Dagur


Dagur - 25.02.1959, Qupperneq 4

Dagur - 25.02.1959, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 25. febrúar 195f Skrifstoí;i i llaiitm<.lv;Wt !»ll — Sínti IHjG RITSTJÖRI: ERLiN’GI! R I) A V í I) S S () N Vui;lvsingastjoi j: J Ó N S V M X F, LSSO N Árgangitrinn kustai kr. 75.00 HlaOiO ketitur út á iniAvikuriögitiu og laugardctguni, þcgar cftii standa lil Gjalddagi cr I. júlí PUENTVF.KK ODDS H|()KNSSONAR H.F. Nýja stefnan í verki SfÐUSTU TVÖ TIL ÞRJÚ ÁRIN hafa verið íslendingum mjög hagstæð á margan hátt. Á sama tíma og íslendingar hafa þurft að flytja inn er- lenda verkamenn til að fjölga vinnandi höndum við framleiðsluna, hefur atvinnuleysi þjakað „hinn vestræna heim“. Hin jafna atvinna um land allt stafar fyrst og fremst af því, að stjómarvöld landsins viðurkenndu í verki hina brýnu nauðsyn þess, að auka atvinnuskilyrðin sem víðast á land- inu. Það gerðu þau meðal annars með hafnarbót- um, fiskiðjuverum, aðstoð við báta og skipakaup, byggingar og ræktun. Trú manna á ýmsa áður vanmetna staði fór vaxandi, fólkið hætti að flytja til Reykjavíkur og nágrennis og vann heima af kappi að framleiðslustörfum til sjávar og sveita. Hið gamla orðtæki, jafnvægi í byggð landsins fékk nýja merkingu og var ekki lengur skrauthjal í ræðum og riti og ekki aðeins óskhyggja góðra manna og gáfaðra, sem vita að ísland smækkar við hvert býli, sem leggst í eyði, hvort sem það er við sjó eða í sveit. Jafnvægi í byggð landsins varð raunhæf stefna þegar vinstri stjórnin var við völd. Hin gífurlcgu útflutningsverðmæti frá þorp- uin og kaupstöðum um land allt voru metin að verðleikum og að þeim stutt með réttlátri aðstoð. Framleiðsla bændanna, scm grunn- hyggnir kaupstaðabúar telja vart umtalsverða nema þann örsmáa hundraðshluta, scm fluttur er úr landi og þarf að verðbæta, var örvuð ineð aðstoð, sérstaklega við ræktun á minni býlunum og ungu fólki gcrt kleift að stofna heimili í svcit með endurbættri löggjöf. — Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar varð þannig alþjóð mjög til heilla og höfuðstaður- inn varð þó ekki fyrir neinum búsifjum og losnaði við þau niargháttuðu vandamál, sem fylgja óeðlilega örum fólksflutningi á einn stað. En á méðan þessi stefna ríkti urðu þær raddir háværari hjá stjórnarandstöðunni, sem fullyrtu, að þörf væri nýrra leiðsögumanna í þjóðmálabar- áttunni, framkvæmdir úti á landi væru bara póli- tískar framkvæmdir Framsóknarmanna, sem væru að kaupa sér kjósendafylgi með fjármunum þjóðarinnar. Nýir menn hafa nú setið nokkrar vikur í ráðherrastólunum, sem eins konar umboðsmenn íhaldsins. Þeir hafa tekið upp nýja stefnu gagn- vart hinum dreifðu byggðum landsins. Þeirra fyrsta verk var það, að greiða niður landbúnaðar- vörur til neytenda og skapa með því herfilegt misrétti milli framleiðenda og neytenda. Munar þetta yfir 2 þúsund krónur á hvert hcimili yfir árið og hefur þetta verið áætlað 12—15 millj. króna kjaraskerðing fyrir bænda stéttina, miðað við neytcndur í bæjunum. í öðru lagi samþykkti Alþingi lög um nið- færslu verðlags og launa, en í þeim þætti efnahagsmálanna voru bændur sviftir 3,3% launahækkunar í verðlagsgrundvcllinum með uppréttum höndum allra íhaldsmanna. En sumir þeirra hafa á sama þingi rcynt að spilla því eftir mætti, að hændasamtökin í landinu cignuðust liúsnæði í Rcykjavík fyrir hina umfangsmiklu starfscmi sína og ekki talið bændum það fært fyrir fátæktar sakir. Enginn hefur mælt þessum rangindum bót með nokkrum rökum. Hins vegar hafa stjórnar- flokkarnir, sérstaklega Alþýðu- flokkurinn, hælst um yfir þessu og talið það þjóðarbúinu kær- kominn 6 milljón króna sparnað að svíkja bændur um þessa upp- hæð líka. Þannig er hin nýja stefna í verki, að því leyti, sem hún er sannanlega fram komin í garð bændastéttarinnar. Eftir er svo að sjá, hvernig þessi stefna