Dagur - 25.04.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 25.04.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 25. apríl 1959 D AGUR igurbjörn Árnason Fáein minningarorð Okkur setur hljóð, er við heyr- I var fyrsta afrek hans á því sviði um harmafregnir. Svo fór með mig, er ég frétti lát Sigurbjörns Árnasonár Eyrarvegi 5 hér í bæ. Eg hafði talað við hann að kveldi þess 14. þ. m., þá glaðan og reif- an að venju, en að morgni næsta dags var hann skyndilega kallað- ur héðan svo óvænt og fyrirvara- laust virðist manni. Það er þó lífiins saga að kynslóðir koma og' kynslóðir fara, en þó er það svo, að okkur gengur oft illa að sætta okkur við ráðstöfun Guðs, örlög lífsins, segjum við. Hvers- vegna eru menn og konur kall- aðar héðan í blóma lífsins og að óunnu dagsverki? Hvers vegna var hann Bjössi, eins og við kölluðum hann, kallaður héðan á miðjum aldri, og aðeins að hálfnuðu dagsverki? Það er víst saga, sem okkur vinum þeirra látnu finnst torráðin, og svo finnst mér nú og enn, en Guð ræður nú sem fyrr, við verðum að lúta vilja hans, og áður en varir er röðin komin að okkur sjálfum. Eg kynntist Sigurbirni fyrst þegar hann var 15 ára að aldri, þá að Hamri í Svarfaðar- dal, þar sem hann átti heima um árabil sem unglingur, lífsglaður og hjartabreinn, með lífið barma- fullt af glæstum vonum, já, hann átti þá bjarta framtíðardrauma, og að því að mér virtist naut þess ríkulega að eiga lífið fram- undan svo sem ungmennum er títt. Snemma kom það í ljós hvað í honum bjó. Meðan hann enn var á unglingsárum þar heima á Hamri og lítt þroskaður, tók hann að sér byggingaframkvæmd ir hjá fósturforeldrum sínum þar, og eru þær byggingar enn og munu verða um árabil minn- isvarði hans þar á staðnum. Þetta Söfnunin vegna sjóslysanna: Frá 21. marz hafa blaðinu borizt eftirfarandi gjafir: Á. H. J. kr. 100.00. — Þ. J. kr. 100.00. — Vigfús Einarsson kr. 100.00. — Ellen Einarsdóttir kr. 100.00. — G. T. kr. 100.00. — P. P. kr. 100.00. — R. B. kr. 100.00. — G. J. kr. 100.00. — Kvenfélag- ið Vaka, Dalvík, kr. 2.000.00. — Þór Magnússon kr. 500.00. — N. N. kr. 100.00. — X. Y. kr. 1000.00. — S. og L. kr. 500.00. — N. N. kr. 150.00. — Sigríður Guðmunds dóttir kr. 200.00. — Halldór Hall- dórsson kr. 100.00. — J. B: kr. 100.00. — Frá starfsm. á Stefni s.f. kr. 2.600.00. — J. Ó. S. kr. 100.00. — Alls hafa þá borizt til bláðsins kr. 95.190.90. er hann var kjörinn til, og leysti hann það hlutverk af hendi með sóma að því er eg bezt veit. Minnist eg þess enn ér hann að loknu því verki gerði mér grein fyrir unnum sigri sínum í því efni, þar kom fram óblandin sig- urgleði. Samt er hann litlu síðar réðist til smíðanáms á Akureyri kaus hann ekki þann kostinn að læra húsasmíði, heldur gerði hann húsgagnasmíði að sínu fagi og lífsstarfi, og frá því starfi var hann kallaður héðan að morgni þess 15. þ. m., nýkominn í vinnu- stofu sína. Dagsverkið var full- unnið á miðjum starfsaldri. Nú er við kveðjum þig að leiðarlok- um streyma minningarnar fram. Margs er að minnast frá liðnum þeim 32 árum, sem við höfum átt samleið, þó ekki værum við alltaf nágrannar. Eg minnist ýmissa at- vika í samskiptum okkar, og eg minnist allra okkar samskipta að góðu