Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 22. nóvember 1953 Ánna Vatnsdal, Seafíie, Wash IN MEMORIAM Við nyrztu voga Við nyrztu voga. — Ljóðabók eftir Sigurstein Magnússon, skólastjóra í Ólafsfirði. Þetta er önnur ljóðabók höfundar. Hin fyrri: Eg elska þig jörð, kom út árjð 1951, og var óþarflega hljótt um hana, því að Sigursteinn yrk- ir víða vel. í þessari bók eru 33 kvæði, og kemur höfundur all- víða við, þó lætur honum einna bezt að yrkja átthaga- og ætt- jarðarljóð og nýtur sín þá vel hinn lýriski strengur, sem hljómar víða fagurlega í kvæð- um Sigursteins. Einnig bera þessi kvæði vott um ríka sam- úðarkennd höfundar með öllu því smáa og umkomulausa, en hann má vara sig á að gera ekki siík kvæði áróðurskennd og er ekki laust við, að hann falli sums staðar fyrir þeirri freistingu, t. d. í fyrsta kvæðinu, Heyr fóstur- jörð, sem annars er gott kvæði. Ef nefna ætti einhver sérstök kvæði nemum við staðar við Brúðardansinn. Það er vel dregin mynd og sérkennilegt kvæði. Kvæðið Friðvana er stutt, en talsvert algeng harmsaga. Aldnar konur er gott kvæði og sönn mynd af mörgum hinum öldruðu konum, sem eru í sátt við allt og alla, vilja öllum gott gera og allra vanda leysa. Litla hjúkrun- arkonan er ágætt kvæði, hlýtt og innilegt. Valiin ti! lífs er snilld- arkvæði, þótt vandfarið sé með efnið. Jónsmessunótt er einnig gullfallegt kvæði, fullt af sonar- iegri aðdáun. Fyrstu landnemar er með veigameiri kvæðum bók- arinnar, myndi'íkt og örlaga- þrungið. Heiin, héim er hrein- skilin tryggðajátning til átthag- anna. Fallegt, lítið Ijóð. Breytt viðhorf er gömul og ný saga um le.it að hamingju, sem gerð er :með lítilli fyrirhyggju. Þar stendur m. a.: Eg hugði allt vera í fjarskanum fegurst og fjöllin mín köld og grá, en nú hef eg lært það að líta með stolti á landið sem eg á. — Nú finn eg,- að hvergi um álfurnar allar ilmar jörðin sem hér. Fjóla í grasi og fífill í hvammi, — fyrirgefið þið mér. Kveðja er angurblítt og lýriskt kvæði, sem ort er þegar allt hið fegursta er að kveðja. Síðaáta vísan er svona: Ó, þú sumai'söngva síðasta vinai'kveðja, ber eg þig svo bjarta blítt að mínum vörum. — Hljóður mér í hjarta hulinn grætur tregi. — Syrtir senn á vegi, sumarið er á förum. Sigux-steinn Magnússon á það skilið, að á hann sé hlustað. Hann þolir vel gagnrýni. Hún hvetur til vandvii'kni og getur stappað í höfundinn nýju stáli. En þögnina þolir ekkei't skáld. H. J. M. Skemmtileg bók „Drengurinn og hafmærin o. fl. ævintýri.