Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. janúar 1959 RlTSTJÓKt: ER1.IN C V R D A V í I) S S (} \ \ u«lvsin'.;aM joú: l'ORK I 1 1 HJÖR.NSSON Slriísliita i Hífiuirnufti 'K) — simi ilfio Árgangorinn Kom.ii Kr. Vö.OO lílaðid kcniiu út ,» mið%iKii<los;um in; laugartlögtim. Jngar eíní *tantl;i lil Gjaltiilagí rr I. julí HKENTVEKK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Óska ekki að veiða fisk ÞAÐ ER DAPURLEG STAÐREYND, að ís- lendingar þurfa að ráða erlenda sjómenn á fiski- skipaflota sinn. Færeyingar hafa leyst íslenzku sjómannastéttina frá skyldu sinni að nokkru og hlaupið í skarðið þegar ekki hefur reynzt unnt að manna skipin íslenzkum áhöfnum á vetrarver- tíð. Nú standa málin þannig, að staðið hefur í þófi um ráðningar þessar, en mun nú loks endanlega séð, að Færeyingar ráði sig ekki á íslenzk skip að þessu sinni. Þetta mun trúlega verða harmað af ýmsum, og vissulega skapar það vanda. En þegar þess er gætt, að ráðning erlendra manna til að gegna nauðsynlegustu skyldustörfum í aðalút- flutningsatvinnuvegi landsins er hreint neyðar- úrræði af mörgum sökum, er það síður en svo einhliða áhyggjuefni, þótt ráðningin færi út um þúfur í þetta skipti. Við eigum ekki og getum alls ekki byggt annan aðalatvinnuveg okkar á erlendu vinnuafli. Það er þjóðarskömm að hafa gert það og vítavert að leysa ekki málið á annan hátt. — Landið á nægan vinnukraft til að manna öll ís- lenzk skip og þótt þau væru mun fleiri, en því er bara svo háttað, að yfirleitt vilja menn hafa sitt á þurru, vinna í landi og njóta fjölskyldu.lífsins, þegar næg atvinna er og óska ekki að veiða fisk. Um þetta er ekki að sakast að öðru leyti en því, að það þarf að gera sjómennskuna eftirsóknar- verðari heldur en hún nú er. Skjótvirkasta ráðið til þess er auðvitað það, að greiða sjómönnum hærra kaup en nú er gert, svo miklu hærra kaup, að sú atvinna verði eftirsótt af þeirri ástæðu. Ef útvegurinn getur ekki risið undir því, verður að taka peningana úr vasa okkar landsmanna. Á meðan meira en sjötti hver íslendingur er í skóla meiri hluta árs ætti ekki að heyrast kvart- að um, að ekki sé vinnuafl fyrir hendi til að gera að fiskinum, sem berst á land. Þá ætti það ekki að valda þjóðarsorg þótt allra lélegustu skipin, sem aldrei fá bein úr sjó og verst gengur að manna, fái hvíld. Ekki er það ný saga, að við tökum vel eftir því, sem um okkur er sagt á erlendum vettvangi og séum nokkuð viðkvæmir fyrir því. Við höfum stækkað landhclgina nokkuð og stöndum fast á rétti okkar í því efni. Við teljum útfærslu fisk- veiðitakmarkanna eitt allra mesta nauðsynjamálið til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á komandi tímum, vegna þess að sjávarafurðirnar skapa nær allar gjaldeyristekjurnar. Ekki getur hjá því farið, að örðugleikar okkar við að manna fiskiskipin varpi nokkrum skugga á tilverurétt okkar í aug- um umheimsins, og þá einnig á þá einhliða ávörð- un okkar að stækka hið friðaða svæði á grunn- miðum umhverfis landið. Síðan um áramót hafa sjómenn og útgerðar- menn staðið í samningum við ríkisstjórnina um fiskverð, kaup og kjör á yfirstandandi vertíð. — Einhvern tíma hefðu það þótt fréttir til næsta bæjar, að annars aðalatvinnuvegur landsins stæði í deilum, já, í verkfalli við þjóðfélagið. Sem betur fer hefur verið samið í flestum verstöðvum og bátarnir hafar fengið góðan afla. En athyglisvert er það, að í fjölmennum félögum hafa aðeins 20— 30 manns greitt atkvæði. Virðist full þörf á að settar verði reglur um lágmarksþáttöku í at- kvæðagreiðslu um slík mál. Frú Svava Jónsdóffir feikkona 75 ÁRA Föstudaginn 23. janúar verður frú Svava Jónsdóttir leikkona 75 ára. Hún er fædd á Akureyri 23. janúar 1884, dóttir Jóns Step- hanssonar timburmeistara og konu hans, frú Kristjönu Magn- úsdóttur. 