einu. Eg þakka þér sam- fylgdina og samstarfið, horfni vinur, frá því fyrsta til þess síð- asta, Eftirlifandi ástvinum þín- um, hjartkærri eiginkonu, börn- um þínum og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. S. K. Aðalsafnaðarfundur verður að aflokinni guðsþjónustu haldinn að Munkaþverá sunnudaginn 26. apríl næstk. Ritgerðasamkeppni f vetur efndi Áfengisvarna- nefnd Akureyrar til ritgerðasam- keppni í öllum 12 ára bekkjum barnaskólanna hér á staðnum. — Ritgerðarefnið var: Hvers vegna ber ungu fólki að varast áfengi og tóbak? Og voru verðlaun veitt fyrir beztu ritgerð í hverri bekkjardeild. Þessi börn hlutu verðlaunin: í Barnaskóla Akurcyrar, Kristján Árnason, Margrét Val- geirsdóttir, Una Hjaltadóttir og Valdís Þorkelsdóttir. í Barnaskóla Oddeyrar: Inga Sigurðardóttir og PéturTorfason. _ í Barnaskóla Glerárhverfis: Ólafur Baldursson. Formaður Áfengisvarnanefnd- ar, séra Kristján Róbertsson, af- henti verðlaunin í hverjum skóla, en þau voru 100 kr. í peningum. Öll taka börnin ákveðna af- stöðu gegn áfengis- og tóbaks- nautn, en hve lengi endist sú af- staða? Þar veltur mikið á því umhverfi, sem börnin alast upp í. Afengi og slysahætta. Stöðugt eru að verða . um- ferðaslys af yöldum áfengis- nautnar. Fyrir skömmu óku pilt- ur og stúlka eftir einni glæsileg- ustu þjóðbraut Bandaríkjanna. — Maðurinn, sem er við stýrið og konan, sem situr hjá honum í sætinu, láta flöskuna ganga á milli sín og aka með ofsahraða öfugu megin á brautinni. Á móti þeim kemur bifreið, í henni eru ung hjón með fjögur börn sín á aldrinum 1—13 ára. Þau eru að fara í heimsókn til kunningja sinna. Þarna verður ægilegur árekstur, og allir, sem í bifreið- unum voru, farast á svipstundu, nema hinn ölvaði ökumaður. Hann einn komst lífs af, hinir 7 farast. Svipaðar sögur eru alltaf að gerast út um allan heim. Frá Afengisvernanefnd Akureyrar. Rafvæðingin og andlifin þrjú Síefán Randversson Sl. miðvikud. var til moldar bor inn Stefán Randversson, verkam. Munkaþverárstræti 26, hér í bæ. Stefán var fæddur 10. júní 1894 í Ytri-Villingadal í Saur- bæjarhreppi. Foreldrar hans voru Sigrún Stefánsdóttir og Randyer Sigurðsson bónda í Leyningi. Voru þau bæði ey- firzkrar ættar. Þau bjuggu í Ytri-Villingadal mörg ár. Ásamt systrum sínum vann Stefán að búi föður síns, þar til hann lézt 1934. Ári síðar fluttust þau syst- kin til Akureyrar, og þar stund- aði Stefán daglaunavinnu meðan heilsan leyfði. Öll þau verk, sem honum voru falin, leysti hann af hendi með stakri alúð og samvizkusemi. Hann var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd, hvenær sem var, og gerði það með glöðu og ljúfu geði. Hann tileinkaði sér, heilshugar, hinar fornu dyggðir að vera trúr í starfi og trúr í orði. Brigð á loforðum hans þekktust eigi, þar 'stóð allt eins og stafur á bók. Hann var mjög hlédrægur og laus við alla áreitni. Hann trúði alltaf hinu betra í f ari hvers manns og vildi hlúa að því eftir föngum. Hann leit á mannlífið og mennina eins og blómgróður, sem verður því fegurri og þroskaðri, sem betur er að honum hlúð með vörmum vinarhöndum. Stefán Randversson var alveg rúmfastur, að heita mátti í fullt ár, unz hann andaðist 15. þ. m. Veikindi sín bar þessi