“ Sigui'ður Gunnarsson skólastj. í Húsavík hefur þýtt allmai'gar bækur undanfarin ár, sem ætlað- ar eru böi'num og unglingum, og gert það vel. Munu þær hafa yf- irleitt vei’ið mikið lesnar og þótt góður fengur. Og það vita allir, scm eitthvað þekkja til þýðand- ans, að hann muni manna síðast- ur til þess að ljá ruslinu lið sitt og nafn. Á sl. hausti kom ein þessai'a bóka út ,og hefur hann þýtt hana úr noi'sku eftir vel þekktan höf- und, Synnöve G. Dahs, en Pi'ent- vei'k Odds Björnssonar h.f. á Akureyri prentað og ber bókin ofanskráðan titil. Þotta eru hin skemmtilegustu ævintýri, myndum prýdd og samansett og sögð af kunnáttu og lifandi fjöri. Þau munu vekja forvitni barna. Og það er líka kostur þeii'ra, eins og alli'a góðra ævintýra, að nokkur fróðleikur felst í þeim, þótt honum sé miðlað á ævintýralegan hátt. Það kunna líka böi’n að meta. Eða svo fór um 7 ára snáða, sem fékk að heyra þessi ævintýri. Iíann hafði yndi af þeim og var síspyrjandi um eitt og annað sem undarlegt þótti, enda mun hann hafa fi'æðzt um sitthvað við lesturinn. En vitanlega er svo um þessa bók, sem aðrar af ei'lendum uppi'una, að sumt verður fjarlægara ísl. böi-num en börnum þeirrar þjóð- ai', sem bókin er skrifuð fyrir. En yfir slíkt breiðir að mestu form ævintýrisins í þessari bók. Eg hygg að óhætt sé að full- yi'ða, að börn muni hafa gaman af að lesa þessi ævintýi'i, ekki sízt hio fyrstá, um veru drengs- ins meðal fiskanna á hafsbotnin- um, o. íl. Bókin er auk þess pi'ýðilega gerð og prentuð, stei'klega bund- in og falleg útlits. Mun hún því þykja eiguleg og vei'ða mikið lesin. Snorri Sigfússon. Sigurður Sveinbjörnsson: 1 DAGSINS ÖNN. — Ljóð. — Bókaforlag Odds Björnssonar. — Akur- eyri 1958. Þessi nýútkomna Ijóðabók finnst mér bæði falleg og góð. — Frágangurinn frá forlagsins hálfu er prýðilegur, eins og að vanda lætur frá Bókafoi'lagi Odds Björnssonaar. Papph'inn er sérstaklega góður og letrið smokklegt. Bókin „gcfur góðan þokka,“ ef svo má til orða taka um bækur. — í bókinni eru 50 ljóð á.104 blaðsíðum. Yi'kis efni höf. eru nokkuð mörg og má segja, að „margra grasa kenni.“ Oll eru ljóðin létt og liðlega kveðin og bei'a vott um vand- vii'kni höfundai'ins. Hann fylgir trúlega gönxlum, gildurn og góð- um bragreglum, og tekur í þeim efnum engin hliðai'stökk út úr götunni. Málfar hans er hi'eint og áferðai'fagurt, norðlenzkt al- þýðumanna mál. Bi'ageyra höf. virðist vei-a næmt. Hrynjandin ljúf og fögur. Rangar og óeðli- legar áherzlur munu vart finnast í ljóðunum. Lengd ljóðlínanna er víðast hvar svo nákvæmlega af- mörkuö, að höf. þarf sjaldan á úrfellingai'merkjum að halda. Allt er óþvingað. Ekkert saman bai'ið. Það er mikill leikandi létt- leiki yfir ljóðunum. Ljóðagei'ðin hlýtur að vera höf. eiginleg. Hún er líklega innri þörf. — Höfund- inn, Sigui'ður Sveinbjöi'nsson, þekki eg ekki, og hef víst fátt séð áður á prenti eftir har.n. Af þess- ari bók hans ræð eg það, að hann muni vei-a alvörumaðui', sem þekki dökku hliðar lífsins æi'ið vel, án þess þó að hafa látið bug- ast. Segja mætti mér, að hann þi'ái og hafi þi'áð meira af Ijósi og yl, en honum kann að hafa hlotnast, ef eg skil hann rétt. En hvað sem öðru líður, tel eg bók- ina hollan lestur. Eg álít að hún sé tilvaiin jólagjöf. Eg vitna ekki í nein kvæði eða kvæðabrot. Eg