16 ára gömul hóf hún leikferil sinn í smáleiknum „Annar hvor verður að giftast“. Þá strax vakti þessi unga stúlka eftirtekt og að- dáun allra, og nú rak livert hlut- verkið annað, og eftir því eg bezt veit, eru þau orðin 90 á tæpum 60 árym, nú síðast móðirin í „Gullna hliðinu“ eftir Davíð Stefánsson. Þeir sem séð hafa frú Svövu sem „Grímu“ í „Skrúðs- bóndanum“ og „Áslaugu“ í „Nýj- ársnóttinni“, svo að eitthvað sé nefnt, munu seint gleyma henni. Árið 1926 lék hún á móti danska leikaranum Adam Poulsen í „Ambrosius“ eftir Chr. Molbeck, og má geta þess, að hinrt danski leikari var mjög hrifinn af leik hennar og hæfileikum. Frú Svava hefur í hlutverkum sínum slegið á alla strengi mann- legra tilfinninga, en með yfirlæt- isleysi og sannri túlkun, látið áhorfendui' gleyma að um leik væri að ræða. Ef við lítum til baka og minnumst þeirra ágætu leikara er vörðuðu veginn fyrir framtíðina, þá finnum við bezt hve mikið við eigum þessu fólki að þakka. Þrautseigju og fórnfýsi og gleðina að þjóna góðu málefni. Ein úr þessum hópi er frú Svava. Oetur hver og einn gert sér í hugarlund það starf er liggur á bak við 60 ára leiklistarferil. Það eitt virðist vera ærið nóg lífs- Hugur og hönd. í EINUM ÞÆTTI mínum ný- lega ræddi eg ofurlítið um trjá- gróðurinn í bænum, og Akureyri hefur einmitt orð fyrir að vera mesti trjáræktarbær landsins. Að þessu sinni ætla eg að ræða ofur- lítið um óræktarblett, sem er bænum til minnkunar. Á sumrin kemui' margt ferða- fólk til Akureyrar og flest þetta fólk, sem gefur sér tíma til að skoða bæinn, leggur leið sína upp í Skrúðgarð bæjarins (Lysti- garðinn). En sá unaðslegi staður er bænum okkar til sóma og öll- um þeim, sem að honum hafa unnið. Hvort sem ferðafólkið fer gangandi eða í bílum, fer það eft- ir Eyrarlandsveginum. En á horni Eyrarlandsvegar og Hrafna gilsstrætis er dálítill óræktar- blettur, þríhyrndur að lögun. — Þessi blettur er með sömu um- merkjum og hann var áður en byggð hófst á Suðurbi-ekkunni, stórþýfður og ljótur útlits. Þarna er auðvelt að gera skemmtilegan grasblett, blómum prýddan. Ekki er það kostnaðar- samt að breyta þessum litla bletti í gróðurreit. Og þar sem blettur þessi er einnig í nágrenni Mennta skólans, mundi hann vera til prýðis við heimaksturinn þangað. En heim að þeirri virðulegu menntastofnun leggja margir menn leið sína á ári hvei'ju. Eg vil með línum þessum minna á þennan blett, sem hefur starf, en þó hafði hún stóru og mannmörgu heimili að stjórna, svo að ekki hafa fi'ístundir henn- ar verið margar. Leikfélag Akureyrar hefur átt því láni að fagna, að hafa að mestu fengið að njóta starfs- krafta hennar, en 1914 flutti hún með manni sínuni, Baldvin Jóns- syni verzlunarstjóra, til Sauðár- króks og dvaldi þar í 7 ár og starfaði frú Svava þar, bæði lék og leiðbeindi, við mörg leikrit. Sömuleiðis lék hún sem gestur með Leikfélagi Reykjavíkur og einnig hefur hún leikið í útvarp. Nú er frú Svava hjá dóttur sinni og tengdasyni í Hveragerði. Eg vil leyfa mér, í nafni allra er leiklist unna, að þakka frú Svövu þann mikilsverða skerf er hún hefur lagt leiklistar- og menn- ingarmálum okkar. Sérstaklega vil eg, fyrir hönd Leikfélags Ak- ureyrar, þakka það fórnfúsa starf sem hún hefur unnið fyrir félagið í nær 60 ár. J. Ö. gleymzt nútímamenningunni. Og sjálfsagt eru fleiri svipaðir blettir í bænum, sem hægt er að gera fagra og heillandi með marglitum blómum og grænum runnum. — Dvalinn. Það, sem gerist við gluggann niinn. NÚ ER KALT OG FROST. — Fólkið, sem mætist á götunni, talar um kuldann og þykir 16 stiga frostið alveg voðalegt. En eg ætlaði nú að segja ykkur hvað eg sé við gluggann minn. Það eru svalir norðan við hann og þar halda dúfuhjón til. Húsið þeirra er kassi, sem liggur á hliðinni á svölunum. Nú, í mestu frost- hörkunum, ungaði móðirin út einu eggi, og hún annaðist litla ungann sinn af mikilli nákvæmni og umhyggju, svo að hann lifði, þrátt fyrir kuldann. Ekki æðrast dúfurnar þótt eitt- hvað kólni í veðri, og mér virðist, að þær njóti lífsins í ríkum mæli. Karlfuglinn vappar sífellt á gluggasyllunn minni og stundum heggur hann í gluggann og vill með því