Dagur - 18.03.1959, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 18. marz 1959
SUrilsinfrt i Hrtfíiarstræti !>ll — Sími if(>6
RITSTJÓKI.
E lv L i X G V R II A V í I) S SON
V ugl ý.singast j»»t i:
J Ó N S \ M Ó EISSON
Ártíaiiifiiriiiii koslai kr. 75.00
Blartið kitiim iii á niiftvikudiH'um og
faiiifaidíítfuiii, |)ci>ar cfni staiula til
Cjaltidaifi <r f. júlí
i'Rr.NTvnitK oni)s nji>kvssonar h.f.
Enn hafa kjósendur valdið
1 í ræðu þeirri sem formaður Framsóknarflokksins,
Hermann Jónasson, flutti við setningu 12. flokks-
þingsins á miðvikudaginn, sagði hann m. a. um
kjördæmatnálið:
,„Ég efast ekkert tim það, að niargir þeir, sem standa
fremstir í baráttunni fyrir hinni nýju stefnu, eru sann-
farðir um, að þeir hafi rétt fyrir sér. Trúleysi þeirra til
að veita fjánnagni til framfara út um land — og oftrú
þeirra á það, að allt eigi að gerast hér, á Suð-vesturhom-
jnu, er svo grómtekin að furðu sætir. Sumir trtia aðeins
á bláhomið. Þetta er þjóðarógæfa í augum okkar Fram-
sóknarmanna. Það er ógæfa fyrir landsbyggðina og fyrir
landið í heild — ógæfa fyrir suðvesturhluta landsins,
aðallega Reykjavík, sem á að taka við fólksfjölguninni
og aðstreyminu án þess að liafa möguleika til þess. Fátt
cr nauðsynlcgra velmegun stórs höfuðstaðar í litlu landi
' en að landið sé allt vel setið og velmegun almenn. Af
landeyðingarstefnunni, ef framkvæmd yrði, lciddi upp-
lausn í þjóðfélaginu, atvinnulcysi og maigháttuð vand-
1 ræði.
Við Framsóknarmenn crum sannfærðir um það, að
heilbrigðasta leiðin cr að hyggja upp atvinnuvegina um
landið allt. Þannig getur þjóðin öll bt/í lifað farsælu
lífi við batnandi liag. Við bendum á, að út urn landið
crtt framleidd meiri verðinæti, meiri útflutningsvörur
1 og neyzluvörur að tiltölu við fólksfjölda, en á öðrum
i svæðum landsins. Þctta er vegna þess, að þar vinnur
1 fleira fólk tiltölulega við framleiðslustörf. Við bendum
1 á, að þetta fólk hefur og fratn á þcnnan dag reynzt þess
1 megnugt að leggja að minnsta kosti sinn skerf til menn
ingarmála þjóðarinnar. Þetta er lífsskoðun okkar og
stefna og samkvæmt henni höfum við reynt að vinna
og orðið nokkuð ágengt.
Þeir, sem nú vinna að landeyðingarstefnunni, vita
mæta vel, að það væri öðruvísi umhorfs út um land í
dag, ef kjördæmin þar hefðu ekki sent marga menn á
Alþing, sem bcittu sér ótrauðir fyrir framförum út um
1 landið. En þeir vita það líka, að þcir væru færri miljóna
tugirnir, sem til þessa hefur verið varið.
Við Islendingar veúðum mikið á þriðja hundrað þús.
eftir 50 ár og þurfum að byggja landið allt. Það er ömur-
legur og kotungslegur hugsunarháttur, sem nú er að ryðja
' sér til rútns hjá andstæðingum okkar, að við þurfum ekki
og getum ekki byggt og bætt landið allt. Framsóknar-
flokkurinn liefur reist öldu framfara um land allt á
síðustu árum og á þeiin grunni eigum við að byggja
framtíðarstefnuna. Það er hin eina rétta leið.