verð- ur samræmd öðrum fjandskap við byggðir og bæi landsins utan höfuðstaðarins. Fulllvíst má telja, að fyrirhuguð kjördæmabreyting eigi þó að verða meginþátturinn í herferðinni gegn dreifbýlinu. En hún mun misheppnast þegar fókið er búið að átta sig á hinni pólitísku og efnahagslegu gröf, sem stjórnarflokkarnir ætla því að steypast í við tvennar kosn- ingar á þessu ári. Hálf milljón — hreinar tekjur. A fundi Framsóknarfélaganna, fyrir skömmu, þar sem fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 1959, var til umræðu, gat frummælandi þess m. a., að tekjur bæjarsjóðs, utan útsvars, væru harla litlar að vöxtum og sumir tekjuliðirnir þannig vaxnir, að segja mætti, að þeir ætu sig upp. T. d. mætti segja, að fasteignaskatturinn færi, að miklum hluta, aftur til greiðslu á liðum, sem beint varðaði fasteignir bæjarbúa, svo sem brunavarnir, holræsagerð o. fl. Einn tekjulið mætti þó kalla hreinan tekjulið, en það væru tekj ur af Afengissölu, Ríkisins hér á staðnum, sem nærnu rúmri milj. króna. Hver og einn yrði svo að gera það upp með sjálfum sér, hvers virði þessi stofnun og starf- semi hennar væri bæjarfélaginu að öðru leyti. En er það þá alveg víst, að einn- ig þessi liður, hafi ekki tilhneig- ingu til að éta sig upp? Mér finnst að nokkur rök hnígi til þess. Það liggur nú fyrir, að áfengis- útsalan hér, hefur selt áfengi fyrir nálega 13,5 milj. s. 1. ár. Að sjálf- sögðu hafa Akureyringar einir ekki lagt fram allt þetta fé. Hingað sækja til fanga margar og allfjöl- mennar sveitir og ferðamanna- straumur er hér all mikill. En Ak- ureyringar eru heldur ekki neinir kyrrsetumenn, svo gera má ráð fyrir, að þeir fórni all verulegum upphæðum á altari Bakkusar, utan bæjarins. Það virðist því allrar sanngirni gætt, þó áætlað sé, að Akureyr- ingar leggi þarna af mörkum full- an helming t. d. 7,5 millj. Ef miðað væri við þá tölu, liti dæmiðþannig út: Af 7,5 milj., sem ég áætla að Akureyringar leggi inn hjá áfeng- isútsölunni, fær bæjarsjóður rúm- lega Vu millj. — í vexti, — en það versta er, að afgangurinn, 7 millj., eru fluttar burt úr bænum, til höf- uöstöðvanna í Reykjavík. Þó að ekki sé litið nema á fjárhagshlið þessa máls, þá má það sannarlega teljast alvörumál, að fleiri millj. kr. séu árlega fluttar úr bænum að nauðsynjalausu. Og nokkur hundruð þúsund í bæjarsjóð mega sannarlega teljast hundsbætur. Því er haldið fram, að bæjar- búar myndu ekki, að fúsum og frjálsum vilja, greiða til bæjar eða ríkis þær upphæðir, sem þeir láta tregðulaust af mörkum fyrir áfengi. Það er áreiðanlega rétt. — Skattgreiðendur telja sig í því til- felli fullsadda af því, sem þeim þegar er ætlað. Hvað yrði þá um þessar geysiupphæðir, sem nú virðast vera um 1/3 af tekjum fjárhagsáætlunar bæjarsióðs, ef þeim væri ekki varið til áfengis- kaupa? Ekki gufuðu þær upp, engin hætta á því. Trúlega myndu þær stuðla mjög að aukinni hag- sæld bæjarbúa og bæjarfélagsins í heild, t. d. með betri nýtingu vinnuafls, færri veikindadögum, minni framfærslu eða annars kon- ar styrkja vegna áfengisneyslu. Og þótt enginn gjaldaliður bæjarins beri heitið: Vegna áfengisneyslu, grunar mig sterklega, að ýmsir gjaldaliðanna beri þess merki, að upphæð, sem nægja myndi til að byggja tvo barnaskóla eins og Oddeyrar-barnaskólann, er eytt í áfengi. Slíkt lætur sig ekki án vitnisburðar. Það er því meira en hæpið að telja þessa % millj. hreinar tekjur. Jón Kristinsson. Valdimar Jónsson KVEÐJUORÐ. Valdimar Jónsson, fyrrum starfsmaður SÍS og KEA á Ak- ureyri, var til moldar borinn í Reykjavík 10. febrúar sl. Hann var fæddur í Stykkis- hólmi 4. marz árið 1900, en and- aðist 5. febrúar sl. Eftir fjögurra vetra nám, fyrst í alþýðuskólan- um í Hjarðarholti og síðar í skóla Ásmundar Guðmundssonar nú- verandi biskups, þá í Stykkis- hólmi, fór hann í Stýrimanna- skólann