Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 6

Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðyikudaginn 21. janúar 1959 Margir liægindastólar cru þannig gerðir, að það cr hægt að launta hendinni niður milli sætis og baks, og þar finnst stundum ýmislegt skrýtið. Nýtnir heimilisfeður finna stund- um liina ólíklegustu hluti í geymsl- um sínum og spyrja þá sjálfa sig: „Hver fjárinn er nú þetta, og til livers á nú að nota þennan ófögn- uð?" Þeir ákveða að henda lilutn- um, en það gera þeir þó ckki. Hann er enn þá cinhvers staðar í geymsl- un ni. Þeir, sem komnir eru fram yfir miðjan aldur og hafa haft hakkavél andans í saemjlegu standi, eiga oft ýmislegt í fórurn sínum af andlegu hakki. Þegar þeir taka til í skrif- borði sínu á tíu ára fresti eða svo, þá finna þeir ýmis andleg afkvæmi, sem þeir voru búnir að gleyma og höfðu aldrei ncinn sóma sýnt. Þá rifjast ýmislegt upp. Það er ein skúffa í skrifborði rnínu, sem ég tek til í svona á 15 ára frcsti. Þar er alls konar blaða- rusl og eitthvað krotað á flesta sneplana; sumt er því nær ólesandi. Ég hef hvolft úr henni á borðið, og nú skufuð þið fá að sjá sýnis- horn af sumu því, sem farið hefur í gegnum hakkavél anda míns á síðustu 15—20 árum. Fyrst finn ég hér brag, sem flutt- ur var í hófi í Krossanesi 1951. Hann byrjar á þessa leið: Einn við fjörðinn fagra fremdar veit ég stað. Þar hefði Helga magra hollara verið að yrkja jörð og ala upp kýr en lenda í hokri á litlum bæ langt innan við brýr. Já, ekki meira af því. En svo finn ég hér eins konar sálm, sem ég hef ort 1940. Hamingjan góða! Þetta er víst eini sálmurinn minn. Síðasta vísan, nei, versið er þannig: Ei skal örvænt í ragnanna rökum, rústum ofar skal byggja lönd á ný, þegar lcttir af bugaðra bökum byrðum haturs, og slotar veðragný. ' Eftir átökin hörð, eftir friðarins gjörð rís úr hafdjúpi heil og betri jörð! Æjá. Þannig vona menn á tím- um styrjalda, en það fer sjaldan allt að óskum. Jú jú. Þarna finn ég nú gamalt ástarkvæði. Hér er ein vísan: Ó, hve hjartað æpir stundum eftir þinum blíðu fundum. Oft í sorg ég geng á grundum, grasið bít og hugsa um þig. Ég er einn á einu fari, tit og suður mæddur stari. Eins og rauður rabarbari rennur sólin yfir mig. Og þarna kemur gamall Geysis- bragur frá þeim tíma, er kórinn hafði söngæfingar í „Skjaldborg". Ekki er nú fiigur lýsingin á ástand- inu! En kanski hefur þetta ekki verið meint alveg bókstaflega. Ein vísan hljóðar svo: Klemmd var hver rödd og rifin. Rannveig sást aldrei lirifin. Til andskotans allt var að lenda. Margur kvaðst enn i mútum, því munninn kom lítið út um, og söng með öfugum enda. Næst finn ég brúðkaupsljóð. Þar í er ein vísan á þessa leið: Gleðiljós í gullnum stjökum gestum öllum berið (rökum), dansinn storkar stígi á þökum, stundum gangi í ba’inn. Þurrkur á bleium blíður allan daginn. Hér kemur svo bragur, sem flutt- ur var fyrir löngu Geysismanni ágætum, er hann var að flytjast úr bænum. Ég birti hér þrjár vísur af mörgum: Út sprakk á Austurlandi einn knúppur fyrr á tíð. Blíðu í blómastandi, blöð meður engilfríð, válega vellyktandi varð hverri silkihlíð. Æ gat í faðminn fjólu fúslega sloppið inn. Albjarta „yndisnjólu ylmaði toppurinn. Breiddi út blöð mót sólu blessaður kroppurinn. Út svo í lífið lagði, lífsins um fjallaskarð, sómajurt, sem ei þagði, sett niður loksins varð á snöggu