Dagur - 25.04.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 25.04.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 25. apríl 1959 UITSTJÓKI. E R L Í N Ci L R I) A V í 1) S S <> N A Ufí i JÓN SAmC’ELSSON Árgangurinn kostar kr. 75.00 Kiaðid lu'inur út á iiiiðvikttdogum og Itiiij'aitliígitm, Jic'gar cíni siauda lil CjaUUlagi <r 1. júlí KUENTvr.UK Oims HJÓUNSSONAR H.F. Óáfoyrg stefna stjóriiarinnar Eftir fjögurra mánaða setu núverandi ríkis- stjórnar komu fjárlögin fyrst til umræðu á Al- þingi, en stjórnin fékk margendurtekna greiðslu- heimild þingsins á meðan stjómarflokkarnir réðu ráðum sínum í skugganum. Ljóst er, að hinar ýmsu ráðstafanir stjórnarflokkanna, sem Alþingi fékk ekki einu sinni að fjalla um, svo sem upp- bætur, niðurgreiðslur o. fl., nema stórkostlegum fjárupphæðum, sem eftir er að afla tekna til. Gizkað er á, að í raun og veru vanti um 250 milljónir króna til að endarnir nái saman á fjár- lögunum. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því nú, að ná a. m. k. 50 milljónum af þjóðinni í nýjum álög- um. Það eru efndirnar á margendurteknum lof- orðum Emils Jónssonar um það, að engar nýjar álögur þyrfti. Þá tekur stjórnin þá sjóði, sem vinstri stjórnin skilaði af sér. Tekjuafgangur rík- issjóðs frá 1958 var um 50 milljónir. Þessu er kastað í dýrtíðarhítina og það sem á vantar til að koma fjárlagafrumvarpinu saman, er einfaldlega gert með því að hagræða tölum, svo sem hækka tekjuáætlunina um rúmar 60 milljónir að mestu leyti út í loftið, en afsakað með því að inn skuli fluttar lúxusvörur svo sem með þurfi til að ná þessari upphæð. En það þýðir auðvitað, að inn- flutning nauðsynjavara verður að minnka að sama skápi og er það mesta glapræði. Enn fremur á svo að lækka ýmis útgjöld og er það í samræmi við loforð Emils forsætisráðherra um sparnað í ríkisrekstri og lét ekki illa í eyrum. En sparnaðurinn er í því fólginn að minnka verk- legar framkvæmdir úti um land. Undir þennan sparnaðarlið er til dæmis stöðvun rafvæðingar- innar að miklu leyti. En eins og kunnugt er, fyr- ii-skipaði stjórnin algera stöðvun um áramótin og í framhaldi af því er svo 43% niðurskurður á þessum lið fjárlaganna. Hér er um hrein svik við landsbyggðina að ræða og algerða stefnubreyt- ingu. Þurfa menn nú ekki framar vitnanna við um hug stjórnarflokkanna til þessa máls, þótt báðir hafi þeir reynt að þakka sér hinar miklu fram- kvæmdir undanfarið. Hér á Akureyri verður drátttarbrautin, sjúkrahúsið og Menntaskólinn fyrir barðinu á hinu breytta stjórnarfari, sem allt markast af takmörkuðum skilningi á þörfum fólksins, sem byggir landið utan höfuðstaðarins. Núverandi ríkisstjóm lagði áherzlu á það tvennt í upphafi göngu sinnar, að breyta kjördæmaskip- uninni og leysa efnahagsmálin. Stjórnarflokkarnir fengu stuðning Alþýðu- bandalagsins til kjördæmabreytingarinnar og einnig að nokkru til þeirrar afgreiðslu fjárlaga, sem nú er viðhöfð. Enda eru þessi mál nátengd að því leyti að bæði eru þau hnefahögg á dreif- býlið. Afnám gömlu kjördæmanna á svo að gera kaupstaðaflokkunum enn