Dagur - 25.04.1959, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Laugardaginn 25. apríl 1959
HERJÓLFUR SKRIFAR
H
I N G S J Á
Lokatakmarkið er: Landið eitt kjördæmi
Kjördæmabreydng þríflokkanna beinlínis sniðin með það fyr-
ir augum að fá tilefni til enn róttækari breytinga eftir fá ár
KjördæmafrumvarpiS er
komið fram, loks cftir langa
mæðu. f heild sinni er það
eins og forsætisráðherra boð-
aði í nýársboðskapnum, en
nokkuð mun handaumferð
kommúnista setja mark sitt á
einstök atriði. Vitað er, að Al-
þýðuflokkurinn vildi hafa 7
þingmenn í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, en kommúnistar
fengu ráðið því, að þingmenn
þar verða aðeins 6. Merkir
það, að Alþýðuflokkurinn hef-
ur ENGA möguleika til þess
að fá kjördæmakjörinn þing-
mann í þessu kjördæmi, ef
ekki breytist mikið það fylgi,
er flokkörinn hefur haft á
þessu landssvæði, og er raun-
ar sízt að vænta anna^ra
breytinga en þeirra, sem liggja
niður á við. Er kunnugt, að
Alþýðuflokkurinn er svo óvin
sæll hér á Norðurlandi og víð-
ar fyrir stefnu sína í kjör-
dæmamálinu, efnahagsmálum
og fáheyrð svik sín við
vinstri stjórnina og bandalagið
við Framsóknarmenn, að hann
á sér engrar viðreisnar von.
I»að hlýtur að vekja furðu
allra, hvílík fásinna það er að
ætla að leggja Akureyri nið-
ur sem sérstakt kjördæmi.
Akureyri er mjög vaxandi
bær og verður eftir örfá ár
kominn með yfir 10 þús. íbúa
og langt yfir 5 þús. kjósend-
ur. Þá er sýnilegt, að Akur-
eyri vex öðrum hlutum kjör-
dæmisins algerlega yfir höf-
uð að fólksfjölda og mun
valda mikilli röskun á því
hlutfalli, sem er milli hinna
tveggja Norðurlandskjördæma
og er þó þegar nú í upphafi
misræmi á milli þeirra, þar
sem (miðað við síðustu al-
þingiskosningar) það verða
rúmlega 1800 kjóse.ndur á bak
við hvern þingmann í eystra
kjördæminu en aðcins á 12.
hundraðið í vesturkjördæm-
inu. Með þessu ákvæði fruin-
varpsins er þannig alls ekki
stefnt til þess jöfnuðar milli
kjördæma, sem virtist þó vera
annar megintilgangurinn með
kjördæmabreytingunni, held-
ur er við haldið nákvæmlega
sömu annmörkum og and-
stæðingar sögulega þróuðu
kjördæmanna hafa fundið
þeim sérstaklega til foráttu.
Margir Sjálfstæðismenn eru
svo barnalcgir að trúa því, að
þessi kjördæmabreyting sé
endanlegt skipulag kosninga-
mála á íslandi. Talsmenn
flokksins gefa út hátíðlegar
yfirlýsingar, að staðnæmzt
verði við þessa breytingu og
hún muni gilda um eilífð upp
frá þessu! Þeir, sem þekkja
yfirlýsingar Sjálfstæðisfor-
kólfanna' í kjördæmamálinu
frá 1942, þegar Ólafur Thors
sagði í þingræðu, að Sjálf-
stæðisfl. myndi ALDREI
fylgja fáum og stórum kjör-
dæmum, sem sami Olafur
Thors berst nú harðast fyrir
17 árum síðar, — gera að sjálf
sögðu ekki mikið úr gildi
slíkra yfirlýsinga. Þær er og
getur ekkert verið að marka.
