Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 2
2 DAGUK Miðvikudaginn 15. október 1958 UM DAGINN OG VEGINN FRÉTTIR í STUTTU MÁLI höfðu borizt fjölmörg áskorun- arbréf um að biskup gegndiemb- ætti 5 ár í viðbót. — Samkvæmt þessari álitsgjörð fer biskups- kosning fram svo sem lög gera ráð fyrir, en herra Ásmundur Guðmundsson gegnir embætti þar til nýr biskup er kosinn. Málverkasýningar. Málverkasýning Örlygs Sig- urðssonar listmálara stendur yfir þessa daga og ættu menn að leggja leið sína þangað. Hvort tveggja er, að listamaðurinn er talinn hafa náð langt, hann er Akureyringur, sem margir þekkja, og enn má á það líta, að mjög hefur skort á, að almenn- ingur í höfuðstað Norðurlands hafi notið málverkasýninga eins og vera ætti. í þessu sambandi er athygli vakin á því, að Bókabúð Rikku og Valbjörk eiga heiðurinn af því að málverkasýning þessi er hér sett upp. Þessi fyrirtæki ætla að stofna til fleiri sýninga og er það vel. Þessi fyrirtæki sýna um leið bækur og húsgögn og er ekki annað hægt að sjá, en slíkt géti vel farið saman. - Sfjórnmálafundur á Húsavík Píus páfi XII. látinn. Píus páfi lézt 9. þ. m. Undir klukknahringingum var lík hans borið til Péturskirkjunnar, um 25 km. langan veg frá þorpinu Castelgandolfo, þar sem hann lézt. Iiann var jarðsettur sl. mánudag á heilögum stað, ná- lægt gröf Péturs postula. 18 hýir bátar. Ákveðið hefur verið að veita innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyfir 18 nýjum bátum, 70—135 tonna. Verða 5 þeirra smíðaðir í Austur-Þýzkalandi, en heimilt að smíða hina vestan járntjalds. 250 lesta skipin 12, sem í smíðum eru erlendis, fara að koma til landsins, þau fyrstu áð- ur en lahgt líður. Heimta 12 mílur. Nýlega samþykkti fiskimanna- íélagið Iionningsvog í Norður- .Noregi eftirfarandi ályktun á aðalfundi sínum: Krafan um 12 mílna fiskveiði- rétt'indi á fullan rétt á sér og .hefur úrslitaþýðingu fyrir veið- arnar við ströndina. Því miður 'var landhelgin ekki stækkuð um leið og íslendingar lýstu yfir 12 mílna fiskveiðilögsögunni. — Ef norska landhelgin verður ekki færð út fyrir 1. jan. 1959, verða •fiskirhenn ao búa sig undir að .skipuleggja rekstrarstöðvun til að koma kröfunni fram. Hræðast hnífinn, cn ekki hjúkrunarkonurnar. Þriðji Bretinn var nýlega los- aður við botnlangann á Patreks- firði. Þessar sjóhetjur óttuðust mjög skurðáðgerðina og varð jafnvel að beita þá valdi til að koma á þá svæfingu. Hins vegar lízt þeim vel á hjúkrunai'liðið. — '.Lét einn þeirra hafa það eftir sér að hann hyggðist kvænast hjúkr- 'unarkonu þar á staðnum, þegar hann væri búinn að aura ein- hverju saman. Kona þessi hefur :nú þverneitað að eiga nokkurn þátt í þessu áformi! — Freigátan !Russel fékk loyfi til að koma með síðasta sjúklinginn til hafnar. íhaldið sanit við sig. Á nýafstöðnu flokksþingi brezkra íhaldsmanna var sam- þykkt einróma ályktunartillaga í landhelgisdeilunni við íslend- inga, þar sem stefna brezku stjórnarinnar var studd. Umræð- 'ui' voru hófsamlegar. Biskupskjör. Fyrir nokkrum dögum, eða G. þ. m., var biskup íslands, herra Ásmundui' Guðmundsson, sjötug 'ur. Samkvæmt álitsgerð tveggja prófessora við Háskólann verður ekki talið, að lagaákvæði gjöri l'áð fyrir hærri aldri í biskups- embætti. En kirkjustjórninni (Framhald af 1. síðu.) um héraðsmál, einkum málefni Húsavíkui'. Taldi hann að af framkvæmdamálum Húsavíkur ætti haínargerðin að sitja í fyrir- rúmi, drap á nauðsyn barnaskól- ans, sem er i smíðum, hitaveitu og fleira. Margir tóku til máls á fundin- um og sumir oftar en einu sinni, þar á meðal frummælandinn. — Voru umræður fjörugar. Stóð fundurinn fram yfir miðnætti. Fjórar tillögur komu fram og voru afgreiddar á fundinum. Fara þær hér á eftir í þeirri röð, er þær komu fram: 1. Karl Kristjánsson, Guð- mundur HákonarSon og Jóhann HermannSson báru fram svo- fellda tillögu: „Alnienifar fundur, baldinn í Iliisavík 7. okt. 1958, lýsir yfir fullum stuðningi við núverandi ríkisstjórn. Telur hann að með því flokkasamstarfi, sem hafið var með myndun stjórnarinn- ar, hafi tekizt að forða þjóðinni frá í'ramleiðslustöðvun og at- vinnukreppu. Hins vegar harmar fundur- inn að ekki hefur cnn tekizt að ná jafnvægi í efnahagsmálun- um og truflast hafa þær mik- ilsverðu tilraunir, sem gerðar voru í þá átt með setningu Iag- anna um Utflutningssjóð o. fl. Skorar fundurinn á ríkis- stjórnina og Alþingi að ein- beita sér til þess að kveða nið- ur drauga verðbólguþróunar- innar. Jafnframt skorar hann á almenning að veita fulltingi sitt til að þeíta megi takast.“ Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. 2. Karl Kristjánsson, Jóhann Hcrmannsson og Guðmundur Hákonarson báru fram svohljóð- andi tillögu: „Almennur fundur, haldinn í Húsavík 7. okt. 1958, lýsir yfir því, að hann telur tímabært og náuðsynlégt — eins og nú cr koniið þróun cfnahags- og at- vinnumála lijá þjóðinni — að breyta regluin um kaup- og kjaradeilur á þá Ieið, að ekki eigi sér stað framvegis á þeim sviðuin hinn svonefndi skæru- hernaður, sem fámennir starfs- hópar stofna til og skaða oft með vinnustöðvunum þá verkamenn aðra er sízt skyldi, og lcitt getur til ósamræmis í kaupi og kjörum, heldur hafi heildarsamtök vérkalýðsms ákvörðunarvald um það hverju s-infii, hvort hefja skúli af hans hálfu slíkar deilur og vinnu- stöðvanir og lieildarsamtök vinnuveitenda sáms konar vald af hálfu vinnuveitendanna. Jafnframt bendir fundurinn á, að heppilegast muni, að allir kauji- og kjarasamningar inn- an ncfndra samtaka renni út á sama tíma.“ Tillagan var samþykkt ein- róma. 3. Jóhann Hermannsson og Guðmundui' Hákonarson fluttu eftirfarandi tillögu: „Almennur fundur, lialdinn í Ilúsavík 7. okt. 1958, skorar á þingmann kjördæmisins að vinna að því, að framlag til hafnargcrðar í Húsavík á fjár- lögum ríkisins vcrði hækkáð verulega. Ennfremur að útvcga styrk úr Hafnarbótasjóði til viðgerð- ar á hafnarbryggjunni.“ Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. 4. Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri flutti eftirfarandi til- lögu: „Alincnnur fundur, haldinn i Húsavík 7. okt. 1958, skorar á þingmann kjördæmisins að vinn að því, að Húsavíkur- kaupstaðúr og Reykjahrcppur fái nauðsynlegan stuðning rík- isins til þess að koma upp hita- vcitu frá Ilvcravöllum í Reykjahv. norður eftirReykja- lireppi til Húsavíkur með tengingum við bæina í hreppn- um og dreifingarkerfi um kaup staðinn. Tillagan samþykkt samhljóða. Húsnæði til leigu í Gránufclagsgötu 4, þar sem áður var Prentsmiðja Björns Jónssonar. — Til sýnis daglega á venjulegum skrifstofutíma. — Oskað er eftir leigutilboðum og skulu þau hafa bori/.t oss fyrir lok októbermánaðar. ÚTGF.RÐARFÉLAG AKUREYRINGA H.F. íbúð til SÖÍU 5 herbergja íbúðarhæð á Oddeyri til sölu. —'Upplýsing- ar gefur JÓNAS G. RAFNAR, hdl., simi 1578. Gólfteppaf ilt Vefnaðarvörudeild IÐJa, félag verksmiðjufólks, Akureyri, heldur FÉLAGSFUND í Alþýðuhúsinu fimmtud. 16. október kl. 8.30 e. h. FU N D ARF.FN I: L Inntaka nýrra félaga. 2. Rætt hvort segja skuli upp samningum fé- lagsins. 3. Hlutaveltuncfnd skýrir frá störfum sínum. 4. Vetrarstarfið. Félagar! Það er mjög áríðandi að allir félagsmenn, sem geta því við komið, rnæti á fundinum. Alveg sér- staklega er fólk, sem vinnur í verksmiðjum meðlima Iðnrekendafélags Akureyrar beðið að mæta á fundinum. STJÓRNIN. Dúkaverksmiðjuna h.f. vantar starfsstéilkur nti þegar eða síðar. — Einnig stúlku á kvöldvakt (kl. 5—9). — Gétum útVegað hesbergi ef óskað er. — Upplýsingar í VERKSMIÐJUNNI eða í sima 1568. Kuldaúlpur barná, imglinga, kven og karlmanna Karlrnannaföt Rykfrakkar poplin og gaberdine. Kven-poplinkápur margar tegundir. Vefnaðarvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.