Dagur - 17.01.1959, Page 6
G
D A G U R
Laugardaginn 17. janúar 1959
eftir Steingrím Sigurðsson memiíaskólakennara
Þetta er ekki stór bók, aðeins
100 blaðsíður og ber yfirlætis-
laust nafn, en hún lofar þó
nokkru. Hér er rithöfundur á
uppsiglingu. Hann fer hægt af
stað. — Það er hyggilegt. Það er
eins og hann sé að leita að sjálf-
um sér í þessari bók. — Þreifa
fyrir sér um tóntegund og slær á
ýmsa, strengi. Þótt höfundur sé
enn leitandi að viðfangsefnum og'
formum, býr hann nú þegar yfir
þroskuðum og listrænum stíl.
Þar finnur hann þegar til máttar
síns, þótt enn megi miklu við
bæta.
Það eru eðlilega nokkur um-
brot í þessum sjö sögum og per-
sónur eru harla ólíkar, allt frá
Sveskjunni, þessari mergsognu
daðursdrós og upp til gamla
bóndans, Hrafns Sveinbjarnar-
sonar, sem fluttur er á mölina, en
býr þó enn yfir traustleika ís-
lenzkra fjalla. Þykir mér sem eg
kannist við þann aldna grepp.
Þarna brjótast ástríðurnar um,
eins og Loki í böndum, villtar og
óhemjulegar. Þarna er gamli
bóndinn, sem „minnir á gamlan
sveitabæ“. Og þarna er skag-
firzki hreppstjórinn, sem trúir á
nazismann. (Það er nú einna
ótrúlegast í bókinni.) En svo
endar í rómantískri kyrrð og
friði. Þar er eins og höfundur
hafi loks fundið jafnvægið. Fjall-
ið — tákn stöðugleikans — ör-
æfakyrrðina — upprunaleikans,
þar sem maðurinn finnur, inntak
og fyllingu tilverunnar.
skotanum hraðara til járnbraut-
arstöðvarinnar“.
Sveskjan er miskunnarlaus
ádeila á innantómt og rotið líf
þeirra, sem láta berast með
straumnum og hafa hinar lægri
ástríður og uppfyllingu þeirra
fyrir sinn guð. Sveskjan er per-
sónugerfingur heimsku, hroka og
sællífis. En þarna hefði höfundur
auðvitað með sama rétti getað
tekið einhvern karlmann til húð-
strýkingar.
Áppelsínan er góð saga og með
nokkrum hætti átakanleg, þótt
hún sé nokkuð yfirdrifin. Hún
sýnir okkur inn í hug lítillar og
fátækrar stúlku, sem héfur orð-
ið að neita sér um flest það, sem
önnur börn fá. Þetta hung'ur eftir
venjulegum lífsgæðum, sem ná-
lega er orðið eðlislægt, birtist í
bónda, sem flytur á mölina eftir
erfiðleika margra búskapárára í
sveit. Nú er hann skrifstofumað-
ur hjá kaupfélaginu, þar sem
hann hefur rólega daga, en hugs-
ar þó meo eftirsjá um erfiðleika
liðinna ára.
„Það var líf, góðurinn.“
Eg óska höfundi alveg sérstak-
lega til hamingju með síðustu
söguna, Við fjallið. — Hún er
stutt, en það er stemning yfir
henni. Það er óralangt og breitt
djúp á milli fyrstu sögunnar og
þessarar síðustu. Það er meira
en heil mannsævi. — Það er óra-
langt þróunarskeið.
Það er vel til fallið hjá höfundi
að láta bókina enda á þennan
hátt. Það er gott að leggja upp í
næsta áfangann frá þessari vin,
þar sem ekkert truflar. Engar
villtar ástríður, engar hégómleg-
ar þrár — aðeins kyrrð, friður og
tign.
Eg spái Steingrími frama á rit-
höfundabrautinni, ef hann leggur
sjúklegri löngun í appelsínur,! inn á hana fyrir alvöru og vand-
þer.nan suðræna munað, sem hún
getur hætt lífi sínu fyrir.
Krumnii er einhver bezta sag-
an í bókinni. Stormbyljir ástríðn
anna eru teknar að breytast í
kyrrð og jafnvæg i. Þetta er saga
um óbreyttan og óheflaðan
ar sig. Hann getur haldið áfram
að kenna enn um sinn. Það gefur
kjölfestu, og það gefur honum
góð tækifæri til að skyggnast inn
í mannlegar sálir. — Hið eilífa
viðfangsefni allra skálda og rit-
höfunda. — II. J. M.
L A. MacColl, Iieilsugæzlustjóri:
m
í sögum þessum skiptist á
glettni, alvara og miskunnarlaus
ádeila. En hvaða viðfangsefni,
sem höfundur velur sér, er alltaf
listrænn þokki yfir stílnum.
Hvergi seinagangur. — Hvergi
þunglamalegt tungutak.
Fyrsta sagan heitir Bardagi.
Eg var ekki ánægður, er eg hafði
lesið hana. Það er Ijót og gróf
mynd frá hinum lægri sviðum
mannlegs lífs. Þar er okkur sýnt
dýrslegt eðli mannsins og skepnu
skapur. Þar er það siðlaus
drykkjuskapur, sem leysir dýrið
úr böndum. En kannski er það
nauðsynlegt við og við að láta
okkur líta í spegil, því að þessi
saga, þótt ljót sé, hefði getað
gerzt. Mér þykir þetta lakasta
sagan. En það er kannski nokkuð
klókt að byrja á því lakasta. —
Söguna Voðaskot las eg aftur
með mikilli ánægju. Hún sýnir
ökkur inn í hug drengs á gelgju-
skeiði, en slíka drengi skilja fáir.
