Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 22. nóvember 1958 D A G U K 5 Fóðurfegundir og fóðrun naufgripanna Pétur Gunnarsson tilraunastjóri hafði fram- sögu urn |>essi mál á síðasta bændaklúbbsfundi Bæjarsfjórn iáfi rannsaka jðrðhifasvæði í nágrenninu r Oiafur Jónsson flufti erindi á fundi Hííseigendaféiags Akureyrar um jarðhifa - Fundurinn skoraði á bæjar- sfjórn Akureyrarkaupsfaðar að iáfa rannsaka jarðhifa- svæði í nágrenni bæjarins með hífaveifu fyrir augum Síðasti Bændaklúbbsfundur, sem haldinn var mánudaginn 17. nóvember, fjallaði um fóðurteg- undir og vetrarfóðrun búfjárins, sérstaklega mjólkurkúnna. Pétur Gunnarsson flutti framsöguræðu og svaraði mörgum fyrirspurn- um. Þótti koma hans hin bezta. Fundarstjóri var Árni Jónsson. Hér verða, eins og stundum áður, endursögð nokkur atriði úr erindi frummælanda, samkvæmt ósk þeirra bænda, sem ekki eiga heimangengt eða búa í fjarlæg- ari sveitum. Nokkur atriði úr ræðu Péturs Gunnarssonar: Fóðrun mjólkurkxia. Fóðrið þarf að fullnægja nær- ingarþörfinni, ella nýtist afurða- getan ekki til fulls. Fái kýrnar of lítið fóður, lækkar nytin og þær leggja af. Of mikið fóður veldur fitu. Kúahirðirinn þarf að þekkja fóðurþörfina og fóðurgildi hinna einstökur fóðurtegunda. Orkuþörf og efnaþörf. Kolvetni og fita fullnægja orkuþörfinni. Þessi fóðurefni geta þó ekki nema að mjög litlu leyti leyst hvert annað af hólmi. Auk þeirra er þörf á eggja- hvítu, steinefnum og bætiefnum. Eggjahvítan myndar vefi og vöðva líkamans og eggjahvítuna í mjóikinni. Hún getur brunnið í líkamanum, en er of dýrt fóður. Steinefnin eru aldfei orkugjafi Ca og P og m. fl. steinefni eru nauðsynleg fyrir blóð og bein- myndun o. fl. Bætiefnunum hef- ur ekki verið mikill gaumur gefinn til þessa, en þýðing þeirra verður æ augljósari. Fcðurþörf, viðhald og framleiðsiufóður. Viðhaldsfóðrið heldur geldri 'kú í óbreyttu ástandi. Viðhalds- fóður íslenzkra kúa er talið um 3,3—3,5 FE. Kýr, sem vegur um 400 kg. þarf 200 gr. af meltanlegri eggjahvítu á dag. Afurðafóður er til mjólkur, fósturmyndunar, holda o. s. frv. Þörfin fyrir afurðafóður fer eftir efnainnihaldi mjólkurinnar, sem kýrin skilar. Fyrir hverja FE, sem kýrin fær fram yfir við- viðhaldsfóðrið, á hún að skila 2,5 kg. af 4% feitri mjólk. Kýrin þarf um 60 gr. meltanlega eggja- hvítu fyrir hvert kg. mjólkur. Þurrhcy og vothey. Þurrhey og vothey er aðal- fóðrið hér á landi, og ber auðvit- að að nota það í eins ríkum mæli og mögulegt er. Heyfóðrið fer batnandi með aukinni heyverk- unartækni, vegna þess einnig að fyrr er byrjað að slá og meiri áburðui' er notaður. En aukin áburðarnotkun hefur mjög mikil áhrif á eggjahvítumagn heyfóð- ursins. Rannsóknir á heyinu sýna, að það inniheldur mjög oft 12—14% eggjahvítu. Hér er tað- an sennilega eggjahvíturíkari og þá þarf ekki eins eggjahvíturíkt kjarnfóður. Af góðri, snemmsleginni töðu þarf 1,8 kg. í FE. Sé taðan hrak- in eða