Dagur - 25.03.1959, Blaðsíða 1
XLII. árg.
Akureyrií miðvikudaginn 25. niarz 1959
16. tbl.
Frá Búiiaðarþ
Nýlokið Búnaðar|)ing stóð frá 20. febrúar til 16.
marz - Til meðferðar voru 45 mál en af þeim
fengu þrjú ekki afgreiðslu
.Fjármálin eru enn sem fyrr erfið
viðfangs, og að þessu sinni olli það
nokkru um, að fjárlög eru enli óaf-
greidd, svo sem merin vita, og því
óvíst um framlag ríkissjóðs. Stjórn
Búnaðarfél. Islands hafði að vénju
sent ríkisstjórn áætlun uih rekstur-
inn á árinu og þar talið, að veita
þyrfti á fjárlögum 3 millj. kr. til
almennrar .starísémi félágsins, eða
Nýja réttlætið
Blöð Alþýðuflokksins birtu
nýlega greinargerð um nýju
kjördæmin og væntanleg úr-
slit, byggð á tölum frá kosn-
ingunum 1953.
Kjördæmabreytingin á að
fullnægja öliu réítlæti, segja
stjórnarblöðin.
Berum nú sarnan tvö kjör-
dæmi, Reykjaneskjördæmi
(Guilbr., Kjós og Hafnarfj.),
og Norðausturlandskjördæmi,
(Þingeyjarsýslur, Eyjafjarðar-
sýsla og Akureyri). í Reykja-
neskjördæmi eiga að vera 7
þingmenn fyrir 8793 kjósend-
ur. Á bak við hvern þingmann
1256 KJÓSENDUR.
I Norðausturlandskjördæmi
ciga líka að vera 7 þingmenn
íyrir 10969 kjósendur. Þar er
óhætt að hafa 1569 KJÓS-
ENDUR að baki þingmannsins
eða um 300 fleiri. Ofan á þetta
nýja réttlæti ríkisstjórnarinn-
ar baetist svo sá óreiknanlegi
aðstöðmnunur þeirra, sem búa
í Reykjaneskjördæmi og hins
vegar þeirra, sem Norðurland
byggja.
Skyldi okkur vcita af 8.
þingmanninum til að jafna að-
stöðumuninn. Vaskur mætti
hann vera, ef hann gæti rétt
þann halla.
Ríkisstjórn ráðgerði upphaf-
lega að hafa aðeins 5 þing-
menn fyrir Reykjancskjör-
dæmi. Við nánari atliugun
þótti henni tryggara að fjölga
þar um tvo til þess að Emil og
Guðm. í. væru nokkurn veg-
inn vissir. f okkar kjördæmi
(Norðausturl.kjördæmi) stend
ur aftur á móti þannig á, að ef
þingmenn yrðu 8, hreppti
Framsókn 8. sætið. Stjórnin
hefur ekki áhuga fyrir þess
konar réttlæti.
Fundur í Framsóknar-
félögunum
í dag, 25. marz, kl. 8.30 e. h. í
Gildaskála KEA. — Fundar-
efni: Fréttir af flokksþinginu:
Bernharð Stefánsson flytur
ræðu. Önnur niál.
kr. 438.000.00 hærra en á síðstl. ári.
A fjárlagaírumvarpi því, sem íyr-
ir lá, voru llins vegar ekki ætlaðar
nema kr. 2.828.700.00, eða-171.300:
krónum lægra en stjórn Búnuðarfé-
lagsins taldi þörf fyrir.
Eftir að fjárhagsnefnd Búnaðar-
þings hafði rætt við fjárveitingar-
nefnd Alþingis, varð það að ráði a'ð
áætla þénnan lið kr. 2.950.000.00,
og er áætlunin á jtví byggð, livort
sem þetta stenzt eða ekki.
Nokkrar hækkaiiir urðu á sl. ári,
bæði á launum og öðrum kostnaði,
frá fjárhagsáætlun, eða á þriðja
hundrað þús. kr., og fékkst veru-
legur Iiluti Jress greiddur úr ríkis-
sjóði á síffastl. ári.