í öðru lagi geta gamlir og af-
dankaðir þingmenn íhaldsins
ekki bundið hendur þeirra
Heimdellinga, sem nú fara
senn að taka við algerum
yfirráðum innan Sjálfstæðis-
flokksins, og það er því eins
víst, að eftir örfá ár sameinist
Sjálfstæðismenn kommúnist-
um og Alþýðuflokksmönnum,
ef þeir verða þá nokkrir til,
um enn róttækari kjördæma-
breytingu og heimti, að land-
ið verði EITT KJÖRDÆMI.
Við vitum af gamalli reynslu,
að þessir flokkar eiga í raun
og veru ekki aðra stcfnu í
kjördæmamálinu. Og þeir
munu ekki linna látunum,
fyrr en þeim hefur tekizt að
fá sitt fram. Það þykir hins
vegar ekki „praktiskt“ í bili
að taka stærra stökk í einu en
nú er gert, en nái þeir þessum
áfanga, verður þeim eftirleik-
urinn næsta auðveldur, sér-
staklega þegar við svo leiði-
taman bandmann er að semja
sem íhaldið. Þó að Sjálfstæð-
ismenn tali um endanlegt
skipulag, eftir að breytingin
er komin á, þá segja komm-
únistar aðeins, að hið fvrir-
hugaða kjördæmaskipulag
„feli ekki í sér neitt endanlegt
rétílæti". Sama.segja Alþýðu-
flokksmenn. Má því segja
þessum flokkum það til hróss,
að þeir eru nokkurn veginn
sjálfum sér samkvæmir. Vit-
anlega er það rétt, að hið nýja
kjördæmaskipulag felur ekki í
sér það „réttlæti“, sem komm-
únistar og Alþýðuflokksmenn
telja öllu réttlæti ofar. Undir
hinu nýja fyrirkomulagi er
héruðum og flokkum mismun-
að, engu síður en undir því
grundvallarskipulagi, sem nú
er talið allra verst. Dæmið
um Norðurlandskjördæmi
eystra með Akureyri innan-
borðs sýnir ljóslega hvert
stefnir um varanleik liinnar
nýju kjördæmabreytingar.
Ætli það líði mörg ár, áður en
farið verður að útlirópa 8-
kjördæmaskipulagið sem ólýð
ræðislegt? Ætli Alþýðuflokks-
mönnum þyki hlutur sinn
beysinn, þegar þeir fara að
hirða uppskeruna eftir bylt-
inguna? Og ætli Alþýðu-
bandalagsmönnum verði ekki
svipað innanbrjósts? Sann-
leikurinn er sá, að svo lengi
scm Alþýðuflokkurinn er háð
ur því að bjóða fram í flciri
kjördæmum en einu — nefni-
lega því eina kjördæmi, sem
hann hefur einhverja veika
von í, því flokkurinn á ekk-
ert nema tvístrað lið út um
hvippinn og hvappinn að und-
anskildu Faxaflóasvæðinu —
þá er hann sífelldlega á ná-
strái! Það eru því engar líkur
til, að Alþýðuflokkurinn sætti
sig við stóru kjördæmin til
lengdar. Það þarf ekki að efast
um, að einhvern skammdegis-
daginn eftir fáein ár ályktar
þing Alþýðuflokksins svo, að
allt annað sé ólýðræðislegt en
að landið sé eitt kjördæmi.
Sjálfstæðismenn munu áreið-
anlega ekki liafa manndóm í
sér til þess að andmæla þeirri
skoðun, cf þeir breyta ekki
þeim mun meira um hugarfar,
sem sízt er að vænta, og þá
fer öll hersingin af síað að
nýju og hefur lokasóknma að
því marki, sem hún nú stefn-
ir að, þótt Iiún „æji ögn“ á
fjórðungamörkunum í bili til
þess að hvíla þá, sem tregir
eru til fylgdar. En kjarni
málsins er sá, að kjördæma-
breyting þríflokkanna nú er
beinlínis snðiðin með það fyr-
ir augum að fá tilefni til enn
róttækari breytinga efíir
nokkur ár.