Og þótt þetta hafi aldrei gerzt,
sýnir þessi saga okkur baráttu og
erfiðleika slíkra drengja. Þeir
geta verið broslegir, þegar horft
er á þá úr fjarska, en þeir eru
eigi að síður oft átakanlegar
staðreyndir. Gamli, skagfirzki
hreppstjórinn er góð manngerð,
hvað sem stjórnmálaskoðunum
hans líður.
Saðan Þáttaskil er saga um
mikla leit og mikil umbrot. Saga
um árekstra og jafnvel lífsleiða
hjá framandi þjóð. Þar skiptast á
leiðindi, heimþrá, þreyta og óró-
legar taugar í hávaða stórborg-
arinnar. Það er bæði gömul og
ný saga, sem endar á marga
vegu. Heimaalningurinn er þarna
að leita að fótfestu á framandi
grund. En hann á erfitt með að
verða enskinum samstíga. Þetta
er myndrík saga, sem endar á þá
leið, að söguhetjan hefur fengið
nóg af enskinum í bili, og biður
leigubílstjórann að „aka and-
Solveig sat á stóli á læknastof-
unni hjá lækni sínum. Hann
hafði rannsakað hana af ná-
kvæmni, rifjað upp sjúkdóms-
sögu hennar og litið á skýrsl-
urnar frá rannsóknarstofnuninni.
Þau voru þögul, og læknirinn var
alls ekki viss um, hvernig hann
ætti að ræða málið.
Læknirinn þekkti hana vel.
Hann mundi eftir henni , sem
ungri telpu. Hann hafði fylgzt
með giftingu hennar og fjöl-
skylaulífi síðan. Nýlega höfðu
komið í Ijós sjúkdómseinkenni
hjá henni, sem þau báru bæði
kvíðboga fyrir. Solveig var óró-
leg, og læknirinn var ekki viss
um, hvað hann ætti að segja við
hana. Hann hafði enga skýra
sjúkdómsgreiningu á takteinum.
Úti var hvasst. Stormurinn
hvein og pappír og lauf þaut með
miklum hraða fyrir gluggann. —
Þau sáu storminn brjóta grein af
álmtrénu framan við húsið.
Greinin féll til jarðar og það
skein í ljóst sárið á trjástofnin-
um.
Læknirinn sneri sér að sjúkl-
ingi sínum og fór að tala um tréð.
Hann hafði þekkt það frá því að
það var lágvaxin hrísla. Hann
hafði fylgzt með lífsbaráttu þess.
Það hafði barizt við þun-ka,
vatnsveður, storma og allar
breytingar margra árstíðaskipta,
og hann hafði ætíð undrazt lífs-
þróttinn, sem hafði unnið loka-
sigurinn í öllum orustunum.
Er hún hlustaði á lækninn tala
um tréð, þá fann hún glöggt, hve
mikla samúð hann hafði með því.
Hún vissi með sjálfri sér, að hún
var sjálf- ekki ólík trénu. Hún
hafði líka lent í ýmsum þreng-
lngum á ævi sinni. Stormar
höfðu blásið. Andlát frænku
hennar fyrir skömmu hafði veitt
henni sár, sem ekki var gróið.
Skyldi vera samband milli dauðs
fallsins og veikinda hennar
sjálfrar upp á síðkastið?
Læknirinn var þagnaður. En
syo hélt hann áfram mildri og
rólegri röddu: „Já, Solveig, það
er mjög líkt farið um okkur, og
hríslurnar. Við höfum rætur, sem
halda okkur stöðugum og föstum,
gefa okkur næringu og hjálpa
okkur til að ná tökum á lífinu.
Það, sem sýnilegt er af okkur, er
háð regni, stormum og alls konar
veðrabreytingum, sem ekki fara
alltaf um okkur mjúkum hönd-
um.
En við vöxum og fellum okkar
lauf. Stundum brotnar af okkur
grein eða særist, en við náum
okkur því nær alltaf. Við svign-
Framhald á 7. siðu.
Nýr LAUKUR
KJÖTBÚÐ
karla og kvenna
SAUMASTOFA
GEFJUNAR
BÓSÁH0LD: Skozk ullarefm
RAFPOTTAR nýkomin.
l\/2 — 71/2 lítra VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
POTTAR
15 — 40 lítra HÁLFDÚNN
SKAFTPOTTAR DÚNHELT LÉREFT
margar tegundir FIÐURHELT LÉREFT
STEIKARPÖNNUR
margar tegundir VERZLUNIN
KATLAR EYJAFJÖRÐUR H.F.
2 — 9 lítra MJÓLKUR FLUTNINGA
margar tegundir,
KAFFIKÖNNUR FÖTUR
11,4 líter 30 lítra stálfötiir
VERZLUNIN
VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD EYJAFJÖRÐUR H.F.
ÖLÍUVÉLAR
Ráðskona óskast OLÍULUGTIR
nú þegar, má hafa með sér LUGTARGLÖS -
eitt eða tvö börn eftir sam-
komulagi.
Ajgr. visar á. VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
SKAUTAR,
íhúð óskast
með nýjum skórn, nr. 40,
til sölu nú þegar. . Ung, barnlaus lijón vantar
Bergur Erlingsson, íbúð í vor.
Lögbergsgötu 3. Afgr. visar á.
þvottaduft
^fí