Dagur - 25.03.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 25.03.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 25. marz 1959 Sfirlístoía í Hainínsiræti !)0 — sínsi U<)6 KITSTjORI: E R L 5 N (, l.í R I) A V í l) S S (> N AuglvMiu'astjóií: j Ó N SAM V E I S S t> N 'Árj>angiirinn kosiar kr. 7',.00 ISIaiAiA kcnim ui .i niiAvikiKlnguin og laugarrliigiiiu, (icgar cíui stand.i lil • Cjaliltlagi vr I. júli PRENTVERK ODDS 15JÖKNSSONAR H.F. Hvert steínir? Jóliann Skaftason sýslumaður skrifaði nýlega mjög eftirtektarverða grein í Tímann um kjör- dæmamálið. Vegna þrengsla er ekki hægt að birta hana í heilu lagi nú. Hins vegar leyfir blaðið sér að birta nokkra þætti úr henni. Hann segir meðal annars: „Þegar landinu var skipt í fjórðunga, sættu Húnvetningar sig ekki við að sækja til Hegranes- þings og Þingeyingar sættu sig ekki við að sækja til Vaðlaþings. Urðu vorþingin því fjögur á Norðurlandi og hélt þá hver sýsla sinni heirna- stjórn.... Hvert hérað liélt sínum fulltrúa, en valdsmenn konungsins komu í stað goðanna. Þeg- ar Alþingi var endurreist, var talið sjálfsagt, að hver sýsla fengi sinn fulltrúa á þinginu. .. . Nú- verandi kjördæmi eru yfirleitt ekki stærri en það, að þingmönnunum eða manninum er í lófa lagið, að kynnast vel öllu héraðinu og ástæðum manna þar... . Hið nana samband við þingmanninn hef- ur átt drjúgan þátt í því, að auðvelda fólki lífs- baráttuna úti í hinum dreifðu byggðum landsins, gert því mögulegt að viðhalda landshyggðinni. Nú er stefnt að því, með breytingu á kjördæmaskip- uninni, að svifía dreifbýlið þeim stuðningi, sem hvílir á þessum nánu kynnum og umboði þing- mannsins fyrir tiltölulega takmarkað svæði. Hér- uðin sjálf verða að hindra þetta gerræði. Við verðum að gera okkur Ijóst, hvert stefnir. Takmarkið er, að brjóta á hak aftur sjálfstjórn og áhrif dreifbýlisins og leggja öll völd í hendur áróðursmanna kaupstaðanna. Takizt þeim að ná öllum völdum í sínar heudur hækka raddir um, að leggja niður landbúnað á íslandi, því að hann borgi sig ekki. í sveitunum eigi aðeins að vera sumarskemmtistaðir og sportveiði, staðir fyrir borgarbúa og samgöngur eigi fyrst og fremst að miðast við þeirra hugsmuni.... Með þessum rök- stuðningi er lagt til, að takmarka sem mest alla opinbera þjónustu og framkvæmdir úti á landi.“ f greinarlok segir Jóhann Skaftason: „Hinar væntanlegu tillögur ríkisstjórnarinnar, um breytingu á kjördæmunum, benda í þá átt, að sunnlenzka þéttbýlið sé nú mjög farið að vita af valdi sínu og ætli að neyta mannafla til að knýja fram vilja sinn. Það er nú að komast, gagnvart dreifbýlinu, í svipaða aðstöðu sem Danmörk var í gagnvart íslandi, meðan sambúðin hélzt miHi þeirra landa. Þar mun hafa gætt nokkuð mikið stórmennsknsjónarmiðsins hjá hinni fjölmennari þjóðinni. Hún taldi sig sjálfkjörna til að ráða yfir smælingjanum. Enn eru málin eigi fulluppgerð við Dani og ennþá eigum við, scm lítil þjóð, í vök að verjast gagnvart stórri og merkri þjóð, sem erfitt á með að skilja sjálfstæðisþrá og sjálfsbjarg- arþörf okkar. Stóri bróðir okkar á Suðurnesjum ætti nú að varast að ganga í spor þess aðila, sem okkur þótti þrengja mest kosti okkar á liðnum öldum. Innan þjóðfélagsins verðum við að sýna sama réttlæti sein við ætlumst til að aðrar þjóðir auðsýni okkur í viðskiptum þjóðanna, og sem [iær hafa gert með því að taka okkur fáa og smáa í sitt stóra samfélag. Fáir munu hafa, þegar allt kemur til alls, ánægju eða gagn af því að láta kné fylgja kviði, þótt keppinauturinn þyki liggja vel Útlit er fyrir, að árás verði gerð á fornhelg landsréttindi dreifbýíisins. Þá rekur að því, að íbúar þess verða að sýna hvort þeir eru menn til að snúa bökuni sainan og verja sem hræður rétt sinn, livar í flokki sem þeir standa. Hér er ekki um venjulegt pólitískt mál að ræða, heldur