Dagur - 06.05.1959, Page 4

Dagur - 06.05.1959, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 6. maí 1959 Ski il'sliilii í Uafnaistrá'tí ‘Kl — Sími i Kiti lUTSTjAui: ERLI N G V R I) A V í I) S S (> N .'Vuglýsingastjói i: J Ó \ S \ M Ú E I..SSON Árgaiigiiiiim kosiai kr. 75.00 HlaðiA kiiiiur út ;i íiiiðvikutiiiguni «g laugaitltíguni, þcgar cfni stantla til Cjaltltlagi cr I. júlí l>«jf.NTVERK OI»DS HJÖKNSSONAIt H.F. ! Skólaskip á Akureyri ÞÓTT ENNÞÁ ANDI KÖLDU, er þess vonandi ekki langt að bíða, að sumarið komi í allri sinni dýrð. Sú er von okkar allra, og ekki sízt ung- mennanna, sem enn sitja sem fastast á skóla- bekkjUm, en munu fagna frelsi innan skamms. En hið uppvaxandi fólk, piltar og stúlkur, þurfa þó meira en að losna úr skólanum. Það þarf að fá vinnu, sem því og þjóðfélaginu í heild er samboð- in. Fimmti hver íslendingur er í skóla og við skólaslitin losnar óhemjumikið vinnuafl. Sem get- ur fer, bíða ótal störf til sjávar og sveita, hinna ýmsu, einstöku nemenda, en allur fjöldinn virðist ennþá vera óráðinn um veru sína og vinnu í sum- ar. Gildir það jafnt um unglinga innan og ofan við fermingaraldur. Við kunnum því flestir illa, að ætla að skipu- leggja alla hluti. Samt sem áður virðist óvíða meiri börf skipulagningar og féJagslegrar aðstoö- ar, en við það verkefni, að fá skólafólkinu næga atvinnu við ný störf. Án efa gætu sveitirnar bætt við sig nokkru af börnum kaupstaðarbúa, ef vilji væri fyrir hendi frá beggja hálfu að leysa það mál á félagslegum grundvelli. Þar væri vinnumiðlunar full þörf. En svcitirnar geta þó ekki leyst málið nema að litlum hluta, því að hlutfallið millt íbúa- tölu bæja og sveita hefur raskast mjög. í bæjun- um hafa verið gerðar tilraunir með ýmiss konar verkefni handa hinum uiigu, og eru þær virðing- arverðar, en flestar ófullkomnar. Menn virðast naumlega vera búnir að átta sig á því, að þessa sé svo brýn þörf sem margir vilja vera láta. Hér á Akureyri er nú í athugun að gera út skólaskip í sumar. Og er sú hugmynd hin athygl- isverðasta. Mun Gísli Konráðsson framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa h.f. hafa unnið henni fylgi hjá stjórn Ú. A. og fleiri aðilum. Þeg- ar hefur verið leitað samninga um leigu á Ester sem skólaskipi. En fyrirkomulagið er hugsað þannig, að stundaðar verði handfæraveiðar. Yfir- menn verði ráðnir góðir sjómenn og uppal- endur og á skipinu verði 16 unglingar á tímabil- inu júní, j’.ilí og ágúst og séu þeir hálfdrættingar og hafi frítt fæði og veiðarfæri. Þessum tíma verði svo skipt í tvennt, svo að alls komist 32 ungir menn að. Aldurinn miðist við 13—16 ára. Ú. A. hefur þegar leitað til bæjarins um fjárliagslega aðstoð og mun því máli eflaust verða vel tekið þar og ennfreinur hjá Útgerðarfélagi KEA. Virð- ist málið vera heppilega leyst með þátttöku bæj- arsjóðs að einum þriðja, Útgerðarfél. KEA að ein- um sjötta liluta og Ú. A. að helmingi kostnaðar. Þótt ekki liggi ennþá fyrir, hverja afstöðu hinir ýmsu aðilar taka í þessu máli, verður því naumast trúað að óreyndu, að menn vilji ekki einhverju fórna fyrir þetta góða málefni. Ef einhverjir kynnu að efast um börf fyrir atvinnuúrbætur hér, skal á það bent, að á þriöja hundrað manns, mest unglingar, hafa beðið um vinnu nú í vor hjá Út- gerðarfélagi Akurevringa h.f. Auk þess getur dvol ungra manna á sjónum, undir handleiðslu góðra sjómanna, orðið sjómannastéttinni ómetanlegur styrkur, því að alltaf er vöntun á sjómönnum, og er ekki vanzalaust fyrir þjóð, sem byggir gjald- cyrisafkornu sína að mestu á sjávarútvegi. i Um daginn og veginii Hér hafa verið bjartir dagar en kaldir. Lítils háttar snjóföl á jörð hlífir gróðrinum. Jörðin er þýð og tún voru farin að grænka dá- lítið. í bænum er fullt af þröst- um, sem eru farnir að bera í hreiður sín, og auðnutittlingarnir eru byrjaðir að verpa í trjám og runnum. Þegar út fyrir bæinn kemur heyrist