Dagur - 25.02.1959, Page 7

Dagur - 25.02.1959, Page 7
Miðvikudaginn 25. febrúar 1959 D A G U R 7 - HRINGSJÁ Framhald af 2. siðu. breyta fyrri stefnu í kjör- dæmamálimi, er ekki víst, að óbreyttir kjósendur flokksins séu sama sinnis. Yfirleitt eru fáir skynigæddir menn viljug- ir til þess að gera réttindi sín að verzlunarvöru. - UNGA FÓLKIÐ ... Framhald af 2. siðu. Einstaklingurinn virðist alltof sjaldan vera sjálfum sér sann- ur og hættir of oft til að láta sannfæringuna víkja fyrir eiginhagsmununum. — Lækn- inguna á „frekju og agaleysi“ unga fólksins álít ég að sé að finna í vinnuskyldu, sem svaraði til helmings af her- skyldu annarra þjóða. Meiri hluti unga fólksins skilur nauðsyn slíkrar ráðstöfunar. — En á hverju strandar þá? — Fullorðna fólkinu. — Þessu máli hefir verið hreyft af mörgum einstaklingum í öll- um stjórnmálaflokkum, en enginn flokkanna hefir haft þor til framkvæmda af ótta við óvinsældir. - Útvarp jarðarfara ... Framhald af 5. síðu. skömmtun sé við höfð. — En til hennar þarf oft að grípa, svo sem kunnugt er. Til mála hefur og komið að setja upp öflugan varamótor í sama augnamiði. Eflaust er það þó mun hentugrá að tengja endurvarps- stöðina báðum háspennulínunum. Að vísu koma þær ekki að gagni, ef báðar línurnar verða straum- lausar. En Jtegar svo væri komið, mætti eins vel búast við rafmagns- skorti á öllu rafveitusvæðinu, og kæmi þá fáunt að gagni þó að vara- mótor í Skjaldarvík héldi uppi endurvarpi. Svarap-illeppar Sokkalilífar Spartaskór Leikfimisskór, allar stærðir, margir litir. SKÓDEILD ULLARBOLIR á börn og fuilorðna, nýkomnir. Dömu-sokkabuxiir úr ull og crepe-nylon, margir litir. Crepe-nylon sokkar þykkir og þunnir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Hin margeftirspurðu PEYSU-SETT nýkomin, 8 litir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 . \ Húseigendafélag Ak, Haldinn var aðalfundur í Hús- eigendafélagi Akureyrar þann 20. þessa mánaðar. Stjórn félagsins var endui'kjör- in, en hana skipa: Jónas G. Rafn- ar, form., og meðstjórnendur: Björn Guðmundsson, Evjjór Tómasson, Guðmundur Skapta- son og Stefán Reykjalín. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Ásgeir Valdemarsson, bæj- arverkfræðingur, fróðlegt erindi um brunamál. Svaraði hann síð- an allmörgum fyrirspurnum fundarmanna. Gleraugað Listamaður nokkur í Holly- wood hefur auga úr gleri í ann- arri augnatóftinni — eða réttara sagt, hann á mörg. Sum þeirra líta út fyrir að vera blóðhlaupin, svo að ekki hallist á suma morgna eftir nætursvall. Á sum- um eru málverk. Á þjóðlegum minningardögum gengur hann venjulegast með auga, sem á er málaður bandaríski fáninn. Kem- ur þetta stundum ónotalega við fólk, sem ræðir við hann, en sjálfur er hann ætíð hinn alvar- legasti og gefur engar skýringar. Einn af eftirlætishrekkjum þessa manns er á þessa leið: Hann situr inni á veitingahúsi og les matseðilinn — og þjónninn stendur við hlið hans. Á meðan hann les, þá grípur hann — eins og annars hugar — gaffalinn og tekur að klóra sér í opnu auganu með honum! Setjið ykkur í spor þjónsins, lesendur