Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 5
Miívikudaginn 26. nóv. 1958 D A G U R 5 Nokkur mál rædd á Alþ ingi Um endurskoðun ábúðarlaga. Flutningsmenn: Ágúst Þrvalds- son, Halldór E. Sigurðsson, Ás- geir Bjarnason. „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta endurskoða ábúðarlögin og leggja síðan fram á Alþingi frumvarp til nýrra ábúðarlaga.“ Greiiiargerð: í landinu er mikið af jörðum í leiguábúð og ábúendaskipti alltíð á mörgum þeirra. Oft skapast vandamál milli jarðareiganda og leiguliða, einkum þegar ábú- endaskipti verða. Dæmi eru til þess, og þau ekki svo fá, að eig- endur jarða halda þeim í eyði, þó að hægt sé að fá á þær ábúendur. Veldur slíkt viðkomandi sveitar- félögum ýmsum erfiðleikum. Nokkrir forustumenn sveitar- íélaga og allmargir jarðeigendur og leiguliðar hafa komið að máli við okkur flutningsmenn þessar- ai' tillögu og óskað eftir, að við beittum okkur fyrir því, að ábúðarlögin yrðu endurskoðuð og þeim breytt. Við töldum ekki rétt að flytja frumvarp til breyt- inga á lögunum, enda hæpið að gera breytingar á svo umfangs- miklum lögum, sem ábúðarlögin eru, án þess að rannsókn á mál- inu í heild eigi sér stað. Okkur finnst hins vegar eðlilegast, að ríkisstjórnin skipi nefnd manna til að endurskoða lögin og síðan að þeirri endurskoðun lokinni yi'ði frumvarp til nýrra ábúðar- laga lagt fram hér á Alþingi. í sambandi við hinar stórstígu umbætur, sem nú eiga sér stað í jarðrækt, byggingum og fram- leiðsluháttum, hafa skapazt ný vandamál milli jarðareiganda og leiguliða, einkum þó ef leiguliði, sem mikið hefur framkvæmt á ábýlisjörð sinni, verður að hætta búskap. Ábúðarlögin þyrftu að tryggja betur en þau nú gera, að eðlilegar umbætur eigi sér stað á leigujörðum. En eins og lögin eru nú, óttast margir leiguliðar, að þeir fái það fé ekki aftur, — ef þeir fara frá jörðinni, — sem þeir hafa lagt þar í umbætur, og valda því þau ákvæði ábúðarlag- anna, hversu fljótt framkvæmdir leiguliða eru látnar fyrnast og falla til jarðareiganda, ef leiguliði fer frá jörð. Þessi fymingartími þyrfti að lengjast. Sé miðað við endingarhæfni nútímabygginga, hlýtur lánstími hinna almennu sjóða, sem lána til framkvæmd- anna, að vera eðlilegur fyrning- artími þeirra. í beinu framhaldi af því, sem hér hefur verið drepið á, kæmi þá einnig til athugunar, hvort ekki væri rétt að létta af lands- drottni þeirri skyldu að leggja fram fé til bygginga á jörð sinni, þar sem hann verður að veita veðleyfi til lántöku í ræktunar- sjóði og byggingarsjóði. Frumvarp um landbúnaðarsjóð. Flutningsmenn: Steingrímur Steinþórsson, Jón Sigurðsson, Ásgeir Bjarnason, Pétur Ottesen, Benedikt Gröndal. »1- gr. Aftan við lögin bætist svo- hljóðandi: Ákvæði til bráðabirgða. Á árunum 1958—1961, að báð- um meðtöldum, skal greiða V2% viðbótargjald af söluvöi'um land- búnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og rennur það til Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands bænda til að reisa hús félaganna við Hagatorg í Reykjavík yfir starfsemi þeirra. Skal fénu skipt milli þeirra eftir hlutfallinu tveir á móti einum. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og búnaðarmálasjóðsgjald. