Dagur - 17.01.1959, Síða 7
Laugardaginn 17. janúar 1959
D A G U R
7
frá Birningsstöðum
MINNÍNGARORD
Hinn 7. janúar sl. lézt á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri einn
af elztu bqrgurum Akureyrar, Krist-
ján Krisljánsson frá Birningsstöð-
vm.i Ljósavatnsskarði, til heimilis
að Rauðamýri 9 hinn síðasta ára-
tug. A sjúkrahúsinu liafði hann
legið þungt lialdinn um nokkurra
vikna skeið.
ICristján Kristjánsson fæddist á
Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði
liinn 16. ágúst 1875. Foreldrar hans
vorú þau hjónin, Guðrún Bjarna-
dóttir og Kristján Jónsson, sem
bjuggu á Ðraflastöðum, Kambs-
stöðum, en lengst á Birningsstöð-
um, og við þann bæ var Kristján
jafnan kenndur.
Guðrún móðir Kristjáns var
dóttir Bjarna bónda á Vöglum,
Jónssonar prests í Reykjahlíð, sem
liin alkunna Reykjahlíðarætt er frá
komin. En móðir Guðrúnar var
Kristín, dóttir Kristjáns umboðs-
manns Jónssonar á Illugastöðum,
en hann var ættfaðir hinnar merku
lllugastaðaættar.
Iíristján Jónsson, faðir Kristjáns
sál., var sonur Jóns bónda í Mjóa-
dal, sem nú er eyðijiirð, alllangt
franian við Mýri í Bárðardal, en
hami var sonur Jóns bónda á Mýri
í Bárðardal, Jónssonar bónda s. st.,
Halldórssonar. Jón yngri á Mýri
var íöðurbróðir Jóns alþingismanns
á Gautlöndum og afabróðir Krist-
jáns Fjallaskálds.
Móðir Kristjáns Jónssonar var
Aðalbjörg, dóttir Davíðs Indriða-
sonar bónda á Stóruvöllum, nafn-
togaðs siingmanns og forsiingvara.
Móðir Aðalhjargar var Herdís Ás-
mundsdóttir bónda á Gautsstöðum,
Þverá og Nesi. Ásmundur sá var
langafi þeirra Einars Ásmundsson-
ar í Nesi og GLsla á Þverá, föður
séra Asmundar á Hálsi og þeirra
systkina.
Kristján Jónsson á Birningsstöð-
um var orðlagður dugnaðar- og
hagleiksmaður, smíðaðj hann livers
kyns búsáhökl úr tré, járni og kop-
ar, nýsilfurbúin svipuskiift og ýmis-
legt fleira, jafnvel silfurmuni. Hef-
ir hagsleiksgáfa gengið að erfðum
til margra afkomenda lians. Þrátt
fyrir dugnað hans og hagleik var
heimilið f'átækt, sem ekki var furða,
því að börnin voru mörg: fjórtán
fæddust, og ellcfu komust til full-
orðinsára.
Kristján var sjiitta barnið, sem
fæddist. Það varð því hlutskipti
Iians, eins og flestra alþýðubarna á
íslandi, að byrja að vinna svo fljiitt
sem auðið var lil að létta undir
með að framfíeyta heimilinu, fyrst
og fremst heima, en einnig, Jiegar
fram í sótti, utan heimilis, einkum
á Akureyri, og reyndist hann hvar-
vetna liínn ötulasti starfsmaður,
harðduglegur og ósérhlífinn.
Eitthvað muii Kristján liafa
stundað smíðanám hjá Birni
frænda sínum að Ljósavatni. Og
þar kynntist hann stúlku þeirri, er
hann kvæntist litlu síðar, Ar.ndísi
Nielsdóilur, Jóhannessonar frá
Naustavík (sbr. Reykjahliðareettin,
bls. 75). Mun Jxið hafa verið 1897
eða 1898, sem þau giftust. Voru þau
fyrstu ár lijúskapar síns í hús-
mennsku á nokkrum stöðum;
Holtakoti, Kambsstöðum og Birn-
ingsstöðum.
