Dagur - 07.01.1959, Page 7
Miðvikudaginn 7. janúar 1959
D A G U R
7
Víða þung færð á vegum en ekki mikill snjór
Karl Friðriksson, verkstjóri og
f ulltrúi vegamálast j órnarinnar
hér, gaf blaðinu eftirfarandi upp-
lýsingar í gær:
Snjór er yfirleitt fremur lítill,
miðað við þennan árstíma, þótt
vegir séu orðnir þungfærir. Héð-
an fóru um 60 manns í gær i
tveim langferðabifreiðum Norð-
urleiða og lögðu af stað eftir há-
degi. Ýta fór fyrir þeim og alla
leið vestur á Oxnadalsheiði. Við
Klif mættust bílar að norðan og
sunnan og var álíka hópur að
koma hingað norður, einnig í
tveim bifreiðum. Þar var skipt
um bíla. Kl. 11—11.30 voru bíl-
arnir komnir í Varmahlíð og um
svipað leyti komu ferðamennirn-
ir að vestan hingað til bæjarins.
Skákþing Norðlendinga stendur
nú yfir hér á Akureyri, og eru
keppendur víðs vegar að, þrír frá
Blönduósi, einn frá Siglufirði, þrír
frá Dalvík, tveir frá Olafsfirði, einn
frá Húsavík og tveir héðan úr ná-
grannasveitum auk Akureyringa.
Alls eru keppendur þrjátíu talsins.
Fyrsta umferð meístaraflokks:
Júlíus Bogason vánn Álbert Sig-
urðsson, Halldór Jónsson vann
Jónas Halldórsson, Þráinn Sigurðs-
son vann Odd Arnason. Jafntefli
gerðu: Eggert Gilfer og Steingrím-
ur Bernharðsson, Jón Ingimarsson
og Kristján Jónsson og Margeir
Steingrímsson og Jón Jónsson.
Önnur umferð:
Eggert Gilfer vann Jón Jónsson,
Albert vann Odd, Jónas vann Mar-
geir. Biðskákir: Jón Ing. og Stein-
grímur, Þráinn og Kristinn, Júlíus
og Halldór.
„Færið yður ofar“.
Og þá kemur röðin að vinnu-
konunni, sem vann í húsi í
Boston hjá gamalli og ríkri hefð-
arfrú. Einn dag lagðist stúlkan í
rúmið, og frúin lét strax kalla á
heimilislækninn.
Gamla frúin fór út úr herberg-
inu, er læknirinn tók að rann-
saka sjúklinginn, og þá hvíslaði
stúlkan að honum, „Læknir, eg
er alls ekkert veik. Eg er bara að
látast. Gamli kerlingarsvíðingur-
inn hefur ekki greitt mér kaup í
þrjá mánuði, og héðan úr rúminu
fer eg ekki fet, fyrr en hún er
búin að borga. mér.“
Læknirinn tók að hýrna á svip-
inn. „Hvert í þreifandi!" hrópaði
hann. „Nú man eg! Hún skuldar
mér líka fyrir tíu síðustu vitjan-
irnar. Færið yður ofar!“
Vegurinn frá Öxnadalsheiði er
sæmilegur, allt til Reykjavíkur.
Vaðlaheiði varð alveg ófær í
gær, en mun opnuð í dag, svo að
hún verði fær jeppum.
Margt fólk bíður þess að kom-
ast austur, sérstaklega að Laug-
um, en flugvöllurinn í Aðaldal er
lokaður eins og er.
Reykjadalur er sæmilegur en
Ljósavatnsskarð þungfært og
einnig Kinn. Dalvíkurvegurinn
er fær trukkum og öðrum öflug-
um . bílum síðan vegurinn var
skafinn um jólin. Svalbarðs-
strönd er lokuð norðan Tungu. —
Snjólítið er í Höfðahverfi og
verður vegurinn hreinsaður þar
strax og birtir. — Framan Akur-
| eyrar eru vegir greiðfærir.
Þriðja umferð:
Jón Ing. vann Jón Jónsson, Egg-
ert vann Margeir, Júlíus vann Jón-
as, Halldór vann Odd, Kristinn
vann Albert. Jafntefli: Þráinn og
Steingrímur.
Eftir þrjár umferðir eru efstir
í fyrsta flokki Jón Hannesson og
Olafur Kristjánsson. Þeir eru jafnir
með þrjá vinninga livor.
í öðrum flokki er efstir Hjiirleif-
ur Halldórsson og Brynjólfur Eir-
íksson með 214 vinning livor.
Skákstjóri er Páil Helgason.
Hið stóra og merka fyrirtæki í
Álaborg, Alborg Værft, hefur
fyrir skömmu tekið upp Jrann sið
að gefa hverjum starfsmanni sín-
um eina vítamínpillu á dag. Auð-
vitað er ekki skylda að taka pill-
una, en fyrirtækið eggjar fólkið
á að gera það og hefur sett upp
6 „átómata“ á hinum ýmsu vinnu
stöðvum, svo að sérhver starfs-
maður eigi auðvelt með að ná sér
í pilluna. Segir forstjórinn, að
ekki þurfi að sparast margir
veikindadagar, til Jsess að greiða
pillurnar.