Þrátt fyrir ýmis aðkallandi verk-
efni Búnaðarféíags Islands, er kalla
á aúkna starfskrafta, var að þessu
sinni næstum ekkert hægt að ganga
til móts við þarfir og óskir, og er
jrað mikið áhyggju- og umhugsun-
arefni, hvernig úr mcgi bæta fjár-
[rörf félagsins.
. Skal þá drepið á nokkur mál, er
Búnaðarþing afgreiddi, og líklegust
eru til að hafa verulega þýðingu
fvrir landbúnaðinn.
Ályktun um reynslubú.
Búnaðarþing telur, að reynsla ná-
grannaþjóða okkar af stofnun og
rekstri reynslubúa bendi til þess, að
rekstur slíkra búa geti líka orðið til
framfára hér á landi.
Vill Búnaðarjjing því fela stjórn
Búnaðarfélags Islands að vinna að
því á þessu ári í samvinnu við
stjórnir búnaðarsambandanna, að
koma upp nokkrum reynslubúuni,
Framhald á 5. síðu.
Svonefnt Hawel-hús, sem sýnt var á byggingarsýningunni í Osló síðastliðið haust. Húsið cr að mestu
unnið í verksmiðju, en reisí á staðnum. Það er úr spónaplötum. — Þrefalt gler í gluggum. Húsið er
tciknað af arkitekt Odd Brochmann.
Jón Ágústsson.
Síðustu dagar hlýrri en nokkur
ágústdagur í fyrra
Nú er sú óvenjulega veður-
blíða, að síðustu dagarnir undan-
farið eru hlýrri en skárstu dagar
ágústmánaðar í fyrra. — Þessir
heitu dagar valda þó nokkrum
áhyggjum og mjög mót vonum,
sérstaklega skógræktarmönnum.
Runnar eru að því komnir að
springa út og litlar birki- og
lerkiplöntur halda líka að það
sé komið vor og eru byrjaðar að
vaxa. Tæplega er hægt að búast
við því, að vorið sé komið fyrir
alvöru, þótt þessi góðviðriskafli
bafi komið.
Japanskar myndir
Japanskar myndir og teikning-
ar hafa verið til sýnis fyrir nem-
endur í Barnaskóla Akureyrar
undanfarna daga. Myndir þessar
eru unnar með nokkuð öðrum
hætti en hér er venja og eru all-
girnilegar til fróðleiks. Myndirn-
ar eru eftir 5—-16 ára böm og
eru enn til sýnis.
Gras er farið að spretta á lóð-
um og nýgræðingurinn fyigir
snjóröndinni, sem hopar ört þessa
mildu marzdaga.
Rafvæðingin stöðvnð
Alþýðumaðurinn er rnjög arg-
ur yfir því í gær, að Dagur skyldi
segja frá því, að ríkisstjórnin
síöSvaði rafvæðingarframkvæmd
ir um síðustu áramót — ALVEG
GJÖRSAMLEGA. — Um síðustu
áramót var 10 ára rafvæðingar-
áæílunin hálfnuð og hafði
STADIZT FULLIiOMLEGA. —
Þetta eru staðreyndir, sem Al-
þýðumaðurinn getur ekki hnekkt.
Hins vegai- urðu lítils háttar
breytingar á einstökum stöðum.
Ef ríkisstjórnin framlengir bann
sitt á áður ákveðnar rafvæðing-
arframkvæmdir, eru það hrein
svik við íólkið í landinu og um
leið enn cin sönnun á „um-
hyggju“ íhakls og krata fyrir
tlreifbýlinu.
Byggðin á Akureyri færist norðnr - Mikið byggt
í vor - Byggingaráðstefnaii í Oslo
Viðtal við jón Ágústsson, byggingafulltrúa
Allt frá landnámstíð og fram
að þremur síðustu áratugum
varð tiltölulega lítil breyting á
híbýlum manna hér á landi.