góðir. - Friðrik Ólafsson Framhald af 8. siðu. Hvernig- er að vera stórmeist- ari? Því lengra sem maður kemst, því meiri er ábyrgðin og kröfur annarra um stærri sigra. Þessi aðstaða truflar nokkuð einkalíf mitt, þótt fólk vilji gera mér allt til geðs. Til dæmis getur maður orðið leiður á því að tala enda- laust um skák. Manni gæti stundum dottið í hug að fólk áliti skákmenn úr alveg sérstöku efni, eins og.tindáti er úr tini eða snjókarl úr snjó, svo sannarlega er eg ekkert „skákapparatí1 og kæri mig ekker.t um að umgang- ast fólk sem slíkur. Hins vegar hefur skákferill minn fært mér mjög dýrmæta reynslu, segir Friðrik Olafsson stórmeistari að lokum. Blaðið þakkar honum svörin og óskar honum góðs gengis í skák og utan hennar. — E. D. Hugrekki Tveir ungir drengir komu inn á tannlæknisstofuna, og annar þeirra sneri sér djarflega að tannlækninum og sagði: „Læknir, eg þarf að fá dregna tönn, ' og það má alveg sleppa deyfingunni, því að eg er að flýta mér.“ „Ja, nú er eg svo aldeilis," sagði læknirinn, „það er nú ekki oft, sem hingað koma svona kjarkmiklir strákar. Hvaða tönn er það?“ Drengur sneri sér að hinum þögla félaga sínum og sagði: „Sýndu honum upp í- þig, Al- bert.“ Auglýsingar eru fréttir, sem ávallt eru lesnar. Dagur kemur á nær hvert heimili í bænum og næstu sýslum. Nýr landlæknir Dr. Sigurður Sigui'ðsson heilsugæslustjóri var nýlega skipaður í landlæknisembættið í stað Vilmundar Jónssonar. Vil- mundur mun þó gegna land- læknisembætti fyrst um sinn. Á sama ríkisráðsfundi var Björn Onundarson skipaður héraðs- læknir á Flateyri og Jón Guð- geirsson á Kópaskei'i, Geir Jóns- son að Reykhólum og Heimir Bjarnason í Djúpavogi. Karlmannabomsur með spennu og með rennilás. Barna-snjóbomsur SKÓDEILD TÉKKNESKIR KVENSTRIGASKÓR með fylltum hæl Gott úrval. SKÓDEILD I. O. O. F. — Rb. 2 — 1082258>/2 I. O. O. F. — 1402308Va Föstuguðsþjónusta í Akureyr- arkirkju í kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. -— Sungið úr Passíusálmun- um, fólk er góðfúslega beðið um að hafa þá með sér. Úr 11. vers 1. —8., 12. sálmi vers 1.—8., úr 13. sálmi vers 6.—13. og versið: Son gðus ertu með sanni. — P. S. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 1. marz kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 114 — 687 — 579 — 290 — 467. — P. S. Messað í barnaskólanum í Gler- árþorpi næstkomandi sunnudag kl. 2 h. Sálmar nr.: 26 — 309 — 334 — 131. — K. R. ®Drengjafundur í kapellunni næstkom- andi sunnudag kl. 10.30 f. h. þriðja sveit sér um fundarefni. Fíladelfía, Lundargötu 12, Ak- ureyri. — Samkomu eru dagana 26. febrúar til 1. marz, fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. kl. 8.30 e. h. Ræðumað- ur: Garðar Ragnarsson, Rvík. — Tvísöngur og söngur með fiðlu- og gítarleik. — Allir velkomnir. Tryggvi Jónsson verzlunar- maður, Helgamagrastræti 7, Ak- ureyrí varð sextugur 18. febr. sl. Skógræktarfélag Tjarnargerðis heldur aðalfund að Stefni mið- vikudaginn 25. febr.ar kl. 8.30 e. h. Inntaka nýrra félaga, venjuleg aðalfundarstörf. Takið með ykk- ur kaffi. — Stjórnin. Frá Barnaskóla