trénuð, þarf allt að 2,8 kg. í FE. í góðri töðu eru 150 gr. af meltanlegri eggjahvítu í FE og um 120 gr. í meðaltöðu. Kjarnfóður. Af kolvetnakjarnfóðri má nefna rúgmjöl, mais, bygg og hveiti- klíð. Af þessu fóðri þarf um 1 kg. í FE, og þó meir af hveitiklíði. Eggjahvíturíkt fóður er síldar- mjöl, karfamjöl, fiskimjöl og hvalmjöl og innihalda þessar fóðurtegundir frá 60—70% eggja hvítu. Hvalmjölið er ódýras'c. Gróffóður. Hve kýr eta mikið heyfóður á dag fer eftir gæðum þess og teg- undum, en mun ekki vera meira en um 12 kg. Ef til vill eta norð- lenzkar kýr þó meira en sunn- Ienzkar, og er það ekki rannsak- að. Samkvæmt tilraunum að Laugardælum átu kýrnar mest 6 kg. þurrhey og 22 kg. vothey eða 11—12 kg. þurrheys á dag. Á Ási í Noregi fengust kýrnar ekki til að eta meira en 2—2,4 kg. af þurrefni í heyfóðri fyrir hver 100 kg. lifandi þunga. Þegar kýrnar voru fóðraðar á nýgræðingi jókst þurrefnismagnið, sem þær gátu etið, í 2,8 kg. pr. 100 kg. lifandi þunga. Af þessu má ljóst vera, að kýr geta ekki mjólkað meira en um 10—12 kg. á dag af hey- fóðri einu saman. Kjarnfóðurkaup. Kjarnfóðurkaup hafa verið mjög hagstæð, en kjarnfóðrið hefur nú hækkað mjög í verði og því hafa bændur á orði að minnka kjarnfóðui'gjöfina. Þetta er þó ekki ráðlegt. Margar kýr mjólka yfir 20 kg. á dag eftir burð og þurfa þá allt að 4 kg. af kjarnfóðri á dag. Margir álíta, að mjólkurframleiðslan eigi að drag ast saman vegna offramleiðslu. En það má ekki verða vegna vanfóðurnar á mjólkurkúnum. Ef kýrin gefur 2,5 kg'. af mjólk fyrir hvert kg. af kjarnfóðri, fá bændur raunverulega 8 kr. fyrir kjarnfóðurkílóið eftir núgildandi mjólkurverði til bænda. Kýr, sem mjólkar 20 kg. á dag, þarf 1400 gr. af eggjahvítu, og fær það úr 7 FE af heyi og 4 kg. af fóðurblöndu. Steinefnin. Af steinefnum þurfa kýrnar mest af Ca og P. Vanti þau, veldur það beina- veiki. En oft er líka vöntun á magnium og veldur það bráða- dauða. Mjólkurkýr þurfa mikið af Ca og P og koma einkennin fljótlega í ljós þegar um vöntun er að ræða. Kýrnar verða þá úfnar í hárafari, stirðar í liðum og daufar. Steinefni í heyfóðrinu fara eft- ir magni af þeim efnum í jarð- veginum, þar sem heysins var aflað. Ennfremur fer það eftir sláttutíma. Magn þessara efna er miklum mun meira í ungu grasi en fullvöxnu og úr sér sprottnu. Ca ei' líka mun meira í heyi af gömlum tún. en nýræktum og er munurinn 5:4. Kalsiumkarbonat er gefið við Ca-skorti, en natri- umfosfat ef P vantar. Stuarts- fóðursaltið hefur reynzt hér vel, en G-saltið er óhagstæðara þegar Ca vantar í fóðrið. P-skortur getur valdið kálfaláti og því, að kýr beiði ekki. Natriumfosfatgjöf í nokkra daga, 1 matskeið á dag, eða innspýting með Calsiferóli, 5 sm3 getur oft hjálpað. Beinaveikin hefui' aukizt við það, að kúnum er beitt meira á ræktað land. Full þörf er á, að gefa steinefni með beitinni. Oft vantar steinefni í fóður geldu kúnna. í geldstöðunni þurfa kýrnar að safna forða steinefna í líkama sinn, eftir því sem hægt er. Séu þær fóðraðar á heyi einu saman, þurfa þær aukaskammt af steinefnum. „Ekkert er of gott handa geldu kúnni.