Dagur - 18.03.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 18.03.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. marz 1959 D A G U R 5 Ræða Hermanns Jónassonar Við setningu 12. floksþings Framsóknarmanna í hinum myndarlegu húsakynnum við Fríkirkjuveg. — Framhald af 1. siðu. innbyrðis var tillitslaus keppni og tortryggni milli Alþýðu- flokksíns og Alþýðubandalagsins í verkalýðsfélögunum. Það, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði áður fordæmt með sterkustu orðum tungunnar, gerði hann nú að sín- um eigin vinnubrögðum. — Þegar stöðvunarlögin voru sett 1956 og kosið í stjórn vei'kalýðs- félaganna haustið á eftir, var herópið: Kjósið gegn kjaraskerö- ingarmönnunum. — Og það þótt þeir hefðu fullyrt rétt áður, að kommúnistar hefðu hækkað kaupið svo mikið, að framleiðsl- an gæti ekki risið undir því. Eg fullyrði það, að þetta eru alveg einstök vinnubrögð hjá flokki stóreignamanna og stóratvinnu- rekenda og sýnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn stendur engum að baki í ábyrgðarleysi. Stjórnarandstaðan. Jafnframt hóf Sjálfstæðis- flokkurinn bráðlega samstarf við verkalýðsdeild Alþýðuflokksins, bæði um kosningu stjórna í ýms- um félögum og kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Meiri- hlutavald í þessum félögum var síðan notað til þess að hækka kaup og láía þau félög bera sig saman við önnur, sem sósíalistar stjórnuðu og ögra þeim, saman- ber meðal annars Iðju og Dags- brún. En um leið og verkalýðs- deild Alþýðuflokksins hóf þetta samstarf, lá það í augum uppi, að verið var að grafa grundvöllinn undan stjórnarsamstarfinu, því að ríkisstjórnin hafði verið reist á þeim grundvelli að hafa sam- starf og samráð við verkalýðsfé- lögin í efnahagsmálum. Með þessum hætti var einn stjórnar- flokkurinn kominn í stjórnar- andstöðu og í eins konar sam- særi með stjórnarandstöðuflokkn um í mörgum verkalýðsfélögum, og var það notað óspart, eins og oft hefur verið rakið. Og það var fyrirsjáanlegt, eins og við bent- um Alþýðuflokksmönnum á hvað eftir annað, til hvers þetta mundi leiða, þótt afleiðingarnar yrðu enn furðulégri en flesta ór- aði fyrir. Kommúnistar. Framan af stóðust ýmis þau félög, sem Alþýðubandalagið stjórnaði, nokkurn veginn þessi áhlaup. Dagsbrún hreyfði eng- um kauphækkunum lengur en nokkurt annað félag. En í Alþýðubandalaginu eru, eins og kunnugt er, tvær deildir, gerólíkar. Kommúnistar,' sem eru andvígir samstarfi við umbóta- flokka og fyrirlíta í raun og sannleika slíkar vinnuaðferðir. Enda er það reynsla, að komm- únistar vinna svo að segja und- antekningarlaust, þegar þeir stofna til samstarfs, með íhalds- sömustu flokkum þess lands, þar sem þeir starfa, í þeirri trú, að talið er, að þá geti þeir helzt komið þeim fyrir kattarnef, þótt reynslan hafi orðið víða hið gagnstæða. — Hin fylking Al- þýðubandalagsins eru umbóta- sinnaðir menn. Þeir voru, eins og áður segir, sterkari fyrst í Al- þýðubandalaginu, en þeir voru blaðlausir, kommúnistadeildin stjórnaðí aðalblaði flokksins, Þjóðviljanum, að öllu leyti, og hann var lengst af, og einkum þegar á leið, skriíaður sem hreint stjórnarandstöðublað. Með þessu veiktust áhrif hinnar umbóta- sinnuðu fylkingar í Alþýðu- bandalaginu fljótt, enda aldrei haft neitt málgagn eftir kosning- ar. Þetta kom greinilega í ljós þegar efnahagsráðstafanirnar voru gerðar 1958. Þær voru, eins og