starfsfúsi Eftir síðustu stjórnarskipti tók að anda köldu til bænda. Til við- bótar við 6 milljón króna kjara- skerðingu vegna neitunar á 3,3% leiðréttingar á verðlagsgrund- vellinum, 12—15 milrjóna mis- rétti í niðurgreiðslu vísitöluvara og 5 milljón króna minni inn- flutning á búvélum, stöðvaði ríkisstjórnin rafvæðingu dreif- býlisins frá síðustu áramótum. Þegar Dagur benti á þetta fyrir nokkru, varð blað Alþýðuflokks- ins á Ak. ókvæða við. Mönnum kom það vægast sagt undarlega fyrir sjónir, að ritstjóri þess gerði tilraun til að sanna, að Hermann Jónasson hefði svikið sveitafólk um rafmagn og átaldi harðlega hvað framkvæmdir tefðust. Til- raun Braga misheppnaðist, af þeirri ástæðu, að fyrir liggja óyggjandi sannanir um það, að um sl. áramót þegar 10 ára raf- væðingaráætlunin var hálfnuð, hvað tímalengdina snerti, voru framkvæmdir meira en hálfnað- ar. Um það verður ekki deilt. Ritstjóri Alþýðum. var ekki ánægður með frammistöðu sína og skrifaði næst í alveg nýjum dúr, þar sem rafvæðing sveitanna var kölluð glæfralegasta fjárfest- Ort fyrir munn þingmannsefna: Elsku vinur, aðeins þessa bið ég: Kjóstu mig og ljá því lið að leggja niður kjördæmið. ing 20. aldarinnar. Betra væri að sletta einhverjum styrk í bændur í eitt skipti og láta þá síðan um að spjara sig. Líklega hefur greinarhöfundur fengið bágt fyrir þessa kenningu, því enn fer rit- stjórinn á stúfana og vill nú telja upp afrek núverandi stjórnar á þessu sviði, þann fyrsta ársfjórð- ung þessa árs, serri senn er liðinn. Viti menn! Hann hefur frá ein- hverju að segja eftir gagngerða leit. Nokkrir bæir höfðu verið tengdir rafveitukerfi í Húna- vatnssýslu og vitanlega var þar aðeins um það að ræða, að ljúka verki. Ritstjóri Alþýðum. hefur sett upp þrjú andlit á þremur vikum og er það töluvert eftirtektar- verður leikaraskapur. Fyrst er vand'jiæting yfir því, hve seint hafi miðað rafvæðingunni. Næst er rafvæðingin talin mestu fjár- glæfrar 20. aldarinnar og síðast sagt frá því afreki núverandi stjórnar, að hafa tengt nokkra sveitabæi í Húnavatnssýslu við rafveitu og er það eina afrekið fyrsta ársþriðjunginn. Eftir þennan leikaraskap, er það fram komið, sem mest var óttast í sambandi við rafvæðingu dreifbýlisins. Stjórnarsinnar í fjárveitingarnefnd Alþingis, leggja til, að framlag ríkisins á þessu ári verði minnkað um 43% til raforkuáætlunarinnar. , Margt gengur ófugf maður með þolgæði og án mögl- unar. í þessari raun var það hon- um harmabót að njóta ástríkrar umönnunar systra sinna, sem aldrei viku af varðstöðvunum, unz yfir lauk. Stefán var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Við, sem áttum þess kost að kynnast Stefáni Randverssyni og oft njóta hjálpfúsra handtaka hans, söknum þessa prúða og dygga samferðamanns. Og við burtför hans sendi eg einlæga samúðarkveðiu til systra hans. Við þig, góði drengur, segi eg af heilu hjarta: Far þú í friði. Hólmgeuf Þorsteinsson. Allir sjá og vita, að aðalfjármagn landsins er komið suður til Reykja- víkur. Þar búa hæstlaunuðustu em- bættismennirnir og auðmennirnir, og þar er miðstöð landsins og flestar opinberar stofnanir saman komnar. Þar fer mest af innflutningnum í gegn, og þar er málum þjóðarinnar ráðið