Land ey ðingarstef nan
Stefna AJ.þýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins í efna-
hags- og fjármáluni er nú
mörkuð. Gengur allt eftir, sem
Framsóknarmenn hafa sagt.
Uppbótum og niðurgreiðslum
á að mæta með því að skera
niður verklegar framkvæmd-
ir, gera greiðsluafgang ríkis-
sjóðs að eyðslueyri, skerða
atvinnuaukningarfé og auka
innflutning hátollavarnings og
Iáta hann sitja fyrir innflutn-
ingi nauðsynja. Stefnan getur
því ekki leitt til annars en
minnkandi uppbyggingar,
minnkandi atvinnu og neyzlu-
vöruskorts, en þeim mun
meira framboð lúxusvarnings
og óþarfa.
Sýnilegt er, að uppbygging-
arstefna fyrrverandi ríkis-
stjórnar, sem miðaði að jafn-
vægi í byggð landsins, eflingu
atvinnulífs í öllum Iandshlut-
um og framtíðaratvinnuöryggi
í sveit og við sjó, á ekki upp á
pallborðið lijá þeim, sem nú
fara mcð landsstjórnina. Verð-
ur nú augljóslega hlaupizt frá
öllum áætlunum um jafna
uppbyggingu alls landsins og
innleidd sú landeyðingar-
stefna, sem er takmark og
höíuðinntak þeirrar stórkost-
legu stefnubyltingar, sem nú
er uppi í kjördæmamálinu, og
studd verður fram til sigurs
með hinni nýju fjárfestingar-
pólitík.
Krisfjana Sigfúsdóffir
MIN NIN G A R 0 R!)
Þegar ég á degi hverjum geng'
hjá húsinu Hrafnagilsstræti 4 á
Akureyri, minn.ist ég þess, að nú
eru gömlu hjónin farin þaðan úr
kjallaranum. Aldrei mun ég
framar líta þar inn til að hlusta
á nýjustu ferskeytluna, eða heyra
húsfreyjuna segja frá síðustu
bókinni um dulræn fyrirbrigði.
Húsfreyjan er nú horfin bak við
tjaldið mikla, en gamli maður-
inn fluttur til fósturdóttur sinn-
ar út á Ytri-Brekkuna. Þetta er
gangur lífsins.
En hvað ber til að ég leyfi mér
að rita minningarorð um þessa
konu, sem ég hef aðeins þekkt í
einn áratug? Eingöngu vegna
þess, að enginn annar, sem þekkti
hana betur, hefur gert það.
Kristjana Sigfúsdóttir var fædd
á Hofsstöðum í Mývatnssveit 2.
marz 1886. Foreldrar hennar
voru Sigríður Jónsdóttir, Hin-
rikssonar skálds á Helluvaði og
Sigfús Jónsson af Skútustaðaætt.
Hún ólst upp í stórum systkina-
faópi á Halldórsstöðum í Jleykja-'.
dal. Hún átti 6 systkini og eru
þau öll á lífi. Eitt þeirra er Sig-
urður Bjarklind, fyrrv. kaupfé-
lagsstjóri. Hún giftist Einari
Árnasyni frá Finnsstöðum í Kinn
8. júlí 1906 rúmlega tvítug. Þau
hjónin bjuggu lengst á Vatns-
enda og Landamótsseli í Kinn.
Hingað til Akureyrar fluttu þau
1933. Þau hjónin eiga einn son,
Höskuld, hreppstjóra, á Vatns-
horni í Skorradal. Tvö fóstur-
börn ólu þau upp, Aðalgeir Frið-
biarnarson, sem lézt 23 ára að
aldri og Aðalbjörgu Jónsdóttur
konu Páls Bjarnasonar, sím-
virkja, á Akureyri.
