Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 26. nóv. 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kentur út á miðvikudögum og laugardögunt, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þegar íhaldið vísar til vegar TUTTUGASTA OG SJÖTTA ÞING Alþýðu- sambands íslands hófst í Reykjavík í gær. Á því verða um 350 fulltrúar frá verkalýðsfélögunum í landinu. Ekki er því að leyna, að nokkurrar eftir- væntingar gætir í sambandi við þessa samkomu. Tillögur ríkisst j órnarinnar í efnahagsmálum verða að sjálfsögðu bornar undir verkalýðshreyf- inguna, eins og önnur þau félagasamtök, sem styðja stjórn landsins. Framsóknarmenn munu hafa forystu í að varða veginn og marka stefnuna með glöggum tillögum í efnahagsmálum. Það gæti vissulega oltið á samþykktum ASÍ, hvort þessi ríkisstjórn situr áfram við völd. Afgreiðslu mála á þessu Alþýðusambandsþingi verður veitt meiri athygli en oftast áður og stjórnarandstæðingarnir eru þar síður en svo undantekning. Þeir vinna eftir beztu getu sinni að því, að villa um fyrir mönnum og torvelda þannig rökréttar niðurstöður þingsins. Morgunblaðið á ofurlítið erfitt um leiðsögnina í efnahagsmálunum, því að það fordæmir alveg uppbótarleiðina, og sagði um það mál fyrir síðustu helgi, að hún, þ. e. uppbótarleiðin, „verkaði á at- vinnuvegina eins deyfilyf á sjúkling.“ En Morg- unblaðið telur niðurfærsluleiðina einnig' hina frá- leitustu. Morgunblaðið viðurkennir ekki einu sinni, að rekstur atvinnuveganna hafi verið tryggður með lögum um Útflutningssjóðinn o. fl. En hvað vilja þá þeir stjórnarandstæðingar, sem stýra penna Morgunblaðsins? Rétta svarið 'er auðvitað það, að Sjálfstæðisflokkurinn styður ekkert mál núverandi ríkisstjórnar og er alltaf á móti því, sem gert er, og hefur enga aðra stefnu í landsmálum. Það er því til of mikils ætlazt, að hann geti vísað veginn. — Um þetta sagði „Tím- inn“ nýlega: „Eitt sinn var Æri-Tobbi í smiðju og lúði járn, þegar ferðafólk kom til hans og spurði hann hvar vað væri yfir á, er rann hjá bæ hans og var í miklum vexti. Æri-Tobbi svaraði þeim, er hafði orð fyrir ferðafólkinu, með því einu að hann kvað við raust vísu þessa: Veit eg víst hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér. Fram af eyraroddanum, undan svarta bakkanum. Ferðafólkið lagði í ána „fram af eyraroddanum" — og fórst allt. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa síðan þeir lentu í stjórnarandstöðu sífellt verið að kveða vísu Æra-Tobba. Engin önnur leiðsögn hefur frá þeim heyrzt. Ef stjórnarandstaðan veit „hvar vaðið er“, þá er henni skylt að vísa á það. Að segja rangt til veg- ar, svo að slysi valdi, hefur jafnan þótt glæpur á íslandi. Að segja rangt til vaðs í stjórnmálum vitandi vits er stjórnmálaglæpur, þótt stjórnar- andstaða geri það. Hún á að leiðrétta — eða að reyna að leiðrétta — stjórnarstefnu, hvenær, sem hún getur, en trufla hana ekki að öðrum kosti. Sjálfstæðisflokkurinn virðist annað hvort ekki vita skyldur sínar í þessum efnum eða skorta sið- ferðisþrek til að rækja þær. Þegar efnahagsmálin voru til afgreiðslu á síðasta Alþingi, benti Sjálfstæðisflokkurinn ekki á nein önnur úrræði en stjórnar- liðið bar fram. Sennilega hefur hann ekki komið auga á annað fært vað, og skal hann alls ekki vittur fyrir það. Hins vegar hefur hann með cllu móti reynt að ófrægja það vað og torvelda förina á því vaði. Reynt að stofna til slysa með því að æsa til verkfalla í því augna- miði að þannig hrekti niður á móts við „svarta bakkann11. í landhelgismálinu var fram- koma forsprakka Sjálfstæðis- flokksins þannig, að full ástæða er til að ætla, að hann eigi mikla sök á því, að Bretar réðust með hervaldi til veiða í hinni nýju, ís- lenzku landhelgi. Eftir skrifum Morgunblaðsins sl. sumar var eðlilegt að Bretar álitu, að ís- lendingar væru ekki einhuga um útfærslu landhelginnar, og teldu sennilegt, að íslendingar létu undan og hopuðu, ef hörku væri beitt. Morgunblaðið bauð Bret- um heim. Úr þessu fær flokksforustan með engu móti bætt, þótt hún sneri við blaðinu, þegar hún sá sitt óvænna gagnvart einhug al- mennings. Oþjóðhollusta Morg- unblaðsskrifanna verður ekki aftur tekin og afleiðingar hennar. Að því er landhelgismálið snertir mun saga íslands geyma glöggar myndir af traðki forsjár- manna Sjálfstæðisflokksins á „eyraroddanum, undan svarta bakkanum“.