Akureyrar. Við fjársöfnun þá, sem skólinn stóð fyrir vegna hinna hörmulegu sjó- slysa er togarinn Júlí og vita- skipið Hermóður fórust með allri áhöfn, komu inn 21.173.00 kr. — Skóiinn þakkar foreldrum í bæn- um fyrir þær fágætlega góðu undirtektir, er til þeirra var leit- að um þessa fjársöfnun, og ekki síður börnunum, sem tóku þátt í henni af heilum hug. — Það hef- ur nú verið sett í vald biskups íslands, hvort féð verður látið renna í þjóð þann, sem skólinn hafði hugsað sér að stofna, eða látið renna í hina almennu fjár- söfnun, sem nú er hafin. H. J. M. Vélstjórar, Akureyri! — Munið framhaldsaðalfund félagsins að Varðborg miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 e. h. Laugardagskvöld, kl. 8.30, merkilegri spurningu svarað á biblíulestri að Sjónarhæð. — All- ir velkomnir. — Sæmundur G. Jóhannesson. Verkakvennafélagið Eining heldur aðalfund sinn í Ásgarði sunnudaginn 1. marz kl. 4 e. h. — Nánar auglýst síðar. Ónefndur færði nýlega Slysa- varnadeild kvenna á Akureyri 500 króna gjöf til nýja snjóbíls- ins. Mvndarleg söfnun j ö Eftir hin sorglegu sjóslys ákvað Barnaskóli Akureyrar að hefja fjái’söfnun til minningar um þá, sem fórust með Júlí og Hermóði. Skyldi sjóðurinn vera í vörzlu biskups og með honum glödd og styrkt þau börn, sem misstu feð- ur sína í sjó. Strax söfnuðust yfir 20 þús. kr., og áður en hin al- menna fjársöfnun vegna nefndra slysa liófst, og er þetta skólanum til sóma. Hjúskapur. Þann 14. febrúar sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Rut Guðmundsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson frá Víðivöllum í Fljótsdal. Heimili þeirra er að Þórunnarstræti 106 Akureyri. — Þann 15. þ. m. voru gefin saman í hjónaþand ungfrú Líney Geirsdóttir og Ásgrímur Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Myndarlegar gjafir. Á fundi sínum 21. febrúar sl. samþykkti framkvæmdaráð I. O. G. T. að gefa Barnaverndarfélagi Akur- eyrar kr. 10 þússund, en það er nú að byggja myndarlegan leik- skóla á Oddeyrinni í sambandi við 75 ára afmæli Góðtemplara- reglunnar hér á Akureyri og um leið Reglunnar á íslandi. Barnastúkurnar á Akureyri hafa fund í Barnaskóla Akureyr- ar næstkomandi sunnudag. Sam- úð kl. 10 og Sakleysíð kl. 1. — Nánar auglýst í skólunum. Aðalfundur Kvennad. Slysa- varnafélagsins verður í Alþýðu- húsinu fimmtud. 26. febr. kl. 8.30 e. h. Mætið vel og stundvíslega og takið með kaffi. I. O. G. F. Stúkan Brynja nr. 99. Félagar! Munið fundinn á fimmtudaginn. Vígsla nýliða. — Yngri deild sér um skemmtilið- inn. Næturlæknar. Miðvikudag: Sigurður Ólason. Fimmtudag: Ólafur Ólafsson Föstudag: Bjarni Rafnar. Laugardag: Pétur Jónsson. HAFNARBÚÐIN STRÁSYKUR hvítur og fínn kr. 4.50 kg. MOLASYKUR grófur KANDÍSSYKUR FLÓRSYKUR HAFNARBÚÐIN Skipagötu 4. — Sími 1094. Kvenskór flaucls, m. svampsóla. Strigaskór með gúmmíbotnum, nr. 39-45. Flókaskór allar stærðir. Svartir karlmannaskór mjóg vandaðir. Kvenskór nýjar tegundir. Kvenbomsur og gúmmístíg\ él allar stærðir. Hvannbergsbræður fyrir karla og konur. Póstsendum. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.