Dagur - 14.01.1959, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 14. janúar 1959
Dagijr
KITf-TJÓKI:
ERI.IN' G 13 R n A VÍtíSSO \
tuglysingaMjoii.
1‘ORKIL l. KJÖRNSSON
skrifMitfa i Hafnar<ur»u 'Ki — sími Itliii
.irgangurinn li«<ur kr. 7 i.00
BlaJtó kcmur i’u <i miÍHÍkudoyum oy
laugardiigum. (.xyar cfnj «umia lil
Cjiildiiagí t v l. julí
f’KENTVEKK On»S BJÖKVSSONAK H.F.
„Þor í fyrstu atlögu“
,.ÞAÐ VAR KARLMENNSKA og þor í fyrstu
atlögu nýju ríkisstjórnarinnar gegn dýrtíðar-
ófreskjunni. ... Mönnum kom það fyrst og
fremst á óvart, að hægt skyldi Vera að lækka
vöruverð og þar með vísitöluna. . . .“ Þetta og
margt fleira sagði Alþýðublaðið um þá ákvörðun
stjórnarinnar að greiða niður vísitöluvörur.
Og kerling ein í Morgunblaðinu vitnar og segist
nú loksins skilja hinar raunhgefu aðgerðir í dýr-
tíðarrhálunum, því að hún fái einum mjólkurpotti
meira en áður fyrir sömu peningaupphæð.
Um leið og þess er óskað, að nýju stjórninni
takist sem bezt að feta niður dýrtíðarstigann og
vera öllum góðum málum hin gagnlegasta, verður
ekki komizt hjá því að hryggja hið glaða og auð-
trúa fólk.
í fyrsta lagi er það ekkert nýtt, að greiða niður
verð á vísitöluvörum, því að það hefur lengi verið
gert. Það er leiðinlegt að þurfa að hryggja Morg-
unblaðskerlinguna og aðra einfalda á því, að vísi-
töluvörur eru greiddar niður til þcss að lækka
kaupið og, að niðurgreiðsla vísitölunnar hcfur
alltaf verið reikningslega óhagstæðlaunþegum,því
að kaupið Iækkar ævinlega meira vegna niður-
greiðslnanna en vöruverðið sjálft. Af þessari or-
sök fór vinstri stjórnin ekki lengra inn á þessa
leið en raun ber vitni, og með þetta í huga má
segja, að nýja stjórnin hafi sýnt þor, því að víst
þarf þor til að skerða kjör launþega. Hins vegar
er alveg óvíst að kerling sú hin breiðleita, sem
mjólkina keypti og aðrir álíka verði mjög sælir,
þegar þeir hafa reiknað dæmið til enda.
I öðru lagi þarf nokkra milljónatugi í niður-
greiðslurnar yfir árið. Þá upphæð verður að taka
úr vasa fólksins á einhvern hátt. Jafnvel kerling-
in verður látin borga að sínum hluta.
Hvarf Friðjóns Skarphéðinssonar
ÞEGAR GÓÐUR maður og gegn hverfur, er
það skaði og harmsefni. Friðjón Skarphéðinsson,
bæjarfógeti Akureyrar, sýslumaður Eyjafjarðar-
sýslu og alþingismaður, var vinsæll maður, sam-
vizkusamur í embættisrekstri og álitinn drengur
hinn bezti í hvívetna.
Hann taldi sig til Alþýðuflokksins í stjórnmál-
um, en tók fremur lítinn þátt í flokksstarfinu og
lét flokksmennskuna ekki trufla sig í skyldu-
störfum. Aldrei heyrðist, að honum væri brugð-
ið um pólitíska hlutdrægni. Engan mun þess
vegna hafa furðað stóidega á því, að Friðjón varð
fyrir valinu sem frambjóðandi Framsóknarflokks-
ins og Alþýðuflokksins, þegar þeir flokkar mynd-
uðu kosningabandalag árið 1956 og myndað var
„þriðja aflið“ í íslenzkum stjórnmálum. Maðurinn
.virtist vera hið bezta til þess fallinn að starfa
fyrir slíkar hugsjónir og samstarf, er var hugsað
til frambúðar.
