Dagur - 28.02.1959, Síða 4
4
D A G U R
Laugardaginn 28. febrúar 1959
Bagus
Skrilsiofíi i HafiiíirMrit it !»(> — Síini tlöG
imsrjóRi:
E R L í N G U R I) A V ! 11 S S () N
Auglvsingast jói i:
■J:ÓN S A VI 1 i: 1. SSO N
Aigangnrinn kosiai kr. 75.00
HlaAiO ktiiiiir lit á niiAvikutlögum og
iaugarritiguni. tirgar cfni standa til
(;jaltlflagi rr I. júlí
PRENTVERK OIIDS KJÖRNSSONAR H.F.
Brot úr ræðu Eysteins Jónssonar
Á SUNNUDAGINN flutti Eysteinn Jónsson al-
þingismaður ræðu á stjórnmálafundi á Kópavogi.
í*ar sagði hann mcðal annars:
„Síðan 1957, er Framsóknarmenn tóku við
landbúnaðarmálunum af Sjálfstæðisflokknum,
hefur verið haldið uppi öflugri framfarastefnu í
þcirri atvinnugrein. Áður var stríðsgróðamtm
ráðstafað fram hjá landbúnaðinum. En síðan
Framsóknarmenn tóku þar forustu á nýjan leik
hefur verið haldið uppi stöðugri framsókn á þeint
vígstöðvum til ómetanlegra hagsbóta fyrir þjóðina
alla. Árangurinn sézt tn. a. á bví, að Iandbúnað-
arframleiðslan hcfur farið vaxandi þó að færra
fólk vinni nú að þeim störfum en áður.
Þá hafa komið til víðtækar aðgerðir til upp-
byggingar atvinnulífsins í sjóþorpununt. Þar hcfur
orðið áþckk stefnubreyting og í Iandbúnaðinum.
Byggð haía verið frystihús, rcist fiskiðjuver,
keyptir bátar og togarar og gerðar hafnir. Fjár til
þessara framkvæmda hefur bæði verið aflað með
lántökum og veitt beint úr ríkissjóði. Greiðsluaf-
gangi þeim, sem orðið hefur hjá ríkissjóði á und-
anförnum árum, hcfur að vcrulcgu Icyti verið
veitt í sömu átt. Atvinnuaukningarféð hefur
reynzt stórfelld Iyftistöng til cflingar atvinnulíf-
inu í sjóþorpunum.
Einn þáttur í þessu viðreisnarstarfi hefur verið
sá, að vcita ríkisábyrgðir, einkum í sambandi við
togara- og bntakaup, hafnargerðir og byggingu
fiskiðjuvera. Fyrirfram var vitað, að ríkið hlyti
að verða fyrir cinhverjum töpum vegna þessara
ábyrgða, því að framkvæmdir taka oft alllangan
tíma áður en þær fara að gcfa arð. En þessar
ábyrgðir hafa víða bcinlínis verið undirstaða þess,
að í framkvæmdir yrði ráðizt. ,
Þá má nefna raforkuáætlunina.Hcfur stórfé ver-
ið varið til nýrra raforkuaaflstöðva fyrir lands-
byggðina. Er það einn þýðingarmesti þátturinn í
því, að auka á jafnréttisaðstöðu þéttbýlisins og
landsbyggðarinnar og hefur mjög aukið trú
manna og bjartsýni á framtíð sveitanna og sjávar-
plássanna. *
Allar þessar aðgerðir hafa að því miðað, að
stuðla að jafnvægi í byggð landsins, enda hefur
nú að miklu leyti tekizt að stöðva strauminn til
þéttbýlisins til ómctanlegra hagsbóta fyrir þjóð-
ina alla. Hér hcfur því orðið mikill og glæsilegur
árangur. Trú manna á framtíð eintsakra byggð-
arlaga skapast ckki á einu ári cða svo, heldur
þurfa menn að geta treyst því, að þeim sé óhætt
að tcngja vonir sínar um Iífvænlega afkomu við
ákveðin byggðarlög úti um land. Þess vegna er
það þjóðarvoði ef ofan á verða jiau öfl, sem nú
vilja að ríkisvaldið kippi að sér hcndinni og stór-
lega sé saman dregin hin „pólitíska fjárfcsting“,
en svo hcita á máli þeirra þær framkvæmdir, sem
ríkið styður og drýgst reynast til þess að byggja
upp atvinnulífið víðs vegar um Iandið, þar sem
einkafjármagn hrekkur ekki til nauðsynlcgra
stórframkvæmda.