hægara fyrir að láta kné fylgja kviði. Það liggur alveg ljóst fyrir nú, að með haust- inu, eftir kosningar, þarf að leysa þau vandamál, sem nú er svikizt um að gera, að afla stórra nýrra tekna vegna fyrirsjáanlegs halla á þessu ári. Þá verður ekki hægt að byggja áætlanir á tekjuafgangi fyrra árs eins og nú er gert og tæp- lega á innflutningi hátollavara. Þá verður annað tveggja. Stórkostlegur samdráttur framkvæmda j eða nýjar álögur. Missiraskipta-þankar. Hvort er meira í anda lýðræð- is að svipta einstaklinga fullu kosningafrelsi, eða lofa þeim að halda því og láta þá ráðast, hvaða fulltrúa til Alþingis hver kjós- andi velur sér, eftir flokksað- stöðu hvers og eins hverju sinni? Þegar rætt er um að skapa réttlæti, á ekki að gera það á kostnað réttlætis, svo að úr verði óréttlæti. Hlutfallskosningar gagnvart kjósanda eru skerðing á hans fulla atkvæðisrétti, þegar kosn- ingar til Alþingis eiga fram að fara, en minni hluta sérhvers flokks kemur sú ráðstöfun sér- staklega vel. Já, en er ekki alveg sjálfsagt, munu ýmsir spyrja, að hugsa alltaf um minni hlutann, jafnvel minnsta hlutann, þótt það skerði persónulega fullkomið atkvæði? En það tel eg sneiðingu atkvæðis, þegar eg fæ ekki kosið sérhvern þingfulltrúa með fullu atkvæði. Til þess að koma í veg fyrir at- kv'æðabútun, virðist mér ein- menningskjördæmi í mestum lýðræðisanda. Ber þvi að fjölga einmenningskjördæmum, leggja niður hlutfallskosningar og af- nema öll uppbótarþingsæti. Ef það yrði gert, fengist meiri flokksfesta á Alþingi og áhrif vafasamra þjóðhollustumánna, mundu að mestu eða öllu leyti hverfa úr sölum þess. Það er ekki farið dult með, að minnsta kosti í útvarpi, til hvers refirnir eru skornir, með frum- varpi því, sem nú er á siglingu innan veggja Alþingishússins. — Tilgangurinn, samantekin ráð, einungis sá að hnekkja íhlutun Framsóknarmana, ef unnt væri, til þjóðfélagsmála á Alþingi. Það sem er harla einkennandi við framkomu frumvarps þessa, er, hversu ólík sjónarmið flokk- ar þeir hafa á þjóðmálunum, sem um það hafa orðið ásáttir. Er engu líkara, en að þeir hugsi sér allir einhvern leik á borði. Það er ekki fráleit tilgáta til dæmis að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist með því geta náð fullum völdum á stjórn landsins. Alþýðuflokkur- inn byggist við að geta dulið svo kjörfylgi sitt, að Sjálfstæðismenn þyrftu ekki framar að óttast neitt „Hræðslubandalg“. Alþýðubanda lagið teldi sér aftur á móti trú um að geta hóað öllum verkalýð saman í samstilltan hóp og að því loknu náð stjórnartaumunum í hendur sínar. En hvað svo sem þeir, hver í sínu lagi, hyggjast að bera úr býtum, þá eru þeir með frumvarpi þessu að rýra rétt ein- staklingsins til fullkomins kjör- frelsis allra flokka. Sameiginlegar þjóðmálastefn- ur einstaklinga mynda flokkana. Að flokkarnir telja misjafnlega marga einstaklinga, er við engan um að sakast. Barátta hvers flokks er að auka fylgi sinnar stefnu með fjölgun fylgismanna. Ríkisvaldið á hvorki að geta stuðlað að því að lyfta undir minnihlutaflokka, né koma í veg fyrir að