Hann sigraði með prýði í kosningunum, þótt við
sterka andstöðu væri að etja. Kom þá greinilega
í ljós, að hann hafði mikla tiltrú meðal kjósenda á
Akureyri. Framsóknarmenn studdu hann ein-
huga, af því að þeir treystu fullkomlega heilind-
um hans og öðrum mannkostum. Mun hann hafa
frá þeim hlotið tvo þriðju hluta atkvæða sinna.
Síðan settist hann á þing, og þaðan fréttist ekk-
ert nema gott af honum, svo sem
við var búizt. En allt í einu ger-
ist raunasaga, sem ekki er hægt
að segja rétt, nema minnast á
Alþýðuflokkinn.
Þeim flokki fylgir draugur, eins
og séra Oddi í Miklabæ. Þetta er
alþjóð kunnugt. Draugurinn er
metorða- og embættasýki. Sú
sýki er Miklabæjar-Solveig Ai-
þýðuflokksins. Margan Alþýðu-
flokksmanninn er sá draugur bú-
inn að draga í dys sína. Þegar
Alþýðuflokkurinn rauf umbóta-
samband það í vetur, sem hann
hafði gert við Framsóknarflokk-
inn, þá var draugurinn þar að
verki. Hingað norður bárust
strax þær fréttir, að Friðjón
neitaði að vera með í því tilhuga-
lífi og segðist segja af séf þing-
mennsku fremur en að styðja
ríkisstjórn, sem mynduð væri
Hugur og hönd.
MIKLU FÉ er varið í að prýða
bæinn okkar á sumri hverju.
Einnig jólaskreytingar um jólin.
En það voru ekki jólaskreyting-
arnar, sem eg ætla að minnast á
heldur blóma- og trjágróðurinn í
bænum.
Meðan lítið var um trjágróður
í bænum, þótti mönnum vænt
um hvert tré, sem teygði lim sitt
móti sól og birtu. En það er ekki
laust við í seinni tíð, að það
hvarfli að mér, að trjágróðurinn
í bænum sé sums staðar of mik-
ill og of þéttur. Sumar húslóðir
eru allar í skugga vegna trjánna.
Þau fara vel á húslóðunum með-
an þau eru lítil, en skyggja víða
á, þegar þau stækka. Einkum
skyldu menn varast að setja tré á
húslóðir, nema út við brúnir.
En það er víðar en á húslóðum,
sem trén skyggja á. — Hvernig
verður útsýn yfir Eiðsvöllinn,
þegar trén þar eru orðin há? Þá
verður hann innibyrgður, og
menn njóta ekki blómaskrautsins
þar á sumrin, nema koma inn á
völlinn. Eg held, að um svona
opin svæði, eins og Eiðsvöllinn,
ætti aðeins að hafa runnagróður,
svo að opið útsýn sé inn á völl-
inn. Trén ætti að taka burt. Eða
hvernig haldið þið að Austur-
völlur yrði, ef hann væri um-
luktur háum trjám?
Nei, þótt við unnum trjágróðri
í okkar skóglausa landi, þá er
ekki heppilegt að hafa tré alls
staðar. Enn höfum við ekki áttað
okkur á, hvar þau eiga við og
hvar ekki.
Fyrir 20 árum var brekkan
sunnan við kirkjuna alveg skóg-
laus. í hana hefur verið plantað
trjám, og er þar nú að verða fall-
egur skógarlundur. Þarna eru
trén til prýði. Og þarna mun
HEIMA ER BEZT
Janúarhefti þessa þjóðlega
heimilisrits er komið út. Foi’síðu-
myndin er af Benóný Friðriks-
syni, aflakóngi í Vestmannaeyj-
um, og þáttur um hann er í heft-
inu, Gils Guðmundsson skrifar
um forn heiti og „nýnefnd narra-
nöfn“, Helgi Valtýsson „Úr bréf-
um Hannesar á Núpsstað", Guð-
mundur J. Einarsson smásöguna
Fauskur og Guðm. G. Hagalín
skrifar um Loft Guðmundsson
rithöf. — Þá eru framhaldssögur,
íþróttaþáttur, dægurlagaþáttur
og' fleira.