um tilveru landsbyggðarinnar og framhald nauðsynlegra réttinda hennar innan þjóðfélagsins-And- staðan gegn breytingu kjördæm- anna er hreint landvarnarmál drcifbýlisins. En hvernig sem úrslitin verða, þá ætti þetta væntanlega frum- varp að kenna dreifbýlinu holla reglu. Það ætti að vekja menn til umhugsunar um það, að byggð- inni út um land verður því aðeins bjargað, að menn standi á öllum sviðum saman til viðhalds og varnar hagsmunamálmn dreif- býlisins, þar á meðal að sjá um, að Iivert hérað njóti fyrst cg íremst sjálfí sinna aúölinda, en þeim verði ekki beint út úr hér- aðinu öðrum héruðum til upp- bj'ggingar á kostnað lieimasveit- arinnar. Verði dreifbýlið svift sínum fornu kjördæmum, verður það að taka, allt í sameiningu, til nýrrar athugunar aðstöðu sína innan þjóðfélagsins. Nú er mál til komið, að öll þjóðin skilji það, að íbuar dreif- býiisins líta ekki svo á, að þeir séu í biðklefa til suðurgöngu, lieldur byggi þcir héruðin með þeim fasta ásetningi að búa þar áfram og bxia þar í haginn fyrir komandi kynslóðir og sanna öll- um heiminum, að íslendingar séu þess verðugir að ráða yfir landi sínu og vera þátttakendur í sam- starfi bandalags allra þjóða.“ Fermingarbörn í Ákureyrarkirkju 2, páskadag kl. 10 fyrir hádegi Drengir: Baldvin ólafsson, Lundargötu 13. Benedikt Leósson, Aðalstrati 14. Bjarni Njálsson, Víðivöllum 2- Börkur Aðalst. Guðmundsson, Strg. 9. Brynjólfur J. Tryggvason, Hrafn. 26. Geirmundur Kristjánsson, Aðalstr. 36. Guðm. Ingvi Arason, Aðalstr. 19. Guðm. l’áll Jóhannesson, Eyrarveg 33. Guðmundur Hólm, Gróðrarstöðinni. Guðm. Karl Sigurðsson, Hmstr. 26. Gylfi Jónsson, Hmstr. 13. Halldór S. Antonsson, Eiðsvállag. 5. Hannes Gunnarsson, Hafnarstræti 6. Hreinn Karlesson, Lundargötu G. Jóhann Áí. Jóhannsson, Spítalaveg 11. JÓhanncs Ö. Vigfússon, Hafnarstr. 97. Jón Guðlaugsson. Möðruvallástr. 4. Júntus Björgvinssón, Ægisgötu 11. Karl óli Kristmundsson, /Lgisgötu 31. Leifur Thorarensén, Gleráreyrum 6. Oddur Sigurðsson, Þingyallastr. 18. Sigtryggur E. Benediktsson, Skipag. 5. Snæbjörn Kristjánsson, Hmstr. 44. Stefán Bjarnason, Byggðaveg 111. Stefán H. Gunnlaugsson, Eyrarveg 21. Stcinþór B. Stefánsson, Eyrarveg 5. Þorvaldur Þorvaldsson, Gilsbakkav. 9. Örn Ingi S. Gíslason, Engimýri 10. NÝKOMIN falleg ullarkjólaefni MARGIR LITIR SAUMASTOFA GEFJUNAR Rdðhústorgi 7. Til fenningargjafa: HVÍTIR JAKKAR Verð frá kr. 325.00- 465.00. V hálsmáls-peysur (þykkar) margir litir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Nýjasta nýtt í GOLFTREYJUM og heilum PEYSUM, tekið upp í dag. Margir litir. Ileppileg fermingar- gjöf■ VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Stúlkur: Björg Þórðardóttir, Eyrarveg 19. Elín Anna Kröyer, Hmst. 9. Gréta Kristín Ingólfsdóttir, Hmst. 44. Guðbjprg Tómasdóttir, Hafnarstr. 21. Guðrún Árnadóttir, Oddeyrarg. 34. Guðrún ófeigsdóttir, Rauðamýri 8. Hjördís Ólöf Sigfúsdóttir, Ránarg. 21. Jakobína Þ. Kjartansdóttir, Spítalav. 9. Jóninna Karlsdóttir, Oddagöm 13. Kristín Kristjánsdótlir, Þingvstr. 20. Sigríður Arnþðrsdóttir, Bjarmastíg 11. Stefanía E. Gunnarsdóttir, Lækjar. 22. Steinunn Þóra Bragadóttir, Hlíðarg. 9. Valgerður M. Bjarnardóttir, Gilsljv. 9. - HRINGSJÁ I Framhald af 2. siðu. x ur aldrei verið lagaður fyrir íslenzka staðhætti! Þó er hitt % hálfu verra, og fuílkpmið sið- leysi, enda ihaldinu einu ætl- j> andi, þegar stærsti stjórn- 4 málaflokkur þjóðarinnar, T einnig af flokkssjónarmiðum, % tekur í einu og öllu upp stefnu % hins deyjandi flokks og gerist % helzti merkisberi þeirrar ¥ stefnu, sem nú ber liæst í ¥ áróðri flokkanna og þeir kalla f réttlætismál. >$y$><$><$>^><$>^><$^>^^$^$>^><^$><$^’ TIL SÖLU BEDFORD-BIFREIÐ, 3—4/ tonna. Enn fremur liestahrífa og útvarpstæki fyrir batterí. Kristinn Jómsson, Möðrufelli. Angora-treflar margir litir. Nýkomnir. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 NÝKOMNAR Ullarjersey-peysur, flegnar, kr. 149.00. háar í háls, kr. 146.00. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Inílúenza. Þ:tð er inflúenza á Siglufirði. Ef hún skyldi berast hingað til Akureyrar, er skynsamlegast að taka hana alvarlega. Varasemi skaðar ekki. í mánaðargömlu brezku dagblaði les ég, að í síðustu viku janúarmánaðar hafi dáið 55 menn af völdum in- flúenzu í Bretlandi, en 33 næstu viku á undan. Gcfur blaðið fólki ýmis ráð 6g biður það að fara vel með sig. Á síðustu öldum hafa þrjár bylgjur inflúenzu skoll- ið á mannkyninu og drepið fjölda manns. Sú fyrsta var 1890, og um þá veiki eða uppsprettu hennar er lítið vitað. Sú næsta var 1918, og sú pest drap um 20 mill- jónir manna. Hin síðasta kom 1957, Asíuinflúenzan svo neínda. Af henni komu tvær bylgjur og vonandi kemur ekki sú þriðja. Spádómar. Samkvæmt Jiýzka blaðinu „Heim und Welt“ spáir Jnýzkur spámaður, Tucker að nafni, }>ví, að Margrét hin brezka, drottningarsystir, muni gifta sig í septem- ber næstkomandi. Ekki getur hann þess, hverjum. Spámaður Jsessi segist hafa ýmislegt sér til ágætis. Hann hafi m. a. sagt fyrir um forsetakosningu Eisen- howers hálfu öðru ári áður. Einnig segist hann hafa varað konu við bílslysi fimm árum áður en jiað varð. Konan trúði ekki spánni, en svo sendi hún spámann- inum mynd af bílræflinum úr sjúkrahúsinu. Ráðagerðlr. Nýlega hafa tveir vísindamenn, annar bandarískur, hinn rússneskur, komið með tillögu um að jökullinn á Norðurpólnum verði braeddur með kjarnorku. Með því hyggjast j>eir gera gagn Síberíuströndum og Alaska. Mönnum dettur ýmislegt í liug, og engu gætum við um það ráöið, }>ó að einhverjum stójijóðunum dytti í liug að ráðast í slíkar framkvæmdir. Engu að síður myndi af j>essu hljótast miklar breytingar á lífi í sjó og veðurfari. Vonandi verður slíkt ekki gert án þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi hönd í bagga með því. I Frá Júgóslavíu. Merkileg þjóð Júgóslavar. Þar eru kommúnistar, sem ganga uppréttir en ekki á fjórum fótum. Eitt sinn fóru nokkrir sanntrúaðir íslenzkir komm- únistar til Júgóslavíu og unnu áð vegagerð í „aljjýðu- lýðveldinu". Þetta var áður en Tító var útskúfað fyrir það, að voga sér að óhlýðnast fyrirskipunum írá Moskvu. Vafalaust er þetta nothæfur og góður vegar- spotti. En vesalings landar vorir! Þeir vissu ekki, hvað þeir gerðu. Kommúnistar, sem ekki lilýða fyrirskipun- um frá Moskvu, eru ekki neins verðir. Það vita þeir nú, og j>eir vilja ekkert um vegagerð tala, sem veginn lögðu forðum. Hingað eiga að koma júgóslavneskir flóttamenn. Sjálfsagt er, að við gerum J>að sem við getum, til þess að veita hæli ógæfusömu fólki. Við höfum mikil not fyrir fólk, fleira fólk. Varaforseti Júgóslavíu, Kardelj, mun koma í opin- bera heimsókn til Norðurlanda í vor. ITann mun koma til Danmerkur 26. maí, til Noregs 7. júní og til Sví- jrjóðar þann 12. Skyldi Emil bjóða honum hingað? Hatturinn. Eiginkona nokkur vestanhafs á úr vöndu að ráða. Um daginn sá hún, að maður hennar var að pukra með miða, sem hann setti svo lengst niður í skúffu. Ef hann hefði kastaö miðanum í ruslakörfuna, þá hefði hún ekkert forvitnazt, en nú spurði hún: „Ha, hvaða miði var þetta?“ „Þetta var svo sem ekkert," svaraði maðurinn kæru- leysislega. Auðvitað varð hún friðlaus. — Eiginmaðurinn var ekki fyrr kominn út úr húsinu en konan var komin í skúffuna. Á miðanum stóð: „Ég slial Itaupa þennan hatt, sem þú ert alltaf að nauða um, ef pú getur stillt þig um að lesa það, sem slendur á þessum miða.“ Hvernig á konan að fá liattinn án }>ess að koma upp um sig? Það er kannske satt, að Adam liafi ekki haft mikið bein í nefinu, en rifbeinin hans hafa ekki verið neitt rusl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.