Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 26. nóv. 1958 og brjóta af þeim sajó (Framhald af 8. síðu.) Ýmsum þáttum framleiðslunnar var bjargað frá stöðvun, svo sem togaraútgerð. Um framhaldið frá í vor er það að segja, að í efna- hagsmálum var miðao við þá kaupgjaldshækkun er þá var lögfest en meira ekki. Sömuleiðis var því lýst yfir, sérstaklega af Framsókjiarmönnum, að ef hið sjálfvirka afl, vísitalan, fengi að leika lausum hala sem fyrr, þá væru allar aðgerðir okkgr í efna- hagsmálum tilgangslausar, nema sem bráðabirgðaráðstafanir, þar sem vísitöluspólan færi hring sinn og til framleiðslunnar yrði að taka af fólkinu aftur það, sem það þafði náð áður af henni. Það hefur svo gerzt í sumar að kaup- hækkanir hafa orðið meiri en gert var ráð fyrir, þrátt fyrir það eru ennþá möguleikar til að halda öllu á réttum kili, ef fólk vill, með því að taka vísitöluna úr sambandi og leggja til hliðar eitthvað af því, sem á að koma í kauphækkun með hækkandi vísitölu. Enda komi rikisstjórnin til móts við fólkið með að auka niðurgreiðslu á matvælum og 'lrygging verði sett fyrir því, að fari verðlag yfir eitthvert há- mark, þá komi hækkun á móti. Ef einhverjurir finnst, að hér sé fólkið að fórna því, sem það getur fengið í baráttu sinni fyrir betri lífskjör, þá vil eg svara: Það er engin fórn, þótt reynt sé að tryggia sína eigin framtíð og almenningur græðir ekki á þeim tekjum, sem teknar eru strax af honum aftur með hækkuðu verð- lagi. Verðbólgubraskarar einir bafa hag af verðbólgunni. Enda þótt verkcfnið í efnahags niólum sé nokkurt nú, þá er það mun jninna en fyrr og cí vilji er fyrir hendi, þá er það auðleysí. Þjpð, sem býr við yf- irfljótaiidi atvinnu, niikla vel- megun og aukna útflutnings- írasnleiðslu og selur allt, sem framlejtt er, þarf ekki að vera í vaiidræðum með mál sín, ef hún starir ekki um of á ímyndaðan stundargróða og glcymir framtío sinni.“ Baráttumikil framfarastefna. „Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórnarforystu í land- inu nú rúmlega tveggja ára skeið. Enda þótt sumt hafi farið á annan veg en hann ætlaði og ar.nað gengið seinna, hefur flokk urinn þó talið rétt og skylt að halda þessu starfi áfram meðan þróttmikilli framfarastefnu er haldið uppi og reynt er til þraut- ar að leiða til jafnvægis í efna- hagsmálum. En ef ný verðbólga á að hcfja göngu sína, eða leyna á verðbólgu með niðurgreiðslu af framkvæmdafé, þá cr komið inn á það svið, sem Framsókn- arflokkurinn mun ekki fara.“ Niðurlagsorð. „Áheyrendur góðir! Það er orð- in ástæða til þess að eg fari að Ijúka mínu sundurlausa spjaili, enda skal svo gert. En að lokum vil eg segja þetta: í ríki náttúrunnar gerast nú veður öll válynd og torráoin. Þó er nú hlýrra en venja er til um þennan árstíma. I heimi stjórn- mála er útlitjð álíka. Ef til viil or þar í vændum í þjóðlífi voru meiri mildi og grózka en áður, og von þjóðarinnar er sú, að það sé. En það gæti líka verið fram- undan gjörningaveður, sem byrgði útsýn, og sérstakt kapp verði á það lagt að villa um fyrir þjóðinni. Sú saga er sögð af hinum ötula forystumanni samvinnumanna, Pétri á Gautlöndum, eitt sinn er hann fór Pæykjaheiði, að hann dróst aftur úr samferða- mönnum sínum. Er hann náði þeim, spurðu þeir hvað hefði tafið för hans. Hann svaraði því til: „Eg var að hlaða upp vörðu og brjóta ísingu af þeim er klak- inn byrgði, svo að þeir sem á eft- ir koma ættu auðvelt með að sjá öll leiðarmerki, og eigi ekki á bættu að villast af réttum vegi.“ Eg mun engu spá um framtíð- ina, en við Framsóknarflokks- menn skulum í starfi okkar og stefnu fylgja fram sem fyrr stefnu hins ágæta samvinnu- frömuðs Péturs á Gautlöndum og marka svo stefnu okkar í vandamálum þjóðarinnar, að þó að hennar bíði pólitísk gjörn- ingaveður, þá eigi hún vörðu til að vísa veginn." húsfrú á Selárbakka í Árskógs- hreppi, lézt í Sjúkrahúsi Akur- eyrar 17. þ. m. og var jarðsett að Stærra-Árskógi í gæi', 25. nóv., að viðstöddu fjölmenni. Rakel var fædd á Selárbakka 4. september 1891. Hún var dótt- ir Jóhanns Magnússonar bónda á Selárbakka. Jóhann var marga áratugi skipstjóri, leng'st af á há- karlaskipum. Flann var annálað- ur dugnaðar- og aflamaður og ágætur skipstjóri. Móðir Rakelar var Anna Gísla- dóttir frá Svínárnesi á Látra- strönd. Hún -var systir Þorsteins á Svínárnesi og þeirra merku systkina. — Anna var sérstök rausnar- og myndarkona. Rakel ólst upp á Selárbakka hjá for- eldrum sínum, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Valtý Jónssyni bónda á Selárbakka, árið 