með aðstoð frá Sjálfstæðis-
flokknum gegn Framsóknar-
flokknum, því að Framsóknar-
menn hefðu kosið sig á þing. Hér
nyrðra þóttu þetta sennilegar
fréttir. Menn töldu sig enn
þekkja mót mannkosta Friðjóns
Skarphéðinssonar á þeim. En svo
liðu aðeins nokkrir dagar. Frið-
jón Skarphéöinsson, sem bauð
sig fram á Akureyri árið 1956
hverfur. Menn hafa fyrir satt:
„Að hvarfinu valdi / draugur,
sem mann hafi dregið og hest / í
dysina og báðum haldi“. Draugur
Alþýðuflokksins. Á hlaðinu
liggja handvettirnir, hötturinn
og keyrið brotið. Við sjáum, því
miður, aldrei framar meira en
svip eða vofu þess vel metna
Friðjóns Skarphéðinssonar, sem
kosinn var á þing 1956.
koma fagur skemmtigarður með
götum og fögrum lundum og
höggmyndum, er stundir líða. —
Dvalinn.
Rannsóknir á geislavirkni í sjó
og fiski í Barcntshafi.
Fyrir skömmu liefur yfirstjórn
fiskimála Noregs tekið í notkun ný
amerísk tæki, sem sýna eiga mjiig
nákvæmlega geislavirk áhrif á sjó
og veiðar í Barentshafi, iiorður af
Bjarmalandi og Gandvík (Múr-
manskströndum og Hvítahafi). Áð-
ur hafa verið rannsökuð sýnishorn
af Jressu tagi, en tæki Jiau, sem
]rá voru notuð, ekki reynzt nægilega
næm. Voru því pöntuð Jressi amer-
ísku tæki fyrir fullu ári, og tók all-
langan tíma að ljúka Jreirri smíði.
Undanfarnar rannsóknir hafa
leitt í Ijós örlítinn vott af Strontí-
um 90, en nýju tækin eru talin
miklu nákvæmari. Ahugi fyrir rann-
sóknum Jtessum hefur aukizt mjög
sökum kjarnorkusprenginga Rússa
jrarna nyrðra.
Síðan í haust hafa togarar á Bar-
entshafi veitt talsvert af særðum
fiski í vörpur sínar. Hefur hann
borið sár bæði á haus og kviði, og
er gizkað á, að það muni senniega
stafa af kjarnorkusprengingum
Rússa eða flotaæfingum Jieirra þar
nyrðra fyrir skömmu. Verður þetta
nú rannsakað eítir föngum, og fær
fiskimálastjórnin norska nú tíðar
sendingar af sjóiog íiski norðan úr
Barentshafi.
880 milljónir króna.
Talið er að heildar-útflutningur
norskra fiskiafurða síðastl. ár muni
verða 880 millj. króna. Er Jrað 80—
90 milljónum kr. minna en 1957,
og allt að Jrví 180 millj. kr. mimla
en metárið 1956.
„Sjó-orrusta“ á Ermarsundi.
Fyrir skömmu lenti hörkulega
saman á ermarsundi brezkum, i’rakk
neskum og belgtskum síldveiði-
mönnum. Voru þarna miklar síld-
artorfur á fremur takmörkuðu
svæði. Komu Bretar þangað fyrstir
og drógu upp alþjóðamerki um
veiðileyfi, en hinir sinntu ]rví ekki.
Lenti Jrar síðan í hörku-átökum,
unz brezkur tundurduflaslæðari
skakkaði leikinn.
ÞANKAR OG ÞYÐINGAR
Akstur á meira cn 40 ára „gömlum” bílum.
Tívolí í Kaupmannahöfn ætlar að bjóða upp á
skemmtilega nýbreytni handa gestum sínum næsta
sumar. Verið er að smíða „gamla” bíla, þ. e. a. s.
gamlar gerðir af bílum, og fá gestir að aka beim
á sérstakri bílabraut. Þegar er búið að fara í
reynsluferð á einum, módel 1911, og fengnar verða
gamlar teikningar frá Fordverksmiðjunni til þess
að smíða eftir, og einnig frá öðrum gömlum bif-
reiðasmiðjum.