Þeir sem fyrir þessu standa virðast trúa því, að
það geti orðið lausn á efnahagsvandamálunum,
að skera niður fjárfestingarframkvæmdir út um
Ian'd og nota féð til þcss að kasta því í verðbólgu-
hítina og kaupa sér þannig völd og frið.
Þeir virðast ekki gera sér Ijóst, að með því að
stöðva uppbygginguna út um
land, eru jieir að leiða yfir þjóð-
ina vandræði, sem þeir fá ckkert
við ráðið. Fólksflutningarnir
hæfust að nýju og mikið yrði
eyðilagt af því, sein áunnizt hef-
ur .Hér er því meira cn lítið í
húfi.“
Um kjördæmamálið sagði þing-
maðurinn m. a.:
„Þcir vita vel hvað jjeir eru að
gera með jiví að lcggja niður ein-
mennings- og tvímenningskjör-
dæmin. Með því á að slíta fólkið
úr sambandi við jiingmcnnina og
síðan innlciða nýja fjárfestingar-
stcfnu, þar sem horfið verður frá
þeirri uppbyggingu atvinnulífs-
ins, sem hefur stóraukið fram-
leiðsluna, en sá niðurskurður
mun valda nýrri fólksflutninga-
bylgju úr sjávarþorpum og sveit-
um. En það cr auðvelt að jafna
kosningarétt án jiess að leggja
niður kjördæmin. Framsóknar-
menn hafa lagt til að fjölga kjör-
dæmakjörnum þingmönnum, þar
scm fólksfjölgun liefur orðið
mest. En fólkið í þeim kjördæm-
um, scm á að leggja niður, getur
bjargað þeim. Um það verður
teningunum kostað í vor, og það
verður örlagarík ákvörðun.“
- Akureyrarblásarinn...
Framhald af 8. siðu.
sem allir bændur þekkja, er ár-
angur af þessum heilabrotum
Magnúsar er í’aunar aðeins hag-
nýt útfærsla á þessu einfalda
tæki. Þetta bráðnauðsynlega
verkfæri er orðið mjög útbreytt
og eftirspurn vex ört.
Onnur góð tæki.
Af öðrum landbúnaðartækjum,
sem Magnús hefur smíðað, má
nefna þúfnaskera, rásaplóg og
áburðarplóg. Allt eru þetta vel
þekkt verkfæri, sem áður voru
ekki framleidd fyrr hér á landi,
svo að blaðinu sé kunnugt.
Auk þessa smíðaði Magnús svo
fjölda heyvagna, ýtusleða o. fl.,
sem ekki heyra til uppfyndninga,
en eru á ýmsan hátt mjög hent-
ug verkfæri.
Samhliða smíðunum annaðist
verkstæði Magnúsar samsetn-
ingu á landbúnaðarvélum, sem
inn voru fluttar og var sjálfkjör-
inn ráðunautur bænda um mjög
marga hluti er að vélum og
verkfæruni lutu. Þar þótti hann
jafnan og þykir enn bæði glöggur
og hollráður.
Súgþurrkun.
Magnús fylgdist með þróun
súðþurrkunarinnar frá fyrstu tíð.
Hann skoðaði til dæmis fyrstu
tækin, sem reynd voru á Vífils-
stöðum og hefur haft forgöngu
um niðursetningu þeirar tækja í
héraðinu fram á þennan dag. —
Fyrst voru það erlendir blásarar,
sem upp voru settir, en síðan
hefur Magnús smíðað mikinn
fjölda þeirra.
Fram að 1955 höfðu bændur
ekki kynnzt því, að hægt væri að
nota einn og sama blásarann til
að blása þurru og votu heyi í
hlöður og jafnframt til að þurrka
heyið með. Magnús leysti þá
þraut, að láta einn blásara af
nýrri gerð leysa öll þessi hlut-
verk og spara með því vélakaup
bænda að stórum mun. Þessi
„Akureyrarblásari Magnúsar
Ámasonar", eins og hann er
nefndur í opinberum skýrslum,
er hinn athyglisverðasti. Hann
tekur öðrum blásurum langt
fram. Hann er frístandandi, þarf
ekki að grafa hann niður þótt
hlöðurnar séu niðurgrafnar og
sérstakt hús eða skýli utan um
þennan blásara er ekki til bóta.