vil að menn lesi bókina í heild, — lesi hana alla. Eg hakka höf. og útgefanda fyrir þessa fallegu bók og mæli liið bezta með henni. Kaupið hana, lesið haiia, gefið vinum yðar hana í jólagjöf. V. Sn. Josepli Hayes: ÞRÍR ÓBOÐNIR GESTIR. — Þýðandi Kristmundur Bjarnason. — Bókaforlag Odds Björnssonar. Akur- eyri 1958. Höfundur þessarar bókar er kunnur hlaðamaður í Ameríku. Talið er, að bókin hafi verið „mikill sigur fyrir höfundinn.1' Síðar sneri höf. sögunni í leikrit, sem sýnt var við feiknamikla aðsókn þar vestra. — Sagan er þýdd á létt og lipurt mál. Virðist þýðingin góð, að því er séð verð- ur, án samanbui'ðar við frum- málið. — Sagan er afar „spenn- andi“. Það þarf satt að segja þó nokkurt átak til að geta lagt bókina hálflesna frá sér. Svo virðist einnig, að sagan sé rituð af talsverði-i sálfi'æðilegri þekk- infu. Höf. virðist skilja sálarlíf sinna manna og kunna að lýsa því. — Sagan hefur upp á margt að bjóðg, bæði illt og gott, ljótt og fagurt. Eftir allt saman sann- ar sagan hið fornkveðna að „Guð á margan gimstein þann, / er glóir í mannsorpinu.“ Þeir, sem á annað borð hafa yndi af „spennandi" sögum, geta óhræddir keypt og lesið þessa bók. Hún mun skemmta þeim. V. Sn. Við sjáum oft á aftni sem eld í vestri kvikna. Við hlustum yfir hafið, og hugir oklcar vikna. Fyrir rúmu ái'i síðar var eg staddur á heimili frú Önnu Vatnsdal vestur á Kyri-ahafs- sti'önd. Það var á úthallanda sumri. Laufið var tekið að í'oðna á trjánum, og eitt og eitt blað hrundi yfir steinlagða gangstíga umhverfis húsið. Það var blíð- skaparveður eins og oft er á þessum slóðum, en einhver ang- ui'vær blær fannst mér hvíla yfir þessu fagra borgai'hverfi, þar sem hún bjó. Kannske voi'u það fyrirboðar haustsins, sem þessi áhrif höfðu á sál mína. Þegar eg kom gangandi eftir götunni, þar sem hús hennar slóð, og var að hyggja að númer- um, kom grannvaxin stúlka hlaupandi á rnóti mér og sagði hlæjandi, að hún hefði séð til mín og viljað auðvelda mér leit- ina. Þetta var Ethel, dóttir frú Önnu Vatnsdal, sem bjó með henni síðustu árin, annaðist hana með ástúð og umhyggju og breiddi yndi og gleði yfir fiúð- sælt ævikvöld. Á fögru og vist- legu heimili þeirra átti eg ógleymanlega stund. Þar var gestum innilega fagnað. Smám saman bar fleiri að garði. Þeir voru flestir ættaðir úr Eyjafirði, þó að fæddir væru þeir vestan við haf. Það var talað um Eyja- fjörð og aftur um Eyjafjörð. — Rökkrið seig yfir og ljós voru kveikt. Og enn var byrjað að nýju að ræða um ættarbyggoina og spyrja eftir frændum og vin- um fyrir austan haf. Þær mæðg- ur höfðu komið heim fvrir þrem ái-um síðan, svo að nú stóð þetta allt ljósara fyrir þeim en áður. En langa ævi hafði Önnu dreymt um að sjá byggð feðra sinna og iðulega hafði hún skrifað og haldið sambandi við ættingja sína hér, þó að ekki gæti oi’ðið af ferð hennar fyrr. Slík hefur ver- ið saga margra manna. af