1 Flokksþingið er fyrst og fremst kallað saman til þess
að sameina kraftana og skera upp herör gegn gjörbylt-
! ingu í kjördæmamálinu og þeirri landeyðingarstcfnu,
sem vcrða mun afleiðing hennar. En það er enn á valdi
| fólksins að stöðva þetta. Til þess að stöðva framgang
þessara mála þarf það citt, að kjósendur út um landið,
í sveit og við sjó, skilji ltvað er að gerast, opni augun,
1 en láti ekki starblindu flokksagans gera sig að eigin
böðlum.
Hlutverk okkar í þeirri hörðu og örlagaríku baráttu,
scm nú er framundan, er að fá nógu marga til að skilja
þetía, velja liið rétta og snúa vopnum stnum gegn stefnu,
1 sem er öllum til tjóns, er þeim sjálfum þó mest.“
Tólfta flokksþingi Framsóknarmanna lauk á mánu-
daginn. Það var mjög fjölmcnnt og var háð í hinu nýja
heimili ffokksins við Fríkirkjuveg, hinum glæsilegustu
húsakynnum.
Á þinginu ríkti óvenjumikill áhugi um málcfni lands
og þjóðar og það markaði stefnu flokksins í þjóðmála-
baráttiinni.
Að baki sviðsljósanoa með némeridum M. A.
Undanfarna vetur hefir ver-
ið skemmtileg tilbreytni í hinu
tilbreytingarlausa skemmt-
analífi hér á Akureyri, þar
sem nemendur M. A. hafa
gengið til móts við leíklistar-
gyðjuna „Thalíu“, og hafa þeir
að verðleikum hlotið lof fyrir.
— Eins og öllum er kunnugt
er nú nýlokið sýningum hjá
Leikfélagi M. A: og er al-
mennt álit manna að;sjaldan
eða aldrei hafi sýningar tekizt
betur en nú hjá félagiriu.
* * *
Fréttamaður þáttarins laum-
aðist á bak við tjöldin á einni
sýningu hjá þessu unga fólki
og var svo heppinn að Björn
Dagbjartsson, formaður leik-
félags M. A., var þá að koma
kófsveittur af sviðinu frá því
að fylla íbúð ungu elskend-
anna af húsgögnum og átti því
fyllilega skilið að fá sér smá-
hvíld að áliti fréttamanns. —
Björn var því samþykkur og
tóku þeir sér því sæti úti í
horni innan um allskyns
„munderingar“, sem þeir einir
kunna að nefna, sem þekkja
leiksvið af eigin raun.
Er nokkuð fleira en þessi
eina sýning á dagskrá hjá
félaginu á hverju ári, Björn?
Nei, ekki er
það og vií eg
segja að það sé
fyllilega nógu
mikið. Hópur
. sá, sem stend-
ur að þessum
sýningum
hverju sinni, fórnar öllum sín-
um frítíma í æfingar og und-
irbúning. — Sem örlitla sára-
bót höfum við á hverju ári
fengið að fara með sýningar
til Siglufjarðar og hefir það
verið til að auka áhugann.
Hvað vilt þú segja um áhuga
nemenda á félaginu?
Það er ekki gott að leggja
neinn dóm á það, þar sem fé-
lagið starfar ekkert formlega
að undanskildum þessum sýn-
ingum á hverju ári, en þó að
mikið starf liggi á bak við æf-
ingar o. fl. hafa færri komizt
að en vilja.
Hvað um leikstjórann?
í upphafi stóð til að fá Jónas
Jónasson, en það brást, og leit
um tíma mjög illa út fyrir
okkur, en úr rættist eins og
bezt varð á kosið. Til okkar
réðst ungur leikari frá
Reykjavík, Jóhann Pálsson,
og reyndist hann okkur í alla
staði hið bezta. — í þessu féll
tjaldið og þátturinn var úti og
sá þá fréttamaður í iljar
Björns, er hann fór til að að-
stoða við að breyta sviðinu.
# # *
Hita og þunga þessarar sýn-
ingar báru þau Anna G. Jón-
asdóttir og Jón Sigurðsson,
sem léku elskendurna, og má
segja að þau hafi verið eins og
vel æfðir atvinnuleikarar á
sviðinu.
Er þetta í fyrsta sinn, sem
þið komið á fjalirnar? spyr
fréttamaður, er þau koma á
móti honum hönd í hönd.