Kristjana lézt eftir langa van-
heilsu 19. febrúar síðastliðinn,
tæplega 73 ára að aldri. Fundum
okkar Kristjönu bar síðast sam-
an á biðstoíu læknis. Var þá ver-
ið að rannsaka sjúkdóm þann, er
þjáði hana. Hún lézt eftir upp-
skurð.
En hvernig var þessi dugmikla
og gáfaða kona innst í eðli sínu?
Hver voru áhugamál hennar?
Þegar hún var 18 ára, dvaldi
hún einn vetur á Seyðisfirði hjá
Jóni frá Múla, frænda sínum.
Hún var þá ekki aðeins gáfuð og
orðheppin, heldur einnig lagleg
og tilkomumikil ung stúlka, eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Enda hafði Jón frá Múla miklar
mætur á þessari frænku sinni.
Kristjana var greind kona,
stórlynd en þó viðkvæm. Það
þurfti ekki alltaf mikið til að
gleðja hana eða hryggja. En hún
var vinföst og gott að eiga hana
að vini. Hún unni allri fegurð,
hvar sem hún fann hana. Hún
var mjög blómelsk og unni söng
og fögrum Ijóðum. Hún var
smekkvís á bókmenntir og áttu
þau hjónin einungis góðar bæk-
ur. En hún var gersneydd öllu
tildri og prjáli.
Okkar kunningsskapur hófst
með því, að við vorum bæði vin-
ir Margrétar frá Öxnafelli og
hittumst oft heima hjá henni.
Vinátta hennar og Margrétar var
traust og innileg. Hún hafði mik-
inn áhuga á dulrænum efnum og
andlegum lækningum. Og þegar
ég leit inn til Kristjönu og Ein-
ars, var stundum rætt um vel
gerðar ferskeytlur eða dulræn
efni. Kristjana hafði mikinn
áhuga á sálax-rannsóknum. Hún
átti margar bækur um þau mál.
Þeir Einar H. Kvaran og séra
Haraldur Níelsson voru hennar
menn. Síðustu árin mátti segja,
að hún stundaði aðeins eina
fræðigréin: Lífið eftir dauðann.
Og um þau efni var gaman að
ræða við Kristjönu. Hún var
sar.nfærð um framhaldslífið og
gat fært mörg rök fyrir máli
sínu. Er hægt að velja sér verð-
ugra viðfangsefni í ellinni til að
hugleiða en Kristjana gerði?
Um leið og eg f-lyt Jressari sér-;
stæðu konu blessunaróskir á ei-
lífðarleiðum og þakka vináttu
hennar og margar samverustund-
ir, bið ég hinum aldna eigin-
manni hennar huggupar og
blessúhár. '' > •
Eiríkur Sigurðsson.
Kveðið til syrgjenda
í kvnjiey
Margar raunir mæta oss hér
niædda þetía friði:
Jarðarbölið brcytir sér
í bros á næsta sviði.
Drottinn hefur döprum tjáð,
dáinn vinur íifir.
Treystu gæsku guðs og náð
guð oss vakir yfir.
Emelia Sigurðardóttir.
HEIMA ER BEZT
Maíhefti Heima er bezt er komið
út. Efni þess eru greinarnar Jónas
Rafnar ylirlæknir, Vestur-íslenzkur
sögustaður og Draumur Finars
Bjarnásonar á Mælilclli eftir rit-
stjórann, Steindór Steindórsson,
„Hver maSúr skal heita einu ís-
lenzku nafhi“, eftir Gils GuSmunds
son, I stórhríðarbyl á Hólsfjöllum,
eftir GuSna Sigurðsson, framhalds-
sögurnar tvær, „Sýslumannssonur-
inn‘‘ og „StýfSar fjaðrir“, þáttur
Steíáns Jórissonar o. m. fl. Forsíðu-
myndin er ai Jónasi Rafnar yíir-
lækni.