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Greinargerð: Um langt skeið hefur skortur á húsrými fyrir starfsemi Búnað- arfélags íslands verið mjög til- finnanlegur og háð starfi félags- ins. Þetta hefur farið hraðvax- andi hin síðustu ár og þá meðal annars vegna þess, að æ bætast ný verkefni við. Alþingi og rík- isstjórn fela sífellt Búnaðarfélagi íslands ný viðfangsefni. Má þar til nefna starfrækslu vélasjóðs, veiðistjórastarf, svo að dæmi frá síðustu árum séu nefnd. Þetta hefur leitt til þess, að félagið hefur orðið að leigja húsnæði á þremur stöðum úti um bæ, og er þó svo ásett í húsi félagsins, Lækjargötu 14 B, að vart er við- hlítandi. Samkomulag hefur náðst fyrir nokkrum árum milli Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands bænda um að reisa í félagi hús yfir starfsemi beggja þessara samtaka bændastéttarinnar. Fyr- ir velvilja og skilning bæjaryfir- valda Reykjavíkur á þessu máli fékkst ágæt lóð á einhverjum glæsilegasta stað í Reykjavík, þ. e. við Hagatorg. Er nú hafin vinna við að reisa hús þar sam- eiginlega fyrir þessi sambönd bæði. Bygging þessi er mikil og mun að sjálfsögðu kosta stórar fjárhæðir, enda ætlum vér land- búnaðinum það rúm í framtíðar- þjóðfélagi voru, að miðstöð fé- lagsmálastarfsemi landbúnaðar- ins hafi húsnæði, er vel sé við vöxt um alllangan tíma. Með það sjónarmið hefur verið hafizt handa um hið nýja heimili land- búnaðarins. Á búnaðarþingi, er háð var í febrúarmánuði þ. á., kom fram frá fjárhagsnefnd svohljóðandi tillaga: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Islands að vinna að því, að lögum um stofn- un búnaðarmálasjóðs verði breytt þannig, að sett verði í lög- in ákvæði til bráðabirgða, svo- hljóðandi: Á árunum 1958—1961, að báð- um meðtöldum, skal greiða V^% viðbótargjald af söluvörum land- búnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og renni það til Búnaðarfé- lags íslands og Stéttarsambands til að reisa hús félaganna við Hagatorg í Reykjavík yfir starf- semi þeirra. Skal fénu skipt milli þeirra eftir hlutfallinu tveir á móti einum. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og um búnaðarmálasjóðs- gjald.“ Þessi tillaga var samþykkt með 18 atkv. gegn 2. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, er haldinn var að Bifröst í Borgarfirði 3. og 4. sept. sl.,kom fram svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Bifröst dag- ana 3. og 4. sept. 1958, ályktar að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því, að lögum um stofn- un búnaðarmálasjóðs verði breytt þannig, að sett verði inn í lögin ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: Á árunum 1958—1961, að báð- um meðtöldum, skal greiða Vz% viðbótargjald af söluvörum land- búnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og rennur það til Búnaðar- félags fslands og Stéttarsam- bands bænda til húsbyggingar félaganna við Hagatorg í Reykja- vík í sömu hlutföllum og eignar- hluti þeirra er í byggingunni. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og um búnaðarmálasjóðsgjaldið,sem nú er.