Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 15. október 1958 Villiinisikurinn ógnar fuglalífi og lisk veiði í ám og vötnum Ohappasendingin 1932 - Eyfirðingar kaupa minkahund á sjö þúsund krónur Ymis fíðindi úr nágrannabyggðum í jan.mán. 1932 kom Lyra með óvenjulegan flutning til Reykja- víkur. Hún flutti 75 minka frá Noregi, sem verða áttu upphaf riýrrar atvinnugreinar á íslandi. Nokkrir einstaklingar áttu þessa óhappasendingu og hófu síðan loðdýrarækt. En kvikindi þessi sneru brátt á eigendurna, enda hyggin dýr og harðskiptin. Þau sluppu úr haldi. Nú er svo komið að þessi minkastofn er orðin plága í landinu og búinn að leggja undir sig allar sýslur sunnanlands, að Vestur-Skafta- féllssýslu og landið vestanvert, og liorðiir áð Norður-Þingeyjar- sýslu. Varnaðarorð Guðmundar heit- ins Bárðarsonar og fleiri um þennan innflutning voru látin sem vind um eyru þjóta, þótt margir vildu nú, að svo hefði ekki verið gert. Innflutningur dýrategunda og röskun á því jafnvægi, sem náttúran sjálf hef- ur skapað, hefur í ýmsum lönd- um valdið óhemju skaða og margþættum vandræðum. ’—; Þrátt fyrir harðindi, erfiða fæðuöflun og fullkomna óþökk mannsins, hefur þetta litla dýr lagt hverja sveitina af annarri undir sig og búið svo um sig, að útrýming er erfið með þeim að- ferðum, sem þekktar eru. Lengi stóðu Norðlendingar álengdar og heyrðu sögur um minka á Suð- urlandi. En minkarnir héldu hægt og öruggt upp með ánum og eru nú komnir norður af há- lendinu og niður í byggðirnar hér norður frá. í Eyjafirði, Oxnadal og Bárðardal hefur þeirra orðið vart og munu nú komnir út að sjó í framhaldi af þessum leiðum, þótt enn séu sennilega fáir og strjálir. íslendingar hafa barizt við ref- inn frá fyrstu tíð og gera enn. Bægisárkirkja 100 ára Næstkomandi sunnudag, 19. okt. verður þess minnzt með nokkrum hátíðahöldum, að í haust eru 100 ár liðin frá bygg- ingu Bægisárkirkju. Kl. 2 e. h. hefst hátíðamessa á staðnum og flytur sóknarprest- urinn, sr. Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, minn- ingarræðu, en sr. Stefán Snævarr á Völlunij prédikar, og fleiri prestar aðstoða við guðsþjónust- una. Eftír messu býður sóknar- nefndin kirkjugestum til kaffi- drykkju í félagsheimili Skriðu- hrepps, að Melum. Er þess að vænta, að sóknar- búar fjölmenni að hátíðahöldum þessum, og eins gamlir safnaðar- menn og aðrir velunnarar Bæg- isárkirkju í næsta nágrenni. Hann heldur enn velli eftir alla þá baráttu og fjölgar ört ef lát verður á bardaganum. Sennilega er leikur einn að halda honum í skefjum í samanburði við hinn nýja og illvíga landnema. Með hverjn árinu sem líður, samhæfist hann landinu og lagar sig eftir staðháttum. Hann verð- ur því verri viðfangs eftir því sem hann verður lengur í land- inu. Nú þegar hefur minkurinn gert feikna tjón. Fuglarnir .hverfa úr friðsælum varplöndum, þegar minkurinn er þangað kom- inn og lax- og silungsveiði er hætta búin, hvar sem minkurinn er nálægur, því að hann er harð- Kjöri fulltrúa á 26. þing Al- þýðusambands íslands er nú lokið á Akureyri. Sjálfkjörið varð í öllum félögunum, þar sem hvergi kom fram nema einn listi. Þessir menn verða fulltrúar: Fulltrúar Iðju hafa verið kjörn- ir þessir: Guðlaug Jónasdóttir,' Ingibjörg Björnsdóttir, Ingiberg- ur Jóhannsson, Jón Ingimarsson, Sigurður Karlsson. Varam. eru: Laufey Pálma- dóttir, Gústav Jónsson, Frið- þjófur Guðlaugsson, Jóhann Hannesson, Skúli Sigurgeirsson, Eðvarð Jónsson.. FuIItrúar Verkamannafélags Akureyrarkaupst.: Björn Jóns- son, Haraldur Þorvaldsson, Ing- ólfur Árnason, Loftur Meldal, Torfi Vilhjálmsson. Varamenn: Rósberg G. Snæ- dal, Árni Þorgrímsson, Björgvin Einarsson, Gunnar Aðalsteins- son, Guðmundur Rögnvaldsson. Fulltrúar Einingar: Elísabet Eiríksdóttir, Guðrún Guðvarðar- dóttir, Margrét Magnúsdóttir. Varamenn: Jónína Jónsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Olöf Al- bertsdóttir. Fulltrúar Bílstjórafélagsins: Jón B. Rögnvaldsson, Höskuldur Helgason. Til vara: Baldur Svan- laugsson, Garðar Svanlaugsson. Fyrir Sveinafélag járniðnaðar- manna: Stefán Snæbjörnsson og til vara Þórður Björgúlfsson. Fyrir Félag verzlunar- og TOGARARNIR Kaldbakur er á heimleið af Fylk- ismiðum. Kemur væritanlega á laug- ardaglnn. Slclibakur er á heimleið af siimu miðum og kemur ef til vill örlítið fyrr. — Báðir eru fullfermdir. Svalbakur kom sl. föstudag með rúml. 100 tonn af heimamiðum. Hann fer á vciðar í kvöld. Harðbakur er á 9. degi vciði- ferðar á Fylkismiðum. snúinn til veiða, bæði í vatni og á landi. Grimmd hans er tak- marklaus og hreystin mikil, af svo litlu dýri að vera. Helzt lítur út fyrir það, að minkaveiðar verði fastur liður í árlegu starfi margra manna í hverju héraði landsins. En því miður gefa þær ekkert raun- verulegt í aðra hönd, en verða eins konar landvarnarstörf til að fyrirbyggja eyðingarmátt hinna skæðu dýra. Snemma á þessu ári var veiði- stjóraembætti stofnað. Fyrsti veiðistjórinn er Sveinn Einars- son. Á hann að hafa á hendi yfir- stjórn sámræmdra útrýmíngar- herferða gegn minkum og refum. Sjálfur er hann veiðimaður og hefur nú þegar á að skipa hinum alkunna minkabana, Karlsen, og nokkrum öðrum minna þekktum, þeir nota tvö hundakyn við (Framhald á 5. síðu.) skrifstofufólks á Akureyri: Óli D. Friðbjörnsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Til vara: Kol- beinn Helgason og Baldur Hall- dórsson. Fyrir Sjómannafélag Alcureyr- ar: Tryggvi Helgason og Sigurð- ur Rósmundsson. Til vara: Lór- enz Halldórsson og Guðmundur Ólafsson. Fyrir Vélstjórafélag Akureyr- ar: Eggert Ólafsson og til vara Jón Hinriksson. Fyrir skömmu hélt íhaldið á Akureyri stjórnmálafund. Aðal- ræðumaður var Jón Pálmason alþingismaður. Samkvæmt frá- sögn „íslendings" af fundinum, hefur hann haft tvöföld von- brigði í för með sér og engum orðið til ánægju. Ritstjóri „íslendings" valdi kjarna ræðunnar í fyrirsögn að frásögninni og hljóðar hún svo: „Eitt hefur ríkisstjórnin efnt: Að taka öll völd af stærsta flokki þjóðarinnar." Jóni Pálmasyni hefur ekki enn tekizt að átta sig á því, að valdið sé stjórnarinnar en ekki stjórnarandstöðunnar, og þaðan af síður að sætta sig við þessar staðreyndir. Og fyrirsögn- in bregður upp einkar skýrri mynd af hugarástandi íhaldsins og valdafíkn þess. í þess augum eru völdin aðalatriðið og í ljósi þess eru öfgafullar og