Dagur - 16.05.1959, Side 8
8
Bagur
Laugardaginn 16. maí 1959
Úr frétfabréfi frá Húsavík
Innaniandsflugið í sumar ■
Barnaskóla Húsavíkur var sagt
upp í Húsavíkur-kirkju fimmtud.
30. apríl, kl. 14, að viðstöddu ijöl-
menni. Mátti lieita, að hvert sæti í
kirkjunni væri skipað. Skólastjór-
inn, Sigurður Gunnarsson, flutti
ýtarlega ræðu um starfsemi skól-
ans á árinu, afhenti verðlaun og
áv'arpaði að lokum barnaprófsbörn-
in sérstaklega.
Nemendur voru alls 215 og luku
30 barnaprófi, þar af þrír með
ágætiseinkunn. Voru það þessar
stúlkur: Heiður Sveinsdóttir, 9,02,
Ingibjörg Helgadóttir, 9,03 og Sig-
urhanna Jóna Salómonsdóttir, 9,54,
sem er ein hæsta einkunn, sem
nokkru sinni heíur verið tekin við
skólann. Heilsufar var með. afbrigð-
um gott og mættu langflest börnin
hvern einasta skóladag. Allir mættu
til prófs.
Skólinn efndi til þriggja for-
eldrafunda á starfstímanum. Skóla-
stjóri og kennarar ræddu þar ýmis
atriði, varðandi uppeldi og kennslu,
og áttu að loknum fundum einka-
viðræður við marga foreldra. Nárns-
stjórinn, Stefán Jónsson, mætti á
einum fundinum og flutti ávarp.
Fundirnir voru allir sóttir sæmilega
og hinir ánægjulegustu.
Skólafélagið, — barnastúkan Pól-
stjarnan, — starfaði vel í vetur eins
og undanfarjð, og sóttu foreldrar
fundi hennar mjög vel, öllum til
ánægju. En hér hafa börnin leyfi
til að bjóða pabba og mömmu
með á fundina. Auk hinna reglu-
bundnu félagsstarfa, fór stúkan í
eina skemmtiferð í október og stóð
fyrir dansnámskeiði fyrir jólin, eins
og hún hefur gert í mörg ár.
Verknámssalur drengja í skóla-
liúsinu nýja var tekinn í notkun
í byrjun október, en verknámssalur
stúlkna strax úr áramótum. Veita
þeir báðir ágæta aðstöðu til verk-
námsins.
Fimleikasalurinn nýi var tekinn
í notkun 9. febrúar. Nokkru seinna,
eða laugardaginn 21. febrúar, var
svo efnt til hinnar árlegu fimleika-
sýningar skólans og foreldrum sér-
staklega boðið. Aðsókn var eins
mikil og húsrúm frekast leyfði. Kom
í Ijós, að áhorfendasætin rúma 170
manns í sæti, fullorðna. Við þetta
tækifæri fluttu skólastjóri og for-
maður fræðsluráðs ávörp, minntust
hins stórmerka áfanga, sem nú er
náð, í byggingu skólahússins og
fluttu árnaðaróskir. — Með þessu
fimleikahúsi hefur Húsavík eignazt
eina glæsilegustu fimleikahöll, sem
um getur á íslandi, og þótt víðar
væri leitað.
Taflstarfsemi fór alloft fram í
vetur á vegurn skólans undir stjórn
Þetta segi ég nú:
FRIÐJÓN Skarphéðinsson
deildi á okkur Framsóknar-
menn í útvarpsumræðunum
um daginn. Það var von, að
hann gerði það. Við kusum
hann síðast.
HEFÐI mér dottið í hug, að
hann gengist fyrir því að
leggja niður Akureyrarkjör-
dæmi, þá hefði hann aldrei
fengið mitt atkvæði. Það
kemst ekki inn í minn haus,
að ÞAÐ sé „réttlæti“, enda
hefur bciðni um slíkt aldrei
komið frá kjósendum á Akur-
eyri.
NEI, uppspretta þessa „rétt-
læíismáls“ er í Reykjavík. —
Grípum hnútuna og köstum
henni til baka í hausinn á
þeim fyrir sunnan. — X.
Sigurðar I-Iallmarssonar og Ingi-
mundar Jónssonar. Að lokum var
keppt um titilinn „skákmeistari
skólans." I þeirri keppni bar sigur
úr býtum Jón Olgeirsson, nemandi
í 5. bekk. Hlaut hann níu vinninga
af 9 mögulegum. Næstir voru Asgeir
P. Sigtryggsson, 6. bekk, og Sigþór
Sigurjónsson, 5. bekk, með sex og
hálfan vinning hvor. Við skólaslit
afhenti skólastjóri Jóni verðlaun, —
fallegt manntafl, — frá skólanum
fyrir afrekið.