meirihlutaflokkar geti fyllilega neytt aðstöðu sinnar, þótt breytingar yrðu gerðar á stjórnskipunarlögum lýðveldis- ins. Minni hluti á alltaf að vera minni hluti, þangað til hann hef- ur af sjálísdáðum náð meiri hluta aðstöðu. Þeirri aðstöðu á honum að vera frjálst að vinna að, og það mun honum í lófa lagið, hvenær sem stjórn og meirihluti Alþingis bregzt skyldu sinni, á einn eða annan hátt. Stjórn og stjórnarandstaða, kaupmenn og samvinnufélög, verða ekki umflúin frekar en gott og illt á landi hér. „Uppkastinu“, sællar minning- ar, átti að skella yfir þjóðina með miklum hamagangi. Afdrif þess eru ekki gleymd. Sá þjóðin eftir þeim? Sams konar saga ætti að endurtaka sig nú um kjör- dæmabreytingarfrumvarpið. Ego. Frá Kvenfélaginu Hlíf Þar eð Kvenfélagið Hlíf, sem á og rekur Dagheimilið Pálm- holt, leitar árlega liðs hjá bæjar- búum til stuðnings starfsemi sinni og nýtur nokkurs styrks af almannafé, telur það rétt að gera almenningi nokkra grein fyrir kostnaði við rekstur dagheimilis- ins. Birtum vér þess vegna hér sundurliðaðan rekstursreikning Pálmholts yfir sl. starfsár þess. Reikningurinn skýrir sig að mestu sjálfur. Þó skal þess getið um styrkveitingarnar, að Akur- eyrarbær lagði fram kr. 20.000.00 og ríkið kr. 7.000.00. Reynt hef- ur jafnan verið að stilla dvalar- gjöldunum mjög í hóf, og ber reikningurinn það ótvírætt með sér. Námu þau 350.00 kr. á mán- uði fyrir hvert barn. Reksturs- hallann hefur félagið hingað til getað jafnað með fjáröflunar- starfsemi sinni. Til ekkju Aðalgeirs Jónssonar. Frá 21. marz: K. P. kr. 100.00. — Kvennadeild slysavarnafél., Ak., kr. 5.500.00. — N. N. kr. 300.00. — M. G. kr. 300.00. — M. S. kr. 300.00. — Áheit kr. 50.00. — Áheit kr. 50.00. — H. E. kr. 100.00. — Þ. E. kr. 100.00. — Alls hafa borizt til hennar á skrif- stofu blaðsins kr. 31.602.50. REKSTURSREIKNIN GUR Barnaheimilisins „Pálmholt“ frá 1. nóv. 1957 til 31. okt. 1958 T e k j u r : Dvalargjöld kr. 75.043.00 Styrkveitingar — 27.000.00 Húsaleiga — 2.600.00 Reksturshalli — 49.975.39 kr. 154.618.39 G j ö 1 d : Laun kr. 72.400.74 Matvæli — 32.509.72 Rafmagn — 2.410.40 Akstur — 18.228.95 Leikföng — 911.51 Búsáhöld — 737.00 Sími — 830.00 A'uglýsingar — 140.00 Slysatrygging — 840.00 Fasteignagjöld — 914.50 Viðhald — 3.481.54 Brunatrygging — 853.50 Ýmis kostnaður — 29.00 Fyrning á leikf. — 2.000.00 Fyrn. á Pálmholti — 14.106.52 Fyrning á innbúi — 4.225.01 kr. 154.618.39 Elinborg Jónsdóttir, form. Laufey Tryggvadóttir, gjaldk. r Urgangsfiskur verður að úrvalsfæðu Svíar gera vélar er framieiða fiskimjöl til manneldis Sænskt firma hefur gert vélar og komið upp fyrstu verksmiðju heimsins, sem getur framleitt fiskimjöl til manneldis. Er hér um að ræða mikla nýjung, sem getur haft hina mestu þýðingu í bar- áttunni við að brauðfæða milljónir hungraðra manna. Fyrirtækið, sem framleitt hefur vélarnar í hina nýju fiskimjölsverksmiðju hefur haft nána sam- vinnu við Matvæla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. — FAO — á meðan á tilraunum og undirbúnigi verksmiðjunnar hefur staðið. FAO telur, að