söngur lóunnar og stelksins, gæsirnar garga á ár- bökkum og flæðilöndum, en svanir velja sér grunnar tjarnir og teygja langa hálsana niður að botni, þar sem nýgræðingurinn mætir þeim. Og tæplega bregzt það, ef leið manns liggur í nágrenni bæjar- ins, að sjá hestamenn á ferð á gæðingum sínum. Á Akureyri er mikill fjöldi reiðhesta og þar starfar tamningaskóli á hverjum vetri. Og engan skyldi undra það í skólabænum, þótt einnig hross- um sé kennt að ganga og hlaupa og bera síg virðulega, og þar verður oft góður hestur úr göld- um fola, eins og þar stendur. Og ef það hneykslar einhvern að tala um skóla fyrir hesta, þá er því til að svara, að ungviðin þarfnast töluvert svipaðrar tilsagnar,hvort sem þau ganga á tveimur fótum eða fjórum. Og fróðlegt væri að bera saman árangurinn af skóla- starfinu. í miðbænum eru þurrar götur og þau kynstur af ryki á ráð- lausri hreyfingu undan bílum og blænum, að ekki er annað sýnna, en því sé öllu ætlað að hafna í nefi og lungum borgaranna. í fyrra var ekki hægt að þvo göt- urnar vegna vatnsskorts. Nú er sú afsökun úr sögunni, en samt er göturykið eins og dökkt ský í miðbænum, þar sem flestir eru á ferli og þar sem matvælaiðnaður- inn er mestur. Fyrsti ferðamannahópurinn, sem hingað kom á þessu.sumri, var frá Re.ykjavík, og verðandi verzlunarfólk. Þíðvindar og farfuglar eru góðir og þráðir gestir úr suðri. Ferðafólk er líka kærkomið. En ekki söng þetta fyrsta ferðafólk eins fagurlega og búast hefði mátt við. Enda mun það hafa verið forystulaust og kunni ekki fótum sínum forráð. Urðu því lögreglumenn og aðrir að taka að sér leiðbeiningarstarfið að nokkru, þar sem hið menningar- lega veganesti úr skóla og heima- húsum þraut. Leiklistin er í hávegum hér á Akureyri um þessar mundir og hvert leikritið af öðru sýnt við góða aðsókn. Leikfélag Akureyr- ar er með fjórða verkefni sitt á prjónunum og verður það sýnt einhvern næsta dag, og MA sýndi einnig gamanleik í vetur. Leitað er til sunnlenzkra leikstjóra öðru hvoru og setja þeir ferskan blæ á leiklistarlífið. Akureyrartogararnir draga mikla björg í bú og við hrað- frystihús ÚA er löngum mikil at- vinna og kærkomin. Tvö togskip, Sigurður Bjarnason og Björgvin á Dalvík, bættust í skipaflotann fyrir áramótin og hafa þau aflað mjög sæmilega ásamt hinum eldri fiskiskipum. Hér er einnig mesti sægur af trillubátum. Eigendur þeirra eru flestir bundnir í fastri vinnu meginhluta ársins. En um helgar og „þegar vel veiðist“ geta þessir litlu bátar borið furðu mikinn afla að landi. Hundruð manna hafa fasta at- vinnu hjá iðnfyrirtækjum sam- vinnumanna og annarra og setur iðnaðurinn svipmót sitt á hinn norðlenzka bæ. Hér er oftast fremur rólegt, jöfn velmegun yf- irleitt og ekki árstíðabundnir fólksflutningar eins og í útgerð- arbæjunum. Hér í næsta nágrenni bæjarins, að Hrafnagili, verður myndarlegt félagsheimili vígt á morgun. — Æska bæjarins sækir mjög sam- komur sveitanna, því að hér í bænum er vöntun á skemmti- stöðúm fyrir ungu kynslóðina, en myndarleg og vel búin félágs- heimili örskammt frá. Skólafólkið er að verða nokkuð fölt á vangann eins og venja er til þegar komið er að prófum. Von- andi bíður atvinnan að prófum loknum. En í því sambandi væri vert að taka til athugunar, hvort ekki væri hægt að auka mjög þau viðskipti bæja og sveita, að kaupstaðabörnin fengju að taka þátt í framleiðslustörfunum hvért eftir sinni getu, eftir því sem bændur framast gætu haft þeirra einhver not við vinnu. Sennilega væri hægt að. auka þau samskipti að mun og báðum aðilum til nokkurs gagns. En að sjálfsögðu verður að miða sveitadvöl kaup- staðabarna við vinnu og ábyrgð- arstörf við hæfi þeirra, en ekki við iðjuleysi. — (29. apríl 1959,) - Iðnskóia Ak. slitið Framhald af 8. síðu. anna verður í skólahúsinu næstk. sunnudag kl. 1—7. BRAUTSKRÁÐIR IÐNNF.MAR 1959: Arnar Sigtýsson, rafvirki. Bjarki I>. Baldursson, rafvirki. Björgvin