- Frá bókamarkaðinum
Framhald af 2. síðu.
Hversu sem mönnum geðjast
að henni, ber hún vitni um stíl-
leikni og frumlega hugsun, Jangt
yfir hið venjulega. — E. D.
Afgreiðslustíilka
Duglega aJgreiðslustúlku
vantar okkur nú þegar.
KJÖT & FISKUR.
Sími 2273.
Herbergi til leigu
í FRÓÐASUNDI 4.
Uppl. rnilli kl. 6 og 7
á kvöldin.
GÆSADÚNN
fyrsta flokks.
HÁLFDÚNN
3 tegundir.
VERZLUN
JÓHANNESAR JÓNSSONAR
Sími 2049
Atvinna óskast!
Yantar atvinnu hálfan dag-
inn (eftir hádegi).
Tilboðum sé skilað á afgr.
Dags, merkt: Att innulaus.
SPILAKVÖLD
Skemmtiklúbbur Léttis hefir
sitt fyrsta spilakvöld á árinu
9. janúar í Alþýðuhúsinu kl.
8.30.
Spilakvöklin verða 9. janúar,
1. febrúar og 15. febrúar.
X’erið með frá byrjun.
Góð verðlaun.
Þessi mikla sldpasmíðastöð í
Álaborg er okkur íslendingum
að góðu kunn, því að hún hefur
smíðað fyrir okkur mörg og góð
skip, t. d. Esju og Heklu. Þar
vinna nú um 1800 manns, svo að
margar pillur munu hverfa á
einu ári, en skyldi það samt ekki
geta borgað sig? Er þetta ekki
athyglisverð og góð tilraun, sem
eklíi síður ætti að geta gefið góða
raun hér á landi, ekki sízt eftir
sólarlítil sumur? Koma ekki slík
útgjöld aftur tþ fyrirtækjanna í
auknum afköstum og minni
veikindum? Það heldur forstjóri
skipasmíðastöðvarinnar í Ála-
borg. Hann er vafalaust bezti
maður, en hann hugsar fyrst og
fremst um hag fyrirtækisins og
gefur starfsfólkinu vítamín Jjess
vegna, en ekki af brjóstgæðunum
einum.
Keppnin bófst á simnudaginn og teflt á hverju
kvöldi í Landsbankasaleum - Keppendur 30
SKEMMTINEFNDIN.
irfsiólki vítamín
Forstjórinn segir, að ekki þurfi fjarvistardög-
um vegna veikinda að fækka um marga, til þess
að greiða kostnaðinn
SELJUM ÓDÝRT:
TELPNABUXUR
frá kr. 7.75.
KVENBUXUIÍ kr. 16.75.
VÖRUHÚSIÐ H.F.
SELJUM ÓDÝRT:
ÞVOTTADUFT
í 2Va kg.
pokum.
VÖRUHÚSÍÐ H.F
SJÓKLÆÐI
SJÓVETTLINGAR,
VINNUFATNAÐUR,
VINNU VETLLING AR.
VÖRUHÚSIÐ H.F.
I. O. O. F. — 14019SM> —
Kirlvjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næsttk. sunnudag kl. 2 e.
h: Sálmar: 500 — 304 — 105 —
101 — 44. — K. R.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur.
5 og 6 ára börn í kapellunni, 7—
13 ára börn í kirkjunni. Mætið
stundvíslega kl. 10.30 árdegis.
StúlluiadeiJd. Fund-
ur í kapellunni kl. 5
síðdegis á sunnudag-
inn. Dagskrá annast
Fjólusveitin (sveitarforingi Edda
Þorsteinsdóttir). Nýir félagar
velkomnir.
Skíðamenn! Fyrsta skíðamótið
er á sunnudag. Sjá nánar í götu-
auglýsingum. S. R. A.
Frá Sjálfsbjörg. Félagsfundur
verður n.k. sunnudag, 11. þ. m., í
Alþýðuhúsinu kl. 3.30 e. h. —
Styrktarfélagar og aðrir velunn-
arar félagsins velkomnir. Fyrsta
fcndurkvöldið á þessu ári
verður föstudaginn 9. þ. m. í
Túngötu 2.
Sunnudagasltólinn byrjar aftur
næsta sunnudag kl. 1. Öll börn
og unglingar veílkomiri!. Munið
almennu samkomurnar kl. 5. —
Sjónarhæð.
Strandarkirkja. Áheit frá S. P.
kr. 100.00. Msð þökkum móttek-
ið. P. S.
Frú Fanney Jóhannesdóltir,
A.ðalstræti, hefur fært Kvenfé-
laginu Framtíðin sem gjöf í Elli-
heimilissjóð félagsins tuttugu
þúsund krónur til minningar um
ömmu hennar, Soffíu Jónsdóttur,
og móður, Sigríðar Bjarnadóttur.