“ Þessi tillaga var samþykkt með 39 atkv. gegn 8. Þessar ályktanir sýna ljóslega, að yfirgnæfandi fylgi frá fulltrú- um þessara aðalfélagssamtaka bændastéttarinnar er fyrir því að hækka búnaðarmálasjóðsgjaldið næstu fjögur ár og nota það fé, er þannig fæst, til þess að létta undir kostnað við bygginguna. Um bann við togveiðum. Flutningsmaður: Ólafur Thors. „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að breyta reglu- gerðum um fiskveiðilandhelgi Is- lands frá 30. júní 1958 og 29. ágúst 1958 á þann veg, að bann- aðar verði algerlega botnvörpu-, flotvörpu- og dragnótaveiðar innan núverandi fiskveiðiland- helgi íslands.“ Greinargerð: Með reglugerðunum um ákvörðun núverandi fiskvciði- landhelgi íslands frá 30. júní 1958 og 29. ágúst 1958, er íslenzkum togveiðiskipum veitt heimild til botnvörpu-, flotvörpu- og drag- nótaveiða frá fjögurra til tólf mílna belti fiskveiðilandhelginn- ar á vissum svæðum og tiltekn- um tímum. Hér skal það engan veginn átalið, að þessi ákvörðun var tekin á sínum tíma, en stað- reyndin er hins vegar sú, að þessi sérstaða íslenzkra skipa hefur bæði sætt andúð margra íslend- inga og auk þess verið í ríkum mæli notuð af andstæðingum okkar erlendis til þess að tor- velda íslendingum sóknina í þessu lífshagsmunamáli þeirra. Þessi tillaga er fyrst og fremst flutt til þess að sanna umheimin- um það, að íslendingar telja sér- hverja fórn litla, ef hún mætti verða til þess að stuðla að sigri okkar í baráttunni fyrir fram- tíðartilveru íslenzku þjóðarinnar. Vinnuheimili fyrir aldrað fólk. Ur framsöguræðu Halldói's E. Sigui'ðssonar fyrir tillögu sex Framsóknarmanna. I fyrri viku var til fyri'i um- ræðu þingsályktunartillaga sex Framsóknai-manna um athugun á stofnun vinnuheimila fyrir aldrað fólk. Flutningsmenn eru Halldór E. Sigurðsson, Ágúst Þoi'valdsson, Kai'l Kristjánsson, Björgvin Jónsson, Páll Þor- steinsson og Sigurvin Einai'sson. Hér er um hið mei'kasta mál að ræða. Framsögu af hálfu flutn- ingsmanna hafði Halldór E. Sig- urðsson, og sagði þá m. a.: „Eins og tekið er fram í gi’ein- argei'ð fyrir þessari tillögu fjölg- ár því fólki í landinu, sem nær háum aldri. Þessi þróun stendur í sambandi við bætt lífsskilyi’ði og aukna heilsugæzlu. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem eg hef beztar fengið munu 10—12 þús. manns vera 67 ái'a og eldri, en á næstu árum mun þessu fólki fjölga til muna, því að rnargt fólk tilheyrir þeirn aldurs- flokkum. Það er því ástæða til þess að huga að þessum málum nú vegna þeirrar þróunar, sem við blasir. Það, sem fyi’st og fremst vakir fyrir flutnings- mönnum, er það, að margt fólk hverfur frá sínu lífsstarfi, enda þótt það búi yfir nokkurri stax’fs- oi'ku. Þi'óun sú er eðlileg, að því leyti til, að mörg störf krefjast fullkominnar starfsoi'ku, og svo liitt, að nauðsyn ber til að næstu kynslóð sé gefinn kostur á að taka þátt í athafnalífi meðan áhugi hennar er mestur. Hins vegar er það mikið áhyggjuefni fyrir fólk, sem lætur af lífsstarfi, að hafa ekki að neinu að hverfa með starf. Þá er það kunnara er frá þurfi að segja, að hvoi’t tveggja er, að öldruðu fólki, sem eitthvað hefur tekizt að spara saman er það fjarri skapi að eyða stofninum sér til viðurværis, og hitt að hjá því verður ekki komizt, þar sem ellilaun hrökkva skamrnt því til Þess hefur áður veiið getið í Degi, að deila mikil hafi risið milli Dag Hammarskjölds fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna og danska starfsmannsins Povl Bang-Jensen, sem lauk með því, að framkvæmdastjórinn