Dagur - 25.03.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 25.03.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. marz 1959 D A G U R 5 Ejamhald af 1. síða. frasðingur að menntun og tók við þessu þýðingarmikla starfi fyrir tveimur árum. Fer samtal okkar um byggingamálin hér á eftir: Hvað ern margar íbúðir í smíð- lun hér á Akureyri? Um síðustu áramót munu þœr hafa verið nær 200, mislangt á veg komnar. Og í vetur hafa menn keppzt um að fá lóðir, svo að útlit er fyrir að enn verði mikið byggt. Hvar verður einkum byggt í vor? í Glerárhverfi, sunnu við nýja Krossanesveginn. — Byggðin virðist ætla að færast norður á bóginn. — Auk íbúðarhúsanna í norðanverðum bænum, eru ákveðnar nokkrar stórbyggingar á Gleráreyrum á næstunni. Má þar nefna mjólkurstöð,. bygging- arvöruverzlun, prentsmiðju o. fl. Þá er rætt um að byggja tunnu- verksmiðju á Oddeyri. Mest er enn byggt úr steinsteypu og hlöðnum steini eins og undanfar ið, en aðeins örfá timburhús leyfð. Hverjar eru meginstefnur byggingaiðnaðinum? í stuttu máli má segja, að sú stefna ryður sér mjög til rúms, að byggja húsin í verksmiðjum, ennfremur hluta í hús í fjölda- framleiðslu, svo sem glugga, hurðir, eldhúsinnréttingar o. fl. (stöðlun). Viltu segja lesendum eitthvað frá byggingaráðstefnunni í Osló? Já, þessar norrænu bygginga- | húsagerðar. Þá má nefna eternit- ráðstefnur hafa verið haldnar fimmtá hvert ár og til skiptis í höfuðborgunum. Þar eru bygg- ingasýningar, nýjungar í fram- leiðslu hvers konar bj'ggingavara sýndar og skiptzt á skoðunum. Smáíbúðarhúsið var sérstakt áhugaefni á ráðstefnunni og sýnt heilt hverfi slíkra húsa, norskra og sænskra. Þar gafst kostur á að sjá hús reist á fimm dögum og vera viðstaddur veizlu höld í húsinu á fimmta degi. En þá var það fullkomlega frá geng- ið og hio smekklegasta. Að sjálf- sögðu var það úr timbri og unnið í verksmiðju, en reist á staðnum. Ný byggingarefni? Byggingafulltrúinn sýnir mér sýnishorn af frauðsteini, mjög léttu og snyrtilegu efni. Þetta er búið til úr sementi, sandi og vatni og aluminiumduft notað sem íblöndun. En þetta íblöndunarefni verkar eins og lyftiduft í brauði. Steyp- an hefast og verður holótt. Loftið í þessu byggingarefni gefur mikla einangrun. Þetta efni er mikið notað erlendis og þykir að ýmsu leyti mjög hentugt. Það er létt, einangrar vel, gott að saga það og negla í það og þar að auki virðist ekki úr vegi, að framleiða þetta hér á landi, þar sem við höfum allt efnið við hendina nema íblöndunarefnið. Þessi frauð- steinn, sem er framleiddur í mis- munandi stórum plötum, er mjög sterkur og mikið notaður til UM HÆKKANDI SÓL OG AÐRAR HÆKKANIR. Langþráðan vott um vor ég finn, er vakna af nætursvefni, Ijómandi og hlý þá horfir inn hækkandi sól, um glugga minn, — margtuggið yrkisefni. Er ljómaði sól á lofti hátt, þeir Ijóðuðu mesta obba um vorsins unað og undramátt, bæði úrvals smiðir á bragarhátt og arftakar Æra-Tobba. Við yrkingum þeim ég amast sízt, enda er það rcynt og sannað hvert gagn af sólbrautar hækkun hlýzt, og himneskt og blessað er það víst, ef ekkert hækkaði annað. En hraðara cn sólin hækka nú hlutirnir oft og tíðum, helzt til rífleg er hækkun sú, og hvorki styrkir það von né trú, því lækkar brúnin á lýðum. Við sólstöður lækkar sól á ný unz sést hiin naumast um jólin; auðvelt reyndist að una því ef alit, sem við neytum og klæðiunst í, lækkaði líkt og sólin. Bezt mundi efla okkar hag með aukinni sæld og friði, ef sólstöður væru sérhvern dag með sumars mildasta veðurlag, en sólhvörf á verðlags-sviði. DVERGUR. plöturnar, sem búnar eru til úr sementi og asbestþráðum og svo plastgluggana, sem ekki fúna eða taka breytingum af hita og kulda. Það væri æskilegt að skipta á tré, sem nú er notað í gluggakarma og gluggagrindur, og varanlegu efni. Svo eru margs konar þil- plötur á markaðinum, sem ekki sjást hér. Mér finnst ekki ólík- legt, segir Jón, að framleiðsla frauðsteins og eternits mætti vel takast hér heima, og að sjálf- sögðu styður hin innlenda se- mentsverksmiðja slíkan iðnað. En hvaða nýungar eru í