Heimsóknir gest.
Prójasturinn heimsótti skólann,
eins og fyrr, flesta mánudagsmorgna
skólatímans og flutti morgunbænir.
Námsstjórinn heimsótti skólann 8.
nóvember og var hér í fjóra daga.
Fyrsta daginn hafði liahn góðan
fund með kennurum úr Suður- og
Norður-Þing. En næstu daga hafði
hann samband við alla bekki skól-
ans og lagði verkefni fyrir efstu
bekkina. Einn daginn, 11. nóv.,
mætti hann á foreldrafundi, sem
skólinii boðaði til, eins og fyrr get-
ur, og flutti ávarp. — 17. nóv. komu
tveir skógrœktarmenn í heimsókn,
ræddu við börnin um stund sant-
eiginlega í samkomuhúsinu um
skógrækt og gildi hennar fyrir ís-
lendinga. Einnig sýndu þeir fall-
egar litmyndir af skógrækt hérlend-
is og af gömlum og nýjum skógum.
— Umferðavika skólans hófst 26.
janúar. Alla daga vikunnar heim-
sótti lögregluþjónninn skólann og
fræddi börnin um umferðamál,
Svo skemmtilega vildi til, að nokkr-
um dögum eftir að umferðavikunni
lauk, heimsótti skólann erindreki
Slysavarnajélags Islands. Ræddi
hann um stund við öll börnin um
umferðamál og sýndi þeim lær-
dómsríkar kvikmyndir. Tveir jóla-
sveinar heimsóttu skólann á litlu-
jólum skólans, skemmtu börnunum
um stund og fluttu kveðjur og
ávaxtagjafir til allar frá vinaskipi
skólans Arnarjelli. — Iþróttafull-
trúinn, Þorsleinn Einarsson, kom
í stutta heimsókn í apríl. — Heim-
Framhald á 7. siðu
Ákveðið er, að annað æsku-
lýðsmót verði á Laugum í Reykja
dal, S.-Þing., 13. og 14. júní í
sumar. — Eins og í fyrra munu
sóknarprestar úr Eyjafjarðar- og
Þingeyjarprófastsdæmum koma
þangað með fermingarbörn sin,
en jafnframt er óskað eftir því að
sem flestir þátttakendur frá sl.
sumri geti sótt mótið, þ. e. a. s.
unglingar á aldrinum 14—16 ára.
Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar
mun skipuleggaj mót fermingar-
barna um allt land í sumar, eins
og gert var í fyrra. — Mótin tók-
ust mjög vel og var mikil þátt-
Bakkabræðra-
bandalagið
Bakkabræður hinir fornu bundu
einn bróðurinn í hrísbagga, létu
höfuðið standa út úr, svo að það
gæti sagt til vegar, og veltu svo
bagganum niður fjallshlíðina. Þá
fór illa, því að þegar hrísbagginn
var kominn niður á jafnsléttu,
vantaði höfuðið.
Nú hefur valdafíkn og hræðsla
við fylgishrun sameinað 3 stjórn-
málaflokka í eins konar Bakka-
bræðralag, sem hefur það verk-
efni að leggja niður kjördæmi
landsins utan Reykjavíkur sem
slík, án þess þó að nokkurt ein-
asta þeirra hafi óskað eftir því.
Hinir nýju svarbræður tóku
minnsta bróðurinn og bundu
hann í nýjan hrísbagga, létu höf-
uðið standa út úr og sögðu því
að stjórna ferðinni þegar herferð-
in hæfist. Þar kenndu menn
ásjónu Emils Jónssonar.
Og nú er herferðin ákveðin,
hrísbaggann ber við loft á hæð-
inni og það mótar lítillega fyrir
einhverju, sem út úr stendur. Hjá
þúst þessari stendur stór maður
og stríhærður og glottir. Hann
hefur bundið baggann og veit, að
böndin bila ekki og hann veit
líka, að þegar hann spyrnir fæti
við honum tekur þyngdarlögmál-
ið að sér alla fyrirhöfn og full-
nægir endurtekningu hinnar
gömlu sögu um Bakkabræður.
TOGSKIPIN
Snæfellið losaði 30—35 tonn á
Dalvík á fimmtudaginn og Sig-
urður Bjarnason 50—55 tonnum í
Hrísey á miðvikudag.