Þaklsar kvenfélagið þessa höfð-
inglegu gjöf. Ingibjörg Halldórs-
dóttir, formaður.
Kvenfélagið Framtiðin heldur
aðalfund þriðjudaginn 13. J>. m.
kl. 8.30 e. h. í Húsmæðraskólan-
um. Að fundi loknum verður af-
mælisfagnaður með kaffidrykkju
og skemmtiatriðum. Félagskon-
ur, fjölmennið. Stjórnin.
Fermingarbörn, sem ' fermast
eiga í Akureyrarkirkju á þessu
vori, eru beðin um að mæta í
kapellu kirkjunnar, sem hér seg-
ir: Til séra Péturs Sigui'geirsson-
ar fimmtud. 8. janriar kl. 5 síð-
degis, til séra Kristjáns Róberts-
sonar föstudaginn 9. janúar kl. 5
síðdegis.
Verkakvennafél. Eining heldur
almennan félagsfund í Ásgarði
sunnudaginn 11. janúar kl. 4 e. h.
Á dagskrá verður inntaka nýrra
félaga, ýmis áríðandi félagsmál
og skemmtiati'iði.
Herbergi til leigu
SÍMI 2295.
Hjónaefni. Á gamlaársdag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Ragnheiður Garðarsdóttir, Hrís-
eyjargötu 1, og Konráð Aðal-
steinsson, Klettaborg, Akureyri.
— Um jólin opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Auður Guðvinsdótt-
ir, Gunnlaugssonar kennara, Æg
isgötu 25, og Hörður Jörundsson,
málarameistari, Norðui'götu 33.
Skagfirðingar! Árshátíðin verð-
ur 10. þ. m. Sjá augl. í blaðinu í
dag.
Hjúskapur. — Annan jóladag
voru gefin saman í hjónaband af
sóknarprestinum í Laugalands-
prestakalli ungfrú Arnheiður
Jónsdóttir frá Borgarhóli og
Freyr Ófeigsson, stud. juris á
Akureyri. — Laugardaginn 27.
desember sl. voru gefin saman í
hjónaband af sóknarprestinum
að Syðra-Laugalandi ungfrú
Magnea Ólöf Oddsdóttir frá
Þorpum í Strandasýslu og Jón
Laxdal Jónsson, ættaður frá
Gröf í Kaupangssveit, bæði til
heimilis á Akureyri.
Hjúskapur. 21. des. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Sig-
rún Kristín Kristjánsdóttir frá
Hæli í A.-Hún. og Jón Hólm-
geirsson frá Völlum í Reykjadal
í S.-Þing. — Heimili þeirra verð-
ur að Þórunnarstræti 93, Akur-
eyri. — Á jóladag voru gefin
saman í hjónaband (í Keflavík)
Erla Sigurjónsdóttir og Kjartan
Sigurðsson, stýrimaður. — Heim
ili þeirra er að Austurgötu 19,
Keflavík. — Þann 27. des. voru
gefin saman í hjónaband ungfrú
Gréta Baldvinsdóttir og Eiður
Eiðsson, sjómaður. — Heimili
þeirra er að Skipagötu 6, Akur-
eyri. — Á gamlaársdag voru gef-
in saman í hjónaband ungfrú
Kristjana Björg Pétursdóttir og
Jón Ingvi Sveinsson, iðnverka-
maður. — Heimili þeirra er að
Uppsölum, Glerárþorpi.
Árshátíð Iðju, félags verk-
smiðjufólks verður haldin í AI-
þýðuhúsinu laugardaginn 17. jan.
n.k. Nánar auglýst síðar,
I. O. G. T. f tilefni af 75 ára af-
mæli Reglunnar og ísafoldar-
Fjallkonan nr. 1 halda st. ísafold
og Brynja sameiginlegan hátíðar-
fund í Landsbankasalnum laug-
ardaginn 10. janúar kl. 8.30 e. h.
Fundarefni: Vígsla nýliða, minni
ísafoldar, skemmtiatriði, dans til
kl. 2 e. m. Veitingar. Félagar,
fjölmennið og takið nýja félaga
með. — Æðstutemplarar.
Drengjasamkoma er á laugar-
dögum kl. 5.30. Framhaldssaga
lesin. Allir drengir velkomnir. —
Sjónarhæð.
Farsælt komandi ár!
Þakka viðskiptin á árinu.
Bókaverzlun Jólianns G.
Sigurðssonar, Dal\ ík.
SPIL AKLÚBBUR
Skógrcektarfél. Tjarnargerðis og Bilstjórafél. i bcenurn
Ný fjögurra kvölda keppni hefst með FÉLAGSVIST
í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 11. janúar kl. 8.30 e. h.
Veitt verða fern glæsileg heildarverðlaun (málverk),
senr verða til sýnis í Rammagerðinni, Brekkugötu 7,
fimmtudag og föstudag. — Einnig verða veitt kvöldverð-
laun hverju sinni. Verið nreð frá byrjun og mætið stund-
víslega.
Hljómsveit leikur. — Óðinn syngur.
SKEMMTINEFNDIN.