framleiðsla fiskimjöls til mann- eldis geti orðið lausnin á því vandamáli hvernig útvega eigi milljónum manna eggjahvítuefni úr dýraríkinu á ódýran og hagkvæman hátt. Fiskur er kjörvara hvað eggjahvítuinnihald snertir og það er trú þeirra er þessi mál þekkja, að ef aðeins væri hægt að finna leiðir til þess að flytja fiskinn óskemmdan heimsálfanna á milli og á hag- kvæman hátt væri mikið unnið á í baráttunni við hungurvofuna. I þessu sambandi hafa menn látið sér detta í hug fiskimjöl til manneldis. Bæði FAO og barnahjálparsjóður S. Þ., UNICEF, hafa haft áhuga fyrir framleiðslu fiskimjöls til manneldis og hafa látið gera tilraunir með framleiðslu og neyzlu í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. En hingað til hefur strandað á því, að ekki hefur tekizt að framleiða fiskimjöl, sem er lyktarlaust og bragðlaust, en sem hefur næringagildi sitt óskert °g eggjahvítuinnihald. Björninn unninn. En nú er björninn unninn. Hinu sænska fyrir- tæki hefur tekizt að framleiða fiskimjöl, sem er laust við fyrri galla þeirrar vöru og hefur alla beztu kosti fiskimjölsins. Eggjahvítuinnihald hins sænska fiskimjöls er t. d. 85%, borið saman við 15% í nýju kjöti og fiski. Hefur hér tekizt að framleiða mjöl, sem hefur meira eggjahvítuinnihald -en nokkur önnur matvara. Það er því ekki að furða, að sér- fræðingar FAO telja að hér sé um að ræða fram- leiðslu er marki tímamót í næringarsögu mann- kynsins. ■ ! Til brauðgerðar og fleira. Manneldisfiskimjölið sænska má t. d. nota til brauðgerðar, það er einnig hægt að nota það í súp- ur og sósur, eða gera úr því aðra rétti. Þegar er farið að tala um eggjahvítubi-auð með 5% fiski- mjölsinnihaldi. Þetta magn myndi ekki gera brauð- ið dýrara en það er nú, því það er ekki gert ráð fyrir, að fiskimjölið þurfi að vera dýrara en hveiti, eða önnur kornvara. Slík brauð væru guðsgjöf í löndunum, þar sem eggjahvítuefni er af skornum skammti í daglegri fæðu manna. í þeim löndum þar sem meiri eggja- hvítu er þörf í fæðu manna væri hægt að auka fiskimjölsmagnið án þess að brauðið bragðaðist öðruvísi en ella, eða það yrði neytendum dýrara. Úrgangsfiskur ágætur til átu. Sænska fiskimjölið er framleitt í lokuðum vél- um og flutt til eftir lokuðum leiðslum, þannig að mannshöndin snertir ekki fiskinn frá því að hann kemur inn á fyrsta stig vinnslunnar og þar til mjölið kemur út tilbúið. Til fiskimjölsframleiðslunnar má nota hvaða fisk sem vera skal, hvort það er fyrsta flokks heilag- fiski eða hákarl. Úrgangsfiskur, sem ekki þætti hæfur til annars en fiskimjölsframleiðslu til dýra- fóðurs yrði að fyrsta flokks manneldismjöli. Það er því ekki lengur þörf að framleiða fiskimjöls- hæsnafóður til þess að fá eggjahvítuefni úr eggjum og kjöti hænsnanna. Matvæla og landbúnaðarstofnun S. Þ. leggur sem sagt mikið upp úr þessari uppfinningu, einkum með tilliti til vanyrktu þjóðanna. Sænska fyrirtækið, sem hefur einkaleyfi á hin- um nýju vélum mun hugsa sér að koma upp fiski- mjölsframleiðslu til manneldis víða um heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.