Trillubátar frá Ólafsfirði hafa
fengið 8—9 þús. pd. eftir tveggja
daga handfærav. við Grímsey.
taka. — Á Laugum voru 140
fermingarbörn úr prestaköllum
norðausturlandsins og allmargir
prestar. Ríkti mikil ánægja yfir
mótinu.
í undirbúningsnefnd eru séra
Pétur Sigurgeirsson, Akureyri,
séra Sigurður Guðmundsson,
Grenjaðarstað, og séra Sigurður
Haukur Guðjónsson, Hálsi,
Fnjóskadal.
Þeir, sem ætla að taka þátt í
mótinu, eru beðnir um að til-
kynna það sóknarpresti sínum,
sem gefur nánari upplýsingar.
Innanlandsflugið verður rekið
með svipuðum hætti í sumar og
að undanförnu.
Þó verður sú breyting á, að
Skymasterflugvélin „Sólfaxi“
verður nú í fyrsta skipti í áætl-
unarflugi innanlands. Til þessa
hefur hún eingöngu verið send
eina og eina ferð þegar ástæða
hefur þótt til. Þá verða Viscount-
flugvélarnar einnig í innanlands-
flugi eftir því sem ástæðui' þykja
til. Þessar flugvélar munu verða
í innanlandsflugi þrjá daga í viku
hverri: föstudaga, laugardaga og
sunnudaga.
Frá Reykjavík til Akureyrar
verða tvær ferðir á dag, kvölds
Aðalfundur Héraðssambands
Suður-Þingeyinga var haldinn
dagana 11. og 12. apríl að Skógum
í Fnjóskadal í boði U. M. F.
Bjarma. Mættir voru 32 fulltrúar.
Formaðui' sambandsins, Óskar
Ágústsson, setti fundinn og bauð
velkomna fulltrúa og gesti, sér-
staklega Þorstein Einarsson
íþróttafulltrúa, er sat fundinn. —
Þá minntist hann látins félaga,
Jóns Forna Sigurðssonar, Forn-
hólum, og bað fundarmenn rísa
úr sætum og votta hinum látna
virðingu.
Formaðus flutti ýtarlega starfs-
skýrslu. Hjá sambandinu störf-
uðu bæði knattspyrnu- og frjáls-
íþróttakennari og það tók þátt í
annarrardeildarkeppninni. Einn-
ig kom sambandið á keppni með-
al unglinga á aldrinum 10—15
ára með líku sniði og á íþrótta-
mótum F. R. í. Þetta er alger ný-
lunda og þótti takast mjög vel og
líklegt, að hún glæði mjög áhuga
unglinganna fyrir frjálsum
íþróttum. Sambandið kom á
skólakeppni á vetrinum og þótti
það hin bezta nýbreytni. í lok
starfsskýrslunnar vakti form. at-
hygli á því, að í sumum félögum
væru forystumennirnir flestir
komnir um eða yfir þrítugt og
þar væri félagsstarfið hvað blóm-
legast. í öðrum félögum gengju
hins vegar flestir úr félögunum
er þeir kæmu á Jjann aldur og
færi það illa; Jsað veikti félögin
og svipti Jjau reyndum forgöngu-
mönnum og gæfi þeim yngri
miður gott fordæmi; þ. e. ef
menn yfirgefa félögin til að forð-
ast þær kvaðir er þau leggja
mönnum á herðar.
Helztu samþykktir fundarins:
„Aðalfundur H. S. Þ., haldinn
11. og 12. apríl 1959, lýsir yfir
stuðningi sínum við útfærslu
fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur.
Jafnframt þakkar fundurinn land
helgisgæzlunni trausta ög óhvik-
ula framkomu í starfi sínu.
Ennfremur vill fundurinn
benda stjórnarvöldum landsins á
þá staðreynd, að eftir meira en 7
mánaða staðfasta baráttu ís-
lenzku þjóðarinnar um þetta lífs-
hagsmunamál hennar, neitar hið
brezka ofbeldi ennjiá að viður-
kenna tilverurétt okkar. Lítur
því fundurinn svo á, að grund-
völlur fyrir stjórnmálasambandi
bessara landa sé ekki lengur fyrir
hendi og skorar því á ríkisstjórn-
ina að slíta því.“
„Aðalfundur H. S. Þ. 1959 lítur
svo á, að stjórnarskrármál ís-
lenzka í'íkisins varði alla lands-
menn, hvar í flokki sem þeir
standa. Fundurinn telur, að
vegna þess eigi ekki að draga
'únstök mál, eins og kjördænis-
málið, út úr eðlilegri afgreiðslv
væntanlegra stjórnarskrárbreyt-
mga, sem ætl amá að komi fram
'hjá tilskipaðri stjórnarskrár-
og morgna, og að auki miðdags-
ferðir á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og föstudögum. Til Vest-
mannaeyja verða einnig tvær
ferðir alla daga, nema sunnudaga
og mánudaga. Til ísafjarðar
verða ferðir alla virka daga. Til
Egilsstaða er flogið frá Reykjavík
alla daga nema mánudaga og til
Hornafjarðar verður flogið Jjris-
var í viku.
