Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 1. októbcr 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: • ® Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurini kostar kr. 75.00 Blaðið kemur ut á miðvikudögum « og laugardögum, þegar efni standa til g Gjalddagi er 1. júli Prentverk Odds Björnssonar h.f. Síld og síldariðnaður LÖNDUNARBANNIÐ kenndi okkur að nýta aflann betur og vinna fiskafurðir til útflutnings. Fiskiðjuverin risu þá upp hvert eftir arinað og gjaldeyristekjur af hverju tonni aflaðs fiskjar jókst stórlega, svo og margvísleg vinna í landi við verkun aflans. Þótt við séum ekki í neinni þakk- arskuld við Breta fyrir þetta viðskiptabann, sem þeir settu í mótmælaskyni við útfærslu íslenzkr- ar landhelgi 1952, varð það þó til þess að kenna okkur nokkuð til verka við aðalútflutningsat- vinnuveginn. Upp úr deilunni við Breta um fjög- urra sjómílna fiskveiðitakmörkin, spratt fiskiðjan á íslandi og hætt var að flytja út óunninn fisk að verulegu leyti. En í sambandi við hina þýðingar- miklu þróun fiskiðnaðarins í landinu síðustu árin, vaknar spurningin um síldina. „Islandsild“ og „Iceland Herring“ eru heimsþekkt vörumerki á niðurlagðri og nið- ursoðinni síld. Islandssíldinni cr stillt út í hverri matvörubúð helztu verzlunarstaða tveggja heimsálfa, að minnsta kosti, í smekk- legum dósum, tilbúnum fyrir neytendur að setja á matborðið. íslandssíldin þykir lostæti og er það vissulega. En gallinn er bara sá, að þessi vara, þessar fallegu dósir með stein- prentuðu letri og gómsæta innihaldi, eru ekki frá íslandi. Við seljum enga síld í dósum, heldur í tunnum. En viðskiptavinir okkar, til dæmis Svíar og Norð- menn, nota þessa síld til að vinna hana yfir vet- urinn og framleiða hina þekktu gæðavöru. Þeir kaupa af okkur síldina í heilum tunnum og selja hana 'svo um víða veröld undir hinu víðfræga vörumerki. Þessar síldarverksmiðjur þeirra eiga miklar birgðir saltsíldar á hverju hausti og þær myndu sannarlega engar vera til, ef þær gæfu ekki ágóða í aðra hönd. Þær framleiða margs konar síldarrétti, sem íslendingar kynnast þá fyrst er þeir fara utan. Nýting síldarinnar, sem við veiðum, er aðeins með þrennu móti. Síldin er söltuð til útflutnings, unnin í síldarverksmiðjum til framleiðslu lýsis og fóðurmjöls eða fryst til beitu og útflutnings. Sú spurning hlýtur að sækja fast á atvinnu- rekendur í síldarbæjunum, hversu hagnýta megi síldina á arðbærari hátt en hingað til hefur verið gert. Aflatregðan mörg undanfar- in ór knýr menn til að svara þessari spurn- ingu. Síldina þarf að flytja út sem fullunna matvöru að einhverju leyti, í stað þess að hrúga henni niður í tunnur og flytja hana út sem hrácfni. Ilvers vegna ekki að geyma nokkurt magn síldarinnar, sem hér veiðist fyrir Norðurlandi á sumrin og vinna það svo að vetrinum, þegar minnst er um atvinnu? Hve Iengi eiga Islendingar að horfa upp á það, að aðrar þjóðir fullvinni síldina okkar, í stað þess að gera það sjálfir? Niðursuða nýn'ar síldar er auðvitað bæði stað- og tímabundnari og eflaust er mörgum vand- kvæðum bundið að koma hér á síldariðnaði, svo sem hér hefur verið drepið á. Til þess þarf verk- smiðjur og til þess þarf kunnáttu, ekki aðeins forstjórans, heldur allra, sem við þær vinna. En sennilega þyrfti þó að byrja á því að flytja inn „Islandsild“ til þess að kenna mönnum átið. Eng- inn veit hvernig á að framleiða góðan mat, nema hann viti hvernig hann á að vera á bragðið. Hér í blaðinu hefur oft verið bent á nærtækt verkefni, niður- suðu smásíldar, sem Eyjafjörður er fullur af árið um kring. Ef til vill gæti verksmiðja hér á Akur- eyri leyst þetta tvöfalda verk- efnil í framtíðinni að sínum hluta. Stofnkostnaður nýrrar síldarniðursuðuverksmiðju er ef- laust mikill, svo og vinnumennt- un væntanlegs