óþjóðholl- ar baráttuaðferðir skiljanlegar, þótt þær séu hins vegar ekki af- sakanlegar. Ræðumaður sagði að fjárlögin hefðu farið hækkandi risaskref- um hjá núverandi ríkisstjórn. — Þingmaðurinn veit þó vel, að fjárlögin hafa alla tíð farið hækkandi á landi hér frá ári til árs, og því ekkert nýtt eða óvenjulegt að fjárlög hækki hjá Svarfaðardal 14. okt. Töluverðan snjó gerði hér um helgina, og er ennþá hvítt niður að á. Slátrun á Dalvík lýkur um næstu helgi. Féð mun yfirleitt fremur rýrt. Margir bændur hcyjuðu eftir göngur, og bjargaði sá heyskapur miklu. Þrátt fyrir ]>að eru heyin minni en eðlilegt er, og einnig eru þau víða hrakin og verða því lélegra fóður og ódrýgra. Töluvert verður að fækka á fóðrum vegna fé>ður- vöntuuar. A Bakka-og Þverárdal hafa- fjög- ur lömb fundizt dauð af völdum dýrbits nú í haust. Blönduósi 14. okt. Hér er énginn snjór en aðeins grátt í fjöllum. Búið er að slátra 30 þús. fjár, en 6—7 þús. munu vera eftir. Einhvern næstu daga hefjast hér framkvæmdir við tvær stórbygging- ar: félagsheimili, sem verður rúml. 5 þús. rúmmetrar að stærð og stend- ur austan Blöndu, og bíla- og land- búnaðarvélaverkstæði, sem kaupfé- lagið byggir. Mun Mjólkurstöðin að líkindum komast undir þak nú í haust. Ólafsfirði 14. okt. Einar Þveræingur og Þorleifur Rögnvaldsson hafa stundað róðra með línu einkum á Skagagrunni að undanförnu og aflað frá 4 og upp í 10 skippund í róðri. Vinna hefur verið mikil, en nú er síldin farin að mestu, og minnk- ar þá atvinnan. Slátrun lauk hér í síðustu viku. AIls var slátrað 1800 fjár. Þyngstu dilkar vógu 251/q kg. Féð var fremur létt nema helzt það, sem gekk á Lágheiði. 1 barna- og unglingaskóla hér eru 175 nemendur og 14 nemendur í iðnskólanum. Fosshóli 14. okt. í dag fara síðustu fjárbilarnir með sláturfé til Húsavíkur. Hér var versta veður í nýafstöðnu norðan- kasti, sfmi slitnaði víða og staurar þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Þá talaði ræðumaður um hinar gífui'legu álögur á þjóðina, sam- kv. lögum frá síðasta Alþingi og daglega kæmu í ljós. Rétt er að minna ræðumann á, að í efna- hagsmálunum hefur íhaldið enga stefnu. Þó gerðu þeir tillögur til meiri greiðslna Útflutningssjóðs en predika nú um drápsklyfjar á almenning vegna tekjuöflunar sama sjóðs. Allir sjá tvöfeldnina í þessum málflutningi. Og enn taldi ræðumaður að allt væfi nú miðað við að lama einstaklingsframtakið og koma á ríkis- og bæjarrekstri. Þetta er auðvitað alveg út í hött. íhaldið styður nefnilega sjálft að bæjar- rekstri og hefur alls enga stefnu, aðra en hentistefnu í því máli. Til gamans má minna á, að í Reykjavík, þar sem rekin er stór bæjarútgerð undir stjórn íhalds- ins, er einn bæjartogaranna skýrður eftir Jóni Þorlákssyni. — Ekki er að sjá, að íhaldið skammist sín fyrir bæjarrekstur í höfuðstaðnum. Fundur þessi olli vonbrigðum fundarboðenda, vegna þess hve fásóttur hann var. Vonbrigði þeirra, sem á hlýddu, voru þó enn meiri. brotnuðu. Að Bólstað fundust níu kindur dauðar í karpi og vatni eftir veðrið. Hafði þær lirakið í hvass- viðrinu. — I Viðikeri fundust sjö kiridur fenntar en fleiri vantar. Fyrir skömmu var minkur drep- inn í Svartárkoti, og