augabragði í símans rófugarð. Þarna sé ég nú ntiða, því nær ó- læsilegan, meira en 20 ára gamlan. Þar má með lagi lesa byrjun á kvæði, sem aldrei varð lengra: Ég spilaði í happdrættinu. Hamingjan cr föl, en ég fæ oftast ókeypis allt mitt böl. Ég spilaði ekki á fjórðungsmiða, spilaði ekki á hálfan. Ég sþiíaði á mig sjálfan. Svo finn ég hér vísu, sem ort var fyrir munn kennarastofu Barna- skóla Akureyrar fyrir nókkrum ár- um, er þáverandi yfirkennari var á leið með flugvél til Reykjavíkur: Flýgur fyrir okkur, fjöllum hæstu ofar, elsku Eiríkur nokkur og ætlar að sækja bokkur af gini, ef guð lofar. Hér sé ég afmæliskveðju til Ingi- mundar ArnasÖhar. Tvær fyrstu vísurnar eru þánnig: Þaut í skjá á þoria köldum, þung var himins ygglibrún. Enn var sól ei setzt að völdum, svellalög um engi og tún, en örlög spunnu yndisgarn yfir þetta mikla hjarn. Mikið andskoti var hann Ingimundur efnilegt og fallegt barn. Þeim, sem yfir vöggu vöktu varð sú raunin ærið ströng. Eins og strá þeir stundum blöktu, þá striplaðist karl og hló og söng. Virtist licitt í honum blóð, hann á blístri af óþekkt stóð. Mikið andskoti hafði ’ann Ingimundur óskaplega mikil iiljóð. Og enn rekst ég á brúðkaups- Ijóð. Hér er cin vísan: Fögnum, allir mærðarmunnar, mótorskellum hamingjunnar, þegar brumi birkirunnar breyta í lauf til dýrðar jteim, sem aka seglum eftir þótta og engin hrakspá rak á flótta, en leggja saman, laus við ótta, lífsglöð út í þennan heim. O, sei sei! Þarna hefur maður nú verið háfleygur. — Fyrsta vísan í næsta kvæði er svona: Stígur laufangan ljósar nætur, gjálfrar við glitsand gullin bára, hneigir heiðastör höfuð dreymandi, þýtur í skógi við Skinnastað. Þarna finn ég eitt heilmikið af- mælisljóð til tvíbura nokkurra. Það liefst á þessa lcið: Attu samflot seggir tannlausir, grettir grenjuðu um grímu svarta; út á ægi lífs ýttu jó hranna, blítt var byrleiði bræðrum tveim. Og svo er hér að lokum ein göm- ul vísa: Mitt er hjarta hrjáð og blekkt, horfin sálarróin. En hve margt er undarlegt. Eitt af því er spóinn. Ég nenni ekki að leita lengur og loka skúffunni. Ö. S. Fimdið kvenarmb.iir Réttur eigandi vitji þess á Ferðaskrifstofuna gegn greiðsl u au gl vsingarinnar. IBUÐÍR Hefi til sölu: Rúmgóða -lurra herbergja íbúð á Oddeyri. Nýja 5 herbergja íbúð uppi á Brekku. Einbýlisbús í Mýrunum. Einbýlishús á Oddeyri. Ódýrar 2ja herbergja íbúðir við Hafnarstræti. Guðm. Skaftason, hdl., Brekkugötu 14, Ak. Sími 1036. O.fl. Helluofnar Steyptir ofnar Hekluofnar, væntanlegir Baðker, m. tilheyrandi Blöndunartæki Stoppkranar Skotventlar Tollakranar Handlaugakranar Vatnslásar Botnventlar Fittings og rör Finnsk WC og handlaugar koma á næstunni. MIÐSTOÐVADEILD NYJAR VÖRUR Köflótt efni, tvíbr., kr. 37.00 I>ykk efni í kjóla og dragtir kr. 108.00. Kápupoplin, tvíbr., kr. 64.00 Svart kaki, kr. 23.10 Brúnt molskinn í buxur kr. 39.50. Gluggatjaldaefni frá ki'. 31.70 Léreftssloppar og kjólar Bamagallar Grænlenzkar barnaúlpur ANNA & FREYJA Saltað beinlaust Gott. - Ódýrt. KJOTBUÐ allar stærðir. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD :omnar binar vinsælu HOLLANÐ ELECTRO RYKSUGUR Pantanir óskast sóttar sem fyrst. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD íbúð óskast Mig vantar íbúð í \’or. Kristjá)i Þórðarson, Sílastöðunr. Pressuð svið KJOTBUÐ ■33$ T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.