Dagur - 29.10.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 29. október 1958 D A G U R 7 (Framhald af 8. síðu.) Um endurskoðun sveitar- stjórnarlaga: „Fundurinn telur eðlilegt, að bæjarstjórnir svari sjálfar þeim spurningum, sem til þeirra hefur verið beint af milliþinganefnd urn endurskoðun sveitarstjórnarlag- anna. Jafnframt telur fundurinn sjálfsagt, að stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga verði höfð með í ráðum um endurskoðun sveitar- stjórnarlaganna.“ Um kaup á vélum til gatnagerðar: „Þar sem tilraunir þær, sem nú hafa gerðar verið til þess að reyna að tryggja, að verkfræð- ingafirma í Reykjavík fengi leyfi til innflutnings á tækjum til var- anlegra gatnagerða, hafa enn engan árangur borið og ekki er líklegt að úr því rætist á næst- unni, telur fundurinn rétt að stjórn ísl. sveitarfélaga hafi for- göngu um að kaupstaðir landsins og e. t. v. stærstu kauptún, stofni með sér hlutafélag til að kaupa 'nauðsynlegar tækjasamstæður til 'varanlegra gatnagerða. Fundur- inn telur eðlilegustu leiðina til framkvæmda vera þá, að stjórn sambandsins semji frumvarp að lögum fyrir félagið og geri tillög- ur um hlutafjárframlög svo og áætlun um stofnkostnað hins væntanlega fyrirtækis og aðra fjárútvegun, en þá, sem fæst með framlögðu hlutafé. Jafnframt fer fundurinn þess á leit við stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, að hún sæki nú þegar um innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir tækjasamstæðu fyrir hönr vænt- anlegra samtaka.“ Um staðsetningu nýrra togara: „Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina, að hlutast til um, að flestir þeirra nýju togara, sem keyptir vei’ða til landsins, verði staðsettir á Vestur-, Norður- og Austurlandi og rífleg fyrir- greiðsla verði veitt þeim aðilum, sem sjálfir vilja ráðasí í aukna togaraútgerö. Einnig telur fund- urinn að athuga þurfi á hvern hátt verði bezt fyrir komið tog- araútgerð rikisins til atvinnu- jöfnunar á þeim stöðum, sem ei hafa bolmagn til þess að eignast togara. Bendir fundurinn á nauðsyn þess, að togarakaupum verði hraðað, einkum með tilliti til þeirra staða, er hafa byggt upp myndarleg fiskiðjuver, sem nú skortir hráefni til stöðugrar framleiðslu." Um hafnarmál: „Fundurinh bendir á nauðsyn þess, að fullgera hafnarmann- virki á ýmsum stöðum á Austur-, Norður- og Vesturlandi, og telur brýna þörf fyrir aukin framlög til hafnarmála í þessum lands- hlutum, einnig til nýrra fram- kvæmda. Jafnframt telur fund- urinn óhjákvæmilegt að sveitar- félögin fái greiðari aðgang að lánsfé til hafnarframkvæmda, en verið hefur, og leggur áherzlu á það, að sem víðast verði sköpuð aðstaða til útgerðar togara, þar sem vinnuafl er fyrir hendi til þess að hagnýta afla úr togur- um.“ Um hitaveitu: „Fulltrúafundurinn bendir á þann mikla gjaldeyrissparnað, sem það hefur í för með sér, að sem flcst bæjarfélög komi upp hitaveitu og hvetur til þess, að alls staðar þ'ar, sem jarðhiti er fyrir hendi, verði greitt fyrir hitaveituframkvæmdum bæjarfé- laganna. Kemur þá fyrst til gi’eina, að styrkir séu veittir til borana eftir heitu vatni, fjárfest- ingarleyfi, og innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir efni séu veitt og útvegað nægilegt lánsfé til framkvæmdanna. Jafnframt bend ir fundurinn á að þau þægindi, sem hitaveiturnar hafa í för með sér, geta orðið til þess, að fólk flytji síður frá þeim kaupstöðum, sem hér koma til greina. Einnig geta slíkar hitaveitur orðið undirstaða fjölþætts iðnaðar.“ Um lilutatryggingasjóð: „Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir fulltrúafunda hæjar- stjórna á Austur-, Norður- og Vesturlandi um eflingu hluta- tryggingarsjóðs, og telur að breyta beri starfsreglum hans á þann veg, að vélbátaútgerð í þessum landshlutum hafi af sjóðnum meiri stuðning en verið hefur undanfarin ár. Telur fund- urinn, að lágmarksbætur úr sjóðnum eigi að miðast við það, að sjóðurinn greiði mismun á aflahlut og kauptryggingu, þegar útgerðin hefur verið rekin með eðlilegum hætti, og beinir fund- urinn þeim tilmælum til sjávar- útvegsmálaráðherra, að endur- skoðun á lögum og reglum sjóðs- ins verði hraðað.