og útskrifaðist þaðan rúmlega tvítugur'að aldri. Akureyringar og Eyfirðingar þekktu Valdimar heitinn sem hæglátan en traustan og þrosk- aðan borgara og minnast hans með þakklátum huga. — Þeir minnast þess, að Valdimar stofnaði KFUM hér í bæ ásamt Björgvin Jörgenssyni, og vissu að hann starfaði dyggilega við sunnudagaskólann þau nærfellt 10 ár, sem hann bjó hér. Bóka- safn átti hann gott og var fróður um margt, t. d. kirkjusögu Norð- urlanda og önnur söguleg efni. Valdimar var dyggur starfs- maður, traustur í öllum viðskipt- um og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Slíkra manna er gott að minn- ast við leiðarlok. Ekkja Valdimars Jónssonar er Filippía Kristjánsdóttir skáld- kona og áttu þau þrjú börn. Dagur sendir ástvinum hins látna innilegar samúðarkveðjur. Hermóður fórst með 12 möimum Þegar öll von var úti um togarann Júlí, sem fórst með 30 manna áhöfn á Nýfundnalandsmiðum, barst ný harmafregn: Vitaskipið Hermóður fórst í Reykjanesröst miðvikudaginn 18. febrúar. Skipið var á Icið frá Vestmannaeyjum lil Reykjavíkur í stórsjó og ofviðri. Hin ógnþrungnu slys verða óbætt. í þeim létu 42 menn líf sitt. Það er mikil mannfórn hjá fámennri þjóð. Þeir sóttu á djúpið til þess að draga björg í bú þjóðarinnar og í baráttunni við hamfarir náttúr- unnar biðu þeir ósigur, sem hetjur. íslenzka þjóðin þakkar þeim og minnist þeirra mcð virðingu. „Dagur“ tekur við gjöfum samkvæmt ávarpi því, sem hér fer á eftir: ÁVARP TIL ÞJÓÐARINNAR „Skammt hefur orðið niilli hörmulegra sjóslysa undanfarna daga, er togarinn Júlí og vitaskipið Hermóður hafa farizt með allri áhöfn, alls 42 mönnum. , Hafa þessir atburðir vakið sárustu sorg á mörg- um heimilum og auk þess svipt fjölda rnanns fyr- irvinnu. fslenzka þjóðin hefur jafnan verið fús til að sýna hluttekningu sína í verki við slíkar aðstæður, og mun svo vissulega enn. Slysabætur ríkisins til að- standcnda ná skamml og því brýn þörf á nieiri hjálp til margra heimila, scm eiga við erfið kjör að búa. Vér undirritaðir viljum vinna að því, að fjár- söfnun verði hafin með þjóðinni, til styrktar þeim sem erfiðast eiga, enda hafa oss þegar borizt óskir um það, og vér vitum vilja þjóðarinnar. Prestar eru vinsamlega bcðnir að veita gjöfum viðtöku, ennfremur blöð Iandsins. — Biskupsskrif- stofan, Bæjarútgerðin í Hafnarfirði, Vitamálaskrif- stofan og vér undirritaðir munum einnig veita gjöf- um viðtöku. Reykjavík, 21. febrúar 1959. Ásmundur Guðmundsson, biskup íslands, Garðar Þorsteinsson, prófastur, Adolf Björnsson, form. Bæjarútg. Hafnarfjarðar, Pétur Sigurðsson, forstj. Landhelgisgæslunnar. Áfengissala frá Áfengisverzlun ríkisins fjórða ársfjórðung (1. október til 31. descmber) 1948. I. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík. kr. 38.661.733.00 Selt í ogfrá Akureyri kr. 3.725.580.00 Selt í og frá ísafirði kr. 1.469.165.00 Selt í og frá Seyðisfirði kr. 997.723.00 Selt í og frá Siglufirði kr. 1.060.141.00 Samtals kr. 45.894.34ý.00 II. Sala í pósti til héraðsbannsvæðis frá aðalskrif- stofu í Reykjavík: Vestmannaeyjúar: Kr. 584.043.00. III. Áfengi til sveitingahúsa selt frá aðalskrifstofu: Kr. 1.866.665.00. Alls hefur áfengissala frá Áfengisverzlun ríkisins numið: Árið 1958 kr. 147.906.128.00. — Árið 1957 kr. 129.223.023.00. — Árið 1056 kr. 98.123.474.00. — Árið 1955 kr. 89.268.887.00. Það skal tekið fram, að nokkur hækkun varð á áfengi 1. marz 1958. Áfengisneyzlan á mann, miðað við 100% árengi, hefur verið: Árið 1958 1,78 lítrar. — Árið 1957 1,69 lítrar. — Árið 1956 1,29 lítrar. — Árið 1955 1. 45 lítrar. Áfengissalan nemur á hvert mannsbarn á land- inu: Árið 1958 kr. 886.00. — Árið 1957 kr. 778.00. — Árið 1956 kr. 609.00. — Árið 1955 kr. 566.00. (Eftir heimild frá Áfengisverzlun ríkisins.) Áfengisvarnaráð,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.