“ Scttur sýslumaður í blaöamannafötum. SIGURÐUR M. HELGASON, settur sýslumaður og bæjarfógeti á Akureyri, brá sér nýlega úr embættisskrúða sínum, klæddist blaðamannafötum og skrifaði greinarkorn í Alþýðumanninn á Akureyri. Er hann boðinn vel- kominn í hóp þeirra manna, sem skrifa í Akureyrarblöðin, því að ekki veitir af fjölbreytninni. Störf sýslumanna eru vanda- söm og krefjast manndóms, drenglyndis og þekkingar. Ekki skulu brigður bornar á góðan vilja og hæfileika yfirvaldsins og þakkar blaðið ágæt kynni af því. En þar sem hann nú kveður upp dóma yfir blaðamönnum á blaða- mannavettvangi og fer um þá allhörðum orðum, verður ekki komist hjá að svara á sama vett- vangi. Svo erfitt og mikilvægt sem sýslumannsstarfið er, er blaðamannastarfið þó engan veg- inn vandalaust, enda. hnýtur settur sýslumaður á nokkrum stöðum. Tilefni sýslumannsins til ham- skiptanna eru greinar í blöðum um heimsókn hans að Freyvangi, sem orðnar eru allfrægar. Um koniu sýslumanns á nefndan stað sagði Dagur aðeins þetta: „Það bar við á samkomu þess- ari, eftir að húsinu var lokað, að gest bar að garði. Vildi hann fá að líta inn, en var tilkynnt að búið væri að loka. Litlu síðar var hann þó kominn inn fyrir dyrnar á aðalsamkomusalnum. — Dyravörðurinn tók hannmjúkum höndum, því að gesturinn mun hafa sýnzt alls ólíklegur til að berja menn eða brjóta stóla, og lét hann út. í þeirri svipan mun einhver hafa borið kennsl á manninn og gert uppskátt að þetta væri sýslumaðurinn. Reyndist þetta rétt vera, að þar var settur sýslumaður og bæjarfógeti, Sig. M. Helgason, óeinkennisklæddur. Var honum síðan leyfð innganga án tregðu, þegar þetta varð upplýst, svo og það erindi hans, að sjá með eigin augum, hvernig umhorfs væri á dansleik í nágrenni bæjarins.11 Hins vegar sagði Alþýðublaðið, flokksblað setts sýslumanns, frá þessum atburði á allt annan veg, sagði til dæmis að sýslumaður hefði komist inn í húsið bakdyra- megin eftir misheppnaðar til- raunir við aðaldyrnar, hann hefði síðan verið „tekinn hryggspennu tökum, hafinn á loft og fleygt út.“ Það hefði ekki verið fyrr en sýslumaðurinn „lá í svaðinu11 fyrir utan, að einhver bar kehnsl á, að þar var yfirvaldið á Akur- eyri. Geta menn nú borið frásögn þessara blaða saman. Settur sýslumaður tekur sér nú penna í hönd og setur sig í spor umvandarans. Hann fer hörðum orðum um blaðamennskuna og leggur fréttaflutning Dags og Alþýðublaðsins að jöfnu. Hans fyrsta hrösun á ritvellinum er hlutdrægni. í öðru lagi gengur hann alveg fram hjá því, að skýra frá at- burðinum, eins og hann var og afgreiðir það atriði með því að segja, að um hreina skröksögu sé að ræða. Árekstur hans við dyra- verðina er þó það atriði, og það eina atriði, sem hann er við- kvæmur fyrir, og er tilefni þess, að sýslumaður brá sér í blaða- mannafötin. í þriðja lagi gleymist honum að segja lesendum sínum frá samkomunni að Freyvangi, og hvernig hinar nýju reglur gáfust. Það skipti þó öllu máli. Sýnir það bezt að sýslumaður er hörund- sárari fyrir sjálfum sér en um árangur síns ágæta erindis. í fjórða lagi virðist sýslumaður þeirrar skoðunar, að blaðamenn- irnir telji að reglur að Freyvangi hafi verið nógu strangar fyrir og því verið auðfengnir til að birta frétt, er veikti aðhald á sam- komum. (Hér skal því skotið inn í, að orðalag sýslumanns er hér fremur óljóst.) — Hér fer sýslu- maður með rangt mál og því miður gerir hann það vísvitandi, að því er þetta blað snertir. Dag- ur hefur harðlega átalið of- drykkju, og ætti sýslumanni þótt hann lesi kannski ekki blöðin vandlega, að vera kunn- ugt um, að embætti hans gaf