ein- angrunarefnum? Einna merkilegasta einangrun- in er froðuplastið og hvernig það er notað. Farið er að einangra með því gömul hús, bæði timbur- hús og steinhús. Því er þá sprautað í holrúmin, borað gat á veggina og holrúmin fyllt eins og hver önnur ílát. Þess utan eru framleiddar hvers konar ein- angrunarplötur úr ýmiss konar efni, svo sem kunnugt er. Telurðu ekki þörf á því hér, að endurbæta einangrun í húsum? Á því er enginn vafi. Til dæmis sa eg hvernig umhorfs var er brotið var gat á útvegg á húsi emu hér í bæ fyrir nokkrum dögum. í stað þess að sjá mó- moldina, sem notuð hafði verið sem einangrun þegar húsið var byggt, var holrúmið autt og tómt nema neðst og þar var for. Þann- ig mun víðar vera í húsum og valda raka og óhóflegum upp- hitunarkostnaði. Danir lána sér- staklega til að einangra veggi gamalla húsa og Norðmenn bjóða sérstök lán til að setja þrefalt gler í glugga íbúðarhúsa til að lækka upphitunarkostnaðinn. Hve mikill er byggingarkostn aður íbúðahúsa áætlaður hér? Byggingafulltrúinn svarar því svo, að ekki megi reikna með inni kostnaði í fullgerðu húsi en 900—950 krónur á rúmmetra. Einbýlishúsið kosti þá 4—500 þús. krónur fullfrágengið. Þrátt fyrir verðlitla krónu sé þessi upphæð svo há, að allt kapp verði að leggja á lækkun byggingar- kostnaðar. í því efni sé hin svo- kallaða stöðlun líkleg til árangurs og hafi Iðnaðarmálastofnun ís- lands það mál til meðferðar. Einnig komi til greina að vinna að því, að byggja einfaldari hús. Þá getur Jón þess, að öflug bygg- ingafélög, sem byggi heil íbúða- hverfi í einu og selji svo ein- staklingunum eins og hverja aðra verzlunarvöru eða fyrirfram eftir pöntun á ákveðnum degi og fyrir ákveðið verð, geti gerbreytt byggingaiðnaðinum til liagsbóta fyrir hina mörgu, sem eiga eftir að eignast þak yfir höfuðið. Blaðið þakkar svör Jóns Ágústssonar byggingafulltrúa og óskar þess að störf hans og ann- arra þeirra, sem um bygginga- mál fjalla, leiði til viðhlítandi úrlausnar og létti eitthvað þann kross, sem húsbyggjendum er á , herðar lagður. — E, D. FramliaJd af 1. siðn. er hefji starf frá næstu áramótuin. Telur Búnaðarþing aeskilegt, að eift eða fleiri slík bú verði staðsett á hverju búnaðarsambandssvæði. A undanförnum árum hafa verið stofnuð á Norðurlöndum bú, sem hafa verið rekin í fullu samstarfi við ráðunauta bænda þar. Þessi bú hafa verið kölluð reynslubú. Bændur þeir, sent reka þessi bú, gera í samráði við viðkomandi ráðtt naut áætlun um rekstur búsins, með það fyrir augum að hagnýta sér fyllstu vísindalega þekkingu, sem fengizt hefur við tilraunastarfsemi viðkomandi landa. Hefur búskaþn- um verið breytt til samræmis við rær áætlanir. Hafa þessir bændur haldið fullkomna búreikninga og skýrslur um allt, er varðar rekstur búsins, og hafa átt forgangsrétt að aðstoð og leiðbeiningar viðkomandi ráðunauta í þessu sambandi. Enga aðra aðstoð hafa þeir fengið fram yfir aðra bændur. Reynslan hefur verið sú, að rekstur margra þessara búa hefur sýnt nriklu betri árangur en þeirra, senr hafa verið rekin í ó- breyttu fornii og orðið bændum í þessum löndum til fyrirmyndar. Astæða er til að ætla, að þetta eigi við hér á landi líka. Æskilegt er, að samstarf geti orð- ið milli bænda, héraðsráðunauta I viðkomandi búnaðarsambandssvæði og Búnaðarfélags íslands. Rétt er, að bændur þeir, sem taka þetta að sér, njóti svipaðrar fyrirgreiðslu og leiðbeininga af liendi ráðunauta hér á landi, eins og gerist t. d. í Noregi. Þá er og eðfilegt, að þeir njóti styrks til að mæta sérstökum kostnaði, er af þessu leiðir, t. d. bókhaldi, skýrslugerð og töfum við að sýna gestum buið. Ályktun um vamir og tryggingu gegn slysurn við akstur dráttarvéla. Slys við akstur dráttarvéla eru að verða svo tíð, að fullkomlega er nú kominn tími til að athuga í alvöru, hvaða leiðir séu líklegastar til að fyrirbyggja þau. Reynslan sýnir, að fullorðnum mönnum er eins liætt og unglingum, og er því tilgangs- lítið að setja bann við akstri ung- linga, eins og um hefur verið rætt á Alþingi, þótt ekki hafi það náð þar fram að ganga. Á