vorum ættstofni í Vesturheimi. Þegar eg kvaddi þær seint um kvöldið, kom, kom mér í hug kvæði Jóns Magnússonar skálds: Við höldum enn þá hópinn þó hafið skipti löndum. Anna Vatnsdal var fædd að Gimli, Man., 7. janúar árið 1879. Foreldrar hennar voru Jón Jóns- son frá Munkaþverá og kona hans Guðný Eiríksdóttir frá Ein- arsstöðum í Reykjadal. Jón flutt- ist til Vestui'heims ái'ið 1875 og var í fyi-sta íslendingahópnum, sem settist að á Gimli. Kallaði liann bæ sinn að Akri, og var hann rétt sunnan við Gimli. Jón var einstakt prúðmenni og hvar- vetna mikils metinn, þar sem liann fór. Kom hann heim eftir 55 ára útivist og dvaldi seinustu æviárin hjá frændurn sínum á Munkaþvei'á og þar andaðist hann árið 1945, níutíu og þriggja ára að aldri. Með foreldrum sínum fluttist Anna fárra mánaða gömul til Noi’ður-Dakota, þar sem þau námu fyrst land í Pembíanfjöll- um og bjuggu þar nokkur ár, en fluttust síðan til Grand Foi'ks. — Þar giftist hún 29. júlí 1899 Þói'ði Vatnsdal, hinum mei'kasta manni. Ái’i seinna fluttust þau til íslenzku nýlendunnar í Roseaau, Minn., þar sem þau stofnuðu vei-zlun, er þau héldu í sex ár. Þá seldu þau verzlunina og fiuttust til Wadena, Sask., og settu þar á stofn timburvei'zlun, sem Þórðui' rak til ársins 1917, er þau fluttust norður tii Port- land í Oregon. Þar andaðist Þói'ður 27. júní 1928. Þórður Vatnsdal, eða Thomas Vatnsdal eins og hann kallaði sig oftast, hafði útskrifast úr verzl- unai'deild háskólans í Grand Foi'ks, og var um tíma skóla- kennari í N.-Dakota. Hann var skai-pgáfaður maður og göfug- menni og stóðu að honum hinir beztu ættstofnar um Breiðafjörð. Foi'eldrar hans voru: Eggert Magnússon Vatnsdal og Soffía Friðiiksdóttur, pi'ófasts Jónss. á Stað á Reykjanesi, en móðir Eggei'ts var Sigríöur Einarsdótt- ir, systir Þóru, móður séra Matthíasar. Börn þeirra voru sex: John Russel, sem um tíma var prófessor í stærðfræði viS Yaleháskólann, en kennir nú vi5 Washington State College í Pull- man, Wash., Elhel, skrifstofu- stúlka, Seattle, Wash., Gladys Babcock, bókavöi'ður í La Ci’e- eenta, Califoi'níu, og Laui'a Slater, hjúkrunai'kona, gift í Seattle. Tvö af hörnum hennar eru dáin: Florence Rooks, er var búsett í Kelso, Wash., og Arthur, sem andaðist árið 1952 í Port- land, Oi'egon. Fi'ú Anna Vatnsdal vai'ð bráð- kvödd á heimili sínu í Seatlle 3. nóvemher sl. Þar hafði hún átt heima möi'g síðastliðin ár. Hún var mjög vel gefin kona eins og hún átti ætt til, hlaut góða menntun í uppvexti, starfaði alla ævi í ýmsum félögum, var frá- bærlega ættrækin og fróðleiksfús og hélt stöðugt sambandi vi5 ættingja sína á íslandi. Enda þótt hún væi'i fædd á ei'lendi'i grund þi'áði hún alla stund að koma til íslands, þótt sá draumur gæti ekki rætzt fyrr en árið 1954, þegar hún var háliáttiæð. Þá kom hún, ásamt Ethel dóttur (Framhald á 7. sx'ðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.