eftir hríðina sáust slóðir, og mun leit að þeim verða hafin. Suður i Hraunárdal eru nokkrar kindur, sem sluppu frá leitarmönn- um í öðrum göngum. Meðal þeirra eru tvær ær, sem þar voru lengst £ fyrra ásamt lömbum sínum og fá- einum kindum að auki. Veturgam- all útigönguhrútur fannst í haust vestan ár. Sauðárkróki 10. okt. Miklar annir hafa verið hér að undanförpu. Sláturtíð stendur nú sem liæst, og vinna á annað hundr- að manns á sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga við ýmiss konar störf í sambandi við slátrun. ‘ Allmikill fiskur barst að á tíma- bili, aðallega togarafiskur svo og nokkuð af bátafiski, og var unnið í báðum fiskvinnsluhúsunum af full- um krafti. Reyiulist þá vart nóg vinnuafl fyrir hendi, og voru ung- lingar og jafnvel biirn á barnaskóla aldri tekin til starfa að fiskvinnslu. Vegna þessa var selningu skól- anna frestað um nokkra daga, en 8. þ. m. voru þeir þó settir og í þeirn hafið starf af fullum krafti. Skólastjóri Barnaskólans, Björn Daníelsson, minnti á það í skóla- setningarræðu sinni, að merk tíma- mót væru nú í sögu skólans, þar sem hann ætti nú 50 ára afmæli sem fastur skóli, enda hefði gamla barna skólahúsið verið byggt 1908 og skól- inn settur í hinu nýja — og þá veg- lega húsi — í fyrsta skipti 19. okt. það ár. Ungur og vel menntaður kennari réðst þá að skólanum sem skólastjóri, Jón Þ. Björnsson. Sagði skólastjóri, að sér væri það mikið ánægjuefni að Jón, sem gegnt hefði skólastjórastörfum við þennan skóla um áratuga skeið, væri nú viðstadd- ur þessa skólásetningu. Færði skóla- stjóri honum þakkir fyrir öll störf hans í þágu skólans og menningar- mála í héraðinu. Barnaskóli hefur hins vegar starfað.á Sauðárkróki frá því árið 1892, en það ár er einmitt fæðingarár Jóns Þ. Björnssonar. I skólanum verða í vetur um 150 böm, og eru það fleiri börn en áð- ur, enda var nú einum kennara bætt við frá því sem áður hcfur verið. Allmargt aðstandenda bamanna var við skólasetninguna. Gagnfræðaskóli Sauðárkróks var settur sama dag síðdegis af skóla- stjóranum, Friðrik Margeirssyni. I upphafi gat hann um tafir þær, er orðið hefðu á því, að skólinn hæf- ist, og hverjar orsakir lægju til þeirra. Ræddi hann og um ýmis önnur atriði varðandi skólastarfið. Þá rakti hann að nokkru sögu skól- ans og skýrði frá því, að unglinga- fræðsla hér í bæ ætti nú 50 ára sögu að baki, því að jafnframt því að Jón Þ. Bjiirnsson tók við skólastjórn barnaskólans hefði hann hafið ung- lingafræðslu og stofnað unglinga- skóla, er starfaði undir hans stjórn um áratugi, eða allt til þess að Gagnfræðaskóli Sauðárkróks var stofnaður að frumkvæði og undir stjórn séra Helga Konráðssonar haustið 1946. Þakkaði skólastjóri jóni Þ. Björns- syui, sem viðstaddur var skólasetn- inguna; allt hans starf í þágu þessa (Framhald á 4. síðu.) Fjárbíll veltur Á mánudaginn mættust bifreiðar tvær á Moldhaugahálsi, mjólkurbíll og'fjárbíll, og rákust á. Fjárbíllinn valt út af veginum og skemmdist mikið. Gæzlumaður meiddist á hendi og tvö lömb munu hafa slas- azt. r Fulltrúar frá Akureyri á ASI-þing Hin fvöföldu vonbrigði íhaldsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.