“ Um iðnað í kaupstöðum: „Fundurinn telur brýna nauð- syn bera til þess, að koma upp ýmiss konar iðnaði í kaupstöðum og kauptúnum vestan-, norðan- og austanlands og skorar fund- urinn á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir, sem miðuðu að því, að auðvelda einstaklingum, félagssamtökum og bæjarfélög- um, að koma upp ýmiss konar iðnaði eða öðrum atvinnutækj- um. Þetta mætti meðal annars gera með því, að gefa frjálsa fjár- festingu til atvinnutækja, stuðla að því, að ríki og lánsstofnanir lán'i nægilegt fé til framkvæmda, og auðvelda á ýmsan hátt stofn- un nýrra atvinnutækja. Telur fundurinn, að þannig raunhæf aðstoð af opinberri hálfu, sé lík- legust til þess að tryggja jafn- vægi í byggð landsins.“ í stjórn kaupstaðasamtakanna voru kjörnir eftirfarandi menn: Ásgrímur Hartniannsson, bæjarstjóri, Ólafsfirði. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Akureyri. Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri, Siglufirði. - Frá Fjórðimgsþingi Austíirðinga (Framhald af 5. síðu.) Austfirðinga beina þeim ein- dregnu tilmælum til Skógræktar ríkisins, að láta ekki lengur dragast, að sanna þjóðinni, svo að ekki verði lengur um villzt, að auðið er að rækta nytjaskóg hér á landi og að timburþörf þjóðar- innar er að verulegu leyti hægt að fullnægja með íslenzkum skógum í framtíðinni, ef vilji til þess er fyrir hendi hjá þjóðinni. Fyrstu skrefin í þessu máli telur þingið, að mættu vera þessi: 1. Skógrækt ríkisins láti nú þegar girða landsvæði á heppi- legum stöðum við alfaraveg í hverjum landsfjórðungi og efna þar til nytjaskógar á hagrænum grundvelli. Opinber skýrsla verði árlega gefin um heildarkostnað á hverjum stað og um vöxt og við- gang skógarins. 2. Alþingi samþykki, að leggja fram sem svarar einu togaraverði samtals á næstu 10—15 árum til þessara framkvæmda. Með þessum eða svipuðum að- gerðum telur þingið, að skóg- ræktarstjóri og hið efnilega starfslið hans myndi geta vakið trú og traust þj'óðarinnar á hag- rænu gildi skógræktarinnar, en það er aftur höfuðskilyrði þess, að skógrækt geti með tímanum orðið arðbær atvinnuvegur hér á landi. Þá vill og þingið beina þeirri áskorun til stjórnarvalda lands- ins, að láta nú þegar koma til framkvæmda lög um stuðning til bænda og annarra einstakliga til þess að koma upp skógarréitum. Samþykkt samhljóða. ÁÍyktun. Fjórðungsþing Austfirðinga vekur athygli Búnaðarþings á þeirri staðreynd, að gæsir gera vaxandi skaða á graslendi, ný- rækt, ökrum og görðum víða í lágsveitum, a. m. k. austanlands. Gæsum hefur fjölgað mjög síð- asta áratug. Er orðin brýn þörf á, að þeim verði fækkað að mun. — Skorar fjórðungsþingið á Búnað- arþing, að hlutast til um, að friðunartími grágæsa síðari hluta sumars verði styttur verulega frá því sem nú er. Samþykkt með 7 atkvæðum. - Kristniboð í Konsó (Framhald af 8. síðu.) þriðjudaginn 4. nóv. og hefst hún kl. 8.30 síðdegis. Öilum er heim- ill aðgangur. Nánar er sagt frá samkomum þessum í tilkynningu á öðrum stað í blaðinu. Skemmtiklúbbur Léttis Munið SP1LAKV()LD Léttis í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 2. nóvember kl. 8.30 e. h. Skem m I. i nefn din. Dömuhanzkar tapaðir Brúnir, fóðraðir leður- hanzkar töpuðust nýlega í miðbænum. Virisaml. skilist á afgr. Dags. Fundarlaun. □ Rún 59581029 — FrL: Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 e. h. n.k. sunnudag. Minnzt hinna dánu. — Allra heilagra messa. — Sálmar nr.: 447 — 351 —' 484 — 472 — 650. — P. S. — Messa í skólahúsinu í Glerárþorpi n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Allra heilagra messa. — Sálmar nr.: 48 — 482 — 472 — 484. — K. R. Sunnudagaskóli Ak.kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 ár- degis. — 5 og 6 ára börn í kapell- unni. 7—13 ára börn í kirkjunni. — Biblíumyndabækur og söng- bækur til sölu í anddyri kirkj- unnar. — Bekkjarstjórar, mætið kl. 10.15. — Komið á réttum tíma. „Athuganir á söguhetjum í biblíunni og boðskapur þeirra til nútímans“ er samheiti á fimm ræðum, er Davíð Proctor flytur nú i nóvember að Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. — 2. nóv. kl. 5 e.h.: Abraham — trú eða heimska? — 9. nóv. kl. 5 e. h.: Móse, — mikilvægt val. — 16. nóv. kl. 5 e. h.: Belsazar. — al- varleg aðvörun. — 23. nóv. kl. 5 e. h.: Felix, hik er hættuþrungið. 