“ Heysýnishorn. Af 63 heysýnishornum úr Fnjóskadal fullnægðu aðeins 9 sýnishornin þörf kunna fyrir Ca, en 13 fyrir P-þörfinni. Til þess að steinefnagjöf nýtist, þarf að gefa lýsi. Aðeins gott lýsi kemur til greina. Hæfilegt mun, að gefa eina matskeið á dag allan vetur- inn. Þessi lauslegi útdráttur úr ræðu frummælanda gaf tilefni til mjög margra fyrirspurna og fjör- ugra umræðna, sem stóðu fram á nótt. Til þess að gefa mönnum ör- litla hugmynd um það ,um hvað umræðurnar snerust helzt, skal hér drepið á nokkur atriði. Árni Jónsson gerði heysýnis- horn og rannsóknir á þeim að umræðuefni, Jón Bjarnason gerði fyrirspurnir um lýsisgjöf og inn- spýtingu efna í sama tilgangi, ennfremur spurði hann, hvort rannsakað væri hvað borið væri á túnin, þar sem heysýnishirnin voru tekin, Gestur Sæmundsson gerði nokkrar athugasemdii' við útreikninga frummælanda um kraftfóður og mjólkurmagn og ræddi almennt um kjarnfóður- kaup, Ólafur Jónsson benti á, að kýrnár þyrftu steinefni allt árið, meira en þær fengju í beitinni, og ræddi síðan ýmsa þætti fóð- urs og hirðingar, Aðalst. Guð- mundsson hóf mál sitt á því, að bændur væru vanir misjöfnu ár- ferði í okkar norðlæga landi og einnig misjöfnum ráðunautum, og væri þó hvorugt til að kvarta yfir. Hann ræddi einnig þær leiðir, sem, að hans áliti, koma til greina í búskapnum til að vega upp á móti minnkandi fóðurbæt- (Framhald á 7. síðu.) Húseigendafélag Akureyrar var stofnað í fyrravetur og er áður sagt frá stofnfundi og stefnu- skrá. Fyrsti almennur fundur þess var haldinn 27. f. m. Þar var einróma samþykkt tillaga um að skora á bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaðar að flýta rannsóknum á jarðhitasvæðum í nágrenninu með hitaveitu fyrir augum. Framsögumaðui' var Ólafur Jónssón ráðunautur. Fer hér á eftir örstutt og lausleg endur- sögn úr ræðu hans. Heil borg hituð með náttúrlegum jarðliita. í upphafi ræðu sinnar velti hann fyrir sér því veikleikans augnabliki, er hann hefði lofað að flytja erindi um jarðhitann! Hann minnti á, að ísland væri frægast fyrir Heklu og Geysi. — Ferðamenn, sem nú heimsæktu landið, undraði mest, að hægt væri að hita upp heila borg með náttúrlegum jarðhita. En Hita- veita Reykjavíkur væri ekki ein- stök héi' á landi, því að fleiri staðir hefðu farið að dæmi höf- uðstaðarins, svo sem Ólafsfjörð- ur, Sauðárkrókur og Selfoss. — Samt væri hún talandi tákn um, að hið ótrúlega gæti skeð í sam- bandi við jarðhita og jafnvel væri litið til hennar öfundaraug- um öðrum þræði. Orsakir til jarðhita. Ræðumaður minntist þess næst á eldfjöllin og eldgosin og gerði grein fyrir mismun þeirra og nýtilegum jarðhita. Hann sagði að jarðhitinn væri tengdur við brot eða sprungur í jarðskorp- unni og hallandi jarðlögum. En vatnið