starfsfólks, mai'k- aðsleitir o. fl. Hins vegar ætti að mega vænta þess að „Islandsild" frá íslandi yrði ekki verri en norsk eða sænsk „Islandsild“, sem nú er seld um heim allan. Skólafólkið og atvinnan. í ÞESSARI VIKU fyllast skólarnir af æskufólki. Sjötti hver íslendingur er í skóla. Stundum fresta bændur göngum og réttum vegna sumaranna. Með því lengja þeir heyskapar- tímann. Það hefur líka komið fyrir að framhaldsskólarnir hafa verið settir nokkru síðar að haustinu en venjulega, þegar sérstaklega hefur staðið á og ekki þótt koma að sök og ekki sézt í lakari árangri skólavistar- innar. Nú stendur svo á, að yfirleitt er atvinna mikil í landinu og er næi'tækasta dæmið hér á Akur- eyri. Hér er hver maður í vinnu og jafnvel hætt við fólkseklu hjá togaraútgerðinni þegar skólar hefja starf og nemendur hverfa úr vinnu, ennfremur vatnsveit- unni. Án þess að draga úr gildi skól- anna, er það þó mjög hæpin ráð- stöfun að hefja skólastarf í fram- haldsskólum svo snemma að haustinu að ungmenni eru tekin úr ágætri atvinnu og frá nauð- synlegum störfum á meðan veðráttan er hagstæð og atvinnu vegirnir í fullum gangi og at- hafnalífið þarf á hverjum vinnu- færum manni að halda. Skólavistin er löng, of löng fyrir líkamlega hreysti unga fólksins. Þegar líður á veturinn fer námsleiðinn og hvers konar vanlíðan að gera vart við sig hjá skólafólki og þá sækist námið treglega. Sjötti hver íslendingur er í skóla og miklu fé er varið til menntamála. Sumum þykir slíkt ofrausn í jafn harðbýlu landi. Án þess að ræða það mál al- mennt eða fræðslukerfið yfirleitt, er það nokkurn veginn víst, að skólarnir gætu haft þá bændur til fyrirmyndar, sem fresta göng- um til að lengja bjargræðistím- ann. Þegar önnur eins atvinna er í landinu og nú, ættu skólarnir að byrja að minnsta kosti hálfum mánuði síðar en venja er. Það væri mjög heppilegt fyrir þau ungmenni, sem sjálf kosta skóla- göngu sína og eru að safna sér peningum til námsdvalarinnar. Og það er þjóðhagslegur ávinn- ingur þegar verkefnin eru nægi- leg og full þörf allra verkfærra manna. f þriðja lagi er mjög lík- legt, að námsárangur verði engu minni. Hestar á bílpalli. A síðustu tímum er orðin algeng sjón að sjá hross flutt á palli vöru- bifreiða. — I>að veldur nokkurri furðu, að oft er enginn maður lijá þeim. En skylt mun vera að gæzlu- maður sé hjá búpeningi, sem þann- ig er fluttur. Nú er Jtað vitað, að liross, bæði tamin og ótamin, eru viðkvæm og hræðslugjörn og alveg sérstök ástæða til að gæta fyllstu varúðar í sambandi við slíkan flutning á þeim. Ekki leynir það sér lieldur, hve sum liross líða miklar hræðslukvalir á þessum ferðum, jafnvel þótt þau gripi ekki til örþrifaráða. En þau verða mun rórri, ef eigandinn er nálægur, og gildir Jtað auðvitað fyrst og fremst um tamin liross. NÍRÆÐISAFMÆLI: Guðmundur Ingimundarson Þann 4. þ. m. verðui' Guð- mundur Ingimundarson, Prest- hólum í Núpasveit, níutíu ára. Guðmundur fæddist að Brekku í Núpasveit, og voru foreldrar hans Ingimundut' Rafnsson og Hólmfríður Jónsdóttir. Hann kvæntist árið 1903 hinni mestu ágætiskonu, Þorbjörgu Sigurð- ardóttui', ættaðri úr Laxárdal í Þistilfirði, og reistu þau nýbýlið Garð í Brekkulandi árið 1907 og bjuggu þar til ársins 1937. Það ár fluttu þ>au að Presthólum með einkadóttur sinni Guðrúnu og Þorgrími Ármannssyni, manni hennar. Guðmundur var einn af stofn- endum Kaupfélags Norður- Þingeyinga og stai'faði mikið fyrir það, fyrst sem endurskoð- andi og síðan sem stjórnarnefnd- armaður í mörg ár. Hann er nú heiðursfélagi þess. Einnig starf- aði hann talsvert að öðrum fé- lagsmálum fyrir sveit sína, var t. d. í hreppsnefnd um ára bil. Konu sína missti Guðmundur árið 1951. Er eg heyri rökrætt um, hvort æskilegt sé að verða gamall eða ekki, þá verður mér oft hugsað til Guðmundar Ingimundarsonar. Hver