Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 18.02.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 18. fcbrúar 1959 Dagtjr RlTSTJÓRt: EU í 1 N c; U R » A V í 1) S S O N Auj'iVMmja.M joii: i* O R K t'. I. I. II J Ö II N SSO V 'iliilstirfa i Hafiiar»ira,ti 90 — Simi 1160 ÁiffanguTiiin knMar kv. 75-00 KlaAiA kcmm út .i miAv íUutltijjum t»g laugaritiígum. Jvtf.vr cfní stamla lil Gjatdifat'i er I. julí PRENTVEKK ODOS BJÖRNSSONAR H.F. spyrnu. Framsóknarmenn vildu þó ckki bregða fæti fyrir það, að lög um þetta efni næðu fram að ganga, þótt þeir vantreysti stjórn arflokkunum til að framkvæma þau rcttlátlcga og að afgrciða efnahagsmálin í hcild á viðun- andi hátt. Sjálfstæðisinenn undr- ast það auðvitað að stjórnarand- stæðingur skuli geía Emilsstjórn- inni líf og tækifæri til að sprcyta sig við verðbólgudrauginn. En undrun þeirra er aðeins sprottin af því, að þeir mcta sjálfir flokks hag ofar öllu öðru og skilja tæp- lega ábyrgðartilfinningu hciðar- legra manna. Eða hvcrnig gæti ábyrgur stjórnmálaflokkur ham- ast gcgn því að vinstri stjórnin næði samningum til stöðvunar verðbólgunnar í haust, cn gengist síðan fyrir lagasetningu í sömu átt? Fundu milljónagróða gegn vilja sínum Ekki er það ámælisvert, þótt stjórnarandstæð- ingur hrósi ekki ríkisstjórn meira en cfni standa til. En það er skylt að segja rétt frá staðreyndum. Undanfarin tvö og hálft ár hefur íhaldið notað fjölbreytni tungunnar, eftir því sem grcind og kunnátta leyfði, til þess að Iýsa hörmungarástandi á íslandi af völdum vinstristjórnarinnar. I>au tölublöð Morgunblaðsins munu næsta fá á þessu tímabili, sem ekki fjalla meira og minna um „hyldýpi spillingarinnar, botnlaust fen efnahags- málanna" o. s. frv. Morgunblaðið lagði ofiu-kapp á þessa kenningu vegna þess að staðreyndirnar um meiri atvinnu og öflugri framleiðslu en nokkurn tíma áður, voru eitur í bciuum þess og andleg kvöl. Þegar Sjálfstæðisflokknum hafði tekizt að bregða neti sínu utan um Alþýðuflokkinn, cins og sjómenn Iása síld á Akureyrarpolli, áður cn hún er lögð í dósir, bauð hann þessum minnsta þingfl. að mynda stjóm mcð því „eina skilyrði“ að hann hjálpaði til að koma höggi á Framsókn- arflokkinn með breytingu á kjördæmaskipun. — Sjálfstæðisflokkurinn segist aðcins verja ríkis- stjóniina vantrausti, en svcr og sárt við leggur að samningar liggi þarna á bak við, samanber um- mæli Bjarna Ben. á Alþingi: „Það cr ekki hægt að semja við svikara." En þessi stóryrði Bjarna virðast algerlega óþörf. Ekki semja sjómenn við síldina og ekki þarf að vanda lienni kveðjurnar cftir að hún er veidd. Sjálfstæðisflokkurinn varð Hafið þið nokkurn tíma lesið Sturlungu? Höfðingjar þeir, er bárust á banaspjótum ó Sturlungaöld, voru margir frændur, sumir ná- skyldir. Gissur Þorvaldsson var ekki aðeins Haukadalsættar. Hann var einnig af Odldverjum kominn. Jón Loftsson var langafi hans. Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi Skagfirðinga, var ekki aðeins of ætt Ásbirninga. Amma hans, Þuríður, var föðursystir Gissurar Þorvaldssonar. Kol- beinn var því einnig af Hauk- dælaætt. Halldóra húsfreyja á Grund kona Sighvats Sturlusonar, var föðursystir Kolbeins unga. — Sturlungarnir Þórður kakali og Sturla Sighvatsson voru því Ás- birningar, og þeir voru einnig af ætt Haukdæla. Eftir Orlygsstaðabardaga kom- ust þeir í Miklabæjarkirkju Kol- beinn og Þórður Sighvatssynir. (Þórður kakali, bróðir þeirra, var þá erlendis.) Þair fengu ekki grið. Er þeir bræður gengu út úr skálanum á Miklabæ til aftöku sinnar, sagði Kolbeinn Sighvats- son við þá sem inni voru: „Vili þér út ganga ok sjá högg stór?“ Kolbeinn bað Gissur Þorvaldsson að hann yrði fyrr höggvinn en Þórður bróðir hans. Það er eftir- tektarvert, að hann skyldi biðja Gissur þessa en ekki náframda sinn, Kolbein unga. Eftir að Kolbeinn Sighvatsson hafði verið hálshöggvinn, spurði maður nokkur Kolbein unga, hvort hann vildi ekki gefa Þórði frænda sínum grið. Kolbeinn svaraði: „Fór sá nú, er skaði meiri var at.“ Skilja má á þess- um orðum, að Kolbein unga mun hafa langað til að gefa Kolbeini Sighvatssyni grið, þeim frænd- anum, sem heitinn var eftir hin- um merka Ásbirningi, Kolbeini Tumasyni. Svo fór að Þórður var höggvinn líka. Sturlungasaga er nokkuð þvælingsleg, og nöfn manna geysimörg. Hún er því lcsin minna en skyldi. En þetta er saga mikilla örlaga og stórra atburða, og eg legg til, að menn grípi hana annað slagið úr bókaskápnum og gluggi í hana. Spá mín cr sú, að þeir, sem það gera nokkrum sinnum, muni halda því áfram til æviloka. — X. Sveitakona sendir blaðinu cft- irfarandi: „í SAMBANDI við hina ágætu grein ritstjóra „Dags“ um þá góðu og endurgjaldslausu þjón- ustu, sem við sveitafólkið búum við hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í Bögglageymslu KEA, langar mig að bæta því við, að samkvæmt viðhaldi í öðrum deildum fé lagsins, finnst mér Böggla- geymslan verða útundan í því tilliti. Og þess vegna vildi eg beina þeim tilmælum til hinna ráðandi manna félagsins, að láta að minnsta kosti mála hana, þá myndi ánægjan frá okkar hendi verða ennþá meiri. — Með fyrir- fram þökk fyrir birtinguna. Sveitakona.“ frá upphafi þessa tíinabils, frá Þorláksdcgi að telja, hinn raunverulegi stjórnarflokkur. Ilann flýtti sér nú að skipta um skoðun á þcim fáu mál- um, sem hann hafði ckki snúist í áður, að einu undanskildu. Ilann hélt áfram að skamma vinstri stjórnina, sérstaklega viðskilnað hennar í efna- hagsmálunum. Þar var hið herfilegasta þrotabú, prentaði Morgunblaðið upp úr þingræðu Bjarna Ben., óreiðuskuldirnar og vanskilavíxlarnir engu öðru líkt í íslenzkri stjórnmálasögu, þetta væri hrein „Eysteinska“. í sömu þingræðu B. B. segir, að þetta gangi svo langt, að það sé upplýst uppi í hinu háa fjármálaráðuneyti, að þar sé að finna nokkra digra sjóði, sem Eysteinn hafi skilið þar eftir. nokkrir milljónatugir í hovrum, allt upp í 80 milljónir í stað. Svo bætir Morgunblaðið því við alla hörmungina, að það liafi fundizt óseldar