ný- lega vottorð í ^umfangsmiklu roáli, tilkomnu fyrir grein Dags um drykkjuskap frá í sumar. — Þegar þetta er athugað, er furðu- legt að settur sýslumaður á Ak- ureyri skuli bera sér slíkt í munn. Hann ætti að vita það manna bezt, við hverja hann á að sakast í því efni. Síðast í um- ræddri grein setts sýslumanns veltir hann því fyrir sér, hvernig „slíkar sögur myndast11 og á hann enn við árekstur sinn við dyra- verðina. Um þetta segir hann meðal annars svo, orðrétt: „T. d. gæti verið, að einhvern eða ein- hverja dreymdi eitthvað slíkt, annað hvort í vöku eða svefni, og um slíkt er náttúrlega ekkert sérstakt að segja, því að vitað er, að hugrenningar manna bæði í vöku og svefni. geta verið lævi blandnar.11 Síðan segir sýslumað- ur, að ef þróunin verði á þá leið, að slíkar draumsjónir ónafn- (Framhald á 7. bls.) ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Svart og sápa. Við erum vön því að fara í gönguferð, Marteinn og eg. Þá röbbum við um ýmislegt smávegis, sem komið hefur fyrir þann dag. Margt af því sýnist mjög stórt í augum barns ins. Við horfum á síðustu sumarblóm in og froskana skvampa í pollun- um í sólskininu. — Við rannsökum allt gaumgæfilega áður en við höldum áfram göngunni. í gær leiddumst við rólega eftir stígnum, er eg fann, að litla höndin krepptist fast utan um mína. „Mamma,“ hvíslaði Marteinn, „hann er svartur!11 Eg leit í áttina og sá þá, að ungur og ljómandi laglegur negri kom labbandi á móti okkur. Eg ætl- aði einmitt að fara að segja honum að glápa nú ekki of mikið á hann, þegar Marteinn reif sig laus- an og hljóp til svertingjans, stillti sér upp fyrir framan hann, og það var rétt eins og hann væri æfður stjórnmálamaður; hann faldi óhreinar hend- urnar aftan við bak. „Þú hefur gleymt að þvo þér,“ hrópaði hann. „Heldurðu, að mamma þín hátti þig í hvítt rúm svona útlítandi? Þú ættir að flýta þér inn í búð og kaupa sápu!“ Negrinn hló. Svo héldum við áfram göngunni, og Marteinn skýrði þessi hlaup sín bara með orðunum: „Maður- inn hafði gleymt að þvo sér.“ Við ræddum þetta mál ekki frekar, en þessi ein- földu viðbrögð barnsins gáfu mér umhugsunarefni. Ef einhvern tíma fyndist nú meðal eða tæki, sem gæti gert svart að hvítu, eins konar allsherjar- ?vottaefni fyrir hörundsdökka, — skyldi þá ekki vera hægt að skola burt öllum hinum óhreinu kynþáttavandamálum? Terne. (Þýtt úr Politiken.) -----------------------o------ Öruggara. „Já,“ sagði kúrekinn. „Við ætlum að taka okkur ferð á hendur yfir eyðimörkina, félagi minn og eg, og hann ætlar að hafa með sér 4 potta af viskíi sem móteitur gegn slöngubiti.11 „Ætlar þú ekki að hafa neitt með þér?“ spurði einn áheyrenda. „Jú,“ sagði kúrekinn. „Tvær slöngur.11 ---------------------o------ Sálarfræði. Frægur, bandarískur sálfræðingur dró sig í hlé frá störfum í fyrra, keypti sér búgarð óg gerðist bóndi sér til dundurs. í hvert sinn og hann sáði korni í plógförin, þá kom grúi af krákum fljúgantli og át allt sæðið. Þetta endaði svo með því, að sálfræðingurinn lét stórlætið sigla sinn sjó, fór til bónda í nágrenninu og spurði hann ráða. Bóndinn fór með honum út á akurinn, gekk þar um og hreyfði hendurnar eins og hann væri að sá, en hann sáði engu. Krákuhóparnir steyptu sér nið- ur í plógförin, görguðu af vonbrigðum og flugu svo brott. Bóndinn kom nokkra daga í röð og endurtók þessa sýndarmennsku, og loks hættu krákurnar alveg að koma. Þá var sáð. Sálfræðingurinn þakkaði bóndanum kærlega fyrir hjálpina, en bóndinn lét lítið yfir og sagði: „Nú, ég notaði bara þessa allra einföldustu teg- und af sálfræði við krákurnar, annað var það ekki. Kannist þcr nokkuð við sálfræði?11 ------o------ Keppnin. Einn gestanna við brúðkaupið sneri sér að manni nokkrum, sem var mjög vel klæddur, og spurði: „Afsakið, en eruð þér brúðguminn?11 „Nei,“ kvað maðurinn og stundi við, „eg er ekki brúðguminn. Eg var „sleginn út“ í síðustu undan- >P—W iwuf Inmni MP -I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.