ameríku. í formála að skýrslunni er bent á, að á tuttug- ustu öldinni hafi áhugi fyrir vandamálum æskunn- ar aukizt til muna, en að þær varúðarráðstafanir, sem gerðar séu til þess að koma í veg fyrir lögbrot æskumanna, beri oft ekki merki innbyrðis ósam- komulags og skorti sameiginlegan heildarsvip. Skýrsluna, sem er samtals 134 blaðsíður, samdi að mestu dr. Paul W. Tappan, sem er prófessor í félagsfræði og lögfræði við New York hásskóla. Skýrslan er raunverulega aukin og endurbætt út- gáfa af skýrslu um rannsóknir, sem gerðar voru 1952 samkvæmt beiðni Efnahags- og félagsmála- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Áður hafa verið gefnar út skýrslur á vegum S. Þ. um afbrot í Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu og hinum fjarlægari Aust- urlöndum. Ný útgáfa af skýrslunni frá Suður- Ameríku er í undirbúningi. Afbrot unglinga í Bandaríkjunum og Kanada er efni þeirrar skýrslu, sem hér um ræðir. Þar er slegið föstu, að mikill hluti alvarlegra afbrota í Bandaríkjunum séu framin af ungum mönnum. — Árið 1956 voru 66,4% allra bílaþjófnaða og 53,9% allra innbrota framin af unglingum innan 18 ára. I Kanada voru 70,3% allra afbrota, sem gerð voru í auðgunarskyn árið 1955, framin af piltum og stúlk- um innan 18 ára að aldri. Átta árum áður (1947) var hundraðstalan þó ekki nema 58,8. Bæði í Bandaríkjunum og Kanada eru gerðar ýmsar varúðarráðstafanir, áður en unglingum er varpað í fangelsi eða þeim komið fyrir á hælum. Algengastar eru aðvaranir, skilyrðisbundnir dómar og umsjá barnaverndarnefnda. í Bandaríkjunum hallast menn meira að „óopinberri meðferð án íhlutunar dómsvaldsins", en gert er í Kanada. Árið 1955 fengu aðeins 2,5% allra, sem komu fyrir dóm- stólana í Kanada vegna unglingaafbrota, sýknun- ardóm. Tilsvarandi hlutfallstala í Bandaríkjunum það ár var um 49%. í skýrslunni er þess getið, að bæði í Bandaríkj- unum sem og í Kanada, séu menn farnir að hallast meir og meir að því, að leyfa unglingum á betrun- arhælum að klæðast venjulegum fötum í stað ein- kennisfatnaðar. Hvað Bandaríkin snertir, segir í skýrslunni, hef- ur verið forðast að gera of almennar reglur um meðferð unglinga og afbrot þeirra af ótta við að mikið vald í þessum efnum safnaðist fyrir á einum stað, og að áhrif einstakra fylkja myndi þá gæta minna en ella. Þessi stefna hefur leitt til þess, að það skortir tilfinnanlega samvinnu milli fylkja í baráttunni gegn afbrotum unglinga, segir að lokum í S. Þ. skýrsunni. Kartöflur í betri umbúðum Það er að verða almennt fyrirkomulag við sölu á matarkartöflum erlendis, að þær fást í afvegnum smáskömmtum í plastpokum, 2—5 kg. hver. Það nýjasta er, að kartöflurnar eru þvegnar og tilbúnar til að láta þær í pottinn. Þessi aðferð breiðist óð- fluga út. Pokarnir eru merktir eftir gæðaflokki, að undangengnu eftirliti við ræktunina og suðupróf- un. — Eflaust mun Grænmetisverzlun landbúnað- arins hafa sölumeðferð kartaflna til athugunar. — Mun hægt að vinna að henni með hag neytenda og framleiðenda í huga og að jöfnu. Bætt sölumeðferð á íslenzku kartöflunum ætti að geta stóraukið neyzluna og þannig skapað mögu leika til aukinnar og bættrar framleiðslu. — Kar- töfluræktin er að vísu ótrygg í stórum landshlut- um, en góð skilyrði eru þó, þegar á heildina er litið, til að fullnægja innaanlandsneyzlunni og raunar langt fram yfir það. Kartöfluframleiðendur þurfa að haga ræktuninni meira í þá átt að kartöflurnar þoli strangt gæða- mat, hvað þurrefni og bragðgæði snertir og á verzluninni hvílir sú skylda að selja vöruna í góð-* um umbúðum og girnilegu ástandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.