Þetta verða sem sagt gamlar gerðir og útbún-
aður allur þar eftir, og má ætla, að ýmsir gamlir
bílstjórar a. m. k. muni hafa gaman af að grípa í
tessa bíla, og spaugilegt verður vafalaust að sjá
þá á fleygiferð.
-..o----
Fórnaði botnlanganum til þess að sleppa við að
fara aftur til „alþýðulýðveldisins”!
Ekki bendir hinn tíði flótti ungra manna frá
„alþýðulýðveldunum” til þess, að sælan sé mikil
par ej'stra. Varla kemur svo skip til Norðurlanda,
að einhver af skipshöfninni reyni ekki að flýja
„sæluna”, og ekki eru það yfirleitt„burgeisar” og
„kapitalistar“, sem hætta lífi sínu til þess að komast
til „auðvaldsríkjanna”, heldur hásetarnir, alþýðu-
mennirnir sem leppríki Rússa heita eftir, á máli
útvai-psins I Reykjavík.
Fjölmargir pólskir sjómenn hafa flúið af skipum
sínum í dönskum höfnum á síðastliðnu ári, og einn
sögulegasti flóttinn varð nú um áramótin í Svend-
borg.
Tuttugu og tveggja ára gamall pólskur sjómaður
kom síðla dags á skrifstofu útgerðarfélags þess í
Svendborg, sem afgreiddi skip það, er hann var á,
og talaði eitthvað um lækni á lélegri þýzku og
virtist taka út miklar kvalir. Pólverjinn ungi var
þiegar fluttur á sjúkrahús, og þar talaði hann ein-
göngu pólsku, sem enginn skildi, en hann engdist
af kvölum og sýndi öll merki þess, að hann væri
með bráða botnlangabólgu. Læknarnir þorðu ekki
annað en láta aka honum inn á skurðstofuna, og
Pólvei-jinn virtist láta sér það vel lynda. Lækn-
arnir skáru hann upp, en þeir urðu mjög forviða
er Jjeir sáu, að ekkert var að botnlanganum. Það
var ekki fyrr en sólahring seinna, að upp komst, að
þetta höfðu verið eintóm látalæti í sjómanninum.
Hann vildi láta skipið fara án sín til Póllands, og
bjóst þá við, að flóttinn yrði sér auðveldur eftir
Jjað. Hann vissi ekki, að slíkt er óþarfi í Danmörku
og öðrum vestrænum löndum. Það er yfirleitt póg
að snúa sér til yfirvaldanna og biðja hælis sem póli
tískur flóttamaður.
Þennan sama dag flýði annar Pólverji af skipi
sínu í Álaborg.
„Ó, hve margur yrði sæll”, ef ísland yrði gert
að „alþýðulýðveldi”.
Mörg áhöld.
Kona Sigurðar varð skyndilega veik eitt kvöld,
og hann kallaði því á næturlækni. Þetta var einhver
nýr læknir sem kom; Sigurður þekkti hann ekki.
Hann benti lækninum á stigann og sagði, að konan
sín lægi þarna uppi, og dyrnar væru þai/na beint
á móti uppganginum. Læknirinn skálmaði upp með
tösku sína, en Sigurður gekk órólegur um gólf
niðri í stofunni.
Eftir nokkrar mínútur kom læknirinn niður aft-
ur og spurði: „Hafið þér ekki tappatogara að láha
mér?“ Jú, Sigurður átti hann, og læknh’inn fór
upp aftur með áhaldið í hendinni.
Nokkrum mínútum síðar kom læknirinn enn
niður. „Eigið þér skrúfjárn?“ spurði hann Sigurð,
sem nú var farinn að ókyrrast ákaflega. Læknirinn
hljóp upp með skrúfjárnið.
En hann kom hlaupandi niður stigann svo að
segja strax aftur og kallaði: „Ég þarf að fá hamar
og meitil, fljótt!“
Nú stóðst Sigurður ekki mátið lengur. „í guðs
almáttugs bænum, læknir, hvað gengur að kon-
unni minni?“
„Ég veit það ekki enn,“ svaraði læknirinn. „Ég
get ekki opnað töskuna mína.“