Leónardsson, rafvirki. Einar Karlsson, vélvirki. Eiríkur I. Ingvarsson, húsasmiður. Grctar Ólafsson, húsasmiður. Gunnar Þorsteinsson, rennismiður. Hafsteinn Þorbergsson, rakari. Haukur Guðinarss., ketil- og plötusm. Hclga Hannésdöttir, kvenklæðsk.. Hildur Júlíusdóttir, hárgreiðslumær. Hiirðtir Kristgeirsson, bifvélavirki. Jóhannes Arason, bakari. Jónas Jóhannsson, pípulagningam. Kristján Árnason, prentari Otto Tuliníus, vélvirki. Rafn H. Gíslason, bifvélavirki. Róbert Árnason, múrari. Sigmar Sævaldsson, rafvélavirki. Sigurður J. Jónsson, ketil- og plötusm. Siguróli M. Sigurðsson, bókbindari. Sigurst. Brynjar Jónsson, húsasmiður. Skúli Svavarsson, skipasmiður. Stefán Árnason, luisasmiður. Steinberg Ingólfss., ketil- og plötusm. Sveinn Tryggvason, húsgagnasmiður. Þorsteinn Áskelsson, húsgagnasmiður. ÞAHKAR OG ÞÝÐIK6AR Upp með maðkinn! Allir þekkjum við Akureyringar ánamaðkinu stóra og góða, sem laxi og silungi þykir ljúffeng- astur alls. Við tínum hann í mikilli rigningu eða á" síðkvöldum í döggvotu grasi. í langvarandi þurrk- um er oft erfitt að ná í maðk, og er þá helzt reynd sú aðferð að taka Vatnsveitu Akureyrar í lið með sér og vökva duglega. Ber það oftast árangur, en lítinn, ef kalt er í veðri. En þörf veiðimanna fyrir ánamaðk er víðar en hér á landi. í bandarísku blaði stendur nýlega, að efnaverksmiðja nokkur í Cleveland sé tekin að framleiða efni nokkurt, sem hrært sé út í vatn. Vatninu sé svo hellt á jörðina, og þá þurfi ekki að bíða lengi, unz maðkurinn komi upp. Nóg af efni þessu til þess að setja í 15 vatnsfötur kostar vestra einn dal. — Skyldum við nokkurn tíma taka þessa tækni í þjónustu okkar? Það er ekki alveg víst, að maðkarnir yrðu mjög ódýrir — en hvað um það. Er nokkurn tíma of dýrt það, sem laxinn tekur? ------o----- í 12 mílna fjarlægð. Kaupmannahafnarblaðið Politiken segir nýlega frá því, að brezki ambassadorinn í Danmörku, Sir Riderick Barcley, muni sigla á 11 þús. smélesta beitiskipinu „Bermuda“ til Færeyja oð koma þangað 25. júní. Eftir nokkurra daga dvöl þar munl svo ambassadorinn halda áfram ineð skipinu til Grænlands, í kurteisisheimsókn, en hann muni sigla fram hjá íslandi í meira en 12 mlna fjarlægð. Mikill öðlingur hlýtur maður sá að vera. ------o----- Góðar gjaldeyristekjur. Á árinu 1958 skildu erlendir ferðamenn eftir í Danmörku erlendan gjaldeyri sem samsvarar 552' millj. d. kr. Árið 1957 var upphæð þessi 100 millj. kr. lægri. Danmörk er að verða eitt af helztu ferðamannalöndum Norðurálfu. ----—o------ Björgun úr lífshættu. 1 borginni Sao Paulo í Brazilíu bjargaði fluga lífi 16 manna. Þetta fólk vinnur á opinberri skrifstofu, það var komið að kaffitíma, og einn starfsmannanna opnaði kaffibauk og ætlaði að fara að hella upp á. Kom þá fluga flögrandi og settist á baukinn. Maðurinn varð undrandi, er hann sá fluguna velta um dauða, svo að hann beið eftir annarri flugu, en það fór á sömu leið fyrir henni. Hætt var við að hella upp á kaffi úr þessum bauk, og er innihald hans var rannsakað, kom £ Ijós, að banvænt eitur var í kaffinu. ---:—o------ i Umhyggjan fyrir öðrum. Læknirinn: Kvefið er enn mjög slæmt, en eg óttast ekki, að úr því verði neitt verra. Sjúklingurinn: Það er nú það, já. En sjáið þér til, læknir. Ef þér hefðuð mjög vont kvef, þá myndi eg heldur ekki óttast afleiðingarnar. Ferðalög Bandaríkjamanna. Sérfræðingar vestanhafs gizka á, að um 700 þús. Bandaríkjamenn muni ferðast til Evrópu á þessu ári. ------o------ Næstu Ólympíulcikar. ítalir hafa tekið að sér að sjá um næstu Olympíu- leika. Þeir verða haldnir í Rómaborg árið 1960. — Margir leikvangar eru nú í smíðum, en þeir verða 13 alls með áhorfendapöllum fyrir'250 þús. menn. ítalskur ráðamaður gizkaði á það fyrir skömmu, að alls myndi undirbúningskostnaðurinn verða um 28,8 millj. dollara, en þetta myndi þó svara kostnaði. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.