sagði Bang-Jensen upp, — að því er virtist algerlega gegn reglum og rétti, eftir allnxiklar og harðar deilui’. Kærði Bang-Jensen fram kvæmdastjórann sökum uppsagn arinnai’, m. a., og hefur verið hljótt um hríð. Dönsk blöð tóku þegar málstað Bang-Jensens, enda er hann víð- kunnur ágætismaður og sannur Dani. Nú hefur ríkisstjórn Dana — með samþykki allra stjórn- málaflokka — veitt Bang-Jensen 5000 dollara styi’k til að greiða kostnað við sérfræðilega aðstoð við áfrýjun málsins fyrir sérstak- an dómstól S. Þ. Áður hefur danska stjórnin lífsfi’amfæris, þótt aukin væru. Fi’á sjónarhól þjóðfélagsins er það verulegt atriði, hvort þetta fólk tekur þátt í sköpun vei’ð- mæta, eða tekur framfæi’slu sína af því, sem geymt hefur verið. Flutningsmenn leggja því höf- uðáherzlu á það, að leita eftir leiðum til þess að skapa öldruðu fólki vinnu við sitt hæfi og beri í því sambandi að athuga mögu- leika á stofnun vinnuheimila og á annan hátt. Meðan þjóðlíf íslendinga var með þeim hætti, að þjóðin bjó að mestu í di’eifbýli og heimilin voru íjölmenn, sáu þau að jafn- aði fyrir gönxlu fólki, enda hafði það þar þá eitthvað til dundui’S, meðan heilsa þess leyfði. Með þeirri breytingu, sem orð- ið hefur í þjóðlífi voru á síðustu áratugum, þegar þjóðin fer meira og minna að búa í þéttbýli og heimilin gei-ast svo fámenn, sem raun er á orðin, þá eru mögu- leikarnir á því að aldrað fólk dvelji á heimilum niðja sinna eða vandamanna að fjara út. Vist- heimili fyrir aldrað fólk verður því meiri og meiri nauðsyn. Vist- og hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk hafa vei'ið starfrækt hér á landi um aldarfjórðungs- skeið. Árið 1932 var Elliheimilið Grund stofnað og það sama ár tók til stai'fa elliheimili á ísa- fii'ði. Nú munu þessi heimili vera 11 talsins og mun 6—700 manns geta dvalizt á þeim samtímis. — Stæi'sta heimilið er Elliheimilið Grund er rúmar 350 manns. Enda þótt vistheimili fyrir aldr- að fólk hafi verið stai'frækt hér í aldarfjórðung hefur engin löggjöf verið sett um þessar stofnanir. Þær hafa notið einhvers styrks sem sjúkrahús, en ekki sem elli- heimili. Þar sem gera má ráð fyrir að mörg sveitar- og jafnvel sýslufé- lög standi að slíkum stofnunum, þá þarf í löggjöf að ákveða hvernig þátttöku þeirra í stofn- og reksturskostnaði á að^vera fyrir komið. Eg hef hér að framan drepið á örfá ati'iði í sambandi við tillögu skorað opinberlega á S. Þ. að taka mál þetta fyrir sem alh’a fyrst, og mun það nú verða gert í ryæsta mánuði. Bang-Jensen hefur einnig bor- ið fram þungar ásakanir á full- trúa Dana hjá S. Þ., Alsing And- ersen, og samþykktin á ríkis- þingi Dana staðfestir, að opin- berlega fylgja Danir Bang-Jen- sen að málum. — En eins og skýrt var frá í fyrrnefndri blaða- grein, sagði Hammai'skjöld Bang-Jensen upp gegn fyllsta rétti og starfsreglum S. Þ. Enda urðu um hrið hai’ðar deilur út af þessu á vettvangi S. Þ. Eins og lesendur Dags senni- legða muna, reis deila þessi sök- um þess, að Bang-Jensen neitaði að bregðast trúnaði vitna í rann- sókninni miklu í Ungverjalands- niálinu. En þar var Ban-Jensen einn helzti og mikilvægasti rann- sóknarinn. — v. (Fi-amhald á 7. síðu.) Povl Bang-Jensen gegn Iíammarskjöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.