Tvisvar í viku verður flogið til
eftirtalinna staða: Kópaskers,
Þórshafnar, Húsavíkur, Fagur-
hólsmýrar, Siglufjai'ðar, Þing-
eyrar, Flateyrar, Patreksfjarðar,
Blönduóss og Sauðárkróks. Einu
Framhald á 5. siðu.
nefnd. Fundurinn heitir því á
alla velhupgsandi menn, innan
þings ig utan, og beinir því til
ungmennasambandanna í byggð-
um landsins, að vinna gegn jDeim
kjördæmabreytingum, sem þegar
hafa verið lagðar fram á Al-
þingi.“
„Fundurinn beinir þeim til-
mælum til ritnefndar Skinfaxa,
að senda sýnishorn af blaðinu á
hvert heimili á sambandssvæðinu
til kynningar, og ennfremur, að
andvirði blaðsins verði innheimt
með póstkröfu einu sinni á ári.“
„Aðalfundur H. S. Þ. 1959 sam-
þykkir að skora á ungmennafélög
héraðsins að hvetja alla skóla-
stjóra á sambandssvæðinu til
þess að koma á glímukennslu í
skólum sínum, svo að allir piltar
fái aðstöðu til að læra að glíma.
Einnig felur fundurinn við-
komandi ungmennafélagi að út-
vega glímukennara, ef kennarar
skóólans geta ekki annast
kennsluna.“
„Aðalfundur H. S. Þ. 1959 lýsir
megnustu óánægju yfir því
ófremdarástandi, sem ríkir hér
um innflutning á íþróttatækjum,
þar sem tollar munu nú nema
stundum 3/4 hlutum kaupverðs,
og má í því sambandi nefna
skíði. Telur fundurinn Jietta því
verra sem íþróttir eru að flestra
dómi heilbrigðasta tómstundaiðja
allra, og þó einkanlega æsku-
fólks. Skorar því fundurinn á
fjármálaráðuneytið að lækka
þessa innflutningstolla til stórra
muna.“
„Aðalfundur H. S. Þ. 1959
stkorar á framkvæmdastjórn í .S.
í. að stofna nú þegar slysatrygg-
ingasjóð, sem nái til allra virkra
íþróttamanan innan f. S. í.“.
Þá var mikið rætt um land-
græðslu, og er mikill áhugi ríkj-
andi um það merka mál. Óskaði
fundurinn eftir samstarfi við
önnur félög í sýslunni um þessi
efni. Héraðsheimili og félags-
heimilabyggingar mikið rætt, og
lýsti fundurinn yfir, að ekki
mætti dragast að marka stefnu í
þessu máli f.vrir héraðið.
SamJjykkt var, að sambandið
gengist fyrir héraðshátíð 17. júní
næstkomandi að Laugum.
Sambandið verður 50 ára 1964
og var nokkuð rætt hversu þess
skuli minnst. Er í ráði að rita
sögu sambandsins og komi hún
út fyrir afmælið.
Ymis fleiri mál voru rædd, svo
sem gerð sögulegrar kvikmyndar
úr héraðinu, stækkun íþrótta-
vallarins að Laugum og síðast, en
ekki sízt, íþróttastarfsemin, sem
segja má að sé aðalmál sambands
ins. Knattspyrnan er nú efst á
baugi, hefur verið tilkynnt þátt-
‘aka í annarrardeildarkeppninni.
Einnig var rætt um unglinga-
keppni og hún ákveðin í sumar
og þátttaka í íþróítaviku F. R. í.,
Frarnhald á 5. síðu.
Frá fyrsta æskulýðsmótinu á Laugum. Þátttakendur við aðaldyr
skólahússins.
Æskuiýðsmót á Laugum í júní
Tilkynnið sóknarprestum þátttöku
Aðalfundur Héraðssamb. S.-Þing.