1919. ■Fyrstu 6 árin bjuggu þau í Vall- holti og Stærra-Árskógi, en hafa eftir það búið á Selárbakka. Þau hafa búið myndarbúi og endur- bætt jörðina mjög mikið, bæði í ræktun og byggingum. Þau eign- í síðasta blaði var þess getið, að jólavörurnar væru ekki komnar út í glugga verzlana hér í bæ. Rétt er að geta þess til við- bótar, að hér eiga ekki allir jafnt mál. Til dæmis mátti líta nokkr- ar jólavörur í Bókabúð Rikku, sem sérstaklega voru fyrir þá ætlaðar, sem senda þurfa kunn- ingjum og vinum erlenais bréf og annao smávegis fyrir jólin. uðust fjögur börn, sem öll eru á lífi; þau eru: Óskar Kató, giftur og búsettur á Dalvík, Maríanna, gift á Akureyri, Katrín, gift í Reykjavík, og Margrét, heima, og er stpð og stytta heimilisins. Rakel dvaldi mestan hluta ævi sinnar á Selárbakka. Æskuheim- ilið var hennar skóli. í þeim skóla mátti margt læra. HeimiliS var að jafnaði mannmargt og glaðværð þar ríkjandi. Hús- bændur hirðusamir og reglu- samir. Rausn Onnu húsfreyju kom jafnt fram við heimafólk og gesti. Skortur var þar aldrei í búi. Aflamaðurinn Jóhann sá fyrir því. Rakel fékk því hald- góðan undirbúning undir lífs- starfið. Hún helgaði heimilinu krafta sína. Með rólyndi og æðruleysi tók hún því sem að höndum bar og kom það bezt í ljós í veikindum hennar síðustu æviárin. K. Heimili og skóli Þar skrifar Hannes J. Magnús- son skólastjóri greinina Flóttinn frá heimilunum, Jónína Stein- þórsdóttir þýðir smásöguna Bláu fjólurnar eftir Elisabeth Johan- sen, þá eru greinarnarÞess vegna fer eg í kirkju, eftir Stanley High, og Hvers megum við vænta af börnum á mismunandi ævi- skeiði, báöar þýddar, og margt fleira er í þessu 5. hefti Heimila og skóla. FY Félagsmenn Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins fá mi 6 bækur fyrir ár- gjaldið, sem er kr. 150.00. Fjórar þeirra eru fastákveðnar, og cru það: Alm- anakið, Andvari, íslenzk Ijóð 1944—1953 og Lönd og lýðir (\7estur-Asía og Norður-Afríka) eftir Ólaf Olafsson, kristniboða. — Til viðbótar er félags- mcinnum heimilt að velja tvær af eftirtöldum fimm Ibókum. HESTAR Mjög fögur litskreytt myndabók af íslenzkum liestum. r>c')kin er prentuð í Þýzkalandi, og er þar að finna afar góðar litprentaðar myndir af hestum og íslcnzku landslagi. Textinn cr eftir dr. Brpdda Jóhannesson. TVENNiR TÍMAR (Rörn av Tiden) Skáldsaga eftir nóbelsverðlannaskfildið Knud Hamsum. Hannes Sigftisson þýddi. SNÆBJÖRN GALTI Söguleg skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson rithöfund. EYJAN GÓÐA Myndskreytt ferðabók frá Suðurhafseyjum eftir sænska ferðalanginn Bengt Danielsson. UNDRAHEIMUR DÝRANNA eftir Mauric Burton, alþýðlegt fræðslu- og skemmtirit um náttúrufræðilegt efni. Dr. Broddi Jóhannesson og Guðmundur Þorláksson þýddu. — Athygli skal vakin á því, að bók þessi kom út lijá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1955, en var þá aukabók. r/ O c/3 C < h C/3 < r/^ w C ffl < c I—( co Pí < C r/ Áukaíélagsljækiir, sem félagsmenn geta fengið með miklum afslætti: SAGA ÍSLENDINGA IX.. síðari hluti. eftir Magnús Jónsson prófcssor: Félagsm. Bókhl. Heft ........................... kr. 95.00 120.00 Skirmlíki ..................... - 130.00 165.00 Skinn ......................... - 172.00 215.00 FRÁ ÓBYGGÐUM, ferðasögur eftir Pálma Hannesson rektor: Ileít ......................... kr. 100.00 125.00 Skinnlíki ....................... - 135.00 170.00 Skinn ........................... - 165.00 210.00 ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1874 eftir Brynleif Tobiasson: Heft .......................... kr. 128.00 160.00 Skinnlíki ....................... - 175.00 220.00 Skinn ........................... - 208.00 260.00 HÖFUNDUR NJÁLU eftir Barða Guðmundsson: Heft .......................... kr. 110.00 135.00 Skinnlíki ....................... - 145.00 185.00 Skinn ........................... - 175.00 220.00 JSLENZKU FIANDRITIN eflir Bjarna M. Gislason: Heft ........................ kr. 55.00 70.00 Bundin .......................... - 84.00 105.00 ÆVINTYRI DAGSINS Þulur og barnaljóð éftir F.rht: í bandi .1...................... kr. 60.00 75.00 I.EIKRITASAFN MENNINGARSJÓÐS 74. og 16. hefti, vcentanfeg i ncesta mánuði ANDVÖKUR IV, hvccði Stephans G. Stephanssonar, vcentanleg i ricesta mánuði. VERÖLD SEM VAR, eflir Stefan Zweig, vcentanleg i nccsla mánuði. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS UMBOÐ Á AKUREYRI: PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. . HAFNARSTR. 88 . SÍMI 1045

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.