Þessi gerð Akureyrarblásara er
komin allviða og hefur hún
reynst vel. Verkfæranefnd ríkis-
ins hefur rannsakað Ak.blásarann
og gefið út skýrslu um árangur-
inn. f skýrslunni segir, að blás-
arinn þurfi nær 20 hestöfl.
Reynslan hefur hins vegar sýnt,
að 10 hestöfl nægja, samkvæmt
reynslu bændanna og jafnvel
minni orka. Hér ber mikið á
milli. Margir bændur eru fúsir til
að segja sitt álit.
„Undanfarin tvö sumur hef eg
notað heyblásara frá vélaverk-
stæði Magnúsar Árnasonar, Ak-
ureyri. Hefur hann verið notaður
við tvær hlöður, bæði til inn- og
undirblásturs, 10 ha. rafmótor
hefur verið notaður og virðist
það nægilegt. Stærð á hlöðum er:
13+9+6 m. og 15+4+5,50 m.
Reynsla mín af þessum blásara
er að öllu leyti góð.
Þverá, Ongulsstaðahreppi,
28. jauúar 1959.
Árni Jóhannsson (hreppstjóri).“
„Sumarið 1957 fékk eg hey-
blásara er smíðaður var á véla-
verkstæði Magnúsar Árnasonar,
Akureyri. Blásari þessi er ætlað-
ur bæði til að blása heyinu inn og
súgþurrka það. Eg get ekki annað
sagt en að hann hafi reynst mér
mjög vel, hann er mjög afkasta-
mikill til innblásturs og einnig
súgþurrkar hann prýðilega. —
Hlöðustærð er: 8+16+5,50 m.
10 ha. mótor einfasa hef eg
notað, og virðist algjör óþarfi að
hafa það meira.
Veigastöðum, 30. janúar 1959.
Eiríkiu' Geirsson.“
Þessi vottorð virðast taka af öll
tvímæli um notagildi hins fjöl-
hæfa, blásara.
Nú hefur verið drepið á nokk-
ur atriði, sem Magnús Árnason
járnsmiður hefur unnið fyrir
bændastéttina. Sjálfur er Magnús
aldraður orðinn og stendur ekki
lengur við aflinn í smiðju sinni,
en verkstæðið nýtur hans þó á
tvennan hátt:. í fyrsta lagi hug-
vits og andlegrar orku hans, og í
öðru lagi vinsældanna, sem hann
aflaði því í giftudrjúgu starfi.
í þessu sambandi vill blaðið
vekja athygli bænda á því, að
þeir hafa vissulega ástæðu til að
veita Magnúsi Árnasyni opin-
bera viðurkenningu fyrir hin
óvenjulegu og þýðingarmiklu
störf í þágu landbúnaðarins. E. D.
Lagt til að 1963 verði barattuár gegn
liungursneyðinni
A byggðum bóluni jarðar, jiar sem helmingur mann-
kynsins býr nú eða réttara sagt dregur fram lífið við
sult og seyru, búa milljónir manna.
„Þetta er mesta vandamál mannkynsins á jiessari
öld,“ sagði Indverjinn B. R. Sen, forstjóri FAO, Mat-
væla- og landbúnaðar'stofnunar Sameinuðu jijóðanna,
í ræðu, sem hann flutti á dögunum í Aljijóðlega félag-
inu ítalska í Róm. „Öll önnur vandamál sem að steðja,
eru lítilfjörleg í samanburði við jictta eina,“ sagði Sen.
Sen forstjóri hefur borið fram tilliigu jiess efnis, að
árið 1963 verði gert að baráttuári gegn liungursneyð-
inni í heiminum. í ræðu þeirri, er fyrr greinir, gerði
Iiann nánar grein fyrir þessari hugmynd sinni.
Tillagan facr góðar undirtektir.
Tillaga Sens um að helga heilt ár baráttunni gegn
sulti og seyru, hefur fengið góðar undirtektir, t. d. hjá
fulltrúum aðildarþjóða FAO, Efnahags- og félagsmála-
ráði Sameinuðu jijóðanna, og hjá ráðamönnum ann-
arra sérstofnana Sameinuðu þjóðanna.
Tilgangur Séns með tillögu sinni er, að hans eigin
sögn, að vekja athygli alheimsins á jjessu mikla vanda-
máli og að vekja menn til umtals og umhugsunar um,
á hvern hátt það verði bezt leyst. Margir telja það hina
mestu hncisu, að milljónir manna skuli kvöld hvert
ganga soltnir til sængur eða hreint og beint horfalla,
á meðan matvæli liggja undir skemmdum annars stað-
ar í heiminum eða skemmur eru fullar a£ smjöri og
korni, sem ekki selst. Það er sem sagt ekki nóg, að
auka framleiðslu matvæla í heiminum, heldur verður
líka að ráða fram úr jiví vandamáli, hvernig flytja megi
matvæli frá allsnægtarsvæðunum til jieirra staða, jjar
sem allsleysið rikir.