Fyrst og fremst var notað það
efni, sem landið sjálft gat látið í
té. En það var torf, grjót, reka-
viður og að einhverju leyti skóg-
viður. Ending torfbæjanna var
ekki meiri en svo, að hver kyn-
kynslóð þurfti að byggja yfir fólk
og fénað. En á síðustu áratugum
hafa orðið þau þáttaskil í þessu
efni, að nú eru torfbæirnir svo
gjörsamlega úr sögunni, bæði í
bæ og sveit, að farið er, með ær-
inni fyrirhöfn, að varðveita
nokkra slíka, sem forngripi. En
því fer fjarri að húsnæðismálin
séu leyst fyrir framtíðina, þótt
flestar byggingar í landinu 'séu
úr steinsteypu. Árlega þarf að
mæta húsnæðisþörf hinnar öru
fólksfjölgunar og ennfremur taka
kröfur almennings svo skjótum
breytingum, að nú þegar er það
nokkurt áhyggjuefni, hve húsin
eru varanleg og óhagganleg. Og
þrátt fyrir alla tæknina, áratuga
reynslu, góðan efnahag einstakl-
inga miðað við það sem áður var
og hin nýju byggingarefni, er svo
ástatt, að venjulegu fólki er það
hin mesta þrekraun að eignást
sæmilegt þak yfir höfuðið. í
þessu efni ríkir hið hraklegasta
ástand og ber margt til.
Sá, sem vill eignast nýtt hús,
verður að byggja það sjálfur. —
Flesta aðra hluti er hægt að
kaupa, tilbúna til notkunar. Bæj-
armaðurinn þarf fyrst að fá lóð,
láta gera teikningar og semja
kostnaðaráætlun, útvega smiði,
múrara, pípulagningamenn, raf-
virkja, málara o. s. frv. Hinn
verðandi húseigandi ætlar svo
oftast að spara sér stórar fjár-
fúlgur með el«sn vinnu og fiöl-
skyldu sinnar við byggingu fram-
tíðarheimilsins. Sú árátta fylgir
mönnum, að vilja hafa húsið sitt
öðruvísi en önnur hús og fyrstu
vonbrigðin með teikninguna gera
.vart við sig áður en húsið rís af
grunni. Fagmennirnir koma nú
hver af öðrum, væntanlega í
réttri röð, en verk þeirra falla
ekki saman. Eitt rekur sig á ann-
ars horn. Það tekur tímann sinn
að byggja hús.
Sex mánuði fram yfir áætlun
þykir vel að verið. Húsa-
meistarinn hefur afsakanir á
reiðum höndum. Fyrst vantar
uppslátt, svo steypujárn, þá
nagla, síðan hreinlætistæki, gólf-
dúk o. fl. Þegar kemur að kostn-
aðarhliðinni stenzt áætlunin
hvergi. Enginn er ábyrgur fyrir
því nema húsbyggjandinn og
engin lánastofnun er skyldug til
að lána peninga út á nýtt íbúðar-
hús. Sparifé hins bjartsýna
manns er löngu þrotið og vinir og
ættingjar og venzlafólk eru
nauðugir viljugir orðnir þátttak-
endur í fyrirtækinu.
Þegar flutt er í nýja húsið, er
það fullt af raka, veggir springa,
hurðir og gluggar opnast ekkieða
lokast nema með átökum, og
húsið er að flestu leyti öðruvísi
en það átti að vera. Sem uppbót
á þessi vonbrigði verður fjöl-
skyldan nú að vinna baki
hrotnu næstu áratugi til að verða
þó ekki rekin út úr þessari jarð-
nesku paradís.
Nú fer að vora og fjölmargir.
hyggja á húsbyggingar á þeSsu
ári. Ástæða er til þess, að vanda
vel ’allan undirhúning og fylgjast
með nýjungum.
Blaðið náði tali af bygginga-
fulltrúa bæjarins, Jóni Ágústs-
syni, en hann er byggingaiðn-
J?mrnbn.lrf '> 5. <•> >.
DAGUR
kemur næst næst út
fimmtudagiiui 2. apríl.
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.