þyrfti að komast djúpt í jörð niður til að öðlast þann hita, að af því yrðu laugar eða hvei'ir, þegar það kæmi aftur upp á yfir- borðið. Talið væri að vatnið hitnaði um eina gráðu á leið sinni niður í jörðina á hverjum 30 metrum. Á súrum jarðhitasvæðum bæri mest á brennisteins- og leirhverum og væru þau einkum bundin við þau svæði landsins, sem eldgos hafa orðið á eftir ísöld. í Eyjafjarðarsýslu væri víða jarðhiti, en hitamagnið mun minna en til dæmis í Skagafirði og Þingeyjarsýslu. Jarðhitinn og sundlaugin. Ólafur sagði, að fyrst hefði komið til umræðu í sundlaugar- nefnd bæjarins 1929, að leita eftir heitu vatni í Glerárgili ofan við Akureyrarkaupstaðinn. En þar er 50 gráðu heitt vatn, sem sund- laug bæjarins hefur notað til þessa. Um 1937 var í sömu nefnd ákveðið að biðja dr. Trausta Einarsson að rannsaka jarðhita í nágrenninu. Lá álitsgjörð hans fyrir árið 1939. Þá hefði verið stofnuð ný nefnd, innan bæjar- stjórnarinnar, sagði ræöumaður, svonefnd hitaveitunefnd. Laugaland líklegur staður. Frummælandi sagði, að dr. Trausti Einarsson hefði haft mesta trú á Laugalandi á Þela- möi'k, sem líklegum stað til bor- unar eftir heitu vatni. Myndi sú skoðun hans hafa byggzt á því, að þrátt fyrir óverulegan hita, sem þá var þar, bentu öll merki til þess að þar hefði verulegt jarðhitasvæði verið áður fyrr, svo sem Þorvaldur Thoroddsen lýsti eftir rannsókn 1882. Þá var þar 600 m2 sýnilegt jarð- hitasvæði ofan við Laugaland, me,ð 5—6 gömlum hveraholum. Jarðborun eftir Iieitu vatni. Borað hefði verið í Glerár- gili um 1940. 66 m. borhola varð árangurslaus og önnur 26 metra djúp hola einnig. Borinn festist í þeim báðum í fyrrnefndri dýpt og vai'ð þá að hætta. Síðan var borað eftir heitu vatni á Lauga- landi á Þelamörk með stærri bor, á hól niður við ána. Boruð var 375 metra djúp hola og árangur- inn varð 3,5 lítrar af 77 stiga heitu vatni á sek. Vatn þetta kom á 106 metra dýpi. Þrýstingur er á þessu vatni. Þessi borun bar já- kvæðan árangur. Síðan var svo borað ofan við Kristneshæli niður í 400 m. dýpi án árangurs og árin 1947—1949 var borað í Reykhúsum. Ekkert vatn fannst undir 50 m. dýpi, en samtals fékkst þarna einn lítri á sek. Enn var borað á Laugalandi í Eyjafirði og við Brúnalaug. Á síðarnefnda staðnum með nokkrum árangri. Síðan benti ræðumaður á, að víðar væri jarðhiti, svo sem að Hrafnagili og á nokkrum stöðum við Eyjafjarðarbraut og í minni fjarlægð frá Akureyri. Hann áleit, að þær boranir, sem fram- kvæmdar hefðu verið, skæru ekkert úr um jarðhitann í grennd við Akureyri. Margir staðir væru enn algerlega órannsakaðir. Þess vegna væri rannsókn nauð- synlegleg og síðan framkvæmdir, ef nýjar rannsóknir með full- komnustu tækjum gæfu ákveðin fyrirheit. Og' enn minnti hann á djúpbor þann, sem til er og sagði að líklegt væri að annar slíkur yrði fluttur til landsins og væri þess full þörf. (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.