Bæði segjast
áður hafa verið
á fjölunum, en
Jón segir Onnu
sér miklu van-
ari, en hún er
ekki alveg á
því að sam-
þykkja það, en sendir samt
Jóni sitt blíðasta bros.
Er ekki oft fjörugt og
skemmtilegt að tjaldabaki?
„Alveg aga-
legá gaman að
standa í þessu,"
segir Anna. —
„Það eru þín
orð, elskan,"
muldrar Jón.—
„Mesta fjörið
eftir. Ferðin til Siglufjarðar.“
Er tími til æfinga tekinn af
lærdómstíma eða skemmtana-
tíma?
Þessu svara þau bæði:
„Svona nokkurn veginn til
helminga." Jón bætir við:
„Sennilega þó meira af lær-
dómstíma," og Anna kinkar
kolli.
Fréttamanni þótti þeim tak-
ast sérlega vel upþ í „rifrild-
is- og ástarsenum“ og gerðist
því svo djarfur að spyrja
hvort þau hafi einhverja
reynslu í þessum efrium af
hvoru öðru í daglega lífinu.
Bæði þvertóku fyrir það, en
tóku fram að þeim „kæmi sér-
lega vel saman“.
# * #
Að öllum ólöstuðum skap-
aði Björn Olafsson ábyggilega
skemmtilegustu „typuna“ í
þessari sýningu, sem hinn
geðilli pípulagningamaður. —
Fréttamaður rakst á hann
með verkfæratösku sína í
annarri hendi og skeggið í
hinni.
Getum við átt von á að sjá
þig aftur hér á sviðinu?
Ekki býzt eg
við því. — Eg
hefi nú verið í
þremur hlut-
vefkum hér og
lýk að öllu for-
fallalausu við
skólann í vor.
Hvaða hlutverki hefir þér
þótt mest gaman að?
Alveg tvímælalaust þessu,
sem eg nú er í. — Það er hægt
að gera miklu meira úr hlut-
verkunum þegar maður hefir
eins gott gerfi og eg hefi nú.
* # #
Þegar fréttamaður var á
förum rakst hann á snaggara-
legan og hýreygan eldri mann
innan um alla unglingana. —
Reyndist þar vera kominn
Oddur Kristjánsson, sem var
brunavörður á þessum sýn-
ingum, en hefir séð um svið-
setningu o. fl. fyrir L. A. um
langt skeið..
Segðu mér Oddur, líkar þér
ekki vel að vinna með ungl-
ingunum?
Jú, — bless-
aður vertu —
hvergi betra að
vera. Eg yngist
bara upp um
fleiri ár þegar
eg vinn með
þeim. — Það
er sko líf í tuskunum, maður.
Þú ert búinn að vera í „leik-
stússi“ í mörg ár?
Ja — nú er eg búinn að
vera 15 ár hjá L. A. Byrjaði
1944 í „Gullna hliðinu“, og
hefir líkað alveg prýðilega,
þrátt fyrir amstur og strit. —
Þú mátt vera viss um að þetta
hefir kostað margar andvöku-
nætur, en það hefur borgað
sig. Leiklistin lengi lifi!
Sjómanna- og gestaheimili Siglu*
fjarðar 1958
20. STARFSÁR.
I.
Sumarið 1958 hóf Sjómanna- og gestaheimili Siglu-
fjarðar starfsemi sína þriðjttdaginn 24. júní og starfaði
til ágústloka.
Stúkan Framsókn nr. 187 starfrækti heimilið eins og
áður. Er þetta tuttugasta sumarið, sem stúkan starfræk-
ir heimilið yfir tvo til þrjá mánuði á sumri hverju.
Húsakynni heimilisins voru þau sömu og áður.
Fyrsta síldin veiddist 18. júní djúpt út af Húnaflóa.
Þann dag fengu 3 eða 4 skip 2—4 hundruð tunnur.