sá, sem náð hefur háum aldri við góða heilsu, er hýr í skapi, öfundlaus og kærleiksrík- ur, hefur náð þeim áfanga, sem allir ættu að sækjast eftir. Þá hafa ávextir þessa lífs náð Jseim þroska, sem til er ætlazt. Þetta er gæfan. Guðmundur er hár maður vexti og þrekinn, höfðinglegur og sviphreinn. í augum hans skín góðvild til alls, sem lifir. Hann er elskaður og virtur af öllum, sem þekkja hann. Eg óska hon- um til hamingju með afmælið og þakka honum hjartanlega fyrir góð kynni. Örn Snorrason. Smurstöð Þórshamars h.f. er fullkomnasta smurstöð landsins og vekur mikla athygli ferða- manna, innlendra og erlendra. — Hlý og vistleg setustofa er þar fyrir viðskiptavinina, þar sem þeir geta lesið blöð og tímarit og fengið sér hressingu á meðan unnið er við bíl þeirra. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR í gömlum fræðum er eftirfarandi smásaga: Þrír menn reru út á fljót nokkui't á báti. Enginn þeirra var syndur. Er þeir voru komnir út á miðja á, tók einn fram bor og fór að bora gat á botninn á bátnum. Hini rtvei rhrópuðu skelfdir: „Hvað ertu að gera, maður?“ „Skiptið ykkur ekki af mér,“ svaraði maðurinn. „Eg bora gatið bara neðan við mitt sæti.“ „Já, en,“ hrópuðu hinir, „við erum allir í sama bátnum.“ Þessa smásögu ætti að innramma og hengja upp á vegg í öllum skrifstofum utanríkisráðherra í heiminum. ------o------ Breyttar aðstæður. Lífið er breytingum undirorpið, og við verðum að fylgjast með þeim. Maður nokkur hringdi til læknis um miðja nótt og sagði: „Læknir, þér megið til að koma strax. Konan mín er ægilega veik. Eg held, að hún þurfi að ganga undir botnlangauppskurð.“ „Hvaða vitleysa er þetta, maður,“ svaraði lækn- irinn. „Konan yðar getur ekki verið með botn- langabólgu, því að eg skar sjálfur úr henni botn- langann fyrir sex eða sjö árum.“ Svo bætti hann við: „Hafið þér nokkurn tíma heyrt getið um konu, sem hefur fengið annan botnlanga?" „Nei, læknir,“ svaraði maðurinn, „en hafið þér nokkurn tíma heyrt getið um mann, sem hefur fengið sér aðra konu?“ ------o------ Hið eina jafnrétti hér á jörðu næst með dauðan- um. — Philip J. Bailey. ------o—----- Faðir hennar: „Hvað segirðu? Hefur hún sam- þykkt að giftast þér? Ungi maður, þú ert næst- hamingjusamasti maður á jörðinni.“ ------o------ Nú man eg. Maður, nýkominn úr ferðalagi, var að lýsa land- skjálfta. „Ægilegasta, sem eg hef séð, maður. Hótelið hristist og skalf, og bollar og diskar flugu um her- bergið, og. . . . “ Félagi hans náfölnaði og tók fram í: „Guð al- máttugur Nú man eg! Eg gleymdi að póstleggja bréfið, sem konan mín fékk mér í fyrradag." ------o------ Sá stjórnmálaflokkur, sem þakkar sér regnið, getur ekki undrazt, Jrótt andstæðingarnir kenni honum um þurrkinn. — Morrow. ------o------ Einstein var eitt sinn spurður að því, hvaða vopn hann héldi, að yrðu helzt notuð í Jariðju heims- styrjöldinni. „Eg veit Jjað ekki,“ svaraði hann, „því að Jn'óun vopnabúnaðai' er svo hröð nú á tímum. En eg get sagt ykkur, hvaða vopn verða notuð í fjórðu heims- styrjöldinni. — Grjót.“ ------o------ Hamingjan hjálpi oss! Flugvélin var komin hátt á loft, er flugmaðurinn tók að skellihlæja. „Leyfið mér að heyra brandarann," sagði einn farþeginn. „Eg er að hugsa um það,“ sagði flugmaðurinn, „hvað þeir muni segja á hælinu, þegar jDeir komast að því, að eg hef sloppið frá þeim, ha, ha!“ ------o------ Lesið, veiðimenn! Er annað barn Clevelands Bandaríkjaforseta fæddist, bað læknirinn hinn hreykna föður að koma með' vog, svo að hann gæti vigtað barnið. Cleveland leitaði um allt húsið en fann enga vog- ina. Að lokum mundi hann eftir því, að hann átti eina niðri í kjallara, sem hann notaði á sínum fjölmörgu veiðiferðum. Hann sótti vogina og barnið reyndist vera 25 pund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.