fisk- birgðir upp á 70 milljónir. Jú, hvílíkur viðskiln- aður, hvílík Eysteinska! Sjálfstæðisflokkurinn var stórlcga hneykslaður yfir því að finna það, sem hann Icitaði að en vonaði að finna ckki. f öllu nioldviðri íhaldsins um efnahagsmálin, hefur það sjálft lagt það eitt til að lækka kaup verkamannsins um sömu upphæð og það hækkaði í sumar. Engin yfirlýsing hefur bctur staðfest hinn þraulhugsaða og hófsamlcga efnaliagsgrund- völl, sem vinstri stjórnin lagði á síðastliðnu vori með lögum um Utflutningssjóð o. fl. og enn hefði staðið óhaggaður ef stjómarandstæðingarnir hefðu ekki unnið hrein skemmdarverk í cfna- hagsmálunum á síðastliðnu sumri. Hin nýju lög um niðurfærslu verðlags og launa, sem er einn þátturinn í aðgerðum ríkisstjórnar- innar gegn verðbólgunni mæta harðvítugri and- Vigíús Kristjánsson bóndi í Litla-Arskógi sjötugur ur skrýddur blómum og gipsmynd- um. Mikil vinna hefur verið lögð í þennan reit, enda á hann sér fáa líka í sveit. Ein stofa í húsinu er full af list- munum, eftir þá bræður Kristján og Hannes Vigfússyni. Litla Ár- skógsheimilið er því að ýmsu leyti sérstætt. Jafnframt búskapnum, hefur Vig- fús gert út bát á þorskveiðar frá Litla Arskógssandi, í félagi við ann- an. Ilefur hann kostað miklu til bættra útgerðarskilyrða þar. Vigfús liefur tekið mikinn þátt í félagsmálum sveitarinnar s. s. ung- mennafélagsskap, slysavarnamálum, sóknarnefndar og lireppsnefndar- störfum. Vigfús og kona hans, hafa afkast að miklu og myndarlegu starfi, enda liafa þau gengið samtaka til verks. Mörgum kom á óvart, að Vigfús í Litla Árskógi væri búinn að fylla 7. áratuginn og liéldu að hér væri um missögn eða misreikning að ræða, eftir útliti hans að dænja og andlegri og líkamlegri orku. En það dæmist víst rétt vera, að Vigfús sé sjötugur, og í tilefni af því, óska sveitungar og aðrir kunn- ingjar honum til hamingju með afmælið. Kunnugur. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Vinur hans reyndi að hugga hann. „Þú verður nú að athuga það, maður, að snyrtimennska og prifnaður er ákaflega mikils virði.“ „Já, já, já, já,“ sagði eiginmaðurinn, „en eg skal bara segja þér, að þegar eg vakna á nóttunni og fer niður til þess að fá mér brauðsneið eða vatn að drekka og kem svo aftur eftir 5 mínútur, ja, þá er hún búin að búa um rúmið.“ ------o------ Hann dó af slysi eina nótt í allt öðrum bæjar- hluta en hann átti heima í. í býti um morguninn kom presturinn til þess að segja ekkjunni tíðindin og hugga hana. Hún stundi og hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: ,„Það er a. m. k. eitt, sem er mér til mikillar huggunar. Nú veit eg, hvar hann verður í kvöld.“ ------o------ Móðirin var að sýna 8 ára gömlum syni sínum gamlar fjölskyldumyndir. „Hver er þessi ungi maður þarna á baðströndinni með þér, þessi granni með hrokkna hárið og vöðva- hnyklana?“ „Þessi! Þetta er hann pabbi þinn. Þetta var í fyrsta skipti, sem við hittumst.“ „Er þessi maður pabbi minn?