margsinnis hefur verið skýrt frá, samþykktar með eins at- kvæðis mun. Á móti ráðstöfun- unum voru yfir höfuð þeir komm únistar, sem mestu ráða í verka- lýðshreyfingunni. Það var í sam- ræmi við vilja þeirra, sem Einar Olgeirsson greiddi atkvæði á móti lögunum á Alþingi, og hélt þá sína eftirminnilegu ræðu, þar sem kveðið va,r upp úr með það, að fjárfestingin úti um land væri óhóflega mikil og henni yrði að hætta eða draga úr henni stór- lega. Það væri aðalatriðið í efna- hagsmálunum — mest aðkallandi í íslenzkum þjóðmálum. — Hér var dreginn upp sá gunnfáni — ekki aðeins fyrir Alþýðubanda- lagið, heldur aðra, svo sem síðar verður sýnt — sem ekki hefur verið dreginn niður síðan. — Og menn taki vel eftir því, að alveg á sama tíma hóf Þjóðviljinn harðvítugan áróður fyrir því, að nú ætti kaup að hækka. Og þetta var gert á sama tíma sem allir ráðherrar í fyrrverandi ríkis- stjórn höfðu sýnt fram á, að ef kaup hækkaði meira en um 5%, væri vonlaust að efnahagslöggjöf in næði þeim tilgangi að stofna til jafnvægis í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar. Hér hóf því vinnubörgð sín fyrir alvöru kommúnistadeildin í Alþýðu- bandalaginu, sem stefndi mark- visst að því að fella ríkisstjórn- ina, sem þeir höfðu verið á móti frá upphafi. Og þetta var ekki einungis af kaupgjaldsástæðum, það sýndi ræða E. O. o. fl. Þegar hér var komið, b. e. síð- astl. sumar, héldu báðir stjórn- arflokkarnir ásamt stjórnarand- stöðunni uppi áróðri fyrir nýrri kauphækkunaröldu, og það þótt vitað væri af margumtalaðri greinargerð, sem fylgdi efna- hagsmálufrum, til hvers það mundi leiða. Uppskeran varð mjög ríkuleg og eins og til var sáð. Kauphækkanir urðu a. m. k. 6% umfram það, sem framleiðsl- an gat staðið undir. Ný dýrtíðar- alda var risin, og þegar Sjálf- stæðisflokkurinn talar um dýr- tíðaröldu, sem hafi skollið á 1. des. sl, er hann sannarlega að lýsa eigin verkum, en ekki verk- um fyrrvex-andi ríkisstjórnar, sem varaði við þessum skemmd- arverkum og hafði fyrirfram sýnt og sannað og varað við því, til hvers þau mundu leiða. Enda var þetta verk allt unnið í því markvissa augnamiði að rjúfa stjórnarsamstai-fið. — Þegar þessum áfanga var náð og séð var til hvei’s hann mundi leiða og til hvers væri hægt að nota hann, fór Morgunblaðið að skrifa um það sem ákafast, að það þyrfti að segja þjóðinni sannleikann og gera verkalýðs- hreyfingunni grein fyrir því, hvað atvinnulífið þyldi. Viðræður um efanhagsmálin. Umi’æður um það, hvei’nig ætti að í’áða fram úr vandanum, hóf- ust síðastliðið haust í ríkis- stjórninni, og kom þá í ljós, að Alþýðubandalagsmenn lýstu því yfir, að þeir mundu ekki falla frá nokkru vísitölustigi né lækka kaupið á nokkui-n hátt, nema fullt samkomulag fengist fyrir því hjá vei’kalýðshi’eyfingunni, og kváðust þeir ekki ganga lengra en forvígismenn þeiri’a þar, þ. e. a. s. kommúnistadeildin í Alþýðubandalaginu. Á þennan hátt var auðséð, að dagar stjórn- arinnar voru taldir, því að fram- tíð hpnnar var fengin í hendur stjórnarandstæðingum innan Al- þýðubandalagsins og þeim mönnum, sem höfðu haldið því fram gegn betri vitund, að fram- leiðslan gæti greitt hærra kaup, einmitt í þeim tilgangi að ríkis- stjórnin yi’ði að segja af sér. Og þeir létu ekki á sér standa. Al- þýðusambandsþing var ekki kall- að saman fyrr en 5 dögum áður en verðbólgualdan, sem stjórnar- andstaðan stofnaði