Síldin var óvenju feit eftir árstíma eða 17—20% og fór
öll í salt og frystingu. Frá 19.—24. júní var nokkur veiði
á þessum slóðum og saltað mikið á Siglufirði og cinriig
í Olafsvík og á Dalvík. Síldin óð ekki, en kastað eftir
mælingum og mori. — 24. júní var .búið að salta hér á
Siglufirði um 20 þús. tunnur. Saltað var á um 20' plön-
um hér. Þann 24. júní voru rúm 100 skip komin til
síldveiða, en fjölgaði óðum og munu alls hafa orðið um
240 við veiðar.
Veður var þessa daga alltaf hæg norðan átt, oft nokk-
ur þoka, hiti 6—8 stig. Margt aðkomufólk kom til Siglu-
fjarðar síðustu daga júnímánaðar, en stóð stutt við og
fór aftur að fara upp úr miðjum júlí. Fólksekla var
mikil fyrstu dagana, sem söltun stóð.
Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu sýndi í heimilinut
sjónleikinn „Horft af brúnni“ tvívegis fyrir fullu húsi.
Þá sýndi leikflokkur Gísla Halldórssonar sjónleikinn
„Spretthlauparann," eftir Agnar Þórðarson.
9. júlí boðaði umboðsmaður asdictækja, Friðrik.
Eggertsson, skipstjóra á síldveiðiskipum á fund í Sjó-
mannaheimilinu og ræddi við þá um notkun tækjanna,
Um 60 skipstjórar sátu fundinn.
II.
Starfsemi heimilisins var með sama sniði og áður-
Starfsfólk var: Jóhann Þorvaldsson, Erla Olafs og Bald-
vina Baldvinsdóttir. Auk þess unnu þar aðstoðarstúlk-
ur, Jiegar mest var að gera í júlí. Heimilið var opið dag-
lega frá kl. 10 f. lr. til kl. 23,30. Veitingar, kaffi, mjólk,.
öl og gosclrykkir, voru framreiddir í véitingásal alla
daga. í veitingasal lágu frammi flest blöð og mörg;
tímarit. Útvarjz var í veitingasal og píanó og orgel
höfðu gestir til afnota. Afgreidd voru landssímtöL
stundum svo tugum skipti á dag. Annast Var um mót-
töku og sendingu bréfa, peninga og símskeyta. Pappír
og ritföng fengu gestir eftir Jrörfum endurgjaldslaust.
Skrifuð voru 485 bréf í lesstofu, þar af 86 af útlending-
um
III.
Bókasafnið var starfrækt eins og áður. í bókasafnintr
eru nú um 2150 bindi bóka. Nokkur hluti bókanna
gengur úr sér árlega og verður að eyðileggja þær.
Heimilið keypti um 200 bindi á árinu og naut þar
stuðnings velunnara sinna. Vegna fjárskorts er mjög
takmarkað ltvað heimilið getur keypt af bókum árlega.
Bækur voru lánaðar í skip eins og fyrr, einn bókakassl
í skip í einu með allt að tíu bindum. Einnig voru lán-
aðar bækur til verkafólks, sem vann í landi. Enga
greiðslu tók heimilið fyrir bókalánið. 34 skipshafnir
tóku bókakassa og nokkrar skiptu um einu sinni eða
tvisvar yfir sumarið. Alls voru lánuð út 578 bindi og
er Jrað með mesta móti.
Flest blöð og allmörg tímarit fær heimilið endur-
gjaldslaust yfir sumarmánuðina. Vill heimilið flytja
útgefendum beztu þakkir fyrir.
IV.
Böðin starfrækti heimilið eins og áður. Böðin voru
opin til afnota alla virka daga og einnig á sunnudög-
um, þegar mörg veiðiskip lágu í höfn.
Aðsókn að böðunum var mikil einkum þá daga, er
veður hamlaði veiði.
Fyrripartinn í júlímánuði var lika margt aðkomu-
fólk í bænum, en í ágúst tiltölulega fátt.
Baðgestir í júlí.................1433
— - ágúst ................ 846
Alls 2279 1
V.
Eins og áður er getið starfrækir stúkan Framsókn
nr 187 Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar og hefur
svo verið síðan 1939. Með þessari starfsemi hefur stúk-
Framhald á 7. síðu.