Árið 1906 fluttust þau til Akur-
eyrar, og það sumar réðst Kristján
í vinnuflokk, sem vann að lagningu
Landssímans. Um haustið gerðist
hann svo eftirlitsmaður við sima-
línur norðan lands og seinna einn-
ig verkstjóri lijá Landssímanum á
Akureyri. Og í þágu þeirrar stofn-
unar varði hann allri starfsorku
sinni, meðan hún entist honum.
Meðan Kristján var í broddi lífs-
ins, var hann, svo sem áður er að
vikið, harðduglegur, og mátti svo
segja, að hann væri tveggja manna
maki til verka og ósérhlífinn að
því skapi. Eftirlitsferðir með síma-
linum, í hvaða veðri sem var, oft
yfir fjöll og heiðar, í verstu ófærð,
Jiegar svo bar undir, stundum í
svarta myrkri, reyndu mjög á þrek
hans og slitu honum fyrir aldur
fram. Auk ]>ess varð hann einu
sinni fyrir alvarlegu slysi, er hann
var að viiina uppi í símastaut, og
mátti litlu muna, að Jrað kostaði
hann lífið. Bar hann menjar Jjess
lengi síðan. En hann lét Jrað ekki
á sig fá og hélt ótrauður áfram
sama starfi, Jregar er hann varð
vinnufær, og vann hann síðan hjá
Landssímanum, meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Þau Kristján og Arndís eignuð-
ust fjóra syni, hvern öörum mann-
vænlegri: Kristján (forstjóra BSA),
Níels Hartmann, Jéihann og Jón,
en misstu Jirjá Jxiirra upp komna
úr hingnatæringu.' En Arndís and-
aðist árið 19 13.
Þrátt fyrir allt stritið var Kristján
jafnan fátækur að fémunum, og
mátti vel segja, að Hfið tæki ekki
á honum með silkiliönzkum. En
aldrei held ég að neinn hafi lieyrt
liann barma sér eða kvarta.
Það var Kristjáni mikið lán, að
fyrir nærri hálfum öðrum áratug
rcðst til hans ágætiskona, Hallfrið-
ur Gunnarsdóttir, ættuð úr Skaga-
firði, en ekkja Aðalgeirs Sigurðs-
sonar bónda aö Máná á Tjörnesi.
Var lnin síðan ráðskona í húsi hans
og annaðist liann, svo sem væri hún
dóttir lians, allt til Jaess, er hann
var fluttur dauðvona á sjúkrahúsið.
Lét Kristján það oft í ljós við mig
og fleiri, að liann ætti lienni mjög
mikið að þakka.
Með Hallfríði var dóttir liennar,
Sigurlaug Alda Þorvaldsdótlir, er
var á fyrsta ári, þá er þær komu til
Kristjáns. Þessi litla stúlka varð
brátt augasteinn Kristjáns, yndi
hans og eftirlæti og sannur ljós-
geisli í lífi hans á árum Jmngbærr-
ar elli og lieilsuleysis. Tóku Jrau
fljótt miklu ástfóstri livort við ann-
að, og kallaði hún hann jafnan afa.
Kristján sál. var að eðlisfari mjög
vel greindur maður. Hann las mik-
ið blöð og báekur og kunni skil á
mörgu. Sérstaklega háfði hann yndi
af bókum um sögu íslands og ýms-
an [ijóðlegan fróðleik, og hann
fylgdist vel með Jjví, sem við bar,
fram undir hið síðasta. Var hann
oft mjög skemmtilegur í viðræðum,
einkum meðan Elli kerling var
ekki búin að leika liann mjög grátt.
Hann liafði yndi af tafli og var ó-
trúlega drjúgur taflmaður langt
fram eftir elliárunum.
Kristján var fríður sýnum og á-
gætlega vaxinn, mjiig dagfarsprúð-
ur, en dulur í skapi og fáskiptinn
um málefni annarra. En undir
niðri átti liann viðkvæma lund og
lilýtt hjarta.
Útför lians var gerð frá Akureyr-
arkirkju hinn 14. þ. m., mjög
virðulega, að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Blessuð sé minning hans.
Það er skortur á hæfum kenn-
urum víðast hvar í heiminum.