til, skall yfir, þ. e. a. s. 1. desember. Þessi saga hefur áður vei’ið rakin og fer eg fljótt yfir. Stjórn- arfræðingar í Alþýðusambandinu höfðu forustu um það að neita ríkigstjóminni um fx-estun á því að 17 stigin kæmu inn í vísitöl- una. Eg vek athygli á því, að hér var aðeins beðið urn frest til þess að í’eyna að ná samkomulagi um það, hvei’nig ráðið yrði fram úr vandamálununm, og það er líka kannske þess vert að vekja at- hygli á því, að fyrir nokkrum dögum sagði Þjóðviijinn, að búið væri að taka af kaupgjaldi verka lýðsins sem svaraði 17 vísitölu- stigum. Þegar þessi neitun hafði verið knúin fram, beittu þeir hinir sömu menn, sem höfðu greitt atkvæði gegn efnahagsráð- stöfununum sl. vor, sér fyrir því, að lagðar voi’u fram tillögur á Alþýðusambandsþingi, sem vox’u tilbúnar löngu fyrir þingið, um það að vísitalan skyldi haldast í 185 stigum, en engar álögur á lagðar til þess að gi’eiða vísitöl- una niður. Ennfremur að skorið skyldi niður á fjárlögum, og vissu allir, að hér var átt við framkvæmdir úti um land, en jafnfi-am skyldi séð fyrir því, að haldið væri uppi nægilegri at- vinnu fyi’ir alla. Þessar tillögur voru samþykktar. Með því var öllum dyrum lokað. Því að þessar tillögur báru ráðherrar Alþýðu- bandalagsins fi-am í ríkisstjórn- inni og margspurðir kváðust þeir ekki hvika frá þeim, enda marg- vitað, að þeir ætluðu ekki að ganga gegn vilja kommúnista- deildarinnar í ’ flokki sínum. Töldu það setja sig í pólitíska hættu. — Og þegar stjórnin var að segja af sér, lögðu Alþýðu- flokksmenn fram tillögur, sem nálguðust tillögur Framsóknar- flokksins. Þær tillögur höfðu verið samþykktar á Alþýðu- flokksþinginu og voru að ýmsu leyti þvei’t á þær tillögur, sem þeir höfðu samþykkt á Alþýðu- sambandsþinginu. Alþýðubanda- lagsmenn lýstu yfir því, eins og fyrr er sagt, að þeir hvikuðu ekki að neinu frá þeim tillögum, sem Alþýðusambandsþingið hafði samþykkt. Og það er vitanlega hvei-jum augljóst að með þessu var stjórnax’samstarfinu slitið. Alþýðusambandsþing samþykkti að vísu tillögur um ríkan sam- starfsvilja við ríkisstjói’nina, eftir i að það hafði lokað öllum leiðum, og var sú samþykkt gerð svo að segja samhljóða. M. ö. o. hat- römmustu stjórnarandstæðingar greiddu tillögunni einnig at- kvæði. Furðulegur inálflutningur. En það furðulega við þetta allt saman er svo það, að Alþýðu- bandalagsmenn, kommúnistar og hinir, halda því blákalt fram, að aðrir hafi slitið samstarfinu. Þetta gera þeir eftir að þeir eru búnir að setja það sem úrslita- kosti, að skera niður verklegar framkvæmdir úti um land, sem þeir vita, að Framsóknarflokkur- inn er alveg ófáanlegur til, og eitt af því sem samið var um, að efla framkvæmdir sem jafnast um land allt, til þess að halda uppi jafnvægi í byggð landsins. Þetta segja sömu mennii’nir og settu þá úrslitakosti, að ekki yrði fallið frá neinum kauphækkunum né vísitölustigum, sem allir vissu að var gei’samlega óframkvæman- legt. En jafnframt og alla tíð síðan hæla sömu flokksmenn sér af því alveg sérstaklega, að þeirra flokkur hafi verið eini flokkur- inn, sem hafi alls ekki viljað falla frá neinu í kaupgjaldsmálum, þó að haft sé lægx-a núna um niður- skui’ð á vei’klegum framkvæmd- um úti um land vegna væntan- legra kosninga. M. ö. o. Alþýðu- bandalagið hælir sér yfir því að hafa sett þá úrslitakosti í kaup- gjaldsmálum, sem felldu ríkis- stjói’nina. í hinu oi’ðinu er sagt að aðrir hafi slitið. — Eftirtektarverð yfirlýsing. Eftir að ríkisstjói-nin sagði af sér, hófust tilraunir um stjórnar- myndun og við þessar tilraunir til stjói’narmyndunar skeði at- burður, sem að vonum hefur vakið meiri athygli í íslenzkri stjórnmálasögu en flest annað. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þaulrannsakað efnahags- málin með sérfx-æðingum sínum og eftir samræður við efnahags- séi’fræðinga fyrrvei’andi ríkis- stjórnar, komst hann að þeirri niðurstöðu, að til þess að halda jafnvægi í efnahagsmálum, þyrfti að fella niður 6% af kaupgjalds- hækkuninni frá síðastliðnu sumri. Eg er sannfærður um, að aði’a eins traustsyfirlýsingu hef- ur fráfarandi i’íkisstjói’n aldrei fengið frá neinni stjórnarand- stöðu. Og yfirlýsingin er ekki sízt markverð vegna þess, að hún er undirbyggð af færum sérfræð- ingum. Og þá virtist Sjálfstæðis- flokkurinn naumast gera sér það ljóst, að tekjur fjárlaga fyx-ir 1959 x-eyndust mjög varlega áætlaðar. Nokkrar milljónir voru í tekjuaf- gangi frá síðasta ári og fiski- birgðir óvenju miklar um ára- mótin. En um leið og hann gefur þessa traustsyfirlýsingu, gefur hann sjálfum sér löðrung, sem er eftirminnilegur. Það sem þurfi að gera í efnahagsmálum, segir hann, sé að taka til baka það, sem blöð flokksins og áróðursmenn höfðu ski’ökvað vísvitandi að verkalýðshreyfingunni að henni væri til hagsbóta að taka méð kauphækkunum, eins og hann hélt fram allt siðastliðið sumai’. Það getur vel verið, að svona kollsteypa sé framkvæmanleg. En undarlega eru þeir kjósendur gerðir, sem gera sér þetta að góðu. Og það má ekki heldur fara fram hjá neinum, að þessar yfir- lýsingar voru í samræmi við gi-einargerðina fyrir efnahags- málafrumvai’pinu voi’ið 1958. Og þær voi’u í höfuðati’iðum í sam- ræmi við efanhagsmálatillögurn- ar, sem Framsóknarflokkurinn lagði fram í nóvember síðastliðn- um. Þær voru byggðar á rann- sókn og þar var vei’kalýðnum boðið að halda sömu kjörum og í febrúar 1958, áður en efnahags- málaráðstafanir voru gerðar, eða eins og kjörin voru í október sl. haust. Með því væri hægt að gera í’áðstafanir, sem sköpuðu jafn- vægi fyrst um sinn. Eg þori að fullyrða, að þessi kjör voru sambæi’ileg við þau beztu kjöi’, sem vinnustéttirnar búa við í nálægum löndum. At- vinna hefur vei’ið jafnari um allt landið en áður og horfur á að það geti haldizt. Tekjur manna al- mennt jafnari og aldrei meiri. Framkvæmdir miklu meiri um allt land. Fólksflutningar minni til suðuvestui’hluta landsins en áður. En stjórnarsamstarfinu, sem á þessu var reist, vildu hægri menn Alþýðuflokksins í Reykjavík ekki halda áfram né kommún- istadeildin í Alþýðubandalaginu. Þótt sannað sé að ekki þyrfti annað að gei’a en að standa við þær yfirlýsingar, sem allir ráð- heri’ar fyrrverandi í’íkisstjórnar lýstu yfir að þyrfti að gera þegar efnahagslöggjöfin var sett 1958. Ýmsir hafa sagt: Þið Fram- sóknai’menn áttuð að bera fram á Alþingi tillögurnar, sem þið bár- uð fram í ríkisstjói’ninni 17. nóv- ember sl. Þetta var ekki hægt. Stjórnai’sáttmálinn gerir ráð fyr- ir að leysa beri efnahagsmálin í samráði við vinnustéttirnaar. Verkalýðshreyfingin hafði neit- að að fallast á tillögur ásamt tveimur af stjóx’nai’flokkunum. Að bera tillögurnar fram á Al- þingi hefði verið brigð á stjórn- ai’sáttmálanum. — (Framhald.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.