á löggjafarþinginu, og þar er enn fremur framkvæmdarvaldið. Hið mikla fjármagn og mann- fjöldinn dregur til sín æ meira fjármagn og fólkið sjálft á eftir. Það eru engar sjáanlegar líkur til þess, að þetta öfugstreymi breyt- ist, ef ekkert verður að gjört, heldur aukist þetta hraðar og hraðar, svo að sums staðar getur orðið land- auðn, eins og mi er orðið í Fjörð- um og á Flateyjardal og víðar. En er það a'lveg víst, að rétt sé að láta landshluta fara í eyði, þótt af- skekktir séu og lífsbaráttan hörð? Það er Alþingi, sem á að sjá um, að spyrnt sé við fótum í þessu efni. Að hrúga fólkinu saman í Reykja- vík getur þeim sýnzt vafasamt,' sem utan við standa og verða varir við hina ýmsu fölsku tóna í stjórn landsins, þeim, sem vilja landinu öllu vel en binda sig ekki við hag- sæld i einum landshluta aðeins. Er framtíðin svo örugg í Reykjavík, að ekki geti brugðizt? Það má ekki gera ráð fyrir og reikna með, að heiklsalar og verzl- unarlýður geti alltaf tekið til sín viðskiptagróðann af landinu öllu og stungið í siiin vasa. Það eru svik við landsbyggðina alla. Það eru og svik við landsbyggðina, að embætt- ismannalýður og braskaramir hafi meira kaup en atvinnuvegirnir geta borgað þeim fyrir þeirra andlegu vinnu. Óhætt er að spá fremur dauflega fyrir þessu litla ríki með hið nýfengna sjálfstæði, ef atvinnu- vegunum er ekki haldið betur í jafnvægi en gert hefur verið í fjár- hagslegu tilliti. Ekki er annað hægt að sjá, en að þing og stjórn sé búið að ganga sig í sjálfheldu hvað þetta snertir og verði erfitt um siðferðilega og lýð- ræðislega lausn, nema að þiggja löngu gefin ráð utan þings. Þessir aðilar eru sjáanlega farnir að blygð- ast sín fyrir það að gera krónuna verðminni en orðið er. Ef gera ætti krónuna verðmeiri en hún er, þá aukast eignir allra braskara og of- launaðra manna, sem er auðvitað hið herfilegasta ranglæti. Frá sjón- arrniði þeirra, sem ekki hafa haft annað en daglaunavinnu til að lifa af eða eitthvað hliðstætt, ætti það að vera dauðasök hvers stjórnmála- flokks, sem bæri slíkt fram. Út yfir tekur, ef gera ætti allar skuldir þeirra, sem skulda, verðmeiri með hækkandi krónu. Stjórnmálamönnum er trúandi til alls. En ekki væri líklegt, að sjálfstæði landsins þyldi slíkar ráð- stafanir. — Að myndaður verði kreppulánasjóður í annað sinn, er heldur ekki trúlegt. — Enginn vill halda því fram, að réttlátt sé að borga niður framleiðsluvörur lands- manna til lands og sjávar, sem hafð- ar eru til neyzlu innanlands og til gjaldeyrisöflunar. Með því fellur krónan óumflýjanlega. Ríkið leggur á tolla, kaupmenn Ilafa lag á að leggja prósentur sínar á tollana, og verkamenn hafa kröfu rétt á að geta lifað, og krónan fell- ur. Neytendurnir fá landbúnaðar- vörurnar ofan í sig fyrir minna en framleiðsluverð, og eru það óverð- skulduð hlunnindi. Þeir, sem biðja um aukið fylgi til að breyta stjórnarskránni, hljóta að vera með alveg sérstöku innræti, því að enn sést slóðin þeirra, sem að i'raman er lýst. Og þessir menn eru algerlega ráðalausir, en biðja þó um sama sem einræði. Munið það, að þeir leysa sjaldan vandann, sem vandanum valda. 16. apríl 1959. Snorri Þórðarson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.