Kennslumálayfirvöldin verða að
grípa til örþrifaráða, en afleið-
ingin hlýtur að verða sú, þegar
til lengdar lætur, að kennslan
verður ófullkomin. Brýna nauð-
syn ber til þess að bæta úr þessu
ástandi og gera varúðarráðstaf-
anir í tíma.
Þetta er í hnotskurn sagt nið-
urstaða ráðstefnu Alþjóða sam-
taka kennara, sem haldin var
fyrir skömmu í Genf á veg-
um Alþjóðasamvinnustofnunar-
innar (ILO). Sérfræðingar í
kennslumálum frá 18 þjóðum
sátu ráðstefnuna. í forsæti var
Sir Ronald Gould, en hann er
forseti alþjóðasamtaka kennara.
Menntamála-, vísinda- og
menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna — UNESCO — átti
fulltrúa á ráðstefnunni. Þar voru
og mættir fulltrúar frá öðrum
alþjóðastofnunum, sem láta
kennslumál til sín taka.
Onógar fjárveitingar til mennta
mála er aðalástæða þeirra erfið-
leika, sem kennslumálayfirvöld
flestra landa eiga við að stríða,
að Jjví að ráðstefnan taldi. Hins
vegar gerðu menn sér ljóst, að
ekki væri hægt að ætlast til, að
hin svonefndu vanyrktu lönd,
Joað er að segja þær þjóðir, sem
skammt eru komnar iðnaðarlega,
geti staðið undir þeim kostnaði,
sem nútíma skólahald krefst. —
Það væri því nauðsynlegt, að
þær þjóðir, sem betur mega sín
efnahagslega, hjálpi hinum fá-
tæku í Jiessum efnum. Ráðstefn-
an taldi, að skortur á fé mætti
aldrei verða Þrándur í Götu
þeirra, sem nema vildu kennara-
fræði. Þá er það nauðsyn, að allir
kennaraskólar séu fyrsta flokks
menntastofnanir. í þeim efnum
dugar ekki það næst bezta. Ráð-
stefnan taldi að stefna bæri að
Jjví marki, að allir kennaraskól-
ar væru viðurkenndar mennta-
stofnanir.
Alltof léleg launakjör.
AlJjjóðaráðstefnan komst að
þeirri niðurstöðu, að launakjör
kennara væru yfirleitt léleg.
Jafnvel í Jneim löndum, þar sem
laun kennara eru talin sæmileg,
Xi Huld, 59591217 — VI — Frl.
Messað í Akureyrarkirkju kl.
2 á sunnudaginn kemur. — P. S.
Kirkjan. Messað í Barnaskól-
anum í Glerárþorpi n.k. sunnu-
dag kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 318 —
303 — 669 — 416. — K. R.
Hjúskapur. 9. nóv. síðastliðinn
voru gefin saman i hjónaband
ungfrú Lilja Guðbjörg Árelíus-
dóttir frá Geldingsá, og Þorlákur
Jónasson, Vogum Mývatnssveit.
Heimili þeirra verður í Vogum.
Aðalfundur Verkamannafélags-
ins verður í Alþýðuhúsinu næstk.
sunnudag og hefst kl. 2 e. h.
Litla stúlkan, sem missti hend-
ina. A. T. 50,00 — S. J. 50,00
væru þau of lág til þess að færir
menn vildu leggja á sig langt
nám og erfitt til þess að verða
kennarar. Ef tryggja á gott og
velmenntað kennaralið er fyrsta
skilyrðið, að kennarar fái svipuð
launakjör og menn í öðrum
stéttum, sem hafa eytt jafnlöng-
um tima til skólagöngu áður en
þeir töldust færir í starfi sínu.
Ráðstefnan lagði til, að „fljót-
lega“ yrðu gerðar ráðstafanir til
þess að tryggja vöxt og viðgang
kennarastéttarinnar með því að
bæta vinnuskilyrði Jieirra og
launakjör.
Sömu laun fyrir sömu vinnu.