Búnaðarþingi nú flutti Þórður Runólfsson öryggismálastjóri erindi um þetta mál og sýndi skugganrynd ir af öryggisútbúnaði, sem þegar er farið að framleiða í nágrannalönd- unum, bæði hlffum yfir aflúttak frá dráttarvélum, t. d. við driftengdar snúningsvélar, og útbúnaði, er sett- ur er ofan á vélarnar yfir ökumanns sætið, til hlífðar ökumanni, ef vélin veltur, svo og litlu farjregahúsi, til notkunar Jrar sem þörf er talin á fólksflutningi á dráttarvélum. Benda líkur til, að járnbogar yfir ökumannssæti verði hagkvæmastir til að vernda ökumanninn, og getur þá komið til athugunar, hvort hægt væri á einfaldan hátt að setja hlífar þar á, til notkunar í vondum veðr- um. I Jressu máli samþykkti Búnaðar- Jring svohljóðandi ályktun: „Búnaðarjring beinir Jreirri áskor un til stjórnar Búnaðarfélags Is- lands, að hún í samvinnu við ör- yggismálastjóra láti fara fram at- hugun á því, hvaða öryggisútbúnað- ur á dráttarvélum muni henta bezt til að draga úr eða fyrirbyggja dauðaslys af þeirra völdum, er Jrær velta. í öðru lagi felur Jringið stjórn- inni að vinna að Jjví að hafin verði framleiðsla í stórum stíl á Jreim ör- yggisútbúnaði, sem talinn verður hentugastur og ódýrastur, en leysir Jró bezt þann vanda, sem við er að stríða í Jressu efni. í Jrriðja lagi vill Búnaðarþing vekja athýgli á [ni, að nær óþekkt er, að dráttarvél valdi tjóni á Jtriðja rpmgt aðila, og sé Jiví réttlátt að stórlækka iðgjöld af Jreirri ábyrgðartrvggingu, sent nú er lögboðin. Meiri Jrörf virðist vera á því að tryggja fyrir Jjeim slysum, sem verða á vélunum sjálfum. Felur því Jringið stjórninni að at- huga í samvinnu við tryggingaféjög- in í landinu, hvort ekki sé unnt að koma á lróptryggingum á stjórn- endum dráttarvéla, t. d. með Jjví að búnaðarfélög landsins myndi lieild- ir um slíka tryggingú." G. H. - Viðtal \ið Indriða Framliald af 8. siðu. skegg sitt, lítt vaxið, í ákafa. — Þessi höfuðprýði, sem loksins fær að vaxa, er ofurlítið villt sýnist mér og hefur enn ekki tekið ákveðna stefnu af sínum mynd- arlega vaxtarstað. Hvernig finnst þér að vera blaðamaður? Blaðamennskan er þýðingar- mikið starf. Blöðin stækka og flytja nú meira af almennu efni en áður. Við það opnast leið til þess að veita blöðunum þá reisn, sem mörg stærri, erlend blöð hafa þegar náð. Blaðamannsstarf- ið er menntandi, því að ekki verður komizt hjá að kynnast flestum þáttum atvinnu- og menningarlífsins á hverjum tíma. Og blaðamennskan veitir manni tækifæri til að kynnast öllum stéttum þjóðfélagsins og fólki úti um allt land. Mér finnst fólkið líta töluvert öðrum augum á blöðin nú en þegar eg byrjaði blaðamennskuna. Það finnur, að blöðin eru ekki eingöngu ætluð fyrir fréttir af innbrotum, stór- brunum og slysförum, heldur eru þau hið nauðsynlegasta samband milli fólksins í þjóðfélaginu á flestum sviðum. Og pólitíkin? Yfirstandandi kjördæmabreyt- ing er tvímælalaust það versta sem okkur hefur hent nú í lengri tíma, og eins og oft áður verða slík heimskupör, frumhlaup og undirbúningslaus þvæla að meg- inatriðum, þótt önnur brýnni mál þurfi að leysa án tafar. Að ætla að breyta kjördæmaskipuninni að geðþótta einhverrar flokka- bræðslu í hvert sinn sem það er henni í hag, er ekki annað en fleygja stjórnarskránni í vindinn. Landið er ekki fjölbýli heldur ferkílómetrar og það verður að hafa hliðsjón af þeim, vegna þess að fólkið flyzt til en landið er kyrrt. Þannig verður löggjöfin hverju sinni að leita sér kjölfestu í landinu sjálfu,- Hún verður aldrei mótuð af skynsemi, ef grundvallaratriði hennar eru lát- in eltast við atkvæðasnatt hverf- ulla stjórnmálaflokka. Reykjavík og Suðurnes eru mikil athafna- svæði og njóta þess ríflega í hlut- falli við örinur héruð og bæi, en það er ekki nauðsynlegt að gera ísland að einhvers konar borgríki þeirra vegná, þótt fylgi við spekúlanta sé nokkurt í þessum sjóplássum nú um stundir sakir, segir Indriði G. Þorsteinsson að lokum. Blaðið þakkar viðtalið og óskar Indriða góðrar ferðar — og sög- unni hans góðra söguloka. E. D,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.