30. nóv. kl. 5 e. h.: „Hvað virðist yður um Krist?“ — Geymið til- kynninguna. Sækið vel þessar samkomur. Állir hjartanlega vel- komnir. — Sjónarhæðarstarfið. Zíon. — Sunnudaginn 2. nóv.: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn eru velkomin. Almenn sam- koma kl. 8.30 e. h. Reynir Hörg- dal og Benedikt Arnkelsson tala. Allir velkomnir. — Kristniboðs- heimsókn. Felix Ólafsson, kristni boði, dvelst á Akureyri dagana 4.—9. nóv. n.k. og mun halda samkomur í Zíon hvert kvöld þá dagana (nema fimmtudag) kl. 8.30. Hann mun segja þar frá! kristníboðsstarfinu í Konsó og sýna þaðan litmyndir og ýmsa gripi. Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkelsson taka einnig þátt í samkomunum. Fyrsta sam- koman verður þriðjudaginn 4. nóv. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Telpur, athugið .Saumafundur ykkar að Sjónarhæð er framvegis á föstudögum kl. 6. Allar stúlkur á skólaaldri velkomnar. — Sjón- arhæðarstarfið. Ungir Framsóknarmcnn, Akur- eyri! Munið fund F. U. F. í Hótel Varðborg annað kvöld kl. 8. Sjá frétt annars staðar í blaðinu. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Landsbanka- salnum. Fundarefni: Vígsla ný- liða. Innsetning embættismanna. Afhentir frímiðar. Stutt kvik- mynd. Dans. — Æðstitemplar. Slysavarnafélagskonur, Ak. — Munið fundinn í Alþýðuhúsinu næstk. fimmtudagskvöld kl. 9 e. h. — Stjórnin. Karlakór Akureyrar. Aðalfund- ur kórsins verður n.k. sunnudag kl. 5 e. h. í Norðurgötu 49 (hjá Árna Böðvarssyni). — Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Munið spilakvöld Léttis í Al- þýðuhúsinu á sunnndagskvöldið, sem auglýst er í blaðinu í dag. Bifreið til sölu Til sölu er Austin 10. Uppl. i sima 14SS frá kl. 6—8 að kvöldi. Hjúskapur. Laugardaginn 25. okt. voru gefin saman í hjóna- band á Möðruvöllum í Höi'gárdal ungfrú Hanna Kristín Haralds- dóttir og Eiríkur Eyjörð Jónsson, loftskeytamaður, bæði til heim- ilis að Eyrarvegi 25, Akureyri. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Sigurveig Guðrún Einarsdóttir frá Víkindavatni og Ólafur Ey- fjörð Benediktsson málari. — Heimili þeirra er að Skipagötu 5, Akureyri. — Sama dag voru gef- in saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Regína Þorbjörg Árna- dóttir og Svavar Kristberg Sig- ursteinsson bifreiðastjóri. Heim- ili þeirra er í Byrgi, Glerárþorpi. Okumenn. Betra er að koma mínútu síðar á ákvörðunarstað en valda slysi á leiðinni. Ljósastofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 100, tók til starfa mánudaginn 27. okt. Opin frá kl. 4—6. — Sími 1402. Kvenfélagið Framtíðin hefur bazar í Túngötu 2 sunnudaginn 2. nóv. kl. 4 e. h. Margir eigulegir munir til sölu. Ágóðinn rennur í elliheimilissjóð félagsins. Jólamerki Kvenfélagsins Fram- tíðin fást á Pósthúsinu. Ágóði af sölu þeirra rennur í Elliheimils- sjóð. Bazar og kaffisölu heldur Barnaverndarfélagið á Akureyri n.k. sunnudag, 2. nóv., kl. 3 síð- degis á Hótel KEA. Margir ágæt- ir munir. Skemmtiatriði: Óðinn og hljómsveit syngja og leika. Framsóknarvist á sunnudaginn, 2. nóv., kl. 8.30. — Síðasta kvöld- ið í þriggja kvölda keppninni. — Verðlaun afhent. — Dansað til kl. 1. Miðar á kr. 25.00 seldir við innganginn, eða í skrifstofu Framsóknarflokksins. Kvenpils úr dökkum og mislitmn efnum á kr. 298.00 Saumastofa Gefjunar Rdðhúslorgi 7. Pianoliarmonika „Serinel]i“, alveg ný, til sölu. 11 skiptingar, þar a£ 4 á bassa. — Til sýnis á af- greiðslu Dags. Herrasloppar úr fallegum ullarefnum nýkomnir. Saumastofa Gefjunar Ráðhúsiorgi 7. í pils. Verð frá kr. 105.00 m. Saumastofa Gefjunar Ráðhúslorm 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.