“ sagði strákur. „Hver er þá þessi gamli og sköllótti fitukeppur, sem býr hérna hjá okkur núna?“ ------o------ Það er undarlegt með hann Olsen. Hann talar svo mikið um sjálfan sig, að maður kemst aldrei að til þess að tala um sjálfan sig. (Storm Pedersen.) ------o------ Nýtízkumálshættir. Gott er heilum barnavagni heim að aka. Hver er sínum hrútum kunnugastur. Það er enginn kolfullur, þar sem hann kemur ekki. Betri er Imba en Auður. ------o------ Þetta var í Bandaríkjunum. — Marilyn Monroe kom í veizlu. Allir karlmenn voru hrifnir og sælir — nema einn. Hann sagði: „Huh! Takið þessa vara- fegurð af henni, hórið og vöxtinn, og hvað er þá eftir, má eg spyrja?“ Einn viðstaddra, karlmaður, stundi við og sagði: „Konan mín.“ ------o------ Það er enginn vafa á því, að kvikmyndahúsin hérna á Akureyri hafa sýningarhléin í ákaflega góðum tilgangi. Hann hringdi heim til sín af skrifstofunni: „María mín,“ sagði hann. „Eg kem heim með hann Jón, aðstoðarmann minn, í mat á eftir." „Hvað segirðu!“ hrópaði María. „Ertu orðinn snarvitlaus? Þú veizt vel, að vinnukonan stökk burt, báðir krakkarnir eru lasnir, eg er að drepast úr kvefi, og þar að auki skulda eg nótu í búðinni og fæ þar enga úttekt fyrr en eg er búin að borga. Svo dettur þér í hug að koma með þennan mann- fjanda í mat!“ „Mér er bara alveg sama,“ sagði hann ákveðinn. Eg kem með hann samt. Bölvaður hálfvitinn sá arna er í alvöru að hugsa um að fara að gifta sig. Hann verður að fá að sjá eitthvað með eigin aug- um.“ ------o------- EFAÐIST UM ÓÞEKKT SKÚLA. Fyrir nokkru var heimilisfaðir einn hér í bæ að hlýða dreng sínum yfir námsbækurnai'. í íslands- sögunni átti að lesa um Skúla Magnússon, sem for- eldrarnir réðu ekki við. Þá varð heimilisföðurnum þetta að orði: Efast eg um óþekkt Skúla um hann þótt eg lesi. Það var ekkert húla-húla heima í Keldunesi. . Hann er fæddur 7. febr. 1889 að Litlu-Hámundarstöðum, sonur ICristjáns Jónssonar, Hallgrímsonar, frá Skriðu og Guðrúnar Vigfúsd. frá Hellu, er þar bjuggu. Jafnframt bústörfum, lærði Vig- fús smíðar og liefur stundað þær öðru hverju síðan, sérstaklega báta- smíði. Búskap byrjaði hann á Kú- gili í Þorvaldsdal 1915 og flutti það- an að Grund. Alls bjó Vigfús tíu ár í Þorvaldsdal. Kcypti hann þá Litfa Árskóg og liefur búið þar síðan. Vigfús er kvæntur Elísabetu Jóhannsdóttur. Foreldrar liennar voru Jóhann skipstjóri Jóakimsson og Hanna Gísladóttir írá Svínár- vatni. Vigfús og Elísabet hafa eignazt 9 börn og eru 7 þeirra á lífi. Þrír synir Jteirra eru enn lieima og liafa þeir, ásamt foreldrum sínum, „gert garðinn frægan." Þegar þau hjónin keyptu Litla Árskóg, ásamt Litla Árskógsandi, fyrir rúmum 30 árum, leit jörðin öðruvísi út en nú, livað byggingar og ræktun snertir. Þá var mest af túninu stórþýft, gamalí torfbær korninn að falli og engin bryggja á ■Litla Árskógssandi. Nú er túnið yfir 20 ha. og auð- vitað allt slétt. Byggingar eru mikl- ar og vandaðar og vel við haldið. Við íbúðarhúsið er stór triáearð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.