Loks ræddi ráðstefnan um
sömu laun fyrir sömu vinnu
kvenna og karla og samþykktu
að greiða konum jafnt körlum
sama kaup fyrir sömu vinnuaf-
köst. Þessi regla væri að vísu
almennt viðurkennd í orði, en
ekki á borði. Mismunun sökum
kyns, hörundslitar eða trúar-
skoðana verður að hverfa.
Ráðstefnan hvatti að lokum til
þess, að kennarafélögin yrðu
ávallt höfð með í ráðum er laun
og kjör kennara eru ákveðin.
Greinargerð og þakkir
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, stofnuðu kennarar við Barna
skóla Akureyrar sjóð til minn-
ingar um um Soffíu Stefánsdótt-
ur hjúkrunarkonu, sem lézt 8.
nóv. sl. og hlaut nafnið „Jóla-
gjafasjóður SoffíuStefánsdóttur“.
Gjafir til sjóðsins hafa borizt
sem hér segir:
Frá starfsmönnum við barna-
skólana kr. 2390.00, frá Ragnheiði
Árnadóttur og Jóhanni Snorra-
syni kr. 200.00, frá Sigríði Björns
dóttur og Jörundi Jóhannessyni
kr. 100.00.
Þá rann í sjóð Jiennan ágóði af
sölu „Jólasveinsins“, sem skóla-
börn gáfu út, sem nam kr.
6332.00.
Skólinn Jiakkar gjafirnar, svo
og bæjarbúum almennt fyrir
góðar viðtökur, þegar „Jóla-
sveinninn“ drap á dyr hjá þeim.
Sjóðurinn úthlutaði smágjöfum
til 36 skólabarna fyrir jólin.
H. J. M.
Skíðamenn, Akureyri! Stór-
hríðarmót Akureyrar (sem frest-
að var sl. sunnud.) fer fram í
Hlíðarfjalli á morgun, sunnud.
18. jan. — Faiúð frá Hótel KEA
kl. 10 f. h. — Áríðandi að allir
skíðamenn mæti. — S. R. A.
r
- Astand hugarins ...
Framhald af 6. síðu.
um stundum, það hrakar í og
brestur, en storminn lægir alltaf.
Það lægir alla storma. Á meðan
lognið er, gróa þau sár, sem
stormurinn veitti.
Hvorki uppskurður eða r.okkur
lyf gagna í þessum málum. Við
verðum að láta lífstrú okkar og
innri þrótt koma okkur til hjálp-
ar. Stormurinn er raunverulegur
— líka sárið, en það verður bat-
ir.n einnig.
Sársaukinn, sem rak þig hing-
að á fund minn, er raunveruleg-
ur eins og hjá trénu, en bæði þú
og tréð eruð heilbrigð. Við
þekkjum þennan stoim. Við vit-
um, að hann lægir. Það kemur
aftur kyrrð og ró.“
Er Solveig var á leiðinni heim,
fannst henni ýmislegt hafa
skýrzt, og hún var vongóð um að
geta mætt örðugleikum fram-
vegis án þess að bíða ósigur. Það
streymdi um hana ánægja og
einhver máttur. Hún kveið engu.
Það myndu að vísu eiga eftir að
blása um hana stonnar, en þá
storma myndi lægja eins og alla
hina.
Risluip kosinn í marz
Ákveðið hefur verið, að nýr
biskup verði kosinn fyrir 1. apríl
n.k., en svo sem kunnugt er felldi
Aljúngi að framlengja starfstíma
núverandi biskups í embættinu,
en hann hefur náð hámarksaldri
embættismanna.
Prestafélagið lét í haust fara
fram prófkjör um biskupsefni, en
ekkert hefui' verið látið uppi um
úrslit þess. Það eru prestar lands
ins, sem kjósa biskup.
Kjörstjórn hefur verið skipuð
og eiga sæti í henni þessir
menn: Gústav A. Jónasson ráðu-
neytisstjóri, sr. Sveinn Víkingur
biskupsritafi og sr. Jón Þor-
varðsson. Kjörstjórn sendir öll-
um prestvígðum mönnum kjör-
gögn og Jieir senda síðan atkvæði
sín í pósti.
Áskell Snorrason.
Kennarar eru víðast il!a launaðir