Alþjóðlcg matvælaráðstcfna.
Það er hugmynd Sens, að „baráttan gegn liungurs-
neyðinni" ljúki með.alþjóðlegri matvælaráðstefnu, jiar
sem menn frá öllum löndum heims beri saman ráð sín
um jiað, á hvern hátt verði ráðið fram úr vandamálinu,
og að með aljijóðlegu átaki verði gerðar ráðstafanir til
jiess að fá hungruðum mönnum mat, hvar sem jieir
búa í heiminum.
Forstjóri FAO fer ckki í launkofa með þá staðreynd,
að ]m lengur sem J>að dregst að ráða fram úr jjessu
máli og því, á hvern hátt verði hægt að brauðfæða allt
mannkyn, jjv/ verra verður ástandið, því að hagfræð-
ingar hafa nú reiknað út, að mcð sömu viðkomu mun
jarðarbúum fjöga úr jjcim 2.700 milljónum, sem [jeir
eru í dag, í 6.000 milljónir í lok þcssarar aldar, eða á
næstu 40 árum.
Nýr íramfarasjóður á vegum S. Þ.
Nýr alþjóðasjóður, sem verja skal til framfaramála
í vanyrktum löndum í heiminum, er nýlega tekinn
til starfa á vegum Sameinuðu jjjóðanna. Sjóður jjessi
nefnist á ensku „Special Fund“, en mætti að réttu
kallast Framfarasjóður á íslenzku. Til [ressa liafa átján
Jjjóðir lagt fé að mörkum til sjóðsins, en vonazt er til
að fleiri aðildarjjjóðir SÞ leggi sjóðnum til fjármuni.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Bandaríkjamaðurinn
l’aul G. Hoffman, er stjórnaði Marsliall-hjálpinni á
sínum tíma og síðar varð forstjóri Studebaker-bíla-
verksmiðjanna.
Bctri hfsskilyrði fyrir hundruð milijóna manna.
A fyrsta fundinum, sem stjórn Framfarasjóðs Sam-
einuðu þjóðanna héh, sagði Hoffman, að tilgangurinn
með sjóðnum væri fyrst og lrcmst sá, að skapa betri
lífsskilyrði fyrir hundruð milljónir manna í vanyrktu
löndunum. Þessu takmarki yrði Jjó Jjví aðeins náð,
bætti hann við, að Jjjóðir jiær, sem Jjcssí fátæku lönd
byggja, vildu sjálfar leggja fram krafta sína og sýndu
vilja til að bæta lífskjör sín.
Hoffman sagði, að sjóðurinn myndi fyrst og fremst
styðja að framförum á eftirtöldum [rremur sviðum:
1. Á sviði stórframkvæmda. Myndi Jjað hafa í för
með sér kostnað, er næmi 5.000.000 dollurum lil að
byrja með. Hér gæti verið um að ræða slórframkvæmd-
ir sem skipta hagsmuni margra landa í senn, svo nefnd-
ar umdæmisframkvæmdir, sem taka myndi mörg ár að
koma í kring.
2. Framkvæmdir, sem kosta mun um 1.000.000 doll-
ara að styrkja. Hér er um að ræða rannsóknir á mögu-
leikum til framfara og framkvæmda, styrki til skóla og
rannsóknarmiðstöðva.
3. Loks er um að ræða fyrirætlanir, er kosta munu
sjóðinn 100.000—500.000 dollara. í þessum flokki er
átt við styrki til rannsókna á áætlunum, sem.myndu
verða framkvæmdar með eigin fé frá viðkomandi jjjóð
eða lánum frá öðrum en Sameinuðu þjóðunum.
Undirbiíningsvinna.
Framkvæmdarstjórinn lét þess getið, að fyrst í stað
myndi vera nóg að gera fyrir starfsfólk sjóðsins áð
kynna sér og velja verkefni, er síðar yrði ráðizt í að
íramkvæma. Hann lagði til, að stjórn sjóðsins kæmi
saman á ný í júní næstk. til Jjcss að ákveða, hvaða
framkvæmdir í vanyrktu löndunum Framfarasjóðurinn
skyldi byrja að styrkja.