gefa til kynna, að hann hefði ekkert á móti brauðmolum ef sér væru boðnir þeir. Hann er sýnilega mjög hrifinn af konu sinni og barni. Dúfurnar eiga marga óvini. — Fyrir utan manninn, sem gert hefur margt til að eyða dúfunum og síðast nú í haust, er hrafninn Framhald á 7. síðu. ÞANKÁR OG ÞÝÐINGAR Eldur og gufa í nýútkomnu fréttablaði Unesco er m. a. rætt um orkulindir jarðar, hve margar þeirra muni að þrot- um komnar eftir tiltölulega skamman tíma, svo sem olía og kol. Hafa vísindamenn látið í ljós áhyggjur í þessu sambandi, því áð aukinn iðnaður og ný- tízku lifnaðarhættir heimta ætíð meira og meira rafmagn. Nú mun það svo, að vatnsorkan mun ekki full- nýtt nema þá í einstaka Evrópulandi, en þó er vatnsorkan takmörkunum háð, og hvort kjarnork- an verður nokkurn t.íma svo ódýr, að hún geti jafn- azt á við aðrar orkulindir, er ekki hægt um að segja, en vonandi verður hún það — og hættulaus. En það er einn orkugjafi, sem vísindamenn eru nú teknir að hafa mikinn hug á að rannsaka, og það er jörðin sjálf, þ. e. a. s. innyfli hennar, sem vera munu glóandi. Það mun öllum kunnugt, að sé komið djúpt í jörð niður, fer hitastigið hækkandi smám saman, svo að ekki er undarlegt, að sumir þeir, sem trúa bók- staflega á tilveru helvítis, láti sér detta í hug, að það muni verá niðri í jörðinni, og þar ráði kölski gamli ríkjurn. Æskilegt væri, að sá eldur, sem ann- ars myndi vera notaðui' til þess að svíða sálir for- dæmdra, yrði okkur hér ofanjarðar heldur til gagns og nytsemdar, en það mún ýmsum erfiðleikum bundið að virkja glóðir þessar. En eldui' þessi á sér ýmis op út um jarðskorp- una, og er þar átt við eldfjöllin. Ef hægt væri að virkja þann hita og kraft, sem fer t. d. í eitt Heklu- gos, þ. e. a. s., ef hægt væri að forða gosum með því að eyða af hita og minnka þrýsting, svo að ekk- ert gos yrði nema þá kannski smáuppsölur og hóstakjöltur, sem við gætum beizlað, ja, þá myndi lyftast brúnin á mörgum á Suðurlandi, og orkan ætti að duga til þess að reka verksmiðjur, lýsa og hita hús og svíða hrútshausa um allt Suðui'- landsundirlendið. „Yrði þá glaðr Ingólfr bóndi at Hellu“, stendur í Hungurvöku, ef eg man rétt. Líklega er þó bezt að gera sér engar gyllivonir um virkjun Hekluelds, á meðan Sjálfstæðishúsið er ekki hitað upp með hræódýru kjaftæði Heimdell- inga, en þar í liggur auðvitað talsverð orka, þó að vísindamenn Sjálfstæðisflokksins hafi ei enn komið auga á. Mætti hafa litla vindmyllu framan við ræðupall á fundum Heimdallar, rétt við vit ræðu- manna, og nota þann blástur, sem frá þeim kemur, er þeir skamma Framsóknarmenn og kommúnista. Ætti sú mylla að geta lýst og hitað upp musterið og Vesturver að auki. Vísindamenn hér á jörðu munu víst ekki hugsa mikið um Heklueld né Heimdallarhvæs, en þeir hugsa því meira um heita vatnið og gufuna, sem ýmist streymir sjálfkrafa upp úr jörðinni eða hefur verið náð upp á yfirborðið með borunum. Telja þeir, að þarna séu miklir möguleikar til rafmagns- framleiðslu. Rafmagnsstöðin ítalska við Larderello framleiðir nú árlega 2 þús. milljónir kw.stunda, en hún er rekin með jarðgufu. Þeir, sem séð hafa gufugosin í Námaskarði og Krýsuvík, hljóta að spyrja sjálfa sig, hvort þessi gufa sé ekki of lengi látin streyma út í bláinn. Hafa nokkrir íslenzkir rafmagnsverkfræðingar farið til ítalíu til þess að kynna sér rafmagnsframleiðslu ítala í sambandi við jarðgufuna? Spyr sá, sem ekki veit. — x. -----o------ KAFFIDRYKKJA. Samkvæmt Politikens Ugeblad nú í janúar, eru Svíar nú sú þjóð, sem drekkur mest kaffi á hvern íbúa, allra þjóða jarðkringlunnar,næstir þeim koma Danir, þá Norðmenn, svo Finnar og síðast koma svo íslendingar. Eftir þessu eru aðeins 4 þjóðir í heimi, sem drekka meira kaffi en við. Þetta er nú alveg sæmileg frammistaða, en við urðum nú samt síðastir í þessari